Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 10
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Krakkarnir skoða plötur. Sævar Vigfússon í Dúkaverksmiðjunni og Lilja skoöa gardínuefni. Norðurfell var stofnað í byrjun árs 1975 og opnaði verzlunin í apríl það ár. Eigendur eru Bragi Pálsson, Friðfinnur Pálsson, Tryggvi Pálsson og Steingrímur Pálsson og verzlunarstjóri er Már Jóhannsson. I Norðurfelli er veitt alhliða þjónusta í sam- bandi við byggingavörur, málning, en Norðurfell er umboðsaðili fyrir Málningu H/F í Kópavogi og allir litir blandaðir á staðnum, dúkar, veggfóður, verkfæri og annað sem til þarf. Meðan staldrað var við kom málarameistari inn og vantaði aðeins meira af lit, sem hann hafði látið blanda áður og fylgdust börnin af athygli með er Már blandaði rétta litinn, en þau Oli og Lilja skoðuðu sig um og rákust þá á ýmsa nýtilega hluti, sem þau van- hagaði um fyrir heimilið. Ef marka mátti straum manna inn í verzlunina var greinilegt að mikil þörf hafði verið fyrir verzlun af þessu tagi í Brekk- unni. En nú1- voru börnin greinilega orðin svolítið þreytt á öllu þessu byggingarstússi í foreldrunum og allir sammála um að rétt væri að leita að fyrirtæki, þar sem þau gætu haft gaman af að heimsækja. Radíó- vinnustofan Er við komum út á stéttina barst til eyrna dynjandi tónlist og er lagt var við hlustirnar, heyrðist greinilega að þar voru þeir bræður Halli og Laddi eitthvað að hlunkast. „Viljið þið heyra plötu krakkar?" spurði Lilja og það var svarað játandi í einum kór. Við tókum því stefnu á hljóðið og stóðum brátt fyrir framan glugga Radíóvinnustofunnar og þar var auglýst útsala á plötum og snældum, auk þess sem við sáum fjölbreytt úrval af sjón- vörpum, útvörpum, hljóm- flutningstækjum og hátölur- um, bílaútvörpum o.fl. o.fl. Innifyrir tóku eigendurnir, Axel Guðmundsson og Einar Janus Kristjánsson útvarps- virkjameistarar, á móti okkur. Þeir sögðust hafa byrjað með verzlun og viðgerðarþjónustu í þröngu húsnæði árið 1966, en flutzt í Kaupang 14. maí 1975. Auk verzlunarinnar væru þeir með stórt og rúmgott viðgerðarverkstæði. A boðstól- um í Radíóvinnustofunni er mikið úrval af plötum og snældum, innlendum og erlendum, hljómflutningstæki frá Sony, Grundig, Marantz og Superscope, litasjónvarpstæki frá Ferguson, Grundig og Sony. Þeir Axel og Einar sögðu að mikil aukning hefði orðið í verzluninni frá því að þeir fluttu í Kaupang, mest aukning í hljómplötum, en jöfn og góð í öðrum vörum, enda væri mikið líf í kringum bygginguna. Nokkuð af sínum vörum flytja þeir beint inn. í sambandi við viðgerðarþjón- ustuna sögðust þeir félagar leggja áherzlu á að þjóna þeim merkjum sem þeir væru með, en tækju að öðru leyti að sér alhliða viðgerðarþjónustu. Aðspurðir um hvaða plötur seldust mest sögðu þeir að íslenzkar plötur sem næðu vinsældum seldust miklu meira en erlendar vinsælda- listaplötur. Starfslið hjá fyrir- tækinu telur fimm manns. Blómabúðin Lilja „Mamma, þarna er búð sem heitir eins og þú,“ hrópuðu börnin er við stóðum úti á stéttinni og veltum fyrir okkur / hvert skyldi haldið næst. Og viti menn þetta var rétt, því að við hliðina á Radíóvinnu- stofunni er Blómabúðin Lilja sem að sjálfsögðu varð næsti áfangastaður. Þar hittum við fyrir verzlunarstjórann, Kol- brúnu Baldvinsdóttur, sem sagði okkur að verzlunin hefði verið opnuð 9. apríl 1976. Þótt verzlunin sé nefnd Blómabúðin Lilja, væri raunar réttara að kalla hana blóma- og gjafavörubúð, því að auk blómanna er á boðstólum mikið úrval af alls konar gjafavöru, keramiki frá Eldstó, basti, alls konar vösum, glös- um, kertum, tóvinnu og öðru þess háttar. Kolbrún segir að í verzlun- Séð yfir Blómabúöina Lilju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.