Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 Byggingariðnaðurinn: Er viðkomubrest- ur á næsta ley ti? Það gæti reynst hættu- legt í framtíðinni ef meiri samdráttur verður í bygg- ingariðnaðinum en orðið er sagði Víglundur Þorsteins- son forstjóri Steypustöðv- arinnar B.M. Vallá er Viðskiptasíðan spurði hann um stöðu þessarar atvinnugreinar í dag. Það er aðallega þrennt sem kemur til, sagði hann. í fyrsta lagi er mikill skortur á leigu- og eiginíbúðarhús- næði í dag til að mynda á Stór-Reykjavíkursvæðinu, og leiðir það til stórhækk; aðs verðlags á húsnæði. í öðru lagi eru niðurstöður þeirra áætlana sem gerðar hafa verið um húsnæðis- þörfina í framtíðinni þær að byggja þarf mun meira íbúðarhúsnæði, ekki ein- ungis nú heldur einnig á næstu árum. í þriðja lagi og það er ef til vill mikilvægast að aukningin sem orðið hefur úti á landsbyggðinni virðist nú vera minni en sá samdráttur sem orðið hefur á Reykjavíkursvæðinu. Sem dæmi má nefna að steypu- salan hefur dregist saman um 23% frá 1976 og því er ekki annað hægt að segja en að útlitið sé dökkt sagði Víglundur að lokum. Landbúnaöar- vörur Janúar — Júní 1978. Samt. 67.971 millj. kr. Skipting heild- arútflutningsins Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig heildarútflutningur landsmanna, fyrstu sex mánuði ársins skiptist milli helztu afurða. Um 75% verðmætisins var vegna útflutnings sjávarafurða og um 22% vegna útflutnings iðnaðarvara þar af um 16% sem útflutningur áls. Námsstefna HVAÐ er það nú kynni berum fyrirtækjum. í lok e.t.v. einhver að spyrja. námsstefnunnar verða pall- Námstefna er orð sem borðsumræður. Þátttaka samansett er úr orðunum tilkynnist til Stjórnunar- námskeið og ráðstefna. félagsins sími 82930. V arist slysin NÚ virðist sem afleiðingar óðaverðbólgunnar séu að fá á sig nokkuð aðra mynd en áður hefur komið fram. Vegna mikilla kostnaðar- hækkana innanlands hefur samkeppnisaðstaða íslenskra fyrirtækja versnað til muna bæði hér heima og erlendis. Nú upp á síðkastið hafa verið að birtast í blöðum ályktanir frá hinum ýmsu samtökum þar sem skorað er á stjórnvöld að grípa til hafta og annarra inn- flutningstakmarkana til að vernda hina innlendu fram- leiðslu eða með öðrum orðum hverfa aftur til haftatímabils- ins. Rétt er að vara við þess háttar samþykktum þar sem höft á innflutning til landsins hafa aldrei gefist vel, hvorki fyrr á öldum né á þessari. Mikil íssala í sumar EINS og svo margt annað er fssalan f landinu all mikið háð veðurfarinu. Til að kanna hvernig sumarsalan hafði gengið fyrir sig ræddi Við- skiptasíðan við fulltrúa Mjólkursamsölunnar og Kjörís h.f. Eiríkur Þorkelsson VIÐSKIPTI VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Stjórnunarfélagið mun hafa hina fyrstu sinnar tegundar hérlendis og verður hún haldin 12. október n.k. Viðfangsefni námsstefn- unnar verður fjármála- stjórn fyrirtækja og er óhætt að segja að fjallað verði um þetta efni frá öllum hliðum. Rætt verður m.a. um nýjungar á sviði fjármálafræða, samskipti fyrirtækja og bankastofn- ana og fjármálastjórn hjá smáum sem stórum fyrir- tækjum og einnig hjá opin- Staðan aldrei verri EINS og skýrt var frá hér á Viðskiptasiðunni á laugardaginn er staða verzlunarfyrirtækja ekki eins góð í dag og oft er talið. f meðfylgjandi töflu má sjá þróun síðustu fjögurra ára og er byggt á upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun. Kemur fram að staða verzlunarinnar er almennt mjög slæm og er þó miðað við júlí — ágúst skilyrði á þessu ári og ekki hafa þau batnað eftir kostnaðarhækkanir í september og 10.5% lækkun álagningar. Hagnaður í verzlun, 1975 - 1978.° 1975 1976 1977 1978 Byggingarvöruverzl. 2,9% 2,5% 2,6% 0,5% Bifreiðaverzlun 1,3% 2,2% 3,9% 3,3% Heildverzlun 3,4% 3,1% 3,2% 1,5% Smásöluverzlun 1,6% 1,6% 1,8% 0,4% 1) Hrcinn haunartur Iyrir skatta sem hlutfail af heildartekjum. sölustjóri hjá Mjólkursamsöl- unni sagði að í heild hefði sumarið verið mjög hagstætt hjá þeim þó auðvitað væri það misjafnt eftir tegundum. Þrátt fyrir að sumarið hafi ekki verið sérlega hlýtt þá varð salan nokkuð góð og má aðallega þakka það mörgum stórmótum og sýningum sem haldin voru í sumar. Hvað varðar sölu úti á landi sagði Eiríkur að áberandi væri hversu margir færu hring- veginn. Hafsteinn Kristinsson hjá Kjörís sagðist vera nokkuð ánægður með söluna í sumar hjá sér. Mest væri um pinna- og toppasölu að ræða á sumrin en aftur pakka og tertur á veturna og er þá auðvitað mest að gera í kring um stórhátíðir og fermingar en einnig virðist mér sem mikið sé um að vera við skólaslit og vertíðarlok að vorinu. Hafsteinn sagði að salan að sumrinu gæti orðið allt að fjórum sinnum meiri yfir sumarmánuðina en á vetrum, þ.e. þegar einstakir mánuðir eru bornir saman. Þetta er þó mun minni sveifla en þekkist bíða erlendis og felst þetta í því að um meiri neyzlu er að ræða . hjá okkur innandyra. íssalan er mikil hjá okkur miðað við aðrar þjóðir og hefur aukist á síðustu árum, sagði Hafsteinn að lok- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.