Alþýðublaðið - 23.11.1958, Page 12

Alþýðublaðið - 23.11.1958, Page 12
Frjálslyndir sigra í SálSræiingur hers- ins var svindiari BONN, 22. nóv. (Reuter). — ROBERT Schneider játaði fyr- ir rétti í dag að hafa falsað skiöl til hess að fá starf sem yfirsálfræðingur hers Vestur- Þýzkalands. Schneider er Austurríkismað ur, 39 ára að aldri, og var sak- aður um skjalafals og svik. Hann kvaðst vera doktor í sál- fræði og sýndi skilríki því til sönnunar, fékk hann góða stöðu út á þau ok varð sálfræðileg- ur ráðunautur hersins. í rétt- inum sagðist hann vera orðinn leiður á þessum leikaraskap. Frá stríðslokum kvaðst hann hafa verið læknir, burðarkarl, verkamaður, jazzleikari, kokk- ur og heimiliskénnari. Háskólatónleikar. HÁSKÓLATÖNLEIKAR verða í hátíðasalnum í dag kl. 5. Flutt veiður af hljómplötu- tækjum skólans sjöunda sin- fónía Beethovens. Dr. Páll Isólfsson skýrir verkið. Ollum er heimill ókeypis aðgangur. Gísl-; Halldórsson og Helga Bachman í hlutverkum sínum. Leikíéfagið sýnir Nóííin kemur eftir Emilyn Willi LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR frumsýnir á þriðjudaginn ieíkrit eftir brezka leikarann og leikritahöfundinn Emilyn Williams. Leikritið heitir á frummálinu „Night'must fall”, en á íslenzku hefur það hlotið nafnið Nóttin kemur. Leikrit þetta er kýmnibland- in hrollvekja, en þótt slíkt kunni að hljónia einkennilega, er talið óráðlegt að skýra frá efninu, því sjón mun sögu rík- ari. Börnum verður bannaður aðgangur og taugaveikluðu iolki ráðlagt að sjá ekki leik þenna. Leikrit þetta mun skrif að fyrir um það bil 20 árum, en viðfangsefnið mun þó vanda- mál allra tíma. MLUTVERKASKIPAN: Aðalhlutverk leika Gísli Hall dórsson, Helga Bachmann og Áróra Halldórsdóttir. Aðrir Ieikendur eru Guðmundur Páls sóii, Nína Sveinsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Jón SigUfrl- björrisson og Guðrún ísleifs- dóttir. Þýðinguna gerði Óskar ■Ingimarsson, leiktjöld eru eftir Magnús Pálsson. Sýningar •verða aðeins fáar fyrir áramót, þsr eð jólaleyfi hefjast um miðj an desember. Um jólaleikrit er enn allt á huldu. NÝR LEIKSTJORI: Leikstóri þessa leikrits er Helgi Skúlason. Þetta er í fvrsta sinn, sem hann stjórnar leikriti hér í höfuðstaðnum, en Léikfélagið hefúr það á stefnu- skrá sinni að leyfa ungum kröft -um að sýna hvað í þeim býr. Helgi fæddist í Keflavík árið 1913. Foreldrar, Skúli Oddleifs son umsjónarmaður og Sig- ríður Ágústsdóttir. — byrja'ði hann að leika tólf ára. Árið 1952 innritaðist hann í Þjóðleikhússkólann og útskrif aðist 2 árum síðar með ágætis- einkunn. Að loknu prófi undir. ■ ritaði hann strax samning við Þjóðleikhúsið, en hefur nú fengið orlof til að stjórna þessu leikriti hjá L.R. Kvæntur er hann Helgu Bachmann, leikkonu. Helgi Skúlason hefur leikið allmikið á undanförnum árum, má til dæmis nefna Marco í Horft af brúnni, Stefán í Gauks klukkunni, og jafnan hlotið mjög gófia dóma. CANBERRA, 22. nóv. (Reu- ter)..— Frjálslyndi flokkuriiin, undir forystu Menzies forsæt- ísráðherra, vann kosningarnar í Ástralíu í fjórða sirm í röð í dag. Þegar síðast fréttist hafði flokkurinn hlotið 5ö sæti í full trúadeildinni og Bændaflokk- urinn, sem ásamt honrmi hef- ur staðið að stjórninni, 18. Verkamannaflokkurinn hefur fengið 40 sæti. Átta þingsæíi éru enn óviss. Á fráfarandi hingi hafði frjálslyndi flpkkur- inn 57 þingmenn, Bændaflokk- urinn 18 og Verkamannaflokk- urinn 47. Gert er ráð fyrir að frjáB- lyndir muni einuig fá meiÉi- hluta í öldungadeildinni. hafa báðir stærstu flokkarnir þar 39 þinemenn. Klofningsflokkur úr Verka- mannaflokknum hefur hlotið um tíu af hundraði atkvæða Verkamannaflokksins, og er talið líklegt að Evatt, sem ver- ið hefur formaður flokksins verði nú að láta af því starfi. Menzies hefur látið svo um- mælt að hann ætli sér að vera við völd þar til tryggt- sé að Evatt komist ekki í forsætisráð herrastólinn. 39. árg. — Sunnudagur 23. nóv. 1958 — 267. tbl. Adenaue PARÍS, 22. nóv. (R'euter). — ' DE GAULLE, forsætisráðherra | Frakka, og Adenauer, kanzlari j i Vestur-Þýzkalands, ;ru m hitt- i ast næstkomandi miðvikudag íj Bad Kreuzach nálægt Wiesba- j den og ræða fríverzhmarsvæði: Evrópu en umræðum um það hefur nú verið hætt í bili eftir að Frakkar neituðu að fallast á tillögur Breta í málinu, De GauIIe mun ræða efnahagsmál Frakka við Adenauer og áætl- anir sínar um viðreisn þeirra. I De Gaulle hefur undanfarið 'rætt efnahagsástandið við ráð- I gjafa sína og fjármálaráðherr- ann, Pinay, fer með honum til fundar við Adenauer. Walte: Hellstein, forseti framkvæmdn nefndar hins sameiginlegi. markaðs átti í dag viðræðu:- við de Gaulle. Kvaðst hann í - nægður með árangur viðræðr - anna og sagði að de Gaub : hefði rætt tillögur þær, sei i hann hyggst leggja fyrir Adc- nauer um lausn ýmissa vand: - mála Evrópu. — Persónulega er ég samþykkur þessum tillö ; um, sagði Hellstein. Þær inni- halda áætlun um að samræma hagsmuni sexveldanna og ann- arra OEEC-ríkja. Hellstein hefur undanfarið heimsótt höfuðborgir Vestur- Evrópu og mun á næstunni gefa skýrslu um ástæðurnar fyrir árangursleysi samninga'- umleitananna um fríverzlun. Þetta er í fyrsta sinn, sem dn Gaulle heimsækir önnur ríkí eftir að hann kom til valda. 5 í landhelgi í GÆR voru 5 brezkir to' ar að ólöglegum veiðum fyrir Vestfjörðum og í dag v togararnir 6. Togarar þessir voru a’" verndarsvæði brezku her- anna, en það nær frá B töngum að Kögri, eins og • > hefur verið skýrt frá. Fj freigátur eru togurunum verndar. AIIs munu vera um 20... sltip á þessum sióðum núna. Að öðru leyti hefur v , tíðindalaust á fiskveiðiia : h.elginni. A árunum 1944-1953 komu hér úf 178 Ijóðabækur eftir 137 höfunda MEÐAL nýútkominna bóka Menningarsjóðs og þjóðvinafé- lagsins er íslenzk Ijóð, sýnis- bók islenzkra Ijóða á tímabil- inu 1944—1953. f formála þeirrar hókar segir, að á þessu liimabili hafi komið út 178 Ijóða bækur eftir 137 höfunda á ýms uin aldri. Þegar Gils Guðmundsson framkvæmdastjóri Menningar- sjóðs ræddi við blaðamenn fyr ir nokkru um útgáfuna í ár, sagði hann, að Helgi Sæmunds- son, formaður Menntamálaráðs, hefði átt hugmyndina að út- gáfu þessarar ljóðabókar. En kvæðin völdu þeir Guðmundur Gíslason Hagalín, Þórarinn Guðnason og Gils Guðmunds- son. Eru í bókinni ljóð eftir 42 höfunda. FRAMHALD Á SLÍKRI ÚTGÁFU? Helgi Sæmundsson, formað- ur. menntamálaráðs, sagði í umræddu viðtali við blaða- menn, að æskilegt væri,- að framhald yrði á slíkri útgáfu sem þessari, enda þótt það hefði ekki enn verið endanlega af- ráðið. KomJn er út hjá Menningarsióði og Þjóðvinafélaginu mynda- bók mri ísierizká hesta, Allar myndirnar eru { litum teknar af Helgu Fietz. Textann samdi Broddi Jóhannesson. Bókin er prentuð í Þýzkalandi og er allur frágangur hennar með mikl- um ágætum og myndirnar prýðisgóðar. Myndin hér að ofan er úr bókinni, sem nefnist „Hestar”. Einn var „dauður” inni í bílnum meðan hinir stálu benzíni tóbaki o<* sœlgœti I FYRRINOTT var bíl stol- ið suður í Hafnarfirði, þaðan Sem hann stóð fyrir framan hús eigandans. Hér voru á ferðinni þrír menn, allir und- ir áhrifum áfengis. Óku þeir sem leið lá til Reykjavíkur og inn yfrir bæ. Skammt frá Nesti við Elliðaár varð bíll- inn benzínlaus. Þeir félagar fóru að benzín- afgreiðslunni í Nesti brutu hana upp og stálu benzfni á bílinn. Ekki voru þeir allir þrír í þessu, því einn hafði „dáið“ inni í bílnum og rakn- aði ekki út rotinu fyrr en löngu seinna. Það er af frekari umjsvifum þeirra félaganna að segja þar innfrá, að er þeir höfðu tekið benzín að vild, fóru þeir í peningaskúffu benz ínafgreiðslunnar og i tóku skiptimynt, er þar var. Sem þeir komu út úr benzínaf- greiðslunni, sáu þeir uppljóm- aða glugga sælgætis- og matar verzlunarinnar á móti. Skund uðu þeir þangað, brutu gler- vegg og fóru inn. Stálu tób- aksvörum, sælgæti og fleiru smávegis. Eftir það segir ekki af ferðum þeirra fyrr en i gærmorgun að einn þeirra hringd'i til lögreglunnar < í Hafnarfirði og játaði á sig bíl- stuldinn, benzínþjófnað og inn brotið í sadlgæítiWverzlunina. Lögreglan í Reykjavík og Hafnaríirði handtók ; alla mennina í gærmorgun. Það er af bílnuinf að segja að hann fannst lítið skemmdur á Norð urbraut í Hafnarfirði í gær. Maður sá er bílnum ók, hefur áður gerzt brotlegur og hlotið biðdóm.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.