Morgunblaðið - 06.10.1978, Síða 10

Morgunblaðið - 06.10.1978, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 í Bankastræti hufíðist ökumaður Mini hflsins skjóta sér inn í hflaröðina. en fékk smávægilega rispu á bflinn frá jeppanum. bílum, er voru á undan og beygðu sömu leið og hann ætlaði, þ.e. norður Ármúla, en þá allt í einu séð til ferða Volkswagen-bílsins. Hafði hann andartak litið frá umferðinni. „Þau geta verið dýr þessi augnablik og andartök, sem menn líta frá umferðinni," sagði annar lögreglumannanna. Enn varð árekstur kl. 18:18 á horni Nóatúns og Skipholts er bíll sem skaust vestur yfir Nóatún lenti á bíl, sem ekið var suður götuna. Ekki höfðu orðið mjög miklar skemmdir á bílunum í þetta sinn. í þessum fjórum árekstrum sem hér var greint frá skemmdust 7 bílar. Meðaltalskostnaður við við- gerðir er 150 þúsund kr. fyrir hvern bíl og kostar því eina milljón og fimmtíu þúsund að gera við þá, samtals, og tjónið eftir árekstra dagsins því nokkrar milljónir. Eftir að hafa fylgst með störfum lögreglunnar dagstund má líka nefna annað sem í hugann kemur: Til þess að sinna þessum árekstrum þarf tvo bíla, útbúna ýmsum tækjum og tvo lögreglu- menn á hvorn bíl og - eru þeir uppteknir frá kl. 11 að morgni til kl. 18:30 eða lengur, eingöngu við þessi störf. Það kostar líka sitt. Að lokum ein áminning til vegfarenda á árekstursstað: Lög- reglumenn kvarta yfir ágangi vegfarenda, sem oft má út för og eru til trafala. Ökumenn, sem leið eiga framhjá árekstrarstöðum tefja oft líka fyrir með því að fara sér hægt framhjá og virða fyrir sér skemmdir á bílunum. Gerið því lögreglunni þann greiða að dvelja ekki á árekstrarstað nema ljóst sé að ykkar sé þörf sem vitna, eða til aðhlynningar. Lögreglubíll nr. 28 var staddur á horni Háaleitisbrautar og Miklu- brautar er tilkynnt var um árekst- ur í Bankastræti kl. 15.15, en blaðamenn Mbl. fengu að fylgjast með störfum lögreglumannanna í þeim bil síðdegis í gær. Árekstur- inn í Bankastrætinu var ekki alvarlegur; lítill Mini bíll hafði ætlað að skjóta sér af hægri akrein Bankastrætis yfir á þá vinstri, yfir óbrotna línu, en ökumaður jeppabíls varð hans ekki var fyrr en rétt áður en stuðarahorn hans rakst lítillega í Mini-bílinn. Skemmdir urðu óverulegar. Rólegt var hjá lögreglunni fram yfir kl. 17 en kl. 17:28 var tilkynnt um árekstur á Borgartúni, móts við Nóatún. Þar hafði bíl verið ekið aftan á annan, sem stöðvað hafði vegna mikillar og hægrar umferð- ar. Ökumaður bílsins sem ekið var á, Alfa Romeo, sagði að höfuðpúði hefði án efa forðað sér frá höfuðmeiðslum, en ökumaður hins bílsins, af Volvo gerð, sagðist hafa litið til hliðar eitt augnablik, og þá hefði verið langt í bílinn á undan, en síðan hefði hann allt í einu verið alveg við hann og því lítið náð að bremsa og runnið til í sandi er var ofan á malbikinu. Þegar búið var að sinna þessum árekstri var kl. 17:51 beðið um að farið yrði að gatnamótum Háaleit- Aftanákeyrslur eru ein algengasta tegund árekstra. Meðal tækja sem liigreglan verður að hafa í bflum sínum er sópur til að sópa upp isbrautar og Ármúla. Þar höfðu glerbrot, sem valdið geta hættu. Andartaks gáleysi Á horni Ármúla og Háaleitisbrautar varð allharður árekstur og var annar bfllinn óökufær eftir. Ljósm. Emilía. getur kostað öku- menn300þús. kr. ÁREKSTRARNIR í Reykjavík urðu allmargir í fyrradag og um kaffileytið voru þeir orðnir 14. Flestir höfðu þeir orðið um morguninn og í hádeginu, síðan varð smá hlé, en aftur urðu margir árekstrar á stuttum tíma milli kl. 17 og 19. rekist á tveir bílar af Suðurnesj- um. Var öðrum, Volkswagen, ekið vestur Háaleitisbraut, en hinum, Lancer, austur hana og beygði hann í veg fyrir Volkswagen-bíl- inn. Ökumaður Volkswagen-bíls- ins kvaðst ekki hafa átt von á neinu og því nánast ekkert hemlað, en ökumaður Lancer-bílsins sagð- ist hafa ætlað að fylgja eftir Lögreglan sinnir árekstrum:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.