Morgunblaðið - 11.10.1978, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 11.10.1978, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 1978 21 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Munið sérverzlunina með ódýran fatnaö. Verölistinn, Laugarnesvegi 82,' S. 31330. Til leigu stofa með innbyggöum skáp, aögangi aö eldhúsi, baöi og síma. Aöeins reglusamur kven- maöur kemur til greina. Tilboö með uppl. sendist Mbl. merkt: „X — 3629“. Keflavík til sölu m.a. 2ja herb. efri hæö í eldra tiúsi. 3ja herb. neöri hæö. 4ra herb. efsta hæö í fjölbýlis- húsi. 5 herb. neöri hæö í tvíbýlishúsi. Neðri hæö í tvíbýl- ishúsi. Neöri hæö í tvíbýlishúsi ásamt hálfum kjallara. í kjallara eru 2 herb. geymslur, frystiklefi og fl. 90 fm bílskúr fylgir. Einstök kjör. Verzlunarhúsnæöi á góöum staö 110 fm. lönaðarhúsnæði 160 fm. Grunnur að raðhúsi. Gluggar fylgja. Vantar allar geröir fasteigna á söluskrá. Mjög góöar útb. Njarðvík Góö 3ja herb. risíbúö. Hitaveita. Bílskúr. 2ja herb. kjallaraíbúö. Sandgeröi höfum góöan kaup- anda aö einbýlishúsi. Bílskúr þarf aö fylgja. Eigna- og veröbréfasalan, Hringbraut 90, Keflavík, sími 92-3222. □ Glitnir 597810117 — 1. O Helgafell 597810117 VI — 2 I.O.O.F. 9 = 16010118'/!= S.K. I.O.O.F 7 = 16010117% = Fíladelfía Samkomur veröa í dag kl. 17.00 og 20:30. Ræðumaður Dr. Thompson frá Kaliforníu. Hörgshlíð Samkoma í kvöld, miðvikudag kl. 8. Frá Sálarrannsóknar- félaginu í Hafnarfiröi Fundur veröur fimmtudaginn 12. okt. í lönaðarmannahúsinu viö Linnetsstíg og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Örn Guðmundsson flytur erindi meö litskyggnum um blik eöa áru mannsins og Úlfur Ragnarsson, yfirlæknir ræöir um sálræn efni. Hjálmtýr Hjálmtýsson syngur viö undirleik Guðna Þ. Guö- mundssonar. Fjölmennið. Stjórnin. Kristniboössambandið Almenn samkoma verður í kristniboöshúsinu Betanía Lauf- ásvegi 13 í kvöld kl. 20.30. Katrín Guölaugsdóttir og Gísli Arnkelsson kristniboöar tafa. Allir velkomnir. Aöalfundur skíðadeildar Fram veröur haldinn fimmtudaginn 19. október kl. 20.30, í félags- heimilinu viö Safamýri. Fundarefni: Venjuleg aöalfund- arstörf, lyftukaup, önnur mál. Sjálfboðaliöar óskast til starfa um næstu helgi, til þess aö reisa Ijósastaura og grafa fyrir jarö- streng. Hafið meö ykkur skóflu og nesti. Stjórnin. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Námsskeiö í hnýtingum hefst mánudaginn 16. október. Upp- lýsingar og innritun, í síma 23630 eftir kl. 6 e.h. Laugarneskirkja í kvöld kl. 20.30 veröur fyrsti biblíulesturinn í vetur. Allir velkomnir. Sóknarprestur. I.O.G.T. St. Verðandi nr. 9 Fundur í kvöld kl. 8.30 í Templarahöllinni. Gestakvöld, opinn fundur. Framkvæmda- nefnd umdæmisstúkunnar mætir. Æ.T. M (il.VSIMiASlMIW I l< 22180 raöauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar Fornprent og gamlar bækur Nockrir margfroodir söguþætter, Hólum 1746 Nya Testamenti (Vajsenhus), Kaupm.höfn 1750 Undir^un um Christenndomenn Vídalín, Kh. 1740 Flockbók (Bræörabókin), Kaupm.höfn 1746 Njáls saga (Olavius), 1. útg.,Kaupm.höfn 1772 Njáls saga (Viöey), 2. útg. 1844. Saga mannsandans 1—5, Andvökur 1—4, íslandsklukkan 1—3, Skagfirzkar æviskrár 1—4, Göngur og réttir 1—5, Saga Hafnar- fjaröar, Pan, bækur Hagalíns, úrval nótnabóka, íslenzkra og erlendra auk þúsunda bóka í öllum efnum. Sendum í póstkröfu. Fornbókahlaðan Skólavörðustíg 20 Reykjavík, Sími 29720. Lítil saumastofa til sölu Upplýsingar í síma 42962 og 42323 eftir kl. 7. Lopapeysur Kaupum lopapeysur opnar og lokaöar, allar stæröir nema minnstu kvenstærö. Sími 14020 mánudaga — fimmtudaga kl. 4—6. Röskva h.f. Austurstræti 17, 4. hæö. Nauöungaruppboö sem auglýst var í 8., 11. og 13. tölublaöi Lögbirtingablaösins 1978 á fasteigninni Búöarvegi 27, Fáskrúösfirði, þinglesin eign Trésmiöju Austurlands h.f., fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóös, lönþróunarsjóös, og Byggöarsjóös á eigninni sjálfri mánudaginn 16. október 1978 kl. 10 árdegis. SýslumaOurinn í Suöur-Múlasýslu. Einbýlishús eða stór fbúð óskast til kaups eöa leigu hiö fyrsta, í nágrenni forlags okkar; Tilboö vinsamlegast sendist í pósthólf 294, 121 Rvík. Iðunn, Bræðraborgarstíg 16. Sjilfstæðisfélögin í Breiðholtshverfum Spilakvöld Miövikudaginn 11/10, hefst þriggja kvölda keppni í félagsvist, í félagsheimili sjálfstæöismanna aö Seljabraut 54 (Húsi Kjöts & Fisks). Góö verðlaun. Húsiö opnaö kl. 20. Sjálfstæöisfólk: fjölmenniö og takiö meö ykkur gesti. Aðalfundur kjördæmisráös noröurlands eystra veröur í Sjálfstæöishúsinu Akureyri kl. 10 árdegis. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Jón G. Sólnes alþingismaöur ræöir stjórnmálaviöhorfið. Stjórnin. Félag Sjálfstæöismanna í Bakka- og Stekkjahverfi Aðalfundur Aöalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 15. október að Seljabraut 54. Fundurinn hefst kl. 17.30. Dagskrá. Venjuleg aðalfundarstörf. Ræöa: Magnús L. Sveinsson, borgarfulltrúi. Sunnudagínn 15. okt. kl. 17.30 að Seljabraut 54. Stjórnin. Sjálfstæðiskvennafélagið Edda, Kópavogi heldur aöaltund þriöjudaginn 17. okt. 1978 kl. 21.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Veitingar. Önnur mál. Innritun á námskeið er haldin veröa í vetur fer fram á fundinum. Stjórnin. Félag sjálfstæöismanna í Árbæjar og Seláshverfi Aðalfundur Aöalfundur félagsins veröur haldinn miövikudaginn 11. okt. að Hraunbæ 102B (suöurhliö). Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf. Framtíö og nýting félagsheimilisins. Ræða: Ólafur B. Thors borgarfulltrúi. Miðvíkudaginn 11. okt. kl. 20.30, Hraunbæ 102B. Stjórnin Minning—Eiríkur Yngvi Sigurjónsson Fæddur 17. ágúst 1937. Dáinn 2. október 1978. Hinn 2. október sl. andaðist Eiríkur Y. Sigurjónsson, til heim- ilis að Smáratúni 10, Keflavík, af afleiðingum slyss, er hann varð fyrir við vinnu sína 17. sept. sl. Eiríkur fæddist hinn 17. ágúst 1937 að Búðarholti, A-Landeyjum. Foreldrar hans eru hjónin Margrét Jósepsdóttir og Sigurjón Einarsson, sem þá bjuggu að Búðarholti, en nú eru búsett í Vestmannaeyjum. Eiríkur ólst upp hjá foreldrum sínum að Búðarholti til 14 ára aldurs, en flutti þá með foreldrum sínum til Vestmannaeyja og dvaldi þar til 1973, er eldgosið varð. í Vestmannaeyjum starfaði hann fyrstu árin við almenna vinnu, en er aldur leyfði, hóf hann aö aka vörubifreið og fékkst við það starf æ síðan. Afleiðingar eldgossins urðu fyr- ir hann, eins og aðra, að hrekjast frá Eyjum. Settist hann þá að í Keflavík og dvaldi þar síðan til dauðadags og stundaði enn sem fyrr vörubílaakstur. Árið 1961 festi Eiríkur ráð sitt og kvæntist Sigrúnu Karlsdóttur, frá Húsavík. Byggðu þau upp heimili sitt í Eyjum og áttu nýlegt hús, er fór undir hraun í gosinu. Eftir að þau fluttu til Keflavíkur eignuðust þau einbýlishús og höfðu komið sér vel fyrir, þegar Eiríkur féll frá. Börn þeirra hjóna urðu fjögur. Þau eru Sigurjón 17 ára, Margrét 16 ára, Eygló 14 ára og Rúnar 10 ára. Áður átti Sigrún son, Karl, nú 22 ára, og reyndist Eiríkur honum sem sannur faðir. Öll eru börn - þeirra hjóna í foreldrahúsum. Eins og áður sagði, stundaði Eiríkur vörubifreiðaakstur á eigin bíl. Bíllinn var útbúinn með lyftukrana og annaðist Eiríkur hleðslu og afhleðslu sjálfur, eftir því sem verkefnin sögðu til. Eiríkur var með afbrigðum vinnu- samur maður og sleppti ei vinnu úr hendi, hvorki helga daga né virka, ef vinna gafst. Ég kynntist Eiríki árið 1972. Ástæðan var sú, að kona mín og Sigrún kona Eiríks voru æskuvin- konur, báðar frá Húsavík. Eftir að Eiríkur flutti með fjölskyldu sína til Keflavíkur, varð samgangur á milli fjölskyldna okkar mjög láikill. Við það urðu kynnin náin. Eiríkur var að mörgu leyti sér- stæður og vel gerður maður. Hann var mikill á velli, stór og sterkur og bar sig vel. Hann var skemmt- inn í viðræðum og glaðsinna. Hann fékkst nokkuð við leiklist meðan hann bjó í Vestmannaeyj- um og samdi þá nokkra smá leikþætti. Greiðvikni hans var einstök og alltaf virtist hann hafa tíma til alls, hvernig sem á stóð fyrir honum. Hann var hæglátur í framgöngu og prúður, en vánnst vei, enda afkastamikill við vinnu. Hann kom oft í óvæntar heim- sóknir, er hann átti leið framhjá á vörubíl sínum. Voru þær heim- sóknir sérlega ánægjulegar. Ég tel mig lánsaman að hafa átt þess kost að kynnast Eiríki og eiga hann að vini. Mannkostir hans voru slíkir, að hann var veitandi en ekki þiggjandi í samskiptum við aðra. Slíkra manna er gott að minnast. Um leið og ég og kona mín þökkum Eiríki fyrir einlæga vináttu hans og allar ánægjulegu samverustundirnar með honum, vottum við hjónin konu hans og börnum samúð okkar og biðjum þeim guðsblessunar. Ólafur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.