Morgunblaðið - 06.10.1978, Síða 19

Morgunblaðið - 06.10.1978, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1978 19 Nýtt stöðvarhús Pósts og síma í Hólmavík Hólmavík. 5. október. í GÆR var tekið í notkun nýtt stöðvarhús Pósts og síma í Hólma- vík. Húsið er á tveimur hæðum 1277 rúmm. A neðri hæðinni, sem er 233 fm, er rúmgóð og vistleg afgreiðsla pósts og síma ásamt tilheyrandi geymslurými, skrif- stofa stöðvarstjóra, talsímaklefar og pósthólf, og venjuleg hreinlæt- isaðstaða. I tengibyggingu við aðalhúsið er sjálfvirka símstöðin, en sá hluti byggingarinnar var byggður árið 1969 og tekinn þá í notkun.Efri hæð hússins er 150 fm. Þar er rúmgóð íbúð stöðvar- Skautaborð stórhættuleg í AKUREYRARBLAÐI Morgun blaðsins í gær var birt mynd af unglingi á svokölluðu skauta- borði. Af því tilefni hafði Eiríka Friðriksdóttir sem unnið hefur að slysarannsóknum. samband við blaðið og kvað slíkt farartæki mjög hættulegt, þar sem unnt væri að ná á því allt að 50 mílna hraða. Hafa slík bretti verið bönnuð í Noregi. Nú í september sagði Eiríka að haldin hefði verið ráðstefna í Árósum, þar sem slysarannsókna- fólk frá öllum Norðurlöndunum hefði verið saman komið. Á þessari ráðstefnu var sérstaklega fjallað um þessi skautabretti og varð niðurstaða ráðstefnunnar að ekki ætti að leyfa notkun brett- anna nema mjög takmarkað og skyldi fólk þá m.a. hafa öryggis- hjálm á höfði. Eiríka kvað erindi vegna þessa hafa verið sent heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu. Brotist inn hjá borgardómara og kvennasamtökum INNBROT var framið í Hallveig- arstaði í fyrrinótt en þar eru til húsa borgaradómaraembættið, Kvenfélagasamband Islands og Kvenréttindafélag 7 íslands. Þjófarnir fóru um allt húsið, brutu upp hurðir og unnu skemmdarverk á annan hátt. Voru þeir greinilega í peningaleit en lítið höfðu þeir upp úr krafsinu, þar sem litlir sem engir peningar voru geymdir í húsinu. Sofnaði út frá logandi sígarettu SLÖKKVILIÐIÐ var kallað að íbúðarhúsinu Rjúpufelli 31 laust fyrir klukkan 2 í fyrrinótt en eldur hafði komið upp í einni íbúðinni. Slökkvistarf gekk vel en miklar skemmdir urðu á íbúðinni og innanstokksmunum af eldi, vatni og reyk. Orsök eldsvoðans var sú, að húsráðandinn hafði sofnað út frá logandi sígarettu í sófa í stofunni og kviknaði í sófanum. Maðurinn, sem er þrítugur að aldri vaknaði í tæka tíð. Hann hlaut væga reykeitrun. stjóra og gistiherbergi fyrir starfsmenn pósts og síma. Byrjað var á byggingu hússins í maí í fyrra, en öllum frágangi húss og ióðar lokið nú fyrir skömmu. Húsið er hið vandaðasta að allri gerð og bætir úr brýnni þörf, því gamla símstöðvarhúsið var orðið allt of lítið fyrir starfsemina. Húsið teiknaði Jósef Reynis, arkitekt. Verkfræðiþjónustu önn- uðust: Verkfræðistofa Braga Þorst. og Eyvindar Vald. og Verkfr.stofa Kristjáns Flygenring. Raflagnir teiknaði Ólafur Tómas- son. Verktaki hússins var Reynir Hjörleifsson, múrarameistari í Hafnarfirði, og sá hann jafnframt um allt múrverk. Þetta er 4. stöðvarhúsið, sem Reynir byggir fyrir Póst og síma. Raflagnir teiknaði Ólafur Tómasson. Verk- taki hússins var Reynir Hjörleifs- son, múrarameistari í Hafnarfirði, og sá hann jafnframt um allt múrverk. Þetta er 4. stöðvarhúsið, sem Reynir byggir fyrir Póst og síma. Húsasmíðameistari var Þor- steinn Jónsson, Hólmavík. Pípu- lögn annaðist Guðmar Sigurðsson. Raflögn: Samvirki s/f. Málningu: Friðrik Runólfsson málarameist- ari. Dúklögn: Guðm. J. Kristjáns- son. Innréttingar í afgreiðslu eru smíðaðar á verkstæði Pósts og síma. Aðrar innréttingar eru að mestu leyti frá Trésmiðj-unni, Trönuhrauni 10, Hafn.Viðstaddir opnun hússins voru yfirmenn Pósts og síma, starfsfólk Pósts og síma í Hólmavík og boðsgestir. I ár eru liðin 70 ár frá því fyrsta símstöðin var opnuð í Hólmavík. — Andrés Reynt að draga úr slysahættu ÁKVEÐIÐ hefur verið að gera breytingar á stöðunum tveimur þar sem banaslys urðu fyrir stuttu í Reykjavík og Hafnar- firði. Kristófer Magnússon full- trúi í umferðarnefnd Ilafnar- fjarðar sagði að nefndin hefði lagt til við bæjarstjórn og gerð yrðu útskot fyrir biðstöð strætis- vagna á Strandgötu við gang- brautina og girt yrði að henni til að beina umferð gangandi á gangbrautina meira en verið hefði. bá verður hún lýst betur upp og Strandgatan þrengd nokkuð á þessum kafla. Á Laugavegi í Reykjavík hefur verið ákveðið að færa gangbraut framan við Hótel Esju og verða þá biðstöðvar beggja vegna götunnar báðar austan megin gangbrautar- innar. Hefur umferðarnefnd Reykjavíkur samþykkt að leggja þetta til við borgarstjórn. Þá hefur nefndin lagt tíl við borgarráð að Njarðargata frá Sóleyjargötu að Njálsgötu verði gerð að aðalbraut. + Innilegar þakkir til allra þeirra er auösýndu samúð og vináttu viö andlát og jaröarför móöur okkar, fósturmóöir, tengdamóöur, ömmu og langömmu. GUDRUNAR JÓHANNSDÓTTUR, Sfóra- Kálfalæk. Arnbjörg Siguröardóttir Hjörtur Magnússon, Jóhann Siguröaaon, Unnur Andréadóttir, Holga Guómundadóttir, Ólafur Magnúaaon, Sveinbjörg Guömundadóttir,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.