Alþýðublaðið - 23.11.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.11.1958, Blaðsíða 5
t Jóhann Hjálmarsson: Undar- legir fiskar. Ljóð. Heims- kringla. Prenísmiðjan Hólar. Reykjavik 1958. felst í orðanna hljóðan. Ég á von á, að það, sem umfram hana er í kvæði þessu, verði sigur Jóhanns Hjálmarssonar í framtíðinni. og ber hann heim til þín hann kom oft við í haust hann kemur enn í dag Að úngri hvítri strönd féll bára ein um haust og svo varð hjarta mitt: þessi svarti steinn Jóhann Hjálmarsson má vel við una, þegar hér er komið sögu, en bókin er ólesin þangað til Komdu nú með sverðin ork- ar á hug og sál. Mynd þess kvæðis er' stór og kliðurinn sterkur í mýkt sinni. Og þar nemur lesandinn grun annars og meira. Jóhann Hjálmarsson er svo hamingjusamur að eiga mörg og góð þroskaár í vænd- um, ef allt fer að óskum. Helgi Sæmundssan. Ljósmynda- sýningin Á LJÓSMYNDASÝNING- UNNI, sem nú stendur yfir í hinum nýja sýningarsal Ás- mundar Sveinssonar við Sig- tun, eru sýndar 375 myndir frá 7 löndum. Er sýningunni skipt í deild- ir eftir löndum. Myndirnar eru allar eftir á- hugaljósmyndara, enda eru eingöngu áhugamannafélög I sem að henni standa. Hingað er sýningin komin fyrir tilstilli Félags áhugaljós- myndara, og er ein deildin eftir félaga í því. í íslenzku deildinni eru 65 myndir eftir 18 menn. Vel er til sýningar þessarar vandað, og er nijög erfitt að gera upp á milli deildanna, svo jafnar virðast þær að gæðum, þótt þær séu um margt ólíkar. Sýningin stendur til 30. þ.m. og er mönnum ráðlagt að láta hana ekki fram hjá sér fara, því hún er vel þess virði að gera sér ferð inii í Sigtún til að sjá hana. LJÓÐABÓK Jóhanns Hjálm- arssonar, „Aungull í tímann“, sem kom út 1956, þótti góður sigur. ungs manns og skemmti- legt fyrirheit. Kvæðin voru myndræn og kliðmjúk og ein kenndust af nærfærnislegr vandvirkni. Nú eru tvö ár liðii og ný bók komin frá hendi Jó- hanns. Og hvað er svo í frétt um af þessu unga skáldi? Vissulega ber að minnas" þess, að Jóhann Hjálmarsson mun enn ekki tvítugur að aldri. Þroskavonin er því ærin. En maður ætlast til meira af hon- um nú en fyrir tveimur árum. Þess végna veldur nýja bókin nokkrum vonbrigðum í fljótu bragði. Kröfuharður lesandi jþarf að vera góðsamur til að unna Jóhanni sannmælis, því að sum kvæðin eru svo ungæðisleg, að þau liggja vel við höggi. á or- ustuvelli miskunnarleysisins. Eigi að síður leyna þau á sér, þar eð Jóhann laumast iðulega til að gera smátt stórt. Samt verður því ekki neitað, að heild armynd bókarinnar er allt of <dauf og fjarlæg. — Jóhann virð íst til dæmis truflast af ein- kennilegri litagleði, sem senni- lega stafar af erlendum áhrifum. Hann er enn á æskuskeiði. En bókin sýnir þó og sannar, að hann stendur á vegamótum og hefur langferð í huga. Beztu kvæðin eru fagur skáldskapur í látleysi sínu og barnaskap, og þau eiga vitaskuld að ráða úr- slitum um afstöðu sanngjarnra manna til bókarinnar og höf- undarins. Ég nefni þessu til sönnunar ljóðin Dagurinn líður og Ef bára fellur að strönd. Þeir munu ekki fjölmargir á íslenzka skáldaþinginu, sem yrki bet- ur, þó að komnir séu drjúgan spöl yfir tvítugt. Og samt er fyr- irheit bókarinnar enn meira. Síðasta kvæði hennar, Komdu nú með sverðin, bendir ótvírætt til þess, að Jóhann Hjálmarsson sé að þroskast og stækka í leit sinni að fegurð og boðskap. Hann gerir þar miklu efni list- ræn skil og segir mun meira en Fyrrnefndu kvæðin tvö skulu birt hér til kynningar á skáld- skap þessa unga og mistæka en Jóhann Hjálmarsson geðþekka hörpusveins. Dagur- inn líður er á þessa lund: Dagurinn líður og kvöldið kemur og ekkert gerist riema börnin tína skeljar í fjörunni Svo halda þau glöð heim og taka eltki eftir að ein og ein skel dettur úr vösum þeirra óg brotnar Og sízt mun Ef bóra fellur að strönd lakara kvæði: Ef bára fellur að strönd að úngri hvítri strönd og rauðir fuglar svífa yfir blóu hafi þá tek ég svartan stein og segi: þetta er hjarta mitt Þetta er hjarta mitt en augu mín eru sandur og vindurinn kemur hér stundum S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ’s s s s s FRA I0PPI TIL TÁAR ÞAÐ kmo í ljós á síðustu tízkusýningum, að balion- línan á enn miklu fylgi að i'agna. En nú nægir ekki Iengur að ganga í pilsum með „ballon" sniði, hárið verður að vera í samræmi. — Hér með fylgja myndir af þessari nýju hárgreiðslu. Langar ykkur að tolla í tízk- unni? Látið klippa hárið þannig að hver lokkur sé fjórir til fimm þumlungar á lengd. — Skiptið í vinstri hlið og vindið á fjórar rúll- ur og tvær spennur (eða ,,elips“) eins og sýnt er á myndinni. Hliðarhárin eru vafin unp með fjórum spenn um sitt hvoru megin og lokkarnir snúa fram (sbr. mynd). í hnakkann eru sett- ar þrjár raðir rúllna, en neðstu hárin eru vafin á spennur, þannig að lokkarn- ir snúi fram, frá miðium hnakka. Til þess að enn betri árangur náist skal vefja lokkinn á miðjum hnakka sér, þannig að annar hver lokkur snúi til hægri, hinn til vinstri. Þá kemur örugglega engin skipting að aftan. Þegar hárið er orðið þurrt burstið þið úr lokkun- um undan og út þannig að hin rétta lína fáist. Burstið hliðarhárin fram yfir eyrun, en gleymið ekki, að einnig þar verður að bursta undan og fram svo belglögunin komi í ljós. Það er ekki ráðlegt að nota stóra eyrnahringi við slíka greiðslu. Nú vantar bara „ballon- skó“ — þá er allt fullkomn- að. Vör. Sumir meðlimir hinna átta flokka í Kína, sem ekki teljast kommúnistískir, hafa á fund- um undanfarið látið í Ijós efa- semdir um, að amerísku „lieims valdasinnarnir“ séu aðeins „pappírs tígrisdýr", eins og Mao Tse-Tung, forseti kín- verska ,,alþýðulýðveldisins“ lýsti þeim nýlega, segir í blaðafrétt hér í dag. Segir blað hinna ókommúnistísku flckka, að efasemdirnar hafi komið í ljós við viðræður og rannsókn- ir rúmlega 1000 með’ima fyrr- greindra flokka á nýútkomnu ritgerðasafni Maos, er nefndist „Heimsveldisstefnan og allir afturhaldsseggir cru aðeins pappírs tígrísdýr.“ í ritgerðum sínum lýsir Mao pappírs tígrisdýrum sem mönn um, er „séu skelfilegir í útliti, en séu raunverulega ekki mjög sterkir." Segir dagblaðið Kwangming, að hinir vantrúuðu hafi við undanfarnar viðræður sagt: „Ameríkumenn eiga atóm- sprengju og sterkan flota, og í iðnaðarframleiðslu eru þeir fremstir í heimi, þess vegna eru þeir pappírs tígrisdýr að- eins á stjórnmálasviðinu, ekki á sviði hernaðar eða efnahags- mála.“ (Reuter) - Matsofan Vík Framhald af 3. siðu. teppi frá Teppi h.f. Teikningu af innréttingu gerði Sveinn. Kjarval, arkitekt. Mikill menningarauki er aö þvi fyrir Keflavík, að svo glæsi legur veitingasalur sem þessi, skuli vera til í bænum. Vænta Keflvíkingar þess, að hann. verði rekinn með sama mvnd- arskap og Matstofan Vík hef- ur verið rekin frá byrjun. A eigandinn, Magnús Björnsson,. þakki rskilið fyrir hið mikla framtak sitt í veitingamálum. Keflavíkur. Þurfa Keflvíking- ar ekki lengur að bera kinn- roða fyrir ástand þeirra mála n es n i n u ★ Sjoppurnar milli tannanna á fólki. ★ Sælgætisbúr við skóladyr. ★ Faðir ber fram at- hyglisverða tillögu. ★ Öngþveiti í bóka- og blaðasölu. SJOPPUFARGANIÐ er mjög milli tannanna á fólki. Það er látið í veðri vaka, að mönnum blöskri að sjá krakkana standa í sjoppunum á kvöldum. En fleira kemur til. Sjoppurnar eru opnar næsíum til miðnættis, en kaupmenn líta það óhýru auga. Þeim finnst að spónn sé tekinn úr aski þeirra. Margir hamast gcgn sjoppunum, ssm endilega viija ltomast í sjoppuaðstöðu. EN ÞETTA ER ÞÓ alvarlegra mál. Það er ófært að hafa sjopp ur svo að segja við dyr barna- og unglingaskólanna, hvað þá í húsnæði þeirra, eins og kvað nú eiga sér stað að minnsta kosti á einum stað í bænum. Börn eiga ekki að venjast á sælgætisát í sjoppum í frímínútum sínum. Það venur þau á eyðslu og er siðspillandi. Af þessu tilefni fékk ég bréf frá föður, svohljóð andi: „MENN TALA MIKIÖ um bjoppurnar — og ég álít að það nái ekki nokkurri ótt að hafa opnar sjoppur við skóladvrnar. En út af bessu fór ég aö hugsa um þ&ð, hvort ekki væri hægt að setja upp í skólunum smá- stofu þar sem unglingunum væri seldur peli af mjólk og brauð. Ég hugsa að flest heim- ili mundu þiggja það, að börn þeirra gætu fengið svona þjón- ustu í skólunum. mína og hrindi henni í fram- kvæmd ef það telur hana fram- kvæmanlega eða bót frá því á- standi, sem nú er. Með sölu á mjólk og brauði í skólunum ætti að vera hægt að stemma stigu við sjoppufarganinu.“ HJALTI skrifar: „Mig langar til að biðja þig fyrir ádrepu um hið hneykslanlega okur, sem é;, tel vera hér á eriendum bókum og blöðum, og sem bóksölunum hefur haldizt uppi árum saman. Þeir eru held ég hin eina stétt kaupsýslumanna hér á landi, sem nú hafa leyfi til að taka ríflega fyrir snúð sinn í skípt- um sínum við almenning. MÉR VAR SAGT í verðlags- eftirlitinu, að þeir mættu verö- leggja amerískar bækur og blöt> eftir kr. 36,00 gengi fyrir banda rískan dollar, sem rnér reiknast vera um 42% álagning. Auk’. þess munu þeir fá minnst 20% „trade discount'1, eða alls 62% álagningu. Frá dregst svo vit- anlega flutningsgjald o. íl., sem vart nemur meiru en 5 % TIL AÐ BÆTA gráu ofan á. svart hafabóksalarnir svo seft á laggir einhvers konar inr.< kaupasamband, sem hlýtur ai> vera algerlega óþarft fvrirtæk '• til dreífingar á bókum, en viro- ist í reyndinni þýða það, að nú. getur það tekið marga mánuð.i að ná í erlenda bók, ef maður biður bóksala að panta hana, i stað bess að áður fékk maðui’ bókina ofiasí strax með næstu skipsferð. HINS VEGAR eru nú allai bókabúðir yfirfullar af alh< ■ konar, og mörgum fánýtum, blöðum og tímaritum, stra;;. næsta dag eftir komu skips a:i' hafi, og mun þetta vera eina aí- rek innkaupendasamband.'t þessa, ef afrek skyldi kalla. ÞAÐ ER ALLTAF verið að byggja nýja skóla og við því er ekki nema gott eitt að segja. Mér finnst að það sé upplagt mál að gera ráð fyrir svona af- greiðslustofum í skólunum. Ég vil mælast til þess a ðfræðsluráð Reykjavíkur athugi þessa tillögu ÉG VIL SKORA Á verðlags- stjóra að lækka álagningu á bók um og tímaritum að miklunv mun, og að skipabóksölunum a& leggja innkaupasambandið nið- ur, svo það valdi ekki óþörfum kostnaðarauka og töfum.“ Ilannes á horninu. $ Alþýðublaðið — 23. nóv. 1958

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.