Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTOBER 1978 SÖNGSKÓLINN í Reykjavík tek- ur um þessar mundir til starfa í nýju húsnæði, en stofnunin hefur fest kaup á húsinu númer 45 við Hverfisgötu, þar sem áður var nurska sendiráðið. Húsið er mjög rúmgott og verða þar alls 11 kennslustofur. en auk þess eru fjölmargar vistarverur sem nýt- ast fyrir ýmis konar félagslega starfsemi á vegum skólans, þann- ig að starfsaðstaða hans má nú teljast með miklum ágætum, eins og íram kom á fundi sem forráðamenn stofnunarinnar héldu með fréttamönnum. „Það er óhjákvæmilegt að fjár- öflun vegna húsakaupanna verði verulegur þáttur í starfsemi okkar á næstunni," sagði Garðar Cortes skólastjóri Söngskólans í viðtali við Morgunblaðið. „Við eigum að snara út öllu kaupverði hússins, sem er fjörutíu milljónir, á einu ári, og það segir sig sjálft að það getur ekki gerzt átakalaust. Það er ástæða til að geta þess að allir kennarar skólans hafa lagt fram ein mánaðarlaun til þess að hægt sé að standa við skuldbindingar, og það segir kannski öðru fremur sína sögu um áhugann og sam- stöðuna, sem hér er ríkjandi, og við erum líka ákaflega ánægð með þetta hús. Það er sjálfsagt rétt að það gengur betur að syngja fallega í fallegu húsi, og enda þótt húsið standi við þessa miklu umferðar- götu, kemur það ekki að sök, því að hér eru allir gluggar tvöfaldir og hljóðeinangrun því svo góð, að umferðargnýrinn berst ekki inn. Við eigum eftir að gera ýmislegt hér til að koma okkur vel fyrir, en húsið er þannig úr garði gert nú að skólinn getur hæglega tekið til starfa án þess að lagt sé í verulegan kostnað vegna breyt- inga. Slíkar framkvæmdir geta sem sé vel beðið þar til betur stendur á fjárhagslega," sagði Garðar. Sú breyting hefur orðið á rekstri Söngskólans í Reykjavík nýlega að framvegis verður hann rekinn sem sjálfseignarstofnun, Nokkrir kennarar og nemend- ur í Söngskólanum tóku í ga?r lagið á stéttinni fyrir framan Hverfisgötu 15. Lengst til hægri er skólastjórinn Garðar Cortes. Skólastjóri Söngskólans í Reykjavík er sem fyrr Garðar Cortes, stofnandi hans 'og aður eigandi, en eins og fyrr segir er skólinn nú sjálfseignarstofnun. Styrktarfélagið mun annast rekst- ur stofnunarinnar, en í stjórn Söngskólinn tekinn til starfa í nýju húsnæði: A llir kennarar gáfu mánaðarlaun íhússjóð en frá því að hann tók til starfa fyrir fimm árum hefur Garðar Cortes rekið hann á eigin ábyrgð. 90 nemendur stunda nám við skólann í vetur, þar af 14 í framhaldsdeild. Próf að loknu tveggja ára námi í framhaldsdeild veitir meðal annars réttindi til að kenna raddbeitingu og söng í tónlistarskólum, en öll próf við skólann eru tekin í tengslum við The Royal School af Music í Lundúnum og hafa prófdómarar verið fengnir þaðan, en þessi tilhögun hefur meðal annars greitt fyrir því að próf frá Söngskólanum í Reykjavík eru viðurkennd hvar sem er, þar sem farið er eftir alþjóðlega viður- kenndu prófkerfi. Listaklúbbar innan styrktarfélagsins Fyrir skömmu var stofnað Styrktarfélag Söngskólans í Reykjavík. Félagar greiða fimm þúsund króna árgjald og fá aðgangskort að tónleikum, sem haldnir verða á vegum skólans eins og verið hefur. Innan félags- ins verður starfandi Listaklúbbur, og greiða félagar í honum 25 þúsund króna árgjald. Listaklúbb- urinn kemur saman að jafnaði einu sinni í mánuði, á skemmti- kvöldum sem efnt verður til í húsakynnum Söngskólans. „Við teljum þörf á svona klúbbi," sagði Þuríður Pálsdóttir, yfirkennari skólans, sem jafn- framt er í stjórn Styrktarfélags- ins. Um leið og það vakir náttúr- lega fyrir okkur að afla nauðsyn- legra fjármuna til starfseminnar þá ætlum við að nota tækifærið til að skemmta sjálfum okkur og þeim sem vilja vera með okkur í klúbbnum. Það veitir ekki af að lífga ofurlítið upp á bæjarlífið og stofnun klúbbsins er tilraun til að gera það. Við ætlum sem sagt að gefa fólki tækifæri til að koma saman og rabba, um leið og það fær eitthvað í svanginn og með- tekur það, sem við verðum með til skemmtunar." Ný hljómplata — Ólöf og Garðar syngja jólalíig mcð skólakórnum Af annarri fjáröflunarstarfsemi Söngskólans má nefna hljómplötu sem út kemur á næstunni, en þar syngja þau Ólöf Harðardóttir og Garðar Cortes geistleg jólalög, ásamt kór skólans. Næsta meiri- háttar verkefni á vegum skólans verður í samvinnu við nýstofnaða óperu, og verður I Pagliacci, ópera Leon Cavallos, flutt í Háskólabíói milli jóla og nýjárs. Allur ágóði af hljómplötunni og óperuflutningn- um rennur til starfsemi Söngskól- félagsins eru Garðar Cortes, Þuríður Pálsdóttir og Jón Ásgeirs- son. Varastjórn skipa Ólöf Harðardóttir, Margrét Eggerts- dóttir og Guðmundur Jónsson, en í skólanefnd eru tveir fulltrúar styrktarfélagsins, auk eins kenn- ara, eins nemanda og eins fulltrúa frá Reykjavíkurborg. Styrktarfélagið var stofnað hinn 28. september s.l., en fram til áramóta geta menn gerzt stofnfé- lagar. P'undur verður haldinn í styrktarfélaginu á morgun, og verður þar tekið við nýjum félögum, um leið og rætt verður um starfsemina á næstu mán- uðum. Fjársöfnun hefur gengið mjög vel, að sögn forráðamanna skól- ans, og reið Ragnar í Smára þar á vaðið sem oft áður og var 250 þúsund króna framlag hans það fyrsta, sem barst í hússjóðinn. Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning —¦ Bílasýning — Bílasýning Daihatsu Charade }®£to4á *JSSU rade Bílasýning í dag kl. 13—18 og á morgun kl. 10—18. nýr og roi valkostur Kynniö ykkur japanska verölaunabílinn frá Daihatsuverksmiöjunum, Daihatsu Charade 1000, sem kjörinn var bíll ársíns er hann kom á markaoinn í Japan seint á síöasta ári. Daihatsu Charade er rökréttur valkostur fyrir þá, sem vilja eignast góöan, traustan og aflmikinn bíl, sem eyöir innan viö 6. lítra á 100 km. Frábæran bíl til aksturs í borgum og bíl, sem fjölskyldan getur feröast í. Daihatsu Charade 1000 er fimm manna, fimm dyra, framhjóladrifinn fjölskyldubfll knúinn þriggja strokka fjórgengisvél. Daihatsu Charade er nýjasta dæmiö um hugvitssemi japanskra bifreiöasmiöa í heimi orkukreppu og hækkandi eldsneyt- isverös. Einfaldur, sterkur, fallegur og vinnur verkin meö sóma. Veriö velkomin DAIHATSUUMBOÐIÐ BRIMBORG H/F. Ármúia 23.sími 81733. Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasýning — Bílasyning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.