Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 Nýtt íbúðarhús reist á Grímsstöðum á Fjöllum Grímsstoðum. Fjöllum 1.10. VERIÐ cr að undirbúa byggingu á íbúðarhúsi hér á Grímsstöðum, cn búið cr að steypa grunn að mcstu leyti. Er hcr um að ra-ða ciningahús frá Siglufirði og eru það ung hjón, Sigurður Axel Bcnediktssun hk Ólöf Erla Bjarnadóttir. sem reisa húsið. Ekki er víst að hægt sé að vinna öllu mcira við það á þessu hausti, þar sem erfitt hefur verið að fá menn og tiltölulega nýlega var ákvcðið að hrinda þessu í fram- kvæmd. Sumarið var kalt framan af og spretta fremur hæg. Heyskapur hófst um mánaðamót júlí-ágúst og var mjög hagstæð tíð fram í miðjan ágúst og náðu menn inn heyjum með sæmilegri nýtingu. Er því sprettan í meðallagi og menn hafa einnig birgt sig upp eftir börfum. FASTEIGN ER FRAMTlO 2-88-88 Til sölu m.a.: Við Skipasund 5 herb. íbúð. Við Ljósheima 4ra herb. íbúo. Við Suðurhóla 4ra herb. íbúð. Við Æsufell 4ra herb. íbúö. Við Hverfísgötu 2ja herb. íbúð. Við Skipholt skrifstofu- og iðnaðarhúsnæði. Byggingavöruverslun í austurborginni. í Kópavogi 100 ferm. verslunarhúsnæði og 170 ferm. iðnaðarhúsnæði. Á Álftanesi Fokhelt einbýlishús. í Keflavík Verslun og veitingastaður ásamt búnaði og lager. Erum með fasteignir víða um land á söluskrá. Höfum verið beðnir að útvega góða 3ja herb. íbúð míðsvæð- is í Kópavogi. AflALFASTEIGNASALAN Vesturgötu 1 7, 3. hæð, Birgir Ásqeirsson, lögm. Haraldur Gislason, heimas. 51119 Göngur hófust um miðjan sept- ember og stunda Fjallamenn göngur í allt að mánuð, en seinni slátrun er nýlega hafin. I fyrri slátrun var meðalvigtin 17—18 kg og þykir gott, en ekki er enn vitað um meðalvigt í síðari slátruninni. Enn vantar fé og verður því á næstunni farið í leitir, en ekki er víst að hægt verði að koma því í kaupstað áður en vegir lokast og slátrun verður lokið. Eftir því var tekið í göngum að mjög lítið var um rjúpur og er hún því e.t.v. að komast í lægð. Umferðin er nú í lágmarki enda snjóaði örlítið hér og sumarum- ferðinni lokið. Behedikt. Hafnarframkvæmd- ir í Hólmavík Hólmavík, 5. október. NÝLEGA er lokið dýpkun hafnar- innar í Hólmavík. Dýpkunarskipið Hákur dældi upp sandi, sem borist hefur inn í höfnina á undanförn- um árum og grynnkað hana til muna. Sandinum var dælt í fyrirhugaða uppfyllingu við höfn- ina. Unnið var að þessu sinni fyrir 10 millj. kr. I sumar hafa 4 ný íbúðarhús verið í byggingu í Hólmavík. Þá hafa nokkur hús verið í byggingu á Drangsnesi og íbúðarhús og stórar útihúsabyggingar í Odda í Bjarnarfirði. Fréttaritari. 29922 Opið alla daga og öll kvöld vik- unnar. Ávalltfjöldi góðra eigna á söluskrá. jkV fasteignasalan ^Skálafell Jörð til sölu Til sölu er jörö í Sandvíkurhreppi Árnessýslu, hentug fyrir hverskonar búskap. Ævar Guðmundsson lögfræðingur, Armúla 21, Reykjavík. Sími 83390. W Húseign óskast Óskum eftir kaupum á húseign 2500 fermetra aö stærö, eöa stærri, á fokheldu byggingarstigi eöa lengra komiö, til notkunar fyrir ríkisstofnanir. Tilboö meö upplýsingum um stærö, söluverö og greiösluskilmála óskast send skrifstofu vorri hiö fyrsta. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU Spjallað við Vilhelm Björnsson, starfs- mann í Fiskvinnslu- stöð KEA í Hrísey „Ég hef alltaf unnið störf tengslum við fisk — nema í skamman tíma þegar ég vann í Hampiðjunni í Reykjavík. Hér í Hrísey er mest öll atvinna bundin við útgerðina og fisk- vinnu, sem er uppistaða at- vinnulífsins. Reyndar er hér —'ÍÚ rekið lítið trésmíðaverkstæði, Björk h.f., og svo eru tveir menn starfandi við nautgriparækt- ina," sagði Vilhelm Björnsson í byrjun samtals við blm., sem sótti hann fram í vinnusalinn í Fiskvinnslustöð KEA í Hrísey, þar sem hann starfar sem tækjamaður. Hann tók því ve að rabba við mig um lífið í eynni, afskipti sín af leikfélag- inu Kröflu og fleira. „Hvenær ég byrjaði að vinna í fiski? Það var fyrir fermingu og þá við að hjálpa til á planinu á síldarstöðinni sem var hér." „Maður vinnur, sefur, étur og vaknar til þess að vinna" Hvað er vinnudagurinn lang- ur hjá ykkur? „Við byrjum yfirleitt fimm mínútur fyrir átta og vinnum þá til sjö á kvöldin. Það fer aftur eftir aflanum hvort lengur er unnið fram eftir kvöldi og um helgar. Það hefur gerst að unnið hafi verið þrotlaust í rúmlega þrjátíu tíma og jafnvel fjörutíu tíma. Auðvitað var það erfitt en það er líka undantekningin. Nei, ég hef aldrei unnið við borð. Um það erum við ekki beðnir — og við mundum aldrei biðja um að vinna við snyrt- ingu." Rær einhver kona héðan á bát? „Já, það rær ein kona með manninum sínum á lítilli trillu. Þau eru miðaldra hjón og mjög dugleg." Hefurðu sjálfur vcrið á sjó? „Ég hef ekki farið á sjóinn til þess að vinna, en oft annars. Ja, ég get ekki sagt um það hvort ég kann betur við vinnu í landi, þar sem ég hef ekki reynt sjó- mennsku." Hvernig líkar þcr lífið þcgar vinnan cr svona mikil hvcrn dag? „Nú, maður bara vinnur, sefur og étur," svarar hann og hlær. „Vaknar til þess að fara að vinna, þetta kemst upp í vana. Yfir sumarið er þetta náttúrlega hundleiðinlegt. Að vera innilok- aður í frystihúsi og vinna svona mikið." Ykkur er greiddur bónus eftir afköstum. Er álagið mikið þess vcgna? „Það er upp og ofan bara. Maður reynir að vinna sem best og mest og vinnan er mikil. Og fyrir mikla vinnu getum við farið upp í 70—90 þúsund krónur á viku." Kaupfélagið rekur frystihús- ið. Á KEA ykkur með húð og hári? „Nei, þeir eiga okkur ekki, við eigum okkur bara sjálf." Hann var fljótur að svara en þótti spurningin samt skrýtin. „Hér mætti vinnan vera jafn- ari. Það má ekki tala um að, verkafólk hafi þetta og þetta mikið í laun fyrir vinnu sína, því á bak við góð laun í frystihúsi er slíkur þrældómur og púl, fólkið lifir ekki á dagvinnunni einni saman. Auðvitað væri það æski- legra að hér vaeri eitthvað annað að starfa við en bara frystihús." Er mikið félagslíf hcr í Hrísey? Hvert sækið þið helzt annars? „Já, mér finnst það vera mikið á svona litlum stað. Ég held það , taki allir þátt í einhverju félagsstarfi, og held jafnvel að allir séu skráðir í slysavarnafé- lagið! Þú lendir ekki á betra balli en hér heima og þau sækja flest allir og margt af fólki kemur úr landi. Annars sækjum við mest upp á Dalvík, og þá í Víkurröst." Ég spurði áðan um félagslíf- ið. Ertu sjálfur í einhverju félagi? Hann kvað já við því og ég komst að því, að hann er varaformaður leikfélagsins Kröflu í Hrísey, svo ég spurði strax um leikstarfið. „Krafla hefur verið starfandi, í tvö ár og það eru 25—30 manns skráðir í flokknum. Fyrsta árið settum við upp „Orrustuna á Hálogalandi", sem var gaman- leikrit og svo síðasta vetur „Afbrýðisama eiginkonu". Og núna erum við byrjuð að lesa rullur fyrir næsta vetur, en ekkert er enn ákveið með þau mál. Já, við æfðum alltaf á kvöldin og um helgar. Ég neita því ekki að mér þykir ofboðslega gaman að fást við leik, það er svo margt í kringum þetta." Ég spurðist þá fyrir um „eignir" leikfélagsins. „Við eigum svona smávegis en það er ekki mikið. Söluskattur- inn af hverjum miða er svo mikill að hann ætlar alveg að drepa okkur. — En þetta hefur allt verið sjálfboðavinna og ekki verið tap á rekstrinum. Þetta með söluskattinn er mjög slæmt, þegar starfsemin er á svona litlum stað og staðið að henni til þess að lífga upp á lífið í hreppnum yfir veturinn. Jú, við ferðuðumst nokkuð um og sýndum s.l. vetur. Til Siglu- fjarðar og allt til Raufarhafnar. í Grímsey var það eftirminni- legt, því kvöldið fyrir sýningu var slegið upp balli með raf- magnsorgeli og harmoníku, geysilega gaman. Og síðan haldin leiksýning í hádeginu daginn eftir. Bæði árin held ég að við höfum staðið fyrir 13 sýningum. Hvar sýnt hér? í samkomu- húsinu Sæborg, auðvitað." Göturnar í þorpinu, hér ferð- ast allir um á hjóli og einstaka menn eru á bílum. Það er örugglega ekki mikið af fé sem fer hér í gatnagerð í þorpinu, það sést á götunum! Það er ekkert verið að ausa í okkur fé fyrir því. Ef tekið er mið af vegaframkvæmdum við Reykjavík, þá eru þær engar hér." Eruð þið „innilokaðir" yfir veturinn hcrna? . ,;Innilokaðir? Við komumst alltaf í land þegar við viljum, ég man ekki annað." En hcldurðu að þú sparir mcira hcr cn t.d. á „meginland- inu"? „Hér er ekkert í að eyða, bara það allra nauðsynlegasta. En þá tekur maður það bara út uppi á landi." Ertu ákveðinn í að búa hér til frambúðar? ^, .» .„ „Nei, ég er nú ekki ákveðinn í því," sagði Vilhelm óg brösti. . Þegar ég spurðf hánn 'í lokih um það hvort ekki væri mögu- legt að draga úr því vinnuálagi, sem fólk byggi við með því að hagræða vinnutíma, brosti hann enn breiðar og sagði, að það gengi svona og' hefði alltaf gengið svona: „Það gengi ekki annað hér, það verður að vinna aflann sem kemur á land." ÁJR SKRIFSTOFUSTARF Starfskraftur óskast til almennra skrifstofustarfa. Góö vélritunarkunnátta, skýr hugsun og einhver starfsreynsla nauösynleg. Skilmerkileg, handskrifuö umsókn óskast til blaösins merkt: „Kontoristinn — 8903".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.