Morgunblaðið - 12.10.1978, Side 7

Morgunblaðið - 12.10.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 7 „Frá trúar- skoöun til raunveruleika" Alpýöublaöiö, málgagn utanríkísráðherra, lætur ekki sitt eftir liggja viö útreikning efnahags- dæmisins. Þaö segir í leiöara í gær: „Vísitölu- kerfinu verður að breyta, tekjuskatt verður að af- nema af almennum launatekjum (sbr. tekju- aukann — innsk. Mbl.) en skattleggja veltu og verð- bólgugróða. draga verður úr framkvæmdum ríkis- ins og taka upp raun- særri stefnu í peninga- málum, p.á.m. raunvexti. Tekjumöguleikar ríkis- sjóös veröa að ráða út- gjöldum hans.“ Hér er vissulega fagurlega mælt. En síöan kemur rúsínan í pylsuendanum: „ Sú alvarlega hætta steðjar hinsvegar aö, að Alpýðubandalagið fáist ekki til að hverfa frá trúarskoðunum sínum til raunveruleikans . . .„(I) Tíminn segir bæði Al- pýðuflokk og Alpýðu- bandalag „ætla aö hlaup- ast undan merkjum". Al- pýöublaðið segir eitthvað svipað um AlÞýöubanda- lagið, sbr. framanritaö, en hvaö segir Þjóðviljinn málgagn Þriðja stjórn- málaflokksins. Baráttan gegn Billy Graham Fyrst má minna á um- mæli Lúðvíks Jósepsson- ar, pess efnis, að ríkis- stjóminni hafi láðst að hafa samráö viö stuðn- ingsflokka sína varðandi fjárlagafrumvarp. Og í leiðara Þjóðviljans í gær er hnykkt á gagnrýninni með Því að segja aö „Þeir sem gangi með Þaö í maganum að hægt sé aö plata verkalýðshreyfing- una til að taka á sig kaupmáttarskerðingu með skyndibreytingu á vísitölukerfinu ættu að kynna sér málin betur". Hér er höfðað til kenn- inga Alpýöuflokksins um endurskoöun skrúfukerf- is vísitölunnar og kjara- sáttmála í Þjóðfélaginu. Þannig er sáttasöngur- inn á stjórnarheimilinu. Annars má Þjóðviljinn naumast vera að Því Þessa dagana að sinna íslenzkum Þjóömálum. Þar er kominn nýr gestur á svo að segja hverja síöu, sem á orð og atlögu blaðsins. Hugsjónabar- átta Þess er að snúast aö einum punkti: Billy Grahaml Máske er Þaö hin nýja stefna með nýj- um ritstjórum? „Aö frestajólum“ Það hefur verið lenzka að frumvarp aö fjárlögum hefur veriö fyrsta mál hvers pings. Nú er út af brugðið, enda stefna stjórnarflokkar hver í sína áttina í stefnumörk- un fjárlaga í efnahags-, skatta- og ríkisfjár- málum. Enginn veit með vissu, hvenær króinn kemur, en kunnugir telja, að nýr mánuður verði á undan honum aö kveðja dyra. Allt kapp hefur verið lagt á Það um mörg undanfarin ár að Alpingi fullvinni og sampykki fjárlög nýs árs áöur en Það fær jólaleyfi. Frá pví að frumvarpið er lagt fram og par til Það er fullunnið parf fjárveit- inganefnd og Alpingi aö vinna mikið verk og tíma- frekt. Ef fjárlagafrum- varpið kemur ekki fram fyrr en í nóvember er hæpið, að hægt sé að afgreiða Það meö eðli- legum vinnubrögðum fyr- ir jól að Þessu sinni. Máske hin „nýju“ og „bættu“ vinnubrögð felist í Því að afgreiða ekki fjárlög fyrr en liðið er á viðkomandi fjárlagaár? Ef til vill felast Þau í pví, að höggvið verður af eðlilegum skoðunar- og afgreiðslutíma AIÞingis? Naumast fresta Þeir jólum og áramótum, enda er slík frestun næstum Því Þaö eina sem hinir nefndaglöðu ráðherrar hafa ekki sett nefnd í að athuga og gera tillögur um. „Hlaupast þeir undan merkjum?“ spyr Tíminn í leiðara Tímans, mál- gagns forsætisráðherra, segir í gær: „Það eru satt að segja undarlegar um- ræður sem átt hafa sér stað í blöðum nú síðustu dagana um fjárlagafrum- varpið. Það er engu líkara en einhverjir af forystu- mönnum Alpýðuflokks og Alpýðubandalags hafi næsta takmarkaðan áhuga á að bera ábyrgö á sínum eigin baráttu- málum. Það er engu líkara en einhverjir Þessara manna ætli nú að hlaupast undan merkjum og pykjast ekki vita, hvaðan á Þá stendur veðrið, Þegar reikningur- inn er geröur upp. Allir stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar vona Það heils hugar aö Þessi undarlega víma renni af Þeim forystumönnum AlÞýðuflokks og Alpýðubandalags......“ o.s.frv. o.s.frv. Gjafavörurnar hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. eru valdar úr framleiðslu heimsþelcktra listiðnaðarfyrirtækja. Við mælum með finnskum glervörum frá Iittala, þýzkum kertastjökum frá Rondo, sænskum lömpum frá Lyktan, finnskum stálvörum m.a. pottum frá OPA, dönskum könnum frá Stelton, að ógleymdum vörunum frá Dansk Design. Finnsku kertin frá Juhava eru til í úrvali. Góð gjöf sameinar nytsemi og fegurð. Látið okkur aðstoða við valið. GOÐGJÖF SAMEINAR NYTSEMI . OG FEGURD . HÚSGRGnPVERSLUn KRisijnns SIGGEIRSSOnfiR HF. LAUGAVEG113. REYKJAVÍK. SÍMI 25870 Flóamarkaður — kökubazar veröur í Lindarbæ, (Lindargötu 9) laugardaginn 14. okt. kl. 14.00. Margir góöir munir. Borgfiröingafélagiö í Reykjavík. Fáksfélagar Smölun í Geldinganesi, fer fram laugardaginn 14. október. Hestar veröa í rétt kl. 13—15. Tekiö veröur í haustbeitarlönd upp á Kjalarnesi og veröa hestaeigendur sjálfir aö koma hestum sínum þangaö. Bílar veröa á staönum til flutninga. Hestamannafélagiö Fákur. Stjórnunarfélag íslands Verktakar CPM - Áætlanir Dagana 19.—30. okt. veröur haldiö námskeið í CPM-áætlanagerö í húsakynnum Stjórnunarfélags ís- lands, Skipholti 37. Egill Skúli Ingibergsson, verkfr. Námskeiöið er einkum ætlaö þeim er starfa byggingariönaöi eöa verktakastarfsemi. Hlutverk CPM-áætlana sem stjórntækis er einkum að: — tryggja fljótvirka og ódýra ieið að marki — spara tíma, mannafla og fjármuni — gefa yfirsýn yfir verk, bæði sem heild og einstaka verkhluta. Auk þess veröur fariö í hönnun tímareikninga, endurskoðun verkáætlana, upplýsingaöflun og fl. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar hjá Stjórnunarfélagi íslands í sfma 82930. Tryggvi Sigurbjarnason verkfr. □nstakt tækífæri Ódýr helgarferð til L0ND0N 3.—6. nóvember. VERÐ KR.65.000- Innifaliö: Flugfar, flugvallaskattur, gisting á 1. flokks hóteli, morgunveröur, flutningur milli flugvallar + hótels og skoðunarferö um London — fararstjórn. Leitiö upplýsinga I Fer8a«J,n(s!o<an lUTSÝfl Austurstræti 17, 2. hæð símar 26611 og 20100.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.