Morgunblaðið - 11.10.1978, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978
Nýir þingmenn teknir tali:
Telja að umræðan um efna-
hagsmál einkenni þingstörf
Guðmundur Karlsson (S). —
Þetta þing leggst eiginlega engan
veginn í mig. Fyrir mér er þetta
algjörlega nýtt starf og ég geng að
því sem slíku.
Án efa mun þingstörfin í vetur
einkennast af umræðunni um
efnahagsmál og glímunni við
verðbólguna. Ég mun sjálfur koma
til með að beita mér á sviði
atvinnumála, einkum á sviði sjáv-
arútvegsmála.
Efnahagsmálin og
umbótamál
Albýöuflokksmanna
Vilmundur Gylfason (Afl). —
Ég hef eðlilega litla reynslu og
litla þekkingu á þeim störfum sem
hér fara fram, en að öðru leyti
leggjast þingstörfin vel í mig. Það
liggur ljóst fyrir að stefna ríkis-
stjórnarinnar í efnahagsmálum og
verðbólguvandinn verða meginvið-
fangsefni þessa þings. Hvað okkur
alþýðuflokksmenn snertir þá
munu almenn umbótamál verða
okkur hugleikin, þau umbótamál
sem við höfum haldið á loft en
fengum ekki inn í stjórnarsáttmál-
ann. Nú reynir á hvernig okkur
vegnar í þeim efnum á þingi.
Hvað endurskoðun vísitölumáls-
ins snertir þá kemur afstaðan til
með að mótast nokkuð af niður-
stöðum nefndarinnar sem nú gerir
úttekt á þeim málum. Ég á ekki
UuAntundur Vilmundur
Karlssun (iylfastin
von á róttækum tillögum frá
nefndinni. En einnig fer þetta
nokkuð eftir því hvaða stefnu
stjórnmálaflokkarnir taka. Ég
held að skilningur allra sé að
aukast á þessu máli og að
aðgerðirnar sem boðaðar eru séu
ekki eins óvinsælar og sumir
kunna að halda.
Efnahagsstefna
næsta árs grund-
völluö í haust
ólafur R. Grímsson — Þing-
störfin leggjast vel í mig. Fram að
áramótum tel ég að umræðan um
efnahagsmál og fjárlagagerðin
einkenni störf alþingis. Á þessum
tíma verður og efnahagsstefna
næsta árs grundvölluð. Eftir
Morgunblaðið tók nokkra
nýja þingmenn tali við
þingsetningu í gær. Voru
þeir spurðir hvemig hið
nýja starf legðist í þá, hver
þeir teldu verða helztu
verkefni þingsins, viðhorf
þeirra í þeim efnum
o.sfrv. Fara svörin hér á
eftir:
áramótin tel ég hins vegar að
þingstörf muni einkennast af
ýmsum málum ráðherra og þing-
manna, og ekki er ólíklegt að
þingmenn verði virkari í málatil-
búningnum en á síðustu þingum.
Breyta 0arf
skattalögunum
— Varðandi þá stefnubreytingu
sem búast má við í sambandi við
gerð fjárlaga tel ég að hafa beri
ákveðin meginmarkmið í huga. í
fyrsta lagi verður að skapa grund-
völl í ríkisbúskapnum fyrir jöfnuði
og standa verður við það sam-
komulag sem gert hefur verið við
samtök launafólks. í öðru lagi þarf
að breyta skattalögunum. Það
verður að vera í þeim dúr að hægt
verði að nota þau til að knýja
Ólafur K. Aloxander
(irímssun Stofánssun
atvinnuvegina til að fara inn á svið
meiri framleiðni og meiri afkasta,
þ.e. breytingarnar verða að vera í
þágu efnahagsframfara. í þriðja
lagi legg ég ríka áherzlu á að
ríkisbúskapurinn verði skorinn
upp og stuðlað að sparnaði. Á
þessu verður að taka með mikilli
festu, því staðreyndin er að
margvísleg yfirbygging hefur
hlaðist upp í því kerfi sem þróast
hefur síðustu árin. í fjórða og
síðasta lagi tel ég að tryggja verði
að þær byrðar sem bera verður svo
að hægt verði að vinna á verðbólg-
unni, færist í ríkari mæli á herðar
þeirra sem hagnast hafa á verð-
bólgunni en ekki á launafólk.
— Ríkisstjórnin var sem kunn-
ugt er mynduð í byrjun september.
Enn er nokkuð óunnið í sambandi
við samkomulag um grundvallar-
stefnur og munu þau mál senni-
13
lega verða að einhverju leyti
mótuð á þinginu í vetur.
Nýjan flöt á
samgöngumálin
Alexander Stefánsson (F). —
Ég trúi því að þetta verði við-
burðamikið þing sem nú fer í hönd,
enda mikil þörf á. Aðallega munu
störfin verða á sviði efnahagsmál-
anna. Ég er fylgjandi róttækum
breytingum svo að ná megi fram
hjöðnun á verðbólgunni. Tel ég
hjöðnun verðbólgunnar vera aðal-
viðfangsefnið í glímunni við þann
efnahagsvanda sem blasir við
okkur.
— Ég hef mikinn áhuga á
samgöngumálum á landi, á láði og
í lofti og mun því einkum fylgjast
með þeim málum og beita mér á
því sviði. Það er mjög mikilvægt
fyrir okkar þjóð að samgöngumál-
in verði í lagi. Að mínu viti er
þetta eitt af þeim málum sem
verður að finna nýjan flöt á því
mikið er enn ógert svo ástandið
geti talist viðunandi.
Nefnd geri til-
lögur um gjald-
skrárbreytingar
VIÐSKIPTARÁÐHERRA
hefur skipað þriggja manna
nefnd til að fjalla um
gjaldskrár opinberra aðila.
I nefndinni eiga sæti Guðmund-
ur Ágústsson, hagfræðingur, for-
maður nefndarinnar, Finnur Torfi
Stefánsson, alþingismaður og Gísli
Árnason, deildarstjóri.
Nefndin gerir tillögur til gjald-
skrárbreytingar, en endanlegar
ákvarðanir eru teknar af ríkis-
stjórninni í heild.
(Fréttatilk.)
Metsoluplatan:
Prakkarinn
Emil
í Kattholti
Utsöluverö
Kr.
m!\m
Þriöja sending af hinni bráöskemmti-
mlegu barnaplötu um sjónvarpsstjörn-
m urnar Emil og ídu í Kattholti komin í
verzlanir.
A.A. hljómplötur
Pöntunarsímar:
26139 ~ 16112