Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.10.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 Rögnvaldur Sigurjónsson; Tónleikar í I>jóðleikhúsinu RÖGNVALDUR Sigurjóns- son, píanóleikari, heldur einleikstónleika í Þjóðleik- húsinu á sunnudaginn. RiÍKnvaldur SÍKurjónsson Tónleikarnir eru haldnir í boði Þjóðleikhússins, en listamaðurinn á sextugs- afmæli um þessar mundir. Rögnvaldur hélt fyrstu opinberu tónleika sína aðeins 18 ára að aldri og hefur síðan haldið fjölda tónleika hér heima og erlendis. Eftir að hann kom frá framhalds- námi í Bandaríkjunum árið 1945 hóf hann kennslu við Tónlistar- skólann í Reykjavík og hefur kennt þar síðan. Hann er nú yfirkennari í framhaldsdeild skólans, en undanfarin ár hefur Rögnvaldur lítið komið fram opinberlega. A efnisskrá tónleikanna á sunnudag eru þessi verk: Fantasía í C-moll eftir W.A. Mozart, Sónata í H-moll eftir Franz Liszt, Bergeuse op. 57 og Fantasía í F-moll op. 49 eftir Fr. Chopin, fjórar prelúdíur eftir Claude Debussy og Þriðja sónatan eftir Sergei Prókoffíeff. 12 tónlistarmenn á tónleikum á í safirði RAGNAR II. Ragnar skólastjóri Tónlistarskólans á Isafirði varð áttra'ður 28. september s.l. Af því tilefni hafa ýmsir vinir hans og yelunnarar. hér í Reykjavík og á ísafirði. ákveðið að efna til tónleika honum til heiðurs. á ísafirði. n.k. laugardag. hinn 7. október. Tónleikarnir verða í Alþýðuhúsinu. ísafirði. kl. 8.30. Á efnisskránni verða. að ósk aímælisbarnsins eingöngu ís- lensk kammerverk og sönglög eldri og yngri. Guðný Guðmundsdóttir konsertmeistari og Halldór Har- aldsson píanóleikari mu u leika Systurnar í Garðshorni eftir Jón Nordal, og er það æskuverk, sem ekki hefur heyrst lengi. Þá leikur Anna Áslatig Ragnars- dóttir píanósónötu eftir Leif Þórarinsson, og síðan munu Ruth Magnússon og Jónas Ingimundar- Leiðrétting I grein Gísla Jónssonar mennta- skóiakennara, Tekið í streng með Sveini, sem birtist í blaðinu í gær, féll niður orðið „vinstri" í kafla þar sem fjallað var um hófskött- unarstefnu Viðreisnarstjórnarinn- ar. Rétt er málsgreinin þannig: „Alla tíð Viðreisnarstjórnarinnar var fylgt hófsköttunarstefnu. Að sjálfsögðu snerist allt á verri veg í tíð vinstri stjórnarinnar, og í Endurreisnarstjórn Geirs Hall- grímssonar tókst ekki nema að litlu leyti að lagfæra það, sem fyrr hafði aflagast. Þó voru á síðasta alþingi samþykkt ný skattalög, sem horfa til verulegra bóta, ef til framkvæmda koma.“ son flytja sönglögin Um ástina og dauðann eftir Jón Þórarinsson. Fluttu þau verkið seinast á Listahátíðinni í júní s.l. Seinasta verkið fyrir hlé er Four better or worse eftir Þorkel Sigurbjörnsson, en það flytja Jósep Magnússon, á flautu, Gunn- ar Egilson á klarinett og Pétur Þorvaldsson á selló, auk höfundar, sem Ieikur á píanó. Eftir hlé verður flutt Fremur hvítt en himinblátt eftir Atla Heimi Sveinsson fyrir klarinett (Gunnar Egilson), selló (Pétur Þorvaldsson) og píanó (Halldór Haraldsson) og er það frumflutn- ingur verksins á Islandi. Þá koma fjögur sönglög eftir Jakob Hallgrímsson, við ljóð eftir Davíð Stefánsson og Halldór Laxness, sem Ruth Magnússon og Jónas Ingimundarson flytja. Þar næst verður frumflutt nýtt verk eftir Sigurð Egil Garðarsson, Úr dagbók hafmeyjunnar, og flytja það séra Gunnar Björnsson í Bolungavík og Sigríður Ragnars- dóttir, Anna Áslaug Ragnarsdóttir flytur Sónötu fyrir píanó eftir Jónas Tómasson. Seinasta verkið á efnisskránni er Fjögur lög eftir Hjálmar H. Ragnars við ljóð Stefáns Harðar Grímssonar. Verkið er samið nú í haúst og er þetta því frumflutn- ingur þess. Ruth Magnússon syng- ur og með henni leika Jósep Magnússon (flauta), Pétur Þor- valdsson (selló) og Jónas Ingi- mundarson (píanó). Fimm höfundanna, þeir Leifur Þórarinsson, Jakob Hallgrímsson, Sigurður Egill Garðarsson, Jónas Tómasson og Hjálmar Ragnarsson hafa allir starfað sem kennarar við Tónlistarskólann á Isafirði. Forráðamenn Brimhorgar. sem flytur inn Daihatsu> Jóhann Jóhannsson (t.h.) og Sigtryggur Ilelgason. Ljósm. Emilfs. Kynna nýjan bil frá Daihatsu DAIIIATSU-umboðið á íslandi. Brimborg hí„ kynnir um þess- ar mundir nýja gerð Daihatsu Charade 1000. en hún kom á markað í Japan nokkru fyrir síðustu áramót og var kjörin hifreið ársins 1977 þar í landi. Innflutningur á Daihatsu-hfl- um til Islands hófst fyrir rúmu ári og hafa alls verið fluttir inn um 150 bflar af þeirri gerð að sögn forráðamanna Brimborg- ar hf. og nú er komin til landsins fyrsta sendingin af nýja hflnum. 45 bflar. og eru þegar flestir bflanna pantaðir. Verð þeirra nú sögðu þeir vera um 3.1—3,3 m. kr. Dai- hatsu-verksmiðjurnar sögðu er Daihatsu Charade var kynntur fyrst að lögð hefði verið til grundvallar við hönnun bflsins sú hugsun að framleiða bfl fyrir þá er vildu eignast einfaldan. sterkan. en spar- neytinn bfl. sem gæti þó leyst af hendi öll verkefni stærri bfla með stærri vél. Daihatsu Charade 1000, sem er skráður 5 manna er tæpir 3,5 m að lengd, 1,51 á breidd og 1,35 á hæð. Hann vegur 660 kg, er framhjóladrifinn, vélin þriggja strokka, vatnskæld fjórgengis- vél sem framleiðir 55 DIN hestöfl við 5500 snúninga, en vélin er 993 cc. Hún liggur þversum í vélarrýminu, en með yfirliggjandi kambási og búin jaínvægisöxli. Daihatsu telur vél þessa framtíðarlausn þar sem vinnsla og eldsneytiseyðsla er hagstæðust þegar 330 cc eru við hvern strokk. Brimborg sýnir um helgina bílana í sýningarsal í Ármúla 23 en þar er umboðið, varahluta- þjónustan og verkstæðið til húsa. Fyrsta frímerkja- uppboð haustsins Á morgun, laugardag, heldur Hlekkur sf. annað frímerkjauppboð sitt í ráð- stefnusal Hótels Loftleiða og hefst það kl. 13.30. Uppboðsefnið verður til sýnis á uppboðsstað kl. 10—11.30 en áður hafði mönnum gefizt kostur á að skoða það sl. laugardag. Eins og á fyrsta uppboði Hlekks í maí sl. er á þessu uppboði margt mjög áhugavert efni. Úppboðsskrá félagsins er mjög vönduð og engu lakari að útliti og öllum frágangi en almennt gerist erlendis. Eru birtar myndir af margvíslegu frímerkjaefni, einkum þó umslög- um og bréfspjöldum. Er það að vonum, þar sem söfnun þessara hluta hefur mjög færzt í vöxt á síðari árum. Þá er söfnun margs konar stimpla orðin snar þáttur í frímerkjasöfnun, og sér þess vel merki á þessu uppboði. Eru hér nokkrir skemmtilegir kórónu- stimplar og margir svonefndir tölustimplar. Þá hefur söfnun fjórblokka einnig verið allalmenn, enda eru margar slíkar á uppboðinu. Ekki er unnt að greina nákvæm- lega frá uppboðsefninu hér enda er líklegt, að safnarar hafi almennt þegar kynnt sér það, þar sem uppboðsskráin er löngu komin út og hefur fengizt í frímerkja- verzlunum. Töluvert er af erlendu efni á þessu uppboði. Er ekki ósennilegt, að það fari vaxandi á næstu uppboðum, þar sem erlendir safn- arar eru farnir að kynnast uppboðum Hlekks sf. og senda tilboð sín með góðum fyrirvara. Samkv. uppboðsskrá verður næsta uppboð félagsins 2. febrúar n.k. á sama stað. Athugasemd við ummæli Sigurðar Pálssonar Árleg perusala Lionsklúbbs Haínarfjarðar fer fram í dag, föstudag 6. október, og á morgun, laugardag. Öllum ágóða er varið til uppbyggingar á heimili þroskaheftra í Hafnarfirði, sem myndin er af. Fjögurra dálka frétt um sam- komur Billy Grahams í Neskirkju birtist í Morgunblaðinu í gær. Sigurður Pálsson, formaður KFÚM, sem segir myndsegui- handssamkomurnar hafa verið uppörvun og hvatning, drepur Iftillega á grein undirritaðs, scm birtist í Þjóðviljanum sl. þriðjudag. Um þá grein segir Sigurður m.a.: „þar ægir saman misskilningi, sem virðist stafa af takmarkaðri mála- kunnáttu, rangtúlkunum, útúr- snúningum og hálfsannleika, auk þess sem er rétt lýst.“ Orðum sínum til staðfestingar segir hann blaðamann hafa ruglað saman orðunum „closing circus“ og „closed service." Ekki þorir blaða- maður að leggja sál sína að veði að hann hafi heyrt þessi orð rétt, en ef rangt var með farið, biður hann áhangendur Billy Grahams vel- virðingar á rangtúlkun sinni. Sigurður segir hins vegar að í endursögn minni á formála Evie Tornquist sé „ekki heil brú, eins og þeir vita sem voru í Neskirkju og skildu það sem fram fór.“ Undir- ritaður hefur verið búsettur sl. 9 ár í Skandinavíu, þar af rúm 6 ár í Svíþjóð, og telur sig fullkomlega færan um að skilja rétta sænsku. Miss Tornquist talaði þokkalega sænsku en bjagaða eins og von er, þar sem hún er fædd og uppalin í Guðs eigin landi.' Hún beygði t.d. sögnina að „vera“ í lh. pt. sem „vært“ (norska) í stað „varit" sem er rétt sænska. Ég lýsi mig reiðubúinn að horfa á upptökuna með Sigurði Pálssyni hvenær sem er til að standa við endursögn mína á orðum Evie Tornquists. Þá minnist Sigurður á mynda- texta einn, sem fylgdi greininni í Þjóðviljanum, þar sem stendur að kirkjugestir hafi fúslega látið fé af liendi til styrktar Billy Graham. Þarna telur Sigurður að rangt sé farið með staðreyndir, þar sem hvorki Billy né samtök hans hafi borið fjárhagslegan hagnað af fyrirtækinu. Það hlýtur hins vegar að vera formanni KFUM fyllilega ljóst, að þótt fjárhagslegur ágóði komi hvergi fram, og þó að peningar þessir hafi verið notaðir til greiðslu kostnaðar við samkom- ur í Neskirkju, þá hefur hver sá kirkjugestur, sem lagt hefur pen- inga í gulu plastföturnar, lýst yfir fjárhagslegum stuðningi sínum við krossfarir Billy Graham. Þess vegna stendur myndtextinn full- komlega undir sér. Ingólfur Margeirsson, blaðamaður. Sálumessa í Landakotskirkju Á MORGUN, laugardag, syngur biskup kaþólskra, dr. Hinrik Frehen, sálumessu fyrir Jóhannes Pál páfa í Dómkirkju Krists Konungs, Landakoti. Athöfnin hefst kl. 2 síðd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.