Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 Haukur Helgason, skólastjóri: Grunnskólakenn- arar töldu sig haf a samið um jöfnun prófa til launa Nokkrar athujfascmdir vcgna ummæla Höskulds Jónssonar ráðuneytis- stjóra í viötali vió Mornunblaðið 4. okt. 8.1. vegna dcilu Krunnskólakcnnara og ríkisins. í viðtali því sem hlaðið átti við ráðuneytisstjórann er sieppt mikilvætfum þáttum er varða málið. Tel ég nauðsynlegt að þeir komi fram svo heilleg mynd fáist. Árgerð prófa ráði ekki launum Kjarni þessa máls er að kennarar hafa krafist þess að próf sem tekin eru á mismunandi tímum og gefa full réttindi til starfa við grunnskóla séu metin jafnt til launa. Kröfur til kennaramenntunar hafa stöðugt verið að breytast allt frá því að Flensborgarskóli útskrifaði kennara eftir nokkurra mánaða nám og til þess sem nú er. Allan þann tíma sem þessar breytingar hafa staðið yfir. hafa kennarar setið við sama borð varðandi rétt til launa hvenær sem þeir luku prófi þar til nú allra síðustu ár. Þeim ójöfnuði sem nú hefur viðgengist hafa kennarar illa unað og töldu sig reyndar sjá fyrir r endann á málinu við gerð síðustu kjarasamninga. Vil ég nú víkja nánar að því. Samningarnir 1977 I viðtalinu við ráðuneytisstjórann er sleppt veigamiklu atriði er varðar samninginn en hann segir: „I samningunum sem gerðir voru í nóvember 1977 varð enn ein mála- miðlunin að okkar dómi og þá sagt að stefnt skyldi að því að próf sem gæfu sömu starfsréttindi gæfu sömu laun. Það var engin tilviljun að þarna væru orðin „stefnt skal að“ heldur voru þau hreinlega valin til þess að ekki þyrfti að taka skrefið til fulls. Þetta var öllum aðilum ljóst og hefðu menn ætlað sér eitthvað annað, þá hefðu önnur orð verið valin.“ Tilvitnun lýkur. Þetta er rétt svo langt sem það nær, en samninganefnd kennara vildi ekki fallast á að í aðalkjara- samningi yrði þetta atriði afgreitt með orðunum „stefnt skal að“. Þess vegna stóð í löngu og stífu stappi við samninganefnd ríkisins þar sem kennarar héldu fast við það að þeir gætu ekki fallist á annað en að málið yrði útkljáð á samningstímabilinu. Þeirri lotu lauk með því að aftan við samninginn kom eftirfarandi bókun sem báðir aðilar féllust á. Bókunin er þannig: Aðilar eru sammála um, að ákvæði 1. 4. 3. í aðalkjarasamningi eigi við um þá kennara, sem hafa kennslu- réttindi skv. lögum eða reglugerðum. Á samningstímanum verði ákvæð- um þessum að því er varðar kennara við grunnskóla komið í framkvæmd þannig: 1. Kennarar, sem í dag eru í launaflokkum 10, 11 og 12 hækki um einn launaflokk 1. júlí 1977. Þeir kennarar, sem þá hafa ekki náð þeim launaflokki sem aðilar ákveða í sérsamningi fyrir kennara með B. Ed. prófi, flytjist í þann launaflokk 1. janúar 1978. 2. í sérkjarasamningi verði ákveðnar samræmdar reglur um tilfærslur milli launaflokka fyrir kennara, sem falla undir tölulið 1, kennara með B. Ed. próf og aðra kennara, er nú taka laun skv. 13. launaflokki og ofar. Með þessari bókun töldu kennarar sig hafa tryggt að málið væri leyst. Ályktun þeirra byggist á 2. gr. bókunarinnar þar sem segir að „samræmdar verði reglur um til- færslur milli launaflokka". Til- færslur milli launaflokka í undan- förnum samningum hafa grundvall- ast á því að hvert starfsár sem búið er að vinna hefur skilaö mönnum nokkuð áleiðis. Það gat því engum dottiö í hug að fjármálaráðuneytið túlkaði samningana á þá lund að allt í einu þýddi margra ára starfsaldur enginn starfsaldur og nú byrjuðu allir á svo til sléttu. Enda varð þá mörgum kennurum að orði er þeir sáu þá túlkun ráðuneytisins „engum er Höskuldur líkur“. Það má vera að samninganefnd ríkisins hafi strax frá upphafi ætlað sér að túlka þessa grein á þann veg sem þeir gerðu en það kom aldrei fram er bókunin var samin og samþykkt. Ráðuneytisstjórinn segir í viðtal- inu að engum nema kennurum dytti í hug að ræða mál sem þetta milli kjarasamninga. Reynslan hefur sýnt að vegna mjög leiðinlegrar viðleitni ráðuneytisins til að draga í land með atriði sem búið er að semja um hafa fjölda mörg félög þurft að standa í langvinnu stappi til að fá það sem samningar áttu að geta. Þetta hefur oft valdið óþarfa tortryggni sem komið hefur niður á gangi samninga síðar. Niðurlag viðtalsins er svo sérkafli en þar kemur ráðuneytisstjórinn með gömlu lummuna sína um það að opinberir starfsmenn séu „að seilast ofan í vasa samborgara sinna“. Þetta eru gróf orð og hitta ráðuneytisstjórann sjálfan harðast fyrir því á hans borði eru samdar þær reglugerðir og þau lög sem heimila skattheimtumönnum að seilast dýpra og harðneskulegar í vasa samborgaranna en áður hefur þekkst. Deiluna þarf að leysa Deila þessi hefur verið til leiðinda og ama fyrir skólastarfið og ekki síst bitnað illa á kennaranemum. Það er því nauðsynlegt að leysa hana sem fyrst. Ég treysti vel samningamönn- um ríkisins að finna viðunandi lausn með kennurum fái þeir til þess heimild. Talað er um að ekki megi gefa fordæmi um breytingar á kjarasamningum á samningstíma- bilinu. Kennarar telja að hér þurfi að verða rétt framkvæmd á gerðum samningi. Fyrir því eru aftur á móti engin fordæmi að breytt námsfyrir- komulag til embættisprófs gefi lægri laun til þeirra er áður luku prófi ef hið fyrra námsform er niður lagt. ósvikið grín — svo hjartanlegt og auðskilið að börnin skildu það best ef marka mátti viðtök- urnar. Sumt var líka í ætt við barnasprell eins og að: súpa á vatni, halda sopanum uppi í sér og sæta færis að frussa framan í náungann, óviðbúinn og granda- lausan! Annað fól í sér skop- stæling á sjónhverfingum og kraftíþróttum, allt auðskilið. Og svo þetta sígilda: tilraun til að leika á hljóðfæri sem einatt mistekst þrátt fyrir ærnar forfæringar og vesin. Allt þetta þekkjum við orðið mætavel — úr sjónvarpinu ef ekki annars staðar frá; þetta er alþjóðleg list Látbragðs- leikur í Iðnó Leikilst eftir ERLEND JÓNSSON ARMAND MIEHE skemmti í Iðnó á miðvikudagskvöld ásamt félögum. Þau eru: Eda Michel- son leikkona, Mats Söderquist og Peter Furuskov hljómlistar- menn, auk Max Miehe, ungs sonar Edu og Armands. Skemmtun »fyrir alla fjölskyld- una«, auglýsti leikhúsið og hitti naglann á höfuðið. Sýningar- gestir voru á öllum aldri, þar á meðal mörg börn sem skemmtu sér vel, hlógu dátt og innilega — þau sem voru nógu stór til að sjá yfir höfuð og herðar þeirra sem framar sátu! I leikskránni, sem að þessu sinni var aðeins eitt fjölritað blað, er Armand Miehe sagður »þekktasti cirkus-trúðleikpri og látbragðsleikari á Norðurlönd- um.« Fyrri titillinn hæfir betur, leikur Miehe er meir í ætt við trúðleik og cirkus en sviðslegan látbragðsleik. Gervi Miehe er í stórum dráttum cirkustrúðsins: fínir larfar; rauður klútur upp úr vasanum; kúluhattur á höfði. Og mikið, uppbrett og rautt nef sem bókstaflega tilheyrir stétt- inni! Sama máli gegndi um leikinn. Þar var ekki farið með neins konar táknræn látbrögð sem leggja bæri í dýpri merking heldur var þarna á ferðinni og takmarkast ekki við eitt heimshorn; senurnar víða svip- aðar. Já, börnin skemmtu sér. En fullorðnir nutu líka kvöldsins. Armand Miehe framdi leik sinn af öryggi og þrótti og með kunnáttulegum ærslum sem aðeins næst með ærinni þjálfun, byggðri á langri hefð. »Frá blautu barnsbeini ólst hann upp með þeirri list, sem forfeður hans hafa lagt rækt við mann fram af manni,« segir í leikskrá. Auðvitað hvíldi sýningin mest á Miehe sjálfum. En hlutur meðleikara hans var líka veru- legur. Og með því að blanda örlítilli tónlist saman við ærslin öðlaðist þetta allt framandlegri og dramatískari svip. Hér hefur farið svo lítið fyrir látbragðslist að heita má að erlendir látbragðsleikarar, sem leggja hingað leið sína, komi hér fyrir sjónir eins og fáséðir fuglar. Og hugtakið »trúður« — felur það ekki í sér niðrandi merking? í raun og veru hafa íslendingar amast við trúðum allt frá því að hirðskáldin fornu urðu að keppa við þá um hylli konunga og ortu um þá níðvísur í þeim tilgangi að stökkva þeim á braut. Trúðleikurinn er nefni- lega gömul list. Og hann hefur ávallt borist að sunnan — frá löndum þar hægt er að leika úti og njóta listar undir heitri sól. Þetta er mannleg list sem höfðar til lífsgleðinnar; en einnig til tilfinninganna. Því trúðurinn er jafnan í afkáraleik sínum ímynd umkomuleysis og klaufaskapar. Skemmtun og list getur farið saman, það held ég hafi ekki farið milli mála þetta kvöld með Armand Miehe og fólki hans. Siglufjörður frá 1. október hefur Matthías Jóhannsson tekiö aö sér umboö fyrir Morgunblaðiö á Siglufiröi. Verksmiðjuútsala að Skúlagötu 26 Herrabuxur, dömubuxur, barnabuxur, skyrtur, náttföt, peysur og fl. Drengjabuxur frá kr. 1900. Smekkflauelsbuxur frá kr. 2000 Bútar í miklu úrvali, flauelsefni, gallabuxnaefni, twillefni, kakhiefni, köflótt efni og f.l.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.