Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. OKTÓBER 1978 Ný flugvélategund Erlendir punktar EfnahagsbandalaKÍöi Miklar deil- ur eru nú milli noröur og suöur- ríkja Efnahagsbandalagins vegna skattlagningar norðurríkjanna á áfengi. Talsmenn Ítalíu og Frakk- lands halda því fram að þessi skattlagning orsaki mikla birgða- söfnun hjá þeim, auk þess sem hún leiði til félagslegra vandamála. - O - Ford-verksmiðjurnar hafa til- kynnt að verðið á 1979 árgerðun- um hækki um 4,2% miðað við 1978. Er hér um að ræða mun minni hækkun en nemur hækkun fram- leiðslukostnaðar á síðustu 12 nánuðum en forstjórar Ford segja að með þessu vilji þeir leggja sitt af mörkum í baráttunni við verðbólguna og einnig sé þetta í samræmi við stefnu bandarísku stjórnarinnar. — O - Bólgan hjaðnar eða svo segja fulltrúar Alþjóðagaldeyrissjóðsins að minnsta kosti. Á fyrri hluta þessa árs nam hún 6% á alheims- grundvelli í stað 7% á sama tíma í fyrra. Við eigum víst alllangt í land með okkar 50%. - O - Noreguri Odvar Nordli forsætis- ráðherra hefur sagt að hallinn á greiðslujöfnuði þeirra verði til muna minni í ár en á því síðasta. Hann sagði ennfremur að erfiðir tímar væru fram undan þar sem sérstaklega þyrfti að hafa vakandi auga með launa- og verðlagsþróun ef ekki ætti illa að fara. FOKKER-flugvélaverksmiðjurnar hollensku hafa mótmadt því við yfirstjórn Efnahagsbandalagsins að British Aircraft Corp. heíur fengið heimild breskra yfirvalda til að hefja smíði farþegaflugvél- ar er fengið hefur nafnið BA16. Er hér um að ræða 70—90 manna flugvél og er hún einkum ætluð til flugs á hinum styttri •flugleiðum, en það er einmitt á þessum markaði sem Fokker-verk- smiðjurnar hafa náð verulegum árangri á undanförnum árum. Er þetta hægt? í NÝÚTKOMNU fréttabréfi Landsambands iðnaðar- manna er að finna yfirlit um rafmagnsverð til brauð- gerða á hinum ýmsu stöðum á landinu. Niðurstöður könnunarinnar eru byggðar á afmagnsverðum er voru í gildi fyrir 15. ágúst. Reikn- að er með 80kw ofni og er notkunin að meðaltali um 7700 kwst. á mánuði. Sem dæmi um þann mismun sem er á rafmagnsverðum til brauðgerða má nefna eftir- farandi dæmi: Hafnarfjörður 111.807 kr. pr. mánuð. Ilúsavík 82.236 kr. pr. mánuð. Reykjavík 65.485 kr. pr. mánuð. Siglufjörður 10.810 kr. pr. mánuð. Til samanburðar má geta þess að kyndingar- kostnaðurinn m.v. olíukynd- ingu fyrir slíkan ofn er áætlaður um 43.240 kr. á mánuði. Tupolev tekin úr umferð SOVÉSKA flugfélagið Areoflot hefur tilkynnt að það hafi hætt rekstri allra flugvéla að gerðinni Tupolev-TU 144. Þessi flugvél var svar Rússa við Concord-vél Frakka og Breta en hún hefur aldrei sannað gildi sitt og m.a. hrapaði TU-144 vél jarðar á flugsýningunni í París 1973. Engar skýringar hafa verið gefnar um þetta mál í Moskvu en vestrænir sérfræðingar geta sér þess til að rekstrinum 1 afi verið hætt þar sem aldrei hafi tekist að komast fyrir alla þá barnasjúkdóma sem komu fram í vélinn í upphafi. 29 Hugleiðing um haustlauka Á vorin þegar skrúð laukblómanna er hvað mest vaknar að vonum áhugi margra fyrir því að rækta þessar blómsælu litfögru jurtir. Oft er þá farið að óska sér einhvers í því sambandi — jafnvel kannske farið að skrifa upp óskalista — og velja byrjendur sér þá jafnan algengar og auðræktaðar tegundir en þeir sem lengra eu komnir í ræktunarkúnst og kunnáttu setja markið hærra og vilja reyna eitthvað nýtt og fágætt. En hvernig sem þeim málum er háttað er ósköp hætt við að tognað geti úr óskalistanum því margar og fjölbreyttar eru tegundirnar sem um er að velja og næstum hægt að skrifa upp og óska sér endalaust. En þegar svo haustið nálgast og farið er að yfirfara óskalistann í fullri alvöru er óhjákvæmilegt að eitthvað verði að strika út, og kemur þar margt til m.a. rýmið í garðinum og aðstæður til ræktunar laukjurta, þá hefur verðlag og kaupgeta sitt að segja og svo er nú heldur Hvíta páskaliljan Mount Hood. ekki alveg víst að allar óskategundirnar séu fáanlegar þegar allt kemur til alls, þó mikið sé flutt inn. Einng góðan veðurdag í sept./okt. kemur svo loks að því að við höfum laukapokann okkar í höndum og þar með vonina um mikið og fagurt blómskrúð frá fyrstu vordægrum, og hvað skal þá gera? Því er fljótsvarað við skulum stefna að því að koma þessum „lífverum" sem allra fyrst í moldina svo þær geti þegar í stað farið að starfa og búa sig undir það hlutverk sem þeim er ætlað að gegna að vori og næstu árin. Þær hafa nógu lengi orðið að dúsa ofanjarðar í pokum og kössum og takast á hendur erfiðar ferðir um heimshöfin og varla náð andanum á meðan á því stóð, og þrá það því mest af öllu að komast sem fyrst í snertingu við móður jörð. Og nú vakna vitanlega margar spurningar, einkum hjá byrjendum. Hvar skal velja laukunum stað, hve djúpt á að setja þá o.s.frv. Hvað fyrra atriðið snertir fer staðarvalið mikið eftir því hvernig hagar til í garðinum, en á það skal bent að laukjurtir fara mjög vel hjá trjám og runnum, gefa garðinum líf og lit áður en trjágróður tekur að laufgast, en síðar meir getur trjálaufið hulið blöð og stöngla þegar blóm eru fallin og laukjurtirnar ekki lengur til sérstaks augnayndis. Hvað síðara atriðið varðar þá eru haustlaukar settir í 2—20 sm. dýpt og gildir sú regla að þeir stærstu (t.d. keisarakróna 20 sm og páskaliljur 12—15 sm) eru settir dýpst. Rétt er að taka fram að þegar talað er um „dýpt“ í þessu sambandi er miðað við þykkt moldarlagsins sem sett er yfir toppinn á lauknum. Frh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.