Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 fttwgttttÞIftfrft hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aöalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Askriftargjald 2200.00 kr. á mánuöi innanlands. lausasölu 110 kr. eintakið. Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar „Friðlýsing" og flotastöð Rússa á Kolaskaga Hugmyndin um friðlýs- ingu Atlantshafs er ekki ný af nálinni í umræðum um öryggismál hér á landi. Hún á rætur að rekja til tillögu, sem Ceylon og fleiri ríki stóðu að á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1971 um friðlýsingu Indlandshafs. I ræðu forsætisráðherra Ceyl- ons fyrir tillögunni kom fram, að tilgangurinn með henni væri að takmarka flotaumsvif erlendra ríkja á hafinu og tryggja, að þau gerðu ekki þennan heims- hluta að átakasvæði með samkeppni sinni. Sagði ráð- herrann, að ósk Ceylons væri, að nánar skilgreint svæði Indlandshafs yrði friðlýst og þar færi aðeins fram frið- samleg starfsemi undir al- þjóðlegu eftirliti. Öll meðferð vopna yrði bönnuð á svæðinu, skipum allra þjóða yrði heim- iluð umferð um svæðið en herskip og kafbátar mættu ekki halda þar kyrru fyrir nema í neyðartilvikum. Þótt framangreint væri efnislega það, sem í tillögunni fólst, var aðeins samþykkt á Alls- herjarþinginu að hvetja stór- veldin til viðræðna sín á milli um málið og þess farið á leit við framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna, að hann gerði næsta Allsherjarþingi grein fyrir gangi málsins og það yrði aftur tekið á dag- skrá þingsins. Tillagan þann- ig útþynnt var samþykkt með atkvæðum 60 þjóða í desem- ber 1971 en 55 þjóðir sátu hjá, þeirra á meðal voru bæði Bandaríkin og Sovétríkin. Síðan þessi samþykkt var gerð hefur lítið borið við innan Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði. Sett var á fót nefnd m.a. til að undirbúa ráðstefnu um Indlandshaf. Nefndin hefur ekki lokið störfum. Hins vegar gerðist það á síðasta ári, eftir valdatöku Carters, Banda- ríkjaforseta, að bandarísk stjórnvöld sneru sér af aukn- um þunga til Sovétríkjanna með ósk um að risaveldin tækju upp tvíhliða viðræður um vígbúnaðareftirlit á Ind- landshafi. Hefur verið efnt til nokkurra funda í nefnd þeirra um málið, en ekki er vænst skjóts árangurs. Því er þetta rifjað svo ítarlega upp hér, að talsmenn herstöðvaandstæðinga og ýmsir aðrir hafa að undan- förnu dustað rykið af þessari gömlu tillögu og telja hana jafnvel geta orðið til þess að leysa þá ábyrgð, sem hvílir á íslendingum í öryggismálum. Svo virðist sem hugtakið „friðlýsing" hafi tekið við af „friðartímum" í hugarheimi þeirra, sem telja, að með eins konar töfrabrögðum sé unnt að draga úr hernaðargildi íslands. Ástæðulaust er að hafna slíkum hugmyndum að óathuguðjj máli. í samstarfs- yfirlýsingu ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar er gert ráð fyrir, að nefnd sú, sem gera á úttekt á öryggismálum Islands, fjalli meðal annars um „friðlýsingu". í þessu sambandi má minna á, að Sovétríkin, fylgi- ríki þeirra og áhangendur í öðrum löndum, þ. á m. talsmenn Alþýðubandalags- ins í utanríkismálum, töldu, að Öryggisráðstefna Evrópu mundi leiða til þess, að varnarbandalögin í Evrópu yrðu lögð niður. Að vísu er ekki unnt að leggja Varsjár- bandalagið og Atlantshafs- bandalagið að jöfnu. Hið fyrrnefnda er hernaðarsam- félag risaveldis og leppríkja þess en hitt bandalag sjálf-' stæðra ríkja. Hvað um það, þá var því haldið fram um langt árabil, að þessi banda- lög yrðu lögð niður að ráð- stefnunni lokinni. Engin merki sjást um það, þótt ráðstefnan hafi verið haldin og hvergi er þess getið í lokasamþykkt hennar. Áhugi Sovétríkjanna á þessum áróðurspunkti sínum varð að engu eftir innrásina í Tékkóslóvakíu, því að þar kom í Ijós, að Varsjárbanda- lagið var ekki aðeins til orðið sem andsvar við Atlantshafs- bandalaginu heldur ekki síð- ur sem tæki til að halda Varsjárbandalagslöndunum í skefjum með hervaldi „bandamannanna". AÍlt sýnir þetta, hve vara- samt það er að ala á þeim vonum, að fögur orð megi sín einhvers, þegar brýnir hags- munir ríkja eru í veði. Það, sem veldur því, að „friðlýs- ing" tekur nú við af „friðar- tímum" í umræðum hér á landi, er, að menn viðurkenna í raun þá breytingu, sem orðið héfur vegna aukinna flotaumsvifa Sovétríkjanna á höfunum umhverfis ísland. Rökrétt niðurstaða af því er sú, að menn snúi sér fyrst að Sovétríkjunum og krefjist þess, að þau hætti starf- rækslu flotastöðvarinnar umhverfis Murmansk á Kola- skaga. Birgir Isl. Gunnarsson: Oþarfa silkid Fyrir nokkrum árum lagði Hitaveita Reykjavíkur í miklar framkvæmtlir við stækkun dreifi- kerfisins til nágrannahæja okkar. Jafnframt þurfti að stækka virkjanirnar að Reykjum og leggja nýja aðalæð til Reykjavíkur. Þessar framkvæmdir, sem unnar voru á skömmum tíma, kostuðu mikið fé og því þurfti borgin að fá stórt erlent lán til framkvæmd- anna. Borgin réð sér umboðsmann í Bandaríkjunum, sem leitaði eftir því hjá ýmsum lánveitendum, að þeir keyptu skuldabréf af Reykja- víkurborg. Þessi háttur var sá, sem á þeim tíma var talinn gefa möguleika á beztu lánakjörum. Nokkur fyrirtæki gáfu sig fram, en eðlilega þekktu þau lítið til íslands og ennþá síður til Reykja- víkurborgar, fjárhags hennar og stjórnunar. Það varð því að ráði, að fulltrúar þessara væntanlegu lánveitenda komu til íslands til að kynna sér málið. Fulltrúarnir dvöldu hér í nokkra daga, kynntu sér ítarlega fjárhag borgarinnar og stjórnarhætti og sneru síðan heim til Bandaríkjanna. Örfáum dögum síðar kom skeyti frá umboðsmanninum. Fyrirtækin, sem sent höfðu fulltrúa hingað, höfðu ákveðið að kaupa öll skulda- bréfin án ríkisábyrgðar og það var látið fylgja með, að það hefði vakið sérstaka athygli þeirra, hversu traust og afkastamikið (efficient) stjórnkerfi borgarinnar væri. Auðvitað vorum við ánægðir með Birgir ísl. Gunnarsson. þennan vitnisburð, því að þessir menn höfðu það að aðalatvinnu sinni að rannsaka fjárhag og stjórnun fyrirtækja og stofnana víða um heim. Því minnist ég á þetta litla atvik nú, að miklar umræður hafa farið fram um það af hálfu nýs meiri- hluta í borgarstjórn, að miklu þurfi að breyta í stjórnkerfi borgarinnar. Ein slík tillaga hefur nú séð dagsins ljós og var hún til umræöu í borgarstjórn s.l. fimmtudag. Meirihlutinn flutti tillögu um stofnun sérstaks fram- kva>mdaráðs, sem skipað skuli 7 mönnum. Undir framkvæmda- ráðið eiga að heyra öll fram- kvæmdaverkefni, sem eru á vegum borgarverkfræðings og ekki eru sérstaklega falin öðrum stjórnend- um. Af borgarstofnunum, sem þetta nýja ráð á að stjórna, má nefna gatna- og holræsadeild, byggingardeild, hreinsunardeild, garðyrkjudeild, vélamiðstöð, 'áhaldahús, grjótnám, malbikunar- stöð og pípugerð. Við borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins vorum á móti þessari tillögu. Samkvæmt 25. gr. sam- þykktar um stjórn Reykjavíkur- borgar fer borgarráð ásamt borgarstjóra með framkvæmda- stjórn málefna Reykjavíkur- borgar. Eitt mikilvægasta verk- efni borgarráðs er framkvæmda- stjórn verklegra framkvæmda. Það hlutverk sitt rækir borgarráð m.a. með því að gera áætlanir um allar verklegar framkvæmdir borgarinnar. Það er gert í tengsl- um við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar á hverju ári. Borgarráð fylgist síðan með gangi framkvæmda, enda situr borgarverkfræðingur og skrifstofustjóri hans alla fundi borgarráðs. Allar ákvarðanir eru því teknar í nánu samráði við borgarverkfræðing. Tugmilljóna rafmagnsreíl fiskvinnsluhúsa á Suður MORGUNBLAÐIÐ hafði sam- band við Suðurnesjamenn vegna hótunar rafmagnsveitna rfkisins um Iokun á ákveðna staði á Suðurnesjum. Einnig ræddi blað- ið við Hjörleif Guttormsson iðn- aðar- og orkuráðhcrra sem kvað ráðuneyti sitt haía í síðasta mánuði farið fjam á að farið væri mildum höndum um þessar raf- orkuskuldir þar sem um væri að ræða erfiðleika hjá fiskvinnslu- húsunum. Kvað ráðherra engar frekari óskir hafa komið tii sín, en benti hins vcgar á að hótun um lokun væri ekki óalgeng í sam- bandi við rafmagnsinnheimtu. „Ef þetta mál tengist hins vegar vanda fyrirtækja sem áttu að geta hafið rekstur eftir fyrir- greiðslu ríkisvaldsins, þá þarf að skoða það mál í samhengi þótt hitt sé Ijóst að rafmagnsveiturnar þurfa á sínu að lialda." 16 millj. kr. rafmagns- reikningur fiskverkunar- húsa í Njarðvík Karl Albert Sanders bæjarstjóri í Njarðvíkum sagði að þeir hefðu fengið hótanir í þessum efnum reglulega síðan í vetur. „Við eigum hins vegar stórfé inni hjá fiskiðn- aðarfyrirtækjunum, eða um 16 millj. kr. vegna raforku, en við skuldum rafmagnsveitunum 10 millj. kr. Þessar 16 millj. kr. eigum við hjá 4 fyrirtækjum og þar er eitt fyrirtækið með 10 millj. kr. skuld." Kef lavík ekki í hópi þeirra sem hótað er Jóhann Einvarðsson bæjarstjóri í Keflavík kvað þá ekki vera inni í þessum hópi bæjarfélaga sem fengi hótanir, því þeirra skuldir væru ekki það miklar, en hins Atkvæóisréttur starfsfólks: Mikill vilji hjá Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu - segir Björgvin Gudmundsson „ÉG TEL að það eigi að stefna í þá átt að veita fulltrúum starfsfólks í stjórnum fyrirtækja at- kvæðisrétt, þó ég sé ekki alveg tilbúinn til að segja til um hversu langan tíma sú þróun ætti að taka. Ég veit að hjá okkur og Alþýðubandalaginu er mikill vilji til að stíga þetta skref og það kann vel að vera að þessir tveir flokkar vilji tafarlítið taka undir tillögu borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins um atkvæðisréttinn," sagði Björgvin Guðmundsson borgarfulltrúi Alþýðu- flokksins er Mbl. spurði hann álits, á því, að fulltrú- um starfsfólks í stjórn fyrirtækja yrði ekki aðeins veitt aðild að stjórnarfund- um með málfrelsi og tillögurétti eins og meiri- hluti borgarstjórnar sam- þykkti á fundi á fimmtu- dagskvöld heldur og með atkvæðisréttL eins og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lögðu til. „Þessi tillaga sjálfstæðismann- anna kom mér mjög á óvart," sagði Björgvin. „Þeir hafa undanfarin ár fellt allar tillögur um þátttöku starfsmannafulltrúa í stjórnar- fundum en nú vilja þeir ekki bara einr. fulltrúa eins og hingað til hefur, verið rætt um heldur tvo með atkvæðisrétti. Ég vil nú leyfa mér að kalla þessa tillögu þeirra óáhyrgt yfirboð." Mbl. tókst ekki í gær að ná tali af Sigurjóni Péturssyni né Kristjáni Benediktssyni vegna þessa máls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.