Alþýðublaðið - 23.11.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.11.1958, Blaðsíða 9
( ÍÞróttir ) Körfuknattleiksmótið: IJM það bil tíu mínútum eft- ir auglýstan tíma hófst körfu- knattleikskeppnin að Háloga- landi í fyrrakvöld. Háðir voru tveir leikir, einn í meistara- flokki kvenna og einn í meist- araflokki karla. Gaman var að fvlgjast með leikjum þessnm, sérstaklega karlaleiknum, sem var prýðisvet ieikinn á köflum, spennandi og hraður. ÁRMANN — ÍR 19:13 f MFL. KVENNA Þessi leikur var ekki vel leik inn og ekki virðist þekking stúlknanna mikil á körfuknatt- leik, enda eru þær nær aliar virkar í handknattleik og æfa körfuknattleik aðeins i hjá- verkum. En með meiri æfingu geta þær náð langt. Ármanns- stúlkurnar voru ákvsðnari og léku betur saman, mest bar á Sigríði og Rut, sem báðar gætu náð góðum árangri í korfuknatt leik, ef þær æfðu hann sérstak- lega. Lið ÍR hefur oft átt betri leik, náði ekki góðu samspili og voru ekki nógu fliótar. Mest bar á Gerðu og Ingu, en hinar stúlkurnar, sem lítið hafa seft körfuknattleik geta orðið snjall ar í þessari íþrótt í framtíðinni, ef þær æfa. ÍR — KFR 39:34 ST. Þessi leikur var mjög skemmtilegur frá fyrstu trl síð- ustu mínútu og hinir fáu áhorf- endur virtust skemmta sér kon unglega. ÍR-ingax- byrjuðu að skora, en KFR jafnar og eftir fimm mínútur er staðan 6:6. Næstu 15 til 20 mínútur tóku ÍR-ingarnir leikinn alveg í sín- ar hendur og léku skínandi vel. Skoruðu þeir oft mjög laglega, en ,,zone-vörn“ KFR-manna var eltki nógu örugg. Þegar ca. 5 mínútur voru til loka fýrri hálfleiks, var staðan 23:7 fyrir ÍR, en það sem eftir var af hálf leiknum lék KR maður á mann og jöfnuðu leikinn, en í hálf- leik voru stigin 24:13 ÍR í hag. Seinni hálfleikurinn var ekki síður sþenn.andi, því að nú fóru KFR-menn að draga á, enda hafði ÍR ailtaf sömu menn inn á allan leikinn. Færðist tölu- verð harka í leikinn; ’enda mik- ið í húfi fyrir bæði félögin. Svo fór sámt að lokum, að IR sigraði örugglega og verðskuld að með fimm stioa mun 39:34. Það undarlega skeði, að KFR tók ekki víti, sem dómararnir dæmdu á ÍR síðustu sekúndur leiksins, Ekki er kunnugt hvað orsakaði þetta. Dómai’ar voru Þórir Ólafsson og Kristinn Jó- hannsson og dærndu vel. Beztu menn ÍR-liðsins voru Lárus og Helgi Jóhannsson, sem báðir áttu ágætan leik. Hinir þrír, Steinþór, Helgi Jónsson og Ingi Þór léku einn- ig vel. Lið Í'R hefur sennilega aldrei verið eins sterkt og nú. Þeir, sem skoruðu fyrir ÍR voru: Lárus 12, Helgi Jóh. 10, Steinþór 7, Helgi Jóns 6 og Ingi Þór 4. KFR átti einnig ágætan leik, sérstaklega sýndu þeir góðan baráttuvilj.a í síðari hálfleik og gáfust aldrei upp, þó að illa horfði um tíma. Beztir í KFR- liðinu voru Ólafur Thorlacius og Ingi, fljótir og skotfimir, Eggert sýndi einig góðan leik meðan hann var inn á, hann er rólegur en drjúgur. Þessir skor uðu fyrir KFR: Ingi Þorsteins- Framhald á 10. síðu. Iþróífir erlendis Hér eru úrslit nokkurra landsleikja undanfarið, Eng- land og Wales jafntefli (0:0). og voru það áhugamannalið, Frakkland og Pólland gerðu einnig jafntefli 2:2 í unglinga- landsleik, en Ítalía sigraði Búlgaríu með 2:1, einnig ung- lingaleikur. í austurrísku keppninni hef- ur Wiener Sportclub forystuna með 16 st., en Rapid, Vín er í öðru sæti. í Sviss er Laus- anne í efsta sæti með 12 st., en næst er Young Boys með 10, Um ÞESSAR mundir eru tvær ráðstefnur haldnar í Genf. Enda þótt þar sé fjallað um mál, sem varðar allar þjóðir meira en lítið, hefur þeim verið lítill gaumur gefinn og virðast allir aðilar sammála um að einskis árangurs sé að vænta af þessu mráðstefnum. Á þeirri ráðstefnu, sem fyrr hófst, ræða kjarnorkuveldin, Bretland, Bandaríkin og Sovét ríkin um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Hin ráð- stefnan fjallar um leiðir til þess að koma í veg fyrir skyndi órásir. Á skyndiárásarráðstefn unni halda Rússar því fram að samfara eftirliti með skyndi árásum verði að semja um eyði leggingu kjarnorkuvopna- birgða, en Vesturveldin hafa ekki viljað fallast á það. Á hinni ráðstefnunni halda Banda ríkjamenn því fram, að stöðv- un tilrauna með kjarnorku- vopn verði þv íaðeins fram- kværnd, að um leið verði sam- ið um afvopnun almennt, en Rússar hafa ekki tekið slíkt í mál. Þannig standa sakirnar og verður ekki annað sagt en jafnt sé á komið. í raun og veru fjalla þessar ráðstefnur ekki um sömu vandamál. Vandamál ið um bann við kjarnorku- vopnatilraunum er stjórnmála- legs eðlis, og ráðstefnan bygg- ir á þeim skýrslum, sem sam- þykktar voru á fundi sérfræð- inga stórveldanna í ágúst síð- astliðnum. Umræður um ráð til að varna skyndiárásum eru enn tæknilegar. Rússar hafa, þó frá því fyrsta reynt að gera þær hápólitískar, meðal ann- ars er aðalfulltrúi þeirra einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Sovétríkjanna og hefur hann aðeins rætt hina stjórnmála- legu hlið málsins enn sem kom ið er. Sú staðreynd að Rússar hófu miklar kjarnorkutilraunir skömmu eftir að ráðstefnan tók til starfa, dregur mjög úr lík- unum fyrir því að samkomulag náist að sinni, um stöðvun kj arnorkutilrauna. Ráðstefnan um ráð til að komast hjá skyndiárásum er sennilega fyrirfram dauða- dæmd. Allar alþjóðlegar að- gerðir, sem miðuðu að því að koma í veg fyrir skyndiárásir, hefðu í för með sér að stórveld in í austri og vestrj yrðu að ljóstra upp hernaðarleyndar- málum sínúm. Engum dettur í hug að þau vilji það í sölurnar ^eggja — enda þótt það sé ef til vill öruggasta ráðið til þess að tryggja frið. Engu ríki er hagur í ófriði, en mörgum að- ilum er hagur í áframhaldandi spennu í alþjóðamálum, — og þeim aðilum er lítt um það gef- ið að varanlegt samkomulag náist um afvopnun. Utanbæjarméi i handknattleik UTANBÆJARMÓT í hand- knattleik fer fram á Akranesi í dag. Þátttakendwr eru frá Akranesi, Keflavík, Hafnar- firði og Aftureldingu í Mos- fellssveit. Er þetta fyrsta mot sinnar tegundar hér. Mótið' verður haldið í íþróttahúsinu á Akranesi. Margra ára draumur Robinsons hafði nú rætzt. Ef báturinn gat borið þá sjálfa og mat- arbirgðir var möguleiki á því, að bann gæti fleytt þeim til fasta- lands einhvers staðar. Róbinson kvaddi ejma með tárin í augunum, og litla skipið seig hægt og hljóðlega frá henni. Ekki voru þeir félagar komnir langt út, þegarl báturinn .lenti í straum- kasti. Hvorki segl né árar komu að gagni. Þeir voru alveg að missa kjarkinn, þegar bátinn bar skyndilega 1 upp á sandhól. Þetta (erðist svo snöggléga, ið Frjádagur var nærri allinn útbvrðis. Það leyndi sér ekki, ið þarna var verulega [runnsævað, en með amstilltu átaki tókst þeim að mjaka bátnum < ur sáu þeir mið sín og á flot aftur. Aftur fékk ■ um sólarlag komu þeir Róbinson trú sína á 1 aftur til síns heima, til bátinn. Hann varð sann syjarinnar sælu, sem færður Um að þetta væri óskabáturinn hans. Eftir margra tíma róð- beir höfðu kvatt svo innilega um morguninn. 1. árg. Ritstjóri: Vilbergur Júlíusson 27. tbi. I skólanum Þ a ð e r g a ma n a ð s m í ð a ... 'i!!!!llllllllll!lll!l!!!!ll!!!llllllllllllllll!!!!lllillli:!l!ll!!l!l!!lllllllll!!!!!lll!!!!!lllll!!!!l!l!i!!lll!!!i!!!ll!il!!ll!ll!ilil!lllKIII!!iliiilllll!lillllllll!l!!!i!l!l!lll!!llll!lllll!liil!lll!lllllll!!IIIUÍIIIi'!llilllllllllU!l!l!l!lllllll!lliill!liIIIIIIIIIII!ll !!!lll!!l!!llll!ll!!lllll!!l!!!!!l!l!!!!llll!llll>llll!l!!ll!ll!ll!llll!llllllll!!!!l!l!l!l!!IIllilllillllli!!ll!!!!ll!l!ll!!!l!ll!!!ll!lllll!l!!l!!!l!ll!i!i!l!!i!!!l!lll>!l!!!!!!ll!!!llllll!l!!lll!!!!!!!l!!llllll!ll!l!!!!!!!!!!il!U|!!!l!lll!!ltl!!ll!!!!!!!!!!l!llllll!li Alþýðublaðið — 23. nóv. 1958 9[

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.