Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.1978, Blaðsíða 20
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1978 Um 30 bœkur frá forlögum áAkur- eyri á jólamarkað Bókaforlög á Akureyri senda frá sér um og yfir 30 bækur á jólamarkaðinn í ár, sem er svipaður fjöldi og á sl. ári. Við ræddum við forráðamenn 4 fyrirtækja og öfluðum upplýsinga um útgáfuna. Geir S. Björnsson hjá Bókafor- lagi Odds Björnssonar sagði að frá þeim kæmu 14 bækur á markaðinn fyrir jólin. Valgeir Sigurðsson blaðamaður sendir frá sér bók með 15 samtalsþáttum við þjóðkunna menn og konur, sem nefnist Um margt að spjalla. Nói bátasmiður nefnist bók, sem Erlingur Davíðs- son hefur skrifað og eru endur- minningar Kristjáns Nóa Kristj- ánssonar bátasmiðs á Akureyri. Jón Kr. ísfeld hefur búið til prentunar bókina Skoðað í skrínu' Eiríks ísfelds á Hesteyri í Mjóa- firði. Er þar um að ræða þjóðsög- ur, ævintýri og frásagnir af dularfyrirbrigðum, sem Eiríkur skráði fyrir aldamótin síðustu. Þá gefur forlagið út 3 íslenzkar þýddum bókum eru Kreppa og þroski eftir Johan Cullberg, sem Brynjólfur Ingvarsson læknir þýddi. Andlit í speglinum eftir Sidney Sheldon, Hersteinn Páls- son þýddi. Þegar hefur komið út hjá forlaginu bókin íslenzkir kaupfélagsstjórar eftir Andrés Kristjánsson og í haust kemur út fyrra bindi Sögu Dalvíkinga, sem Kristmundur á Sjávarborg hefur skrifað fyrir Dalvíkurbæ og svo Samvinnuhreyfingin á Islandi eftir Eystein Sigurðsson. Björn Eiríksson prentsmiðju- stjóri hjá Skjaldborg sagði Mbl. að hjá forlaginu kæmu út 10 bækur fyrir jólin. Erlingur Davíðsson sendir frá sér 7. bindi af Aldnir hafa orðið. Séra Bolli Gústafsson í á markaðinn fyrsta skáldsaga Guðbjartar Hermannsdóttur, en hún er móðir Snjólaugar Braga- dóttur frá Skáldalæk. Ekki var búið að gefa sögunni nafn að sögn Björns. Indriði Úlfsson sendir frá sér Mælikerið, sem er skemmtisaga fyrir börn og unglinga. Magnús Kristinsson menntaskólakennari hefur þýtt barnabókina Káta í sveitinni úr bókaflokkinum um Kátu. Séra Jón Bjarman hefur þýtt úr færeysku barnabókina Marjun og þau hin og Eiríkur Sigurðsson fyrrv. skólastjóri bók- ina Birgir og töfrasteinninn. Þá prentar og dreifir Skjaldborg bókina Nýjar rúnir, eftir Vest- ur-Islendinginn, Marlin J.G. skáldsögur, óskasoninn eftir Ingi- b.iörgu Sigurðardóttur. Stúlkan handan við hafið heitir bók eftir Þorbjörgu frá Brekkum og Ragnar Þorsteinsson sendir frá sér bókina Siija skipstjóri, sem fjallar um fyrstu konuna, sem tekur við skipstjórn á íslenzkum skuttogara. Þá kemur út bókin Undir berum himni, ljóðabók eftir Hólmfríði Jónasdóttur. Þrjár barnabækur koma á markaðinn og er þar fyrst að telja Ljáðu mér vængi, 11. bindi í heildarútgáfu á ritverkum Ár- manns Kr. Einarssonar. Glatt er í Glaumbæ heitir bók eftir Guðjón Sveinsson og er nútíma sveitasaga fyrir börn og unglinga. Hanna María og leyndarmálið heitir svo bók eftir Magneu frá Kleifum. Af Laufási hefur ritað bókina Fjögur skáld á för með presti. Eru það æviminningar 4 skálda, Kristjáns frá Djúpalæk, Heiðreks Guð- mundssonar, Braga Sigurjónsson- ar og Hjartar Pálssonar. Er bókin myndskreytt af Bolla. Þá kemur út hestabók eftir Matthías Gestsson, sem ekki hefur verið gefið nafn enn, en í bókinni eru á 2. hundrað myndir af hestum og viðtöl við 7 hestakónga. Einar Kristjánsson frá Her- mundarfelli hefur skrifað bók með ýmsum skemmtiþáttum, fluttum og ófluttum. Þá er næst að telja veglega bók og myndskreytta, Æviminningar Bjartmars Guð- mundssonar skálds og alþingis- manns frá Sandi. Þá er væntanleg Magnússon, sem kostar útgáfuna sjálfur. Árni Bjarnason hjá Bókaútgáf- unni Eddu sagði að engin sérstök jólabók væri hjá fórlaginu, en á þessu ári hafði verið myndarlega haldið fram útgáfu á Almanaki Ólafs Torgeirssonar og alls gefnar út 27 bækur, 100—200 bls., og hefðu þá alls verið gefnar út 34 bækur. Ólafur, sem var Akureyr- ingur og fluttist vestur 1886, gaf almanakið út í 68 ár frá 1895—1954, en þar eru skráðar frásagnir af íslenzkum landnem- um í Vesturheimi. Bókáútgáfan Ögur er nýstofnað fyrirtæki og gefur út 2 bækur fyrir þessi jól, Æviminningar Guð- mundar Frímanns og Smásögur, eftir Ólaf Jónsson. m IE.vsj* I Hi . \ .. .... ...... ** - ( i Brottfarir: Október 25. Nóvember 17. Jartúar 5.. 12. og 26. Febrúar 2.. 16. og 23 1b. og 22. MarxS ' .■ , " . A r> m w. ;ikm!0, Okkar mnsælu m . v&í mmÉmé ' 3 B B ÉHlðR -'TlV! Ferðaskrifslofan ; mmm§ ■y■ ',

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.