Morgunblaðið - 06.10.1978, Síða 2

Morgunblaðið - 06.10.1978, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 Vilja ekki verksmidju- skip á íslandsmiðum FÉLAG íslenzkra fisk- mjölsframleiðenda hefur sent sjávarútvegsráðuneyt- inu samþykkt aðalfundar félagsins þar sem því er beint til stjórnvalda að ekki verði leyfður rekstur á verksmiðjuskipum í ís- lenskri landhelgi. í samtali í ;;ærkvöldi við Jón Reyni Mannússon formann stjórn- ar Félags íslenzkra fiskmjölsfram- leiðenda sasði hann að efni bréfsins væri á þá leið að þar sem íslenzkar fiskmjölsvarksmiðjur hefðu að undanförnu lagt út í mjöj; mikla fjárfestinKU til þess að geta bætt móttöku á afla og aukið afköst í vinnslu, þá væri ástæðu- laust að feyfa rekstur verksmiðju- skipa við ísland. Kvað hann það til dæmis hafa sýnt sig s.l. vetur að verksmiðjuskipið sem þá var við landið hafi í raun verið alj;erlef;a óþarft og tekið hráefni frá ís- lenzku verksmiðjunum. Kvað Jón Reynir það heldur báj;a þróun að fiskmjölsverksmiðjurnar fjárfestu mikið til þess að j;eta sinnt aflanum af miðum landsins, en svo lentu menn í þeirri aðstöðu að geta ekki einu sinni notað tækin. Um 45% útflutningsins til EBE og EFTA-landa NÆRRI lætur að um 45% alls útflutnings íslendinga fari til tveggja markaðs- svæða í Evrópu — landa innan Efnahagsbandalags Evrópu og innan Fríverzl- unarbandalagsins sam- kvæmt upplýsingum sem Mbl. hefur aflað sér. Hugmyndir eru innan BÚR kannar kaup á Portúgalstogara og smíði í Stálvík A borsarstjórnarfundi í ga'r- kviildi kom fram í máli Bjbríjvins Guðmundssonar að á útKerðar- ráðsfundi á miðvikudag hefði hann flutt tillöjíu um að Ba'jarút- Kerð Reykjavíkur keypti skut- toKara af minni gorðinni. Kagnar Júlíusson flutti þá viðbótartil- liitfu í útKerðarráði um að bæjar- útgerðin notaði heimild frá borgarráði til viðra'ðna við Stál- vík um smíði á skuttoKara. ÚtKerðarráð felldi tilliijíurnar saman og samþykkti að kanna báða miÍKuleikana. BjörKvin Guðmundsson for- maður útf;erðarráðs, sagði í sam- tali við Mbl. að eftir að slitnað hafðí upp úr samninKaviðræðum einkaaðila ok PortÚKala hefði ríkis stjórnin ákvéðið að taka sjálf yfir Steypa hækkar VERÐI.AGSYFIRVÖLI) hafa heimilað steypustiiðvunum að hækka steypu um 3.9—1.9%. Ilækkunin Kildir frá og með deKÍnum í daK. ok orsakast af hækkun byKgingaefnis. annars en sements. samnint;a um smíðina og nú hefði útgerðarráð BÚR ákveöið að hefja samnint;aviðræður við ríkisstjórn- ina um að kaupa annan tot;arann ef fjármaftn fenjíist. SaKði Björt;- vin að hér væri um að ræða um 500 tonna skuttogara af minni Kerðinni er kosta ætti 1580 milljónir króna og væri það e.t.v, nokkuð dýrt, en greiðsluskilmálar væru hagkvæmir. Skrokkur skips- ins er gerður í Portúgal en vélar og tæki norsk og sett niður í Portúgal undir eftirliti Norðmanna. „Þetta er skipastærð sem okkur hentar vel“, sagði Björgvin, „en ákveðið hefur verið að selja einn stóra togarann, Bjarna Benediktsson, sem er elztur." Ragnar Júlíusson sagði í samtali við Mbl. að borgarráð hefði 22. apríl 1977 heimilað útgerðarráði BÚR að taka upp samninga- viðræður um nýsmíði í Stálvík á 500 tonna skuttogara. Stálvík hafði þá smíðað tvo skuttogara eftir sömu teikningu: Elínu Þor- bjarnardóttur ÍS og Arinbjörn RE, en að sögn Ragnars töldu menn skipin fullmjó og fékk Stálvík þá aðstoð erlendis við nýja hönnun á skrokknum. Ragnar sagði að hann teldi sjálfsagt að BÚR kannaði báða möguleikana. núverandi ríkisstjórnar um að fresta umsömdum tollalækkunum á inn- fluttum vörum frá löndum á þessum markaðssvæðum en það er talið geta haft þær afleiðingar að íslenzk- ar útflutningsvörur missi gagnkvæmar tollaívilnanir í löndum innan EFTA og EBE og yrðu þær þar með síður samkeppnishæfar. Samkvæmt þeim tölum sem Mbl. hefur aflað sér nam útflutn- ingur íslands til EBE á síðasta ári alls 30.6 milljörðum króna eða um 30% alls útflutnings landsmanna á því ári, og útflutningurinn til EFTA-landanna á sama tíma nam 14,9 milljörðum króna eða 14,6%, þannig að heildarútflutningurinn til þessara tveggja markaðssvæða er rétt um 45% . . F.vrri hluta þessa árs hefur hlutfall þetta lítið breytzt og hafa um 32% alls útflutningsins farið til EBE-landanna en um 13.2% til EFTA-landanna. hhrrhrrbhbhhhii 74 ökumenn teknir á yfir 70 km hraða Einn ók á 103 km hraða LÖGREGLAN í Reykjavík var með 3 radartæki við hraðamæling- ar á ýmsum stöðum í borginni í gær og var samtals 91 ökumaður kærður fyrir of hraðan akstur. Einn iikumaður var tekinn á 103 km hraða. á Ilringhraut móts við Bjarkargötu. og var lagt hald á ökuskírteini hans. Af hinum 90 ökumiinnum. sem kærðir voru fyrir of hraðan akstur í gær. óku lfi milli fiO og 70 km hraða, 55 á milli 70 og 80 og 19 ökumenn voru milli 80 og 90 km hraða. Langflestir óku því yfir 70 km hraða á klst. en allir þessir iikumenn voru stöðvaðir á giitum þar sem hámarkshraði er 50 km/klst. Frystihúsi Rafns hf. Sandgerði lokað í „IIÚSIÐ er orðið gamalt og reyndar ónýtt. en aðalástæðan fyrir því að við lokuðum frysti- húsinu í gær er sú að við fáum engan veginn nóg hráefni eins og stendur“. sagði Gunnar Guðmundsson. framkvæmda- stjóri Rafns hf. í Sandgerði. í samtali við Mbl. í gær. Gunnar sagði að fyrirtækið myndi reka áíram söltunarstöð sína og í athugun væri að kaupa hrað- frystihúsið Kothús í Garðinum. Hjá hraðfrystihúsi Rafns hf. unmi í sumar 35—40 manns. „Við vorum mikið í humrinum og þetta var mikið skólafólk," sagði Gunn- ar. „Sumt af okkar fóiki er farið til annarra frystihúsa og annað flytjum við í störf í söltunarstöð- inni þannig að það verður ekkert atvinnuleysi þó frystihúsið leggist nú niður. Eftir að þeir tóku af okkur togarann í fyrra höfum við engan veginn haft nægan fisk til vinnslu. Við érum nú með 6 báta í gangi þeir koma engan veginn með nóg magn að landi, þannig að það er ljóst að ef við förum í það að kaupa Kothús þá þurfum við að tryggja okkur meira hráefni.“ Togari Rafns hf. var Guðmund- ur Jónsson, nú Breki VE. „Líklegra að böm nái í heimatil- búið öl og vin en annað áfengi” Rætt við Ólaf Hauk Ámason áfengisvamarráðunaut „FRÁ ÞVÍ salan hófst fyrst á efni til framleiðslu víns og öls hér á landi höfum við hjá Áfengisvarn- arráði gert okkur grein fyrir því að erlendir framleiðendur bjórs hafa verið að reyna að koma vöru sinni inn í landið með þvi að hafa þann rökstuðning að hér sé hvort sem er bruggað sterkt öl.“ sagði Ólafur Haukur Árnason áfengis- varnaráðunautur hjá áfengis- varnaráði er Mbl. leitaði álits hans á heimabruggi og fyrirhug- uðu banni á innflutningi gersveppa. „Það liggur ljóst fyrir að fólk það sem bruggar brýtur yfirleitt landslög eins og komið hefur m.a. fram í viðtölum í fjölmiðlum undanfarna daga. Drykkirnir sem fólk framleiðir eru í mörgum tilfellum sterkari en lög leyfa. Ef við höfum þetta fyrir satt er þarna augljóslega um lögbrot að ræða. I upplýsingum sem fylgja þessum efnum er notuð eru til öl- og víngerðar segir að ef að sykurmagnið sem í drykkinn er sett fari yfir visst hámark verði drykkurinn áfengur. Þarna er jafnt verið að vara fólk við og kenna því að hafa drykkinn áfengan. Út um alit land eru starfandi nefndir á vegum áfengisvarnaráðs og er þeim trúað til þess að hafa auga með þessum málum. Við höfum fengið miklar kvartanir frá þeim þess efnis að börn og unglingar hafi brugg undir hönd- um. Samkvæmt lögumm er bannað að selja áfengi til fólks sem er undir vissum aldri en efni ti! ölgerðar geta börn hæglega keypt og bruggað sér sjálf áfenga drykki. Nú á dögum þegar unglingar eru teknir undir áhrifum áfengis gefa þeir ekki upp nafn á einhverjum sem hefur keypt fyrir þá áfengi eins og áður tíðkaðist en segja núna að þeir hafi bruggað eða fengið brugg með öðrum hætti. Þessi hlið málsins er sú alvarleg- asta og það er rétt að taka það fram að afstaða okkar til þessa máls í áfengisvarnaráði byggist á því að það er líklegra að heimatil- búið vín og öl liggi á glámbekk fyrir börnum en annað áfengi. Tvejr bandarískir prófessorar, John Wilson og William Alter- mayer, hafa rannsakað áhrif alkóhóls á börn undir tíu ára og hafa komist að því að drekki barn eina flösku af öli sem er sterkara en 4,5% kunni það hugsanlega að valda varanlegum heilaskemmd- um. I sambandi við þessi mál tökum við líka mið af útlöndum. Fólk heldur því fram að við séum reglulega frumstæður þjóðflokkur að berjast gegn heimabruggi. Ég held.að í nær öllum menningar- löndum heims sé unnið gegn heimabruggi. Meira að segja hafa sum nágrannalönd okkar bannað sölu á tækjum til slíks. í tölum sem birtar voru nýlega kom fram að s.vkurinn væri 3—4 sinnum dýrari í Danmörku en hér og er það liður í baráttunni gegn heimabruggi. Menn álíta það óæskílegt að brugga. Víða á Norðurlöndunum hafa verið uppi hugmyndir og sums staðar hafa verið sett lög þess efnis að banna litarefni í matvæl- um. Þau litarefni sem eru í bjór, kóki og fleiri drykkjum eru gerviefni. Þegar umræður um þetta mál hófust í Danmörku risu bruggarar Calsberg- og Tuborg- Ólafur Haukur Árnason áfengisvarnaráðunautur verksmiðjanna upp og mótmæltu með þeim rökum að fólk yrði hvort eð er löngu dautt úr alkóhólisma og fylgifiskum hans áður en litarefnin færu að vinna þeim tjón. Þetta hefur hvergi komið fram í

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.