Morgunblaðið - 10.10.1978, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.10.1978, Qupperneq 1
44 gÍÐUR MEÐ 4 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 230. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ijögregla laut í lægra haldi \ ín. f). uktúber. Reutrr. LÖGREGLA hafði hendur í hári | hryðjuverkamanns og vinkonu hans í Vín í dag en þau yfirbuguðu lögreglumennina, stálu bfl og kom- ust undan að sögn lögreglunnar. Talsmaður lögreglunnar sagði, að hryðjuverkamaðurinn væri sennilega Christian Klar, einn þriggja manna sem mest er leitað að vegna morðsins á vestur-þýzka iðnrekandanum Hanns Martin Schleyer og bankastjóranum Jiirgen Ponto. Hundruð lögreglumanna slógu hring um Vín og leituðu flóttamann- anna en hryðjuverkamaðurinn og vinkona hans voru horfin. Menn úr varalögreglunni voru kallaðir út. Lögreglumennirnir sem upphaflega höfðu hendur í hári mannsins og konunnar voru tveir og meiddust lítið. Lögreglan kveðst ekkert vita um konuna. í síðustu viku fann lögregl- an fingraför af Inge Viett úr Baader-Meinhof-samtökunum í einni útborg Vínar. Hryðjuverkamaðurinn og vinkona hans voru handtekin í íbúð í versturúthverfum Vínar. Þau læstu lögreglumennina inni í íbúðinni þegar þau höfðu yfirbugað þá, flúðu í bíl en yfirgáfu hann fljótt, stöðvuðu annan bíl, fleygðu bílstjóranum upp á gangstétt og óku burt í bíl hans. Öfgamenn myrða sex í Tyrklandi Ankara, 9. október. Reuter. SEX félagar Verkamannaflokksins, sem er í stjórnarandstöðu í Tyrk- landi, voru myrtir í gærkvöldi og Bulent Ecevit forsætisráðherra sakaði öfgamenn til hægri um að koma af stað vandræðum til að komast til valda í landinu. Bíllinn fannst seinna yfirgefinn norðurúthverfum Vínar. Övissa í einvíginu Baguio. 9. október. Reuter. ÚRSLIT einvígisins um heims- meistaratitilinn í skák eru nú í mikilli óvissu þar sem heims- meistarinn Anatoli Karpov hefur tapað tveimur skákum í röð fyrir áskorandanum Viktor Korchnoi og sérfræðingar segja að ómögulegt sé að spá nokkru um úrslit. Korchnoi stendur sálfræðilega betur að vígi en Karpov og áskorandinn vann í dag að rannsóknum sem eiga að tryggja honum sigur í einvíginu. Karpov hefur senniiega teflt meira en nokkur annar heims- meistari í skáksögunni. Hann hefur alls teflt rúmlega 100 skákir síðan hann varð heims- meistari fyrir þremur árum. Þegar einvígið hófst hafði hann tapað aðeins sex skákum — og aldrei tveimur í röð. Korchnoi lét í ljós ánægju í dag með taflmennsku sína í síðustu skákinni en þakkaði sigur sinn skyssum Karpovs fremur en eigin snilli. Heimsmeistarinn er sagður dauðþreyttur. Hann vitnaði í vin sinn Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeist- ara, og sagði: „Fischer hefur alltaf sagt að ég hafi keppnis- skap.“ „Eg held að þetta sé í fyrsta skipti á skákferli Karpovs sem hann hefur tapað tveimur skák- um í röð,“ bætti hann við. Sjá nánar bls. 27. Öeirðir vegar / í yiðs Iran Tehoran. 9. októher. VI*. ÓEIRÐIR geisuðu í sex borgum Irans í dag og lögreglumenn skutu að minnsta kosti sex manns til bana og enn fleiri særðust. Verkfall ríkisstarfsmanna hefur breiðzt út til flestra ríkisstofnana. Jaafar Sharif-Emami forsætisráð- herra hefur skorið niður herútgjöld og útgjöld til smíði kjarnorkuvera til þess að ganga að launakröfum verkfallsmanna. Upphaflega lögðu starfsmenn fjar- skiptakerfisjns og ríkisbanka niður vinnu og þegar þeir fengu 100% kauphækkun fóru starfsmenn ann- arra ríkisstofnana fljótlega að dæmi þeirra. í dag gengu rúmlega 30.000 starfsmenn stáliðjuvera í Isfahan í lið með verkfallsmönnum og kröfð- ust launahækkana og umbóta í húsnæðismálum og læknaþjónustu. Nýtt skólaár hófst í dag en þúsundir skóla eru lokaðir vegna verkfalls kennara og nemenda. 7.000 verkamenn í Khuzestan, suðvestur af Teheran, hótuðu í dag að ganga fylktu liði til höfuðborgar- innar. Andstæðingar stjórnarflokksins lögðu í dag undir sig tvær skrifstofu- byggingar flokksins í Teheran. Areiðanlegar heimildir herma að yfirmenn hersins, þar á meðal herstjórinn í Teheran, Gholam-Ali Ovisi hershöfðingi, sitji á rökstólum. Reykmökkur og eldtungur í' iðnaðarhverfi undanförnu. í' Beirút. Þetta hefur verið hversdagsleg sjón í borginni að Sarkis fær flesta gegn sér í Líbanon Bcirút. 9. októbcr. Routcr. ALLSHERJARVERKFALL lamaði í dag athafnalíf í vesturhluta Beirút þar sem múhameðstrúar- menn eru í meirihluta og libanskir vinstri sinnar lögðu áherzlu á kröfur sínar um að sýrlenzkir hermenn yrðu áfram í austurhluta borgarinnar þar sem kristnir menn eru í meirihluta. Elias Sarkis forseti fór flugleiðis til Saudi-Arabíu eftir árangurslitl- ar viðræður í Damaskus. Sam- kvæmt blaðafregnum leggur hann til að fækkað verði í sýrlenzka herliðinu í Austur-Beirút. Vinstrisinnarnir sem lögðu niður vinnu í Vestur-Beirút bentu á hvað hann hefði lítið svigrúm í tilraunum sínum til að koma í veg fyrir nýja bardaga Sýrlendinga og vopnaðra sveita kristinna manna. Vikulöngum bardögum hægrimanna og Sýrlend- inga, er breyttu stórum hlutum Austur-Beirút í auðn, lauk með vopnahléi á laugardaginn. Hægrimenn krefjast algers brott- flutnings Sýrlendinga frá Líbanon og þeim finnst áætlun Sarkisar um skipan öryggismála ekki ganga nógu langt. En vinstrimönnum finnst hún ganga alltof langt. Þeir óttast að brottflutningur Sýrlendinga leiði til nýrrar borgarastyrjaldar á við þá sem geisaði 1975—76. Á fundinum í Damaskus var ákveðið að utanríkisráðherrar Sýr- lands og Líbanons kæmu saman til fundar. Þar sem svo lítill árangur virðist hafa orðið af ferð Sarkisar forseta er talið vafasamt að vopna- hlé það sem hann og Hafez Al-Assad forseti sötndu á laugardag geti orðið varanlegt. Viðræðurnar sýndu líka að Líban- onsforseti er í sjálfheldu. Vinstrimenn tortryggja hann og hægrimenn eru honum beinlínis fjandsamlegir. Bhutto-sinnar teknir höndum Islamahad. 9. októhcr. Rcutcr. IIERFORINGJASTJÓRNIN í Pakistan hefur hafizt handa um að Osamkomulag um arftaka Fálidins Stokkhólmi. 9. októhcr. Rcutcr. FORSETI sænska þingsins. Henry Allard. tilkynnti í kvöld að loknum viðræðum við leiðtoga helztu stjórnmálaflokkanna að honum hefði ekki tekizt að ná samkomulagi um tilnefningu eftirmanns Thorbjörn Fálldins forsætisráðherra sem baðst lausnar fyrir sig og stjórn sína í síðustu viku vegna ágreinings um stefnuna í kjarnorkumálum. Stjórnmálafréttaritarar hafa talið að líklegasti eftirmaður Falldins sé leiðtogi frjálslynda Þjóðarflokksins, Ola Ullsten. Ullsten hefur verið talinn líklegri til þess að geta aflað sér stuðnings sósíaldemókrata en leiðtogi íhaldssama Ha'gfara flokksins, Gösta Bohman. Allard þingforseti sagði að hann mundi hefja að nýju viðræður við leiðtoga stjórnmálaflokkanna á morgun. Samkvæmt síðustu skoðana- könnunum eru sænskir kjósendur enn fylgjandi borgaralegri stjórn. Næstu þingkosningar eiga að fara fram í september 1979. Bohman, leiðtogi hægrimanna, sagði í dag að hann vonaði að aftur gæti komizt á einhvers konar samvinna milli Miðflokksins, frjálslyndra og hægrimanna. Hægrimenn hafa reiðzt því að mikið var um það rætt um helgina að Ullsten kynni að halda þeim utan við stjórnina ef hann yrði næsti forsætisráðherra. í kosningunum 1976 hlutu sósíaldemókratar 152 þingsæti af 349, Miðflokkurinn 86, hægrimenn 55, frjálslvndir 39 og kommúnistar 17. handtaka stuðningsmenn Zulfikar Ali Bhuttos fyrrverandi forsætis- ráðherra til að afstýra óeirðum þegar hæstiréttur tekur fyrir áfrýjunina við dauðadómi hans. Að minnsta kosti 500 félagar úr flokki Bhuttos hafa verið teknir höndum síðustu daga. Jafnframt hafa staðið yfir opinberar aðgerðir til stuðnings Bhutto. Sex hafa kveikt í sér opinberlega og einn þeirra beðið bana. Bhutto, sem var forseti og for- sætisráðherra Pakistans í fimm og hálft ár, var dæmdur til dauða fyrir að fyrirskipa morð á pólitískum andstæðingi fyrir fjórum árum. Úrskurðar hæstaréttar um áfrýjun hans er að vænta eftir næstu mánaðamót. Handtökurnar sem nú standa yfir líkjast handtökum sem voru fyrir- skipaðar í marz þegar yfirrétturinn i Lahore dæmdi Bhutto til dauða. Hinir handteknu eru hafðir í haldi án ákæru í einn til þrjá mánuði samkvæmt lögum um lög og reglu. Einn af leiðtogum flokks Bhuttos sagði um helgina, að flokkurinn hygðist efna til mótmæla um land allt. En ráðherra í stjórninni sagði áð stjórnarflokkurinn kynni að svara með herferð til stuðnings kröfum um að Bhutto vrði tekinn af lífi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.