Morgunblaðið - 11.10.1978, Side 5

Morgunblaðið - 11.10.1978, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÖBER 1978 5 Guðný Guðmundsdóttir: IIIjómsvei ti n tekur um- mæli Ashkenazys sárt Friðrik Einarsson Bjarni Jónsson í FRAMHALDI ummæla Vladimirs Ashkenazys um Siníóníuhljóm- sveit íslands þar sem hann lét þau orð falla í viðtali við tímaritið Gramophone, að hljómsveitin væri ekki nógu góð og hún væri hálfgerð atvinnumannahljómsveit hafði Mbl. samþand við Guðnýju Guðmunds- dóttur konsertmeistara og Herbert H. Ágústsson hornleikara. Hafði Guðný þetta að segja um ummæli Ashkenazysi — Hljómsveitina í heild tekur þessi ummæli sárt og kannski helzt vegna þess, að Ashkenazy hóf feril sinn sem hljómsveitar- stjóri hjá okkur. En við tökum orð hans í Gramophone e.t.v. of alvarlega því þar er ekki skýrt nægilega vel út við hvað hann á þegar hann segir okkur vera „hálfgerða" atvinnumannahljóm- sveit, sem mér finnast vera fremur niðrandi ummæli. En þar á hann við að margt fólk í hljómsveitinni verður að sinna öðrum störfum jafnframt og þess vegna hljóti það að koma niður á gæðum. I ljósi þess má líka segja að við þurfum nokkuð sérstakan hljómsveitar- stjóra, sem þarf að vera hæfur til þess að þjálfa okkur, en við þurfum óneitanlega meiri þjálfun og öðruvísi en þær stóru og góðu hljómsveitir úti í heimi sem Ashkenazy er nú byrjaður að kynnast og hann skortir e.t.v. þá hæfileika sem við þörfnumst mest. Þá finnst mér það ekki viðeigandi af honum að nefna unga fólkið sérstaklega og segja að tala þurfi sérstaklega til þess vegna þess að hér sé enn um barnunga nemendur að ræða. Því vil ég svara þannig, að bæði þarf þetta unga fólk að hljóta sína þjálfun og það gengst undir strangt próf áður en það fær að leika með hljómsveitinni og því er ekki um nein börn að ræða. Um það fólk sem hann segir að búið sé að spila of lengi vil ég segja, að þar er um að ræða marga okkar beztu menn, sem stofnuðu hljómsveit- ina. Herbert H. Ágústsson sagði, að Loðnuaninn orðinn sá sami og á allri vertíðinni í fyrra AFLI loðnubátanna um helgina var tæpar 23 þús- und lestir hjá 42 bátum. Heildaraflinn á vertíðinni er þá orðinn rúmlega 260 þúsund lestir eða meiri en á allri sumar- og haustver- tíðinni í fyrra, en hún stóð Framhalds-, aðalfundur BI Framhaldsaðalfundur Blaða- mannafélags íslands verður hald- inn þriðjudaginn 17. október ki. 20.30 að Hótel Esju. Lagabreyt- ingar og önnur mál. Olíumöl lögð á Vopnafirði Vopnafirði, 10. október. — TOGARINN Brettingur er nú að búa sig undir að sigla annað sinn með afla í haust og mun hann eiga að selja í Bretlandi 18. október. Áður hefur: togarinn selt í Fleet- wood í haust 85 tonn og fékk sem meðalverð 371 krónu. Hér á Vopnafirði er það helzt að frétta af framkvæmdum á vegum hreppsins, að unnið er að gatna- gerð og verða lögð um 700 tonn af olíumöl á götur kauptúnsins næstu daga, ef veður leyfir. Verða þá 68% gatna hér komnar með varanlegt slitlag. Unnið er við heilsugæzlustöðina, en framkvæmdir við hana hófust 1976. Á framkvæmdum við stöðina að verða lokið um mitt næsta ár. Þá er unnið að smíði leiguíbúða og er búið að steypa upp kjallara hússins. Félagsstarfsemi vetrarins er nú að hefjast, aðalfundur leikfélags- ins var haldinn fyrir skemmstu og því kjörin ný stjórn. Tveir klúbbar eru hér starfandi, Kiwanis og Lions-klúbbar og eru þeir að hefja vetrarstarfsemi sína og fundi, sem verða hálfsmánaðarlega. Þá er frúarleikfimi einnig að hefjast, þar sem 19 áhugasamar konur stunda líkamsrækt af miklum krafti. — Katrín. fram að jólum. Nú er bræla á miðunum útaf Norður- landi og engin veiði. Aflahæstu bátarnir eru þessir: Sigurður 10.800 lestir, Pétur Jóns- son 8.700, Gísli Árni 8.720, Börkur 8.700, Loftur Baldvinsson 7.820, Bjarni Ólafsson 7.730, Eldborg 7.100, Skarðsvík 7.020, Súlan 7.000, Hilmir 6.900, Hrafn 6.700 og Gígja 6.650. Afli báta var sem hér segir: Föstudagur: Ársæll 250 tonn og Örn 300. Sunnudagun Pétur Jónsson 600, Stapavík 540, Óskar Halldórssoii 410, Magnús 540, Sæbjörg 580, Gullbert 570, Hilmir 530, Eldborg 540, Húnaröst 520, Gígja 640, Skarðsvík 630, Hákon 820, Albert 600, Gísli Árni 620, Faxi 320, Jón Finnsson 570. Mánudagurt Náttfari 530, Börk- ur 1030, Fífill 560, Keflvíkingur 600, Súlan 730, Helga II 520, Hrafn 550, Ljósfari 280, Gunnar Jónsson 320, Harpa 520, Örn 580, Helga 230, Helga Guðmundsdóttir 650, I’reyja 300, Huginn 500, Kap II 650, Grindvíkingur 700, Bjarni Ólafsson 750, Jón Kjartansson 800, Sigurður 750, Víkingur 550; Loftur Baldvinsson 400, Rauðsey 350, Bergur II 280. Aðalfundir hverfafélaga Sjálfstæðis- flokksins AÐALFUNDUR hverfafélags Sjálfstæðisflokksins í Fella- og Hólahverfi var haldinn um helg- ina. Gunnlaugur B. Daníelsson var endurkjörinn formaður og ásamt honum þau Helgi S. Árnason, Jónína Hansen, Eyþór S. Jónsson og Svavar Sæmundsson en í stjórnina bættust nú Jónas Jónas- son og Sigrún Indriðadóttir. I kvöld er aðalfundur hverfafé- lags Smáíbúða-, Bústaða- og Fossvogshverfis, annað kvöld hjá félaginu fyrir Árbæ og Selás og á fimmtudag í félaginu fyrir Aust- urbæ og Norðurmýri. sér fyndust ummæli Ashkenazys dálitið furðuleg, „og líka að hann, sem byrjaði sinn feril hjá okkur, skuli dæma okkur svona. Það er heldur ekki stórmannlegt að nefna nöfn, því áreiðanlega má bæta við þennan lista hans og það er aldrei vinsælt þegar talað er svona um einstaka menn, því hættan er sú að gleymt sé öðrum sem eiga heima í sömu upptalningunni," sagði Herbert H. Ágústsson. Heiðursfélagar Skurð- lœknafélags íslands SKURÐLÆKNAFÉLAG íslands fagnaði félagsins en það átti 20 hefur kjörið þá dr. med Friðrik ára afmæli sl. vor. Var þess Einarsson og dr. med. Bjarna minnst með skurðlæknaþingi f Jónsson heiðursfélaga Skurð- tengslum við aðalfund félagsins læknafélagsins og voru þeim og boðið var til þingsins tveimur afhent heiðursskjölin í afmælis- gestafyrirlesurum. Sambandsverksmiðjurnar — Akureyri VERKSMÐJU- ÚTSALAN Iðnaðarmannahúsinu Hallveigarstíg 1. SLÆR ÖLL FYRRI MET Peysur kr. Skólapeysur 'rá kr-1500 Tepp ffrá kr. karlmannaskór ffrá kr. 2.900 FRÁG Ullarteppi Teppabútar Áklæði Gluggatjöld Buxnaefni Kjólaefni iEFJUN Ullarefni Sængurveraefni Garn - Margar gerðir Loðband Lopi o.m.m. fl. FRÁ SKÓVERKSM. IÐUNNI Karlmannaskór Kvenskór Kventöflur Ungllngaskór FRA FATA- VERKSM. HEKLU Fyrir dömur, herra og börn Gallabuxur Anorakkar Vinnubuxur Peysur Smekkbuxur Sokkar FRÁ HETTI Fyrir dömur, herra og börn. Mokkalúffur Mokkahúfur Lager — Iðnaðardeildar Peysur frá kr. 2000.- phs frá kr. 2.000.- ♦ í-7Lri iwnn r \\r ill Fóöraðir jakkar frá kr. 5.000.- Vesti frá kr. 2000- llZKUVOrUr Uf Ull Prjónakápur frá kr 4.000.- Ofnar slár frá kr. 6.000.- Allir gera þaö gott... og þú líka — þegar þú kemur SAMBANDSVERKSMIÐJURNAR AKUREYRI Verksmidjuútsalan lönaöarmannahúsínu Hallveigarstíg 1.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.