Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 Hann skreytir hús Stöðfirðinga: „Geri mest af raunsæis- myndum“ — segir Geir E. Pálsson ÞEIR sem leggja leið sína um Stöðvarfjörð taka strax eftir miklum skreytingum á húsveggjum, skreytingum, sem óvíða sjást annars staðar á húsum í landinu. Húsin eru mismunandi skreytt að utan, á einu eru myndir úr sjávarlífinu, gafl eins hússins er skreyttur með taflmönnum og annar með rómönsk- um bogamyndum og súlum og þannig mætti lengi telja. Sá sem skreytir húsin er Stöðfirðingur, Geir E. Pálsson vörubílstjóri. „Ég hef aldrei lært aö teikna né mála, en ég hef haft ííaman að þessu frá því að ég var smástrákur. Upphafið að því að ég fór að skreyta hús var, að kunningi minn var að byggja og við komum okkur saman um að ég skreytti einn vegg á húsinu hans. Eftir það fór fólk að biðja mig um að skreyta veggi húsa sinna. Það er ansi mikið verk að skreyt»vegg á einu húsi. Ég hef þann háttinn á nú, að ég fæ útlitsteikningar af húsinu og síðan geri ég tillögur eða tillögu um skreytingu, allt eftir mínum hugmyndum." — Hver er stærsta skreyting- in, sem þú hefur ráðist í? „Það er skreytingin á suður- gafli frystihússins nýja og það er líka stærsta verkefni sem ég hef tekið að mér um dagana. Auk þess sem ég hef dundað við að skreyta hús, hef ég dundað við að gera blýantsteikningar og olíumálverk um dagana. Það er þó nokkuð um að fólk panti ákveðnar myndir hjá mér, sér- staklega í kringum afmæli og því um líkt. Ég er ekki alltaf of duglegur við að halda mér við málverkið, en þegar maður hefur einu sinni lofað að taka eitthvað að sér, þá ber manni að standa við það, — en ég hef aldrei málað myndir fyrir sjálf- an mig,“ segir Geir. — Nú hefur þú aldrei gengið á neinn listaskóla, hvernig hefurðu aflað þér þekkingar á málarasviðinu? „Það er nú svo, að mikið er gefið út af alls kyns listaverka- bókum og ég reyni að lesa mér til eftir beztu getu og almennt reyni ég að fylgjast með öllu, sem er að gerast í málara- heiminum, ekki sízt fyrir for- vitnisakir. Ég veit ekki hvaðan ég hef fengið áhugann fyrir málara- listinni, maður hlýtur að hafa þetta í sér. Ég var lengi á sjó, eða allt fram til ársins 1960 og fram að þeim tíma hafði ég ekki mikinn tíma aflögu til að mála eða teikna. Eftir að ég kom í land fór ég að vinna í síld, og um tíma spilaði ég í hljómsveit. Það var á þessum árum, sem ég fór að gefa mig meira að því að mála og teikna, eftir því sem timinn leyfði. Eftir að ég keypti vörubílinn hef ég haft meiri tíma til að sinna þessu hugðar- efni mínu en áður.“ — Tekur ekki langan tíma að skreyta hvern húsvegg, með stórum myndum? „Oftast er ég með kunningja minn með mér í þessu og yfirleitt tekur verkið ekki nema 1—2 daga, en þess ber að geta, að áður er ég búinn að gera skapalón að öllum myndunum og í því liggur aðalvinnan. Nú, auk þess sem ég hef skreytt hús og byggingar hér á Stöðvarfirði, hef ég unnið að skreytingum á Eskifirði og Fáskrúðsfirði. Annars veit ég ekki, hversu lengi ég endist í þetta skreytingadútl. Þetta var leikaraskapur í upphafi og er raunar enn. í bili er ég ekki með mikið af verkefnum af þessu tagi, en þó liggja alltaf einhverj- ar beiðnir fyrir. Ég er þannig gerður að ég hef gaman af að grípa í þetta, og það sem ég geri eru mest raunsæismyndir." - Þ.Ó. Geir E. Pálsson við hlið vöru- bifreiðarinnar. Eins og sjá má af þessum myndum skreytir Geir húsin á margvislegan hátt. Ljóxm. Mbl.i Þórleifur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.