Morgunblaðið - 07.10.1978, Side 12

Morgunblaðið - 07.10.1978, Side 12
MORGUNBLA.ÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 JL2 Lj: íir Lárusson: Eru ráðherrar vandamál? Oft hafa fasteignasalar sætt gagnrýni um dagana og því miður hafa þeir oftar en ekki látið hjá líða að svara þeirri gagnrýni, hversu fáránlega sem hún hefur verið fram sett. Nú ætlar ný ríkisstjórn, a.m.k. einstakir ráðherrar, að afla sér lýðhylli með því að ráðast á þessa stétt manna m.a. Viðskiptaráðherra lætur eins og hann sé enn innan verndaðra veggja ritstjórnarskrifstofu Þjóðviljans og heldur áfram að hrópa að fasteignasalar séu vandamál. Þessi maður sem að eigin sögn hefur varið allri sinni starfsævi á Þjóðviljanum og hefur ekki önnur áhugamál, ætlar nú sem fyrr að setjast í dómarasæti yfir heilli stétt manna. Ekki lætur ráðherrann í ljós meiri dómgreind en slúður- kerling af versta tagi. Þá hefur félagsmálaráðherra lýst því opinberlega yfir, að núverandi fasteignasölukerfi sc of dýrt fyrir neytendur! Og telur að það hafi hvetjandi áhrif á verðlagið. Hvað hefur maðurinn fyrir sér í því? Hann hyggst skipa nefnd þriggja manna til að sanna þessa fullyrðingu sína, en ekki að athuga hvort einhver fótur sé fyrir staðhæfingunni. I blaðagreinum sér maður setningar eins og „Verðbólgu- brjálaður fasteignamarkaður á höfuðborgarsvæðinu". Allt á það að vera fasteignasölum að kenna. Það er eins og ekkert hafi hækkað í verði nema fasteignir. Staðreyndin er sú, að fasteignir hafa ekki hækkað hlutfallslega jafnt og annað í þessu verðbólgubrjálaða þjóð- félagi undanfarin ár. Það er anzi hart að þessir menn skuli vera að reyna að koma því inn hjá almenningi, að fasteignakaup séu óhagkvæm í dag. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Almenningi sé hollast að fresta fasteignakaupum og leggja sparifé sitt í banka og bíða eftir verðfallinu, sem sagt, að brenna sparifé sitt á báli óðaverðbólgunnar. Nei, staðreyndin er sú, að það er ekkert útlit fyrir að þessir menn vinni einhver kraftaverk í húsnæðismálum. I mesta lagi veita þeir meira fé til byggingar leiguhúsnæðis og njörva þar með fleiri á bás hins opinbera. Það er áleitin spurning hvort ráðherra sbr. viðskiptaráðherra hafi lagalegan rétt til að úthrópa eina stétt manna á þennan hátt. Hann ætlar kannski að halda áfram sömu götustrákabraut í munnsöfnuði og væri hann ennþá ritstjóri Þjóðviljans og leita svo ásjár níðfrelsissjóðs. Ileimir Lárusson. Það er einnig áleitin spurning hvort menn sem taka að sér ráðherradóm og eru ekki betur að sér í þeim málefnum sem varðar embætti þeirra, ættu ekki að starfa fyrstu mánuðina á byrjunarlaunum á meðan þeir eru að komast inn í einföldustu atriði starfsins. Mætti þá gjarn- an miða við Dagsbrúnartaxta. Reykjavík 6. október 1978 Ileimir Lárusson. Stefán Sæmundsson hjá Ilaukum kynnir hér eina gerð af dvergtölvu fyrir biaðamönnum. Ljósm. Mbl. Kristján. Sýna dvergtölvur í Kristalsalnum FYRIRTÆKIÐ Haukar h.f. gengst á mánudag og þriðjudag í næstu viku fyrir sýningu á nokkrum gerðum svokallaðra dvergtölvna í Kristalsal Hótel Sögu. Verða þar sýndar dvergtölv- ur frá 28 bandarískum fyrirtækj- um en hér er um að ræða tölvu til notkunar í atvinnurekstri og jafnvel á heimilum og að sögn forsvarsmanna Hauka hafa dverg- tölvur ekki verið á boðstólum hér á landi, þrátt fyrir að þær séu nær helmingi ódýrari en þær tölvur, sem hér hafa verið fáanlegar. Fram kom á blaðamannafundi með forsvarsmönnum Hauka að framleiðsla á dvergtölvum eða „microprocessor“ hófst 1975 en einkenni þessara tölvna er að stjórnstöð tölvunnar er dverg- tölvurás en dvergtölvunum má skipta í 4 einingar, þ.e. stjórnstöð, stjórnborð, tengiliði og minni. Stefán Sæmundsson hjá Haukum sagði, að með tilkomu dvergtölv- unnar gætu smærri fyrirtæki og einkaaðilar nú hagnýtt sér beina tölvunotkun, sem hingað til hefði verið fjarlægur draumur vegna kostnaðar og stærðar þeirra tölvna, sem á boðstólum hefðu verið. Nefndi Stefán sem dæmi, að meðalverð á dvergtölvum frá þessum 28 framleiðendum, sem tölvur verða sýndar frá á sýning- unni, væri rúmar 4 milljónir króna og fyrir þá sem vildu byrja smátt væri til dvergtölva, sem tengja mætti við svart-hvítt sjón- varpstæki og spara sér þannig tölvuskerm en kostnaður við slíka dvergtölvu væri um 1 milljón. Og fyrir þá sem treystu sér til að setja saman tölvuborðin sjálfir, sagði Stefán, að hægt væri að fá allt ósamsett með nákvæmum leiðbeiningum og minnkaði kostn- aðurinn þá um fjórðung. Stefán sagði að einn aðalkostur dvergtölvunnar væri að með henni væru notkun tölvna ekki orðið eitthvað fjarlægt og eingöngu fyrir hámenntaða tölvufræðinga, heldur gæti hver og einn notfært sér dvergtölvu og nefndi hann sem dæmi, að í skólum gæti hún tekið nemendur í einkatíma, spurt þá og svarað eftir fyrirframgerðu náms- efni og gefið nemendum einkunn eftir frammistöðu. Guðrún H. Sederholm yfirkennari: Kynlífsfræðsla — Hver sér um hana? ÉG get ekki þagað öllu lengur yfir því aðgerðaleysi og þeirri fáfræði sem vart verður hjá fullorðnu fólki í íslensku þjóðfélagi, varðandi þennan sjálfsagða og mikilvæga þátt í fræðslu barna og unglinga. Uppalendur reyna eftir fremsta megni að fræða börn um nauðsyn- legustu kurteisis- og umgengnis- venjur. Kenna þeim tvö til þrjú tungumál, stærðfræði, landafræði, líkamsrækt, heimilisfræði, handa- vinnu og yfirleitt allt það sem sennilegt er að verði grundvöllur- inn að velgengni þeirra og ham- ingju í lífinu. Það þvkir hræðilegt að vita af einhverjum sem ekki fær nógan mat. Auðvitað er það voðaleg tilhugsun að einhver svelti í velferðarþjóðféiagi. Það er sann- kallaður harmleikur ef einhver getur ekki fullnægt frumþörfum sínum, etið nægju sina og svalað þorsta sínum. Það er einnig ömurleg tilhugsun að fóreldrar verði viðskila við börn sín og varla er sú manneskja algjörlega ham- ingjusöm sem ekki fær fullnægt kynþörf sinni. Það er hægt að deyja úr því fyrst nefnda, hungri og þorsta. Vissulega er hægt að lifa viðskila við börn sín og án þess að fá kynferðislega fullnægingu í samlífi. Fæstir kærðu sig um að hafa það á sanwiskunni að hafa beinlín- is stuðlað að óhamingju einhvers manns. Er það samt ekki að nokkru leyti það sem er að gerast í dag. Hjónabönd flosna upp og börn verða viðskila við foreldra sína. Ég trúi því varla að við séum svo ólík nágrönnum okkar dönum að ekki megi finna einhverjar sömu orsak- ir fyrir hjónaskilnuðum hér og þar. Þeir hafa á undanförnum árum reynt að gera sér grein fyrir orsökum skilnaða. Þar í landi hefur þetta verið til umræðu á opinberum vettvangi t.d. í fjöl- miðlum og ýmsum ritum sem fjalla um lík efni. ein af algengari orsökunum er sú að annað eða bæði hjónanna hafa aldrei haft ánægju af kynlífi hjónabandsins eða afar litla. K.vnlífið hafði jafnvel verið sumum kvöl. I Ijós kom að í mörgum tilfellanna höfðu hjónin ekki átt neinar samræður um vandann, og ef einhverjar sam- ræður höfðu faríð fram var ekki talað í einlægni og þar af Ieiðandi fannst enginn viðunandi lausn á honum. Hvað er það sem heldur aftúr af fólki þegar ræða á Guðrún II. Sederholm. opinskátt um kynlíf? Fordómar og aftur fordómar. Það er ekki vant því að talað sé um svo „dónalega" hluti. Eilíft pukur og tilhneyingin til að leiða hjá sér spurningar barna um þetta efni, hljóta að vera veigamestu orssakirnar fyrir þess- ari afstöðu manna. Fordómarnirj eiga sér langa og óljósa sögu og ætla ég ekki að benda á neitt sérstakt í því sambandi. Fyrr- nefnd staðreynd blasir þó við öllum. Er þetta ekki of dýrkeypt fyrir einstaklingana og þjóðfélag- ið? Eigum við að láta málið afskiptalaust eins og áður og nota sömu úreltu afsakanirnar og alltaf. T.d. þessa: „Það vekur bara áhuga barnanna að tala of mikið um þessi mál.“ Af hverju þessar mótsagnir? Við reynum allt hugsanlegt til að vekja áhuga þeirra á námsefninu og ýmsu því sem við höldum að verði þeim til góðs á lífsleiðinni. Þá teljum við fræðslu bestu vörnina. Dæmið snýst hins vegar við þegar kynlíf ber á góma. Þá er fáfræðin besta vörnin. Vörn hvers? Jú, vörn uppalenda við áleitnum spurning- um barnanna um þessa „hræðilegu hluti“. Hverjir eru að blekkja hvern? Heilbrigð börn eru næm fyrir umhverfi sinu, þau finna fljótt að kynlíf er ekki jafneðlilegt umræðuefni og t.d. peningar. Er nokkukr uppalandi í vafa um það, hvort af þessu tvennu getur fært barnin'u meiri hamingju þegar það hefur aldur og þroska til að njóta þess? Kannanir hafa verið gerðar hérlendis og erlendis á þvi hve stór hópur ungiinga 13—15 ára hefur haft samfarir eða komist nálægt því með svokölluðu „petting", sem í lauslegri þýðingu má kalla forleik að samförum, án þess að það endi með þeim. Niðurstöðurn- ar hafa sýnt að þetta er ótrúlega .stór hópur. Er það þá bara tilviljunin ein sem ræður hvort í þessum samförum eru getin börn af börnum? Ekki stöðvar fræðslan þau. Ber okkur ekki skylda til að gera börnum okkar grein fyrir, hvað felst í því að setja barn í heiminn? Eigum við að láta eigin fordóma verða þess valdandi að börn okkar eignist óvelkomin börn? Þörfin fyrir fræðslu er enn meiri nú en áður. Borgarbörnin hafa ekki þá möguleika sem sveitabörnin höfðu áður f.vrri, til að kynnast gangi náttúrunnar og fá þar af leiðandi tilefni til umræðna um eigin náttúru. Sennilega hafa börn aldrei átt jafnauðvelt með að komast yfir lélegar bókmenntir sem skrifaðar og myndskreyttar eru með sölu- sjónarmiðið efst í huga. Þjóðfélag- ið hefur breyst mikið á öllum sviðum. Okkur finnst frjálsræðið keyra úr hófi fram á stundum. Er þá ekki einmitt enn meiri ástæða fyrir opinskárri fræðslu um kyn- líf? Eða eigum við nú sem áður að afneita kynhvötinni? Fræðslan á heimilunum er sennilega besta fræðslan. Barninu er eðlilegast að spyrja þann sem það hefur nánast sambandið við. Skólarnir geta þá tekið við og látið barnið vinna verkefni út frá þessu efni sem öðru, miðað við aldur og þroska. Það ætti ekki að vera neitt óvenjulegra að vinna verkefni um sjálfan sig og hitt kynið, en t.d. um iifnaðarhætti eskimóa. Það kemur fyrir á heimflum og í kennslu- stundum að mannskaða vegna náttúruhamfara ber á góma. Þá er talað um að þetta sé ein af ráðstöfunum náttúrunnar til að halda fólksfjölda á einstökum svæðurn í skefjum. Hvernig eru okkar eigin ráðstafanir, t.d. getnaðarvarnir? Við vörum börnin við skaðsemi reykinga og áfengis- neyslu en við vörum þau ekki við ótímabærum barneignum, þó við gerum okkur fyllilega grein fyrir afleiðingum þeirra. Það þarf að endurskipuleggja alla fræðslu um kynlíf, auka verulega við það litla námsefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.