Morgunblaðið - 12.10.1978, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978
Gils Guðmunds-
son forseti
Sameinaðs þings
Sjálfstæðismenn fá fyrsta vara-
forseta S.þ. og þingdeilda
Gils Guðmundsson (Ab) var kjörinn forseti
Sameinaðs Alþingis í gær, Bragi Sigurjónsson (A)
forseti efri deildar og Ingvar Gíslason (F) forseti
neðri deildar.
Sameinað þing
Gils Guðmundsson (Ab), hlaut
51 atkvæði við kjör forseta Sam-
einaðs Alþingis í gær, Vilmundur
Gylfason 1, en auðir seðlar vóru 4.
Fyrsti varaforseti var kjörinn
Halldór E.,
Sighvatur
og Lúðvík
formenn
þingflokka
• Ilalldór E. Sigurðnson 1.
þm. Vesturlands, hefur verið
kjörinn formaður þingflokks
Framsóknarflokksins. Með-
stjórnendur í þingflokki fram-
sóknarmanna eru: Ingvar
Gíslason, 1. þm. Norðurlands
eystra, og Jón Helgason, 6. þm.
Suðurlands.
• Sighvatur Björgvinsson, 4.
þm. Vestfjarða, hefur verið
kjörinn formaður þingflokks
Alþýðuflokksins. Karl Steinar
Guðnason, 5. þm. Reyknesinga,
varaformaður, og Jóhanna
Sigurðardóttir, 12. þm. Reyk-
víkinga, ritari.
• Lúðvík Jósepsson, 1. þm.
Austurlands, hefur verið kjör-
inn formaður þingflokks Al-
þýðubandalagsins, en hann er
jafnframt formaður Alþýðu-
bandalagsins. Kjartan Olafs-
son, 3. þm. Vestfjarða, er
varaformaður þingflokksins.
Friðjón Þórðarson (S) með 54
atkvæðum, Lúðvík Jósepsson fékk
1 atkvæði, Karl Steinar Guðnason
1. Annar varaforseti S.Þ. var
kjörinn Karl Steinar Guðnason
(A) með 48 atkv., Svava Jakobs-
dóttir fékk 1 atkv., Ólafur Ragnar
Grímsson 1 en 6 seðlar vóru auðir.
Skrifarar S.þ. vóru kjörnir:
Friðrik Sóphússon (S) og Páll
Pétursson (F).
Neðri deild
Ingvar Gíslason (F) var kjörinn
forseti neðri deildar Alþingis með
36 atkv. en 3 seðlar vóru auðir.
Fyrri varaforseti var kjörinn
Sverrir Hermannsson (S) með 36
atkv. en 3 seðlar vóru auðir. Annar
varaforseti var kjörinn Eðvarð
Sigurðsson (Ab) með 35 atkvæð-
um; fjórir seðlar vóru auðir.
Skrifarar deildarinnar vóru
kjörnir Jósep Þorgeirsson (S) og
Arni Gunnarsson (A).
Efri deild
Bragi Sigurjónsson (A) var
kjörinn forseti efri deildar Alþing-
is með 17 atkvæðum en auðir
seðlar vóru 2. Þorvaldur Garðar
Kristjánsson (S) var kjörinn fyrri
varaforseti deildarinnar með 17
atkv. en 2 seðlar vóru auðir. Annar
varaforseti var kjörinn Jón Helga-
son (F) með 18 atkv. en 1 seðill var
auður.
Skrifarar deildarinnar vóru
kjörnir Guðmundur Karlsson (S)
og Helgi F. Seljan (Ab).
Fundur verður í Sameinuðu
þingi í dag og þá væntanlega
kjörnar nefndir S.þ.
Ágúst Ilalldór
Varamenn
á
þingi
TVEIR varaþingmenn tóku sæti á Alþingi í gæri 1) Ágúst
Einarsson í veikindaforföllum Björns Jónssonar (A), fyrsta
landkjörins þingmanns, og Halldór Blöndal í fjarveru Lárusar
Jónssonar (S), sem er erlendis í opinberum erindagjörðum.
Skipan efri deildar:
Stjórnarlidar
vinna hlutkesti
IILUTKESTI fór fram á fundi
S.þ. í gær milli 7. manns í
tilnefningu þingflokks sjálf-
stæðismanna í efri deild, Friðriks
Sóphussonar, og 14. manns í
sameiginlegri tilnefningu
stjórnarflokkanna þriggja,
Kjartans Jóhannssonar, sjávarút-
vegsráðherra. Báru stjórnarliðar
sigur af hólmi í því hlutkesti.
í efri deild sitja eftirtaldir
þingmenn, taldir í stafrófsröð:
Alexander Stefánsson (F), Björn
Jónsson (A), Bragi Nielsson (A),
Bragi Sigurjónsson (A), Eyjólfur
Konráð Jónsson (S), Geir
Gunnarsson (Ab), Guðmundur
Karlsson (S), Helgi F. Seljan (Ab),
Jón Helgason (F), Jón G. Sólnes
(S), Karl Steinar Guðnason (A),
Kjartan Jóhannsson (A), Oddur
Ólafsson (S), Ólafur R. Grímsson
(Ab), Ólafur Jóhannesson (F),
Ragnar Arnalds (Ab), Ragnhildur
Helgadóttir (S), Stefán Jónsson
(Ab), Vilhjálmur Hjálmarsson (F)
og Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S).
Aðrir þingmenn sitja í neðri
deild.
Samkvæmt þingsköpum ber
þingflokkum að tilnefna 'h þing-
manna til setu í efri deild. Þar
sitja því 20 þingmenn en 40 í neðri
deild.
Þrjár af sextíu: Jóhanna
Sigurðardóttir (A), Svava
Jakobsdóttir (Ab) og
Ragnhildur Helgadóttir
(S).
Svipmyndir frá setningu Alþingis
Aldursforseti Alþingis,
Oddur Ólafsson (S), viö
þingsetningu. Aörir frá
vinstri: Lárus Jónsson
(S), Jón Helgason (F) og
Friöjón Sigurósson, skrif-
stofustjóri Alþingis.
*
Forseti islands, dr.
Kristján Eldjárn, ávarpar
Alþingi.
Fjórir þingmenn Sjálf-
staaöisflokks: Matthías
Bjarnason, Þorvaldur G.
Kristjánsson, Geir Hall-
grímsson og Eggert
Haukdal.