Morgunblaðið - 08.10.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.10.1978, Qupperneq 1
Sunnudagur 8. október 1978 Rögnvaldur á tröppum Þjóðleikhússins: ,$g kannast við þetta allt aftur.“ Mynd RAX. Mér finnst ég ekki eiga að afsaka mig fyrir einum eða neinum. Mér hefur aldrei fundizt það, ef ég á að segja þér eins og er. En ég efast um að menn hér hafi oft fengið jafngóða dóma og ég hef fengið. Þetta er kannski fólk úti í löndum sem hefur aldrei heyrt mín getið og er nákvæmlega sama hvort ég er lifandi eða dauður. Það kemur inn á tónleika hjá mér meö fýlusvip, en skrifar svo toppkrítik á eftir. Þá hlýtur þetta að vera eitthvað gott. Auðvitað leiðist mér í hvert sinn sem ég fæ slæma krítík, En hún er ekki með í heildarmyndinni." II. Að vera í sínu fagí „Það er afskaplega mikil og fróðleg upplifun að sjá ævi sína fyrir framan sig og finna hana koma til sín aftur. og ég verð að viðurkenna að mér hefur fundizt geysilega gaman að vinna að bókinni, enda hefur Guðrún gert þetta vel. En ég til að leika opinberlega á þann hátt að það sæmdi mér sem listamanni. En eitt finn ég glöggt. Ég var auðvitað viðkvæmur og sár fyrir krítik í gamla daga. En þótt ég fengi bullandi skammir nú, held ég það hefði engin áhrif á mig. Ég er alveg kominn yfir svoleiðis vitleysu. Ég myndi vissulega gleðjast yfir hrósi. En með heimspekilegri ró.“ III. Undir rangri stjörnu Rögnvaldur minnist þess er hann kom aftur til íslands eftir tónleikana í Washington 1945. „Jú, ég sá eftir að hafa farið svo snögglega heim. Ég var kominn í mikla æfingu undir handleiðslu rússneska kennarans míns, og æfði mig og las af feikna krafti. Við áttum vel saman og ég hefði þurft að vera undir handleiðslu hans lengur. Ég var hins vegar ekkert að velta því fyrir mér að ég væri kominn á uppgötvum tónlistargáfur í einhverju barni, getum við veitt því fulla kennslu hér. — Það er afskaplega erfitt þegar menn fara ekki að læra fyrr en svo seint, eins og ég. Við vorum nokkrir á þessum árum sem fæddumst of snemma ...“ IV. Þjóðin á bakinu Er íslenzkir listamenn ná árangri á erlendri grund, eru þeir gjarnan nefndir fulltrúar íslenzkrar menningar og verk þeirra angi af íslenzkri listsköpun. „Mér finnst allt í lagi með það,“ segir Rögnvaldur, „og ég held það sé í sjálfu sér sannleikur. Þegar ég spilaði erlendis, var jafnan tekið skýrt fram að ég væri frá Sjá nœstu síðu Vorum nokkrir sem fæddumst of snemma Rögnvaldur hefur um skeið verið yfirkennari píanódeild- ar Tónlistarskólans í Reykja- vík. Hann heldur í dag fyrstu einleikstónleika sína í Reykjavík um árabil, en hann hefur löngum átt við meiðsli í hendi að stríða, sem hafa stundum torveldað honum æfingar við flygilinn. „Ég veit ekki hversu mikið „come-back“ þetta verður,“ sagði hann. „En ég kannast við þetta allt aftur. Þetta er í annað sinn sem ég gef konsert í Þjóðleikhúsinu. Ég er afskaplega hrifinn af því húsi, andrúmsloftið er svo skemmtilegt of fólki líður vel þar.“ Við ræddum eilítið um Rögnvald, lífið og tónlistina. „Ég hafði ekki leikið opin- berlega í þrjú ár og var búinn að segja við konuna að ég væri hættur. Þá var það um síðustu áramót að ég lét loks undan ítrekuðum beiðnum vinar míns Runólfs Þórðar- sonar og hélt tónleika á vegum Tónlistarfélgs Kópa- vogs. Það var eins og að opna hurð. Það er orðið langt síðan Sveinn Einarsson bauð mér fyrst að leika í Þjóðleikhús- inu og úr því að ég var búinn að gera þetta einu sinni ákvað égað láta slag standa með það. Það má því segja að Runólfur hafi komið mér aftur á spenann.“ Rögnvaldur Sigurjónsson píanóleikari verður sextugur 15. þessa mánaðar. Um þessar mundir er að koma út hjá Almenna bókafélaginu fyrri hluti æviminninga hans, sem Guðrún Egilson hefur skráð. Þar er lýst uppvaxtarárum hans á Éskifirði, tónlistar- áhuganum og námsárum, fyrst hjá Árna Kristjánssyni, en síðan í París og Washing- ton. Þessum hluta bókarinnar lýkur á því að Rögnvaldur snýr aftur heim, eftir að hafa haldið einleikstónleika í National Gallery of Art í Washington, þar sem stór- blöðin lýstu honum sem efni í einn mesta píanóleikara vorra tíma. I. Það bezta sem maðurinn gerir „Schumann sagði: „Það á ekki að líta á það sem maðurinn gerir verst, heldur það sem hann gerir bezt.“ Ég lít með heildarsvip yfir mína ævi, en ekki á einstaka atburði. Og ef ég get virt fyrir mér tinda, sem rísa upp úr hinu venjubundna, þá er ég ánægður. Það segir ekkert um listamanninn, ef hann fær slæma dóma, en góðu dómarnir lýsa honum hins vegar sem listamanni. Og sjáðu Hrein Halldórsson. Hann kastar kannsi 15—18 metra á einhverju mótum, en svo allt í einu er hann orðinn Evrópumeistari. Þá er hann í góðu formi og hæfileikar hans koma í ljós. — Það er svo skrýtið, að ég hef kannski verið rakkaður niður á einum stað, en svo allt í einu hefur lofið farið Upp í hæstu tóna. get ekki sagt að ég sjái ævina í nýju ljósi við þessa krufningu — við erum að fjalla þarna um atburði, sem voru löngu komnir á sinn stað í lífi mínu. Hins vegar má vel vera ég uppgötvi eitthvað nýtt í seinna bindinu. Ég vil nú halda því fram, að það sem árin hafi gert við mig sé frekar til bóta. Ég nýt til dæmis betur nú alls þess góða sem kemur fyrir mig því að ég skil betur af hverju það er gott. Þegar ég var ungur ætlaðist ég til meira af umhverfinu í ungæðishætti. Hins vegar hef ég haldið nokkurn veginn sömu skoðun á því sem er eftirsóknarvert í lífinu. Og ég tel það mestu hamingjuna að fá að starfa að því sem ég hef áhuga á. Og þá er það enginn galli að hafa aðallega verið að kenna; ég er engu að síður í mínu fagi. Ég hef í rauninni ekkert þráð konsertlíf fjarri því. Ég hef verið ánægður með að fá tækifæri tindinn þótf ég fengi góða dóma í þetta skipti. Ég var bara ákveðinn í að koma heim. Svo fylgdu þessi eymsli í hendinni á eftir, og ég varð að draga úr öllum æfingum. Þetta ójafna er verst af öllu. Ég held að það sé enginn vafi á því, að éf ég hefði fæðzt undir annari stjörnu, í öðru landi hefði ég átt þess kost að æfa mig og spila meira Það kostar óhemju vinnu og mikla sjálfsafneitun að ná árangri í píanóleik. Þeir beztu verða hálfgerðir einbúar, sem gæta sín ofboðs- lega vel á að vera ekki úti á lífinu. — Ég held ég hafi í sjálfu sér fæðzt til að gera þetta. ísland var bara ekki bezta land í heimi til að stunda tónlist. Hér var engin tónlist. Hún vaknaði fyrst með Tón- listarskólanum og þeim mönnum sem stofnuðu hann. Hún vaknaöi með sjálf- stæðinu. Nú er þetta allt annað land, — nú erum við komin í hringiðuna. Ef við Rætt við Rögnvald Sigurjónsson píanóleikara sem heldur einleikstónleika í Þjóðleikhúsinu í dag eftir langt hlé

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.