Morgunblaðið - 12.10.1978, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 12.10.1978, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. OKTÓBER 1978 23 Uggvænlega ör útbreiðsla á riðuveiki: Kvalafullur sjúkdóm- ur og mikill tjónvaldur RIÐUVEIKI í sauðfé breiðist nú út á nokkrum landsvæðum hérlendis með uggvænlegum hraða, og hefur það ekki þekkst áður að veikin fari svo hratt yfir. Talið er að nú séu liðin hundrað ár frá því að veikin barst til landsins, sagði Sigurður Sigurðarson, dýralæknir að Keldum, í samtali við Mbl. í gær. Sigurður sagði, að lengst af hefði veikin haldið sig á tiltölu- lega afmörkuðu svæði, þ.e.a.s. Mið-norðurlandi en farið sér þar fremur hægt. Hins vegar kvað Sigurður veikina nú komna á mörg ný svæði og farna að breiðast svo ört út að þeim dýralæknum þætti orðið nauð- synlegt að taka upp ákveðnari aðgerðir gegn veikinni. Sigurður sagði að sauðfjársjúkdómanefnd kæmi saman á mánudag og þá yrði tekin ákvörðun um það hvernig brygðist yrði við þessum vanda. Niðurskurður kæmi helzt til greina ef eitthvað róttækt ætti að reyna og fjármunir fengjust til að bæta fjáreigend- um tjónið. ★ Hvað er riða? Sigurður kvað riðu vera smit- andi taugasjúkdóm í sauðfé, sem einnig hefði orðið vart í geitum erlendis og væru sjúklegar breytingar fyrst og fremst bundnar við miðtaugakerfið. Blinkenni veikinnar væru nokkuð breytileg, jafnvel eftir lands- hlutum og innan sömu svæðanna en það einkenni sem jafnan sæist á öllum svæðunum væri að sauðkindin yrði hrædd, vör um sig, titraði og mjög viðbregðin. Hárfínn og sífelldur titringur fyndist oft þegar tekið væri á sjúkum kindum og þær dregnar til en síðan færu þær að verða óstyrkar í gangi, einkanlega á afturfótum, sem lýsti sér í því að þær misstu taktinn í fótaburðin- um og byrjuðu að slettast til. Af því væri dregið heiti sjúkdóms- ins — riða. Sigurður sagði, að það ein- kenni, sem væri greinilegast á sumum svæðum og hið alfyrsta er menn tækju eftir, væri kláði. A öðrum svæðum sæist hans hins vegar aldrei og sumstaðar ekki fyrr en á síðari stigum sjúkdómsins. Kláðinn gæti orðið svo magnaður að skepnurnar yrðu algjörlega viðþolslausar, svo að þær væru stöðugt að aka sér utan í hvað sem væri, klóruðu sér með horni, spörkuðu með fótum þar sem þær næðu til eða nudduðu hausnum við og jafnvel þegar þær lægju fyrir að þær sleiktu eða nöguðu fætur sína og annars staðar sem þær næðu til. Meðal annarra ein- kenna væru: vanþrif, nasa- rennsli, tannagnístur og radd- breyting. Sótthiti fylgir ekki sjúkdómnum. Þetta væri greini- lega mjög kvalafullur sjúkdómur — kindurnar virtust halda með- vitund alveg fram til hins síðasta. Ömurlegt væri að horfa upp á þennan sjúkdóm á síðustu stigum hans og þeir sem hefðu séð hann gleymdu honum ekki. Sjúkdómurinn væri marga mán- uði að kvelja kindina til dauða. Það væri þess vegna dýraníðsla að aflífa ekki skepnurnar strax og ljóst væri að þær væru orðnar sýktar. En erfiðleikarnir væru hins vegar í því fólgnir að fyrstu einkennin væru oft dálítið ógreinileg og því væri höfuð- nauðsyn að menn hefðu sam- band við dýralækni strax og þeir hefðu minnsta grun um að sjúkdómurinn væri kominn upp. * Ólæknandi sjúkdómur Sigurður sagði ennfremur, að riða hefði um skeið verið til rannsóknar á Keldum og í samráði við marga aðila erlend- is, sem verið hafa að rannsaka veikina, en Sigurður kvað seint hafa gengið að finna svör við ýmsum spurningum, sem skiptu mestu máli. Sérfræðingar vissu þó að smit yrði frá kind til kindar, og þess vegna væri mjög mikilvægt að bændur væru ekki að selja sauðfé frá þessum bæjum, enda væri það algjörlega bannað, svo og að taka í fóður, koma í hagagöngu og einnig væri mjög hæpið fyrir menn á ósýkt- um svæðum að taka heim fé er þeir fengju í smölunum af sýkt'um svæðum eða eftir réttir frá bæjum, þar sem riðan hefði fundizt eða grunur léki á að hún væri. Mönnum væri þess vegna ráðlagt að losa sig við þær kindur. Þá sagði Sigurður, að útbreiðsla veikinnar til margra nýrra varnarhólfa á seinni árum gæfi til kynna, að veikin hlyti einnig að geta borizt á óbeinan hátt og grunur væri á' að riðuveiki gæti borizt með heyi. I því sambandi sagði Sigurður, að flutt hefði verið í haust hey frá riðubæjum á algjörlega ósýkt svæði. Slíkt væri forkastanlegt glapræði. Sigurður sagði enn- fremur, að engin læknislyf væru til við veikinni, né heldur varnarlyf og ekkert próf væri heldur til í því skyni að tína úr smitbera. Þá sagði Sigurður, að rétt væri að benda á að kindur gætu smitað áður en einkenni kæmu fram. * Áreitisvæðin Um helztu riðusvæðin á land- inu sagði Sigurður, að veikin hefði lengst verið á Norðurlandi, eins og kom fram í upphafi, á svæðinu frá Vatnsdal og austur fyrir Eyjafjörð. Vissar sveitir þar hefðu löngum skorið sig úr með mikið tjón af völdum veikinnar en í öðrum sveitum á svæðinu hefði hennar þó aldrei orðið vart. Hins vegar virtist svo sem núna væri veikin á þessu svæði einnig að breiðast út með meiri hraða en áður, og t.d. væri hún komin á nokkra bæi vestan Héraðsvatna í Skagaæfirði. Veikin væri síðan að breiðast út vestur á bóginn frá Vatnsdaln- um um Þingið og hefði nú fundizt á einum bæ í V-Húna- vatnssýslu. Þá sagði Sigurður að veikin hefði -einnig fundizt á Barða- ströndinni eftir fjárskipti en hefði farið fremur hægt yfir. Þó fyndist hún núna á mörgum bæjum. Sigurður sagði jafn- framt að ekki væri grunlaust um að veikin væri komin út fyrir Barðaströnd. Einnig-hefði veikin fundist á Akranesi og í Innri-Akraneshreppi. Þar hefði hennar orðið vart um langt skeið, en hún hefði valdið þar mjög litlu tjóni á síðari árum eftir því sem vitað væri en dýralæknar teldu þó að hún leyndist Oar eftir sem áður eins og falinn eldur. Ennfremur kvað SVIGURÐ- UR VEIKINA HAFA VERIÐ í Reykjavík um tíu ára skeið, fyrst og fremst í Fjárborgunum en einnig hjá einstöku fjáreigend- um utan þeirra. Fyrir stuttu hafi veikin síðan borizt frá Reykjavík — á einn bæ í Ölfusi og einnig hafi hún nýlega komið upp hjá tveimur fjáreigendum í Hvera- gerði. Á þessu svæði, sagði Sigurður, að veikin hefði ein- göngu fundist hjá fjáreigendum. sem ekki hefðu lífsafkomu af sauðfjárbúskap. Hér væri því ekki fráleitt að gera atlögu gegn veikinni og freista þess að hefta frekari útbreiðslu veikinnar og útrýma henni og forða þannig sauðfé á öllu Suðurlandi og einnig í Borgarfjarðar- og Mýr- arsýslu frá veikinni. Hins vegar væri hætta á því að veikin bærist út fyrir þetta svæði ef hún fengi að vera óáreitt lengur vegna þess að varnargirðingar hefðu verið í niðurníðslu um langt skeið og .ekki fjárheldar. Um útbreiðslu veikinnar til austurs á Norðurlandi sagði Sigurður að veikin hefði fundizt í Kelduhverfi upp úr 1970 og á Húsavík um svipað leyti. I Kelduhverfi hafi veikin breiðst út verulega og valdið miklu tjóni hjá stöku bændum, en sömuleið- is hefði hún breiðzt um Tjörnes- ið með fjárkaupum úr Keldu- hverfi eftir því sem menn teldu og veikin hefði einnig borizt inn í Aðaldal, hún hefði komið upp á einum bæ í Skútustaðahreppi en ekki breiðst þaðan út frekar, enda þótt stöðugt bæri á veik- inni þar. Á Norðausturlandi sagði Sigurður að ekki hefði orðið vart riðu til skamms tíma, en þetta svæði væri ákaflega viðkvæmt svæði, því að þarna væri ekki um marga aðra möguleika að ræða til að framfléyta lífinu nema með sauðfjárrækt. Hins vegar hefði þar í vor fundist á einum bæ norðan við Jökulsá á Brú riðuveiki, þ.e. á einum bæ í Jökuldal. Sigurður kvað þó mikinn áhuga á því að hefta útbreiðslu veikinnar þar með því að grípa til róttækra aðgerða þar. Þá sagði Sigurður, að á. Borgarfirði eystri og á Norðfirði hefði veikin fundist einhvern tíma upp úr 1970 og þar hefði útbreiðslan orðið gífurlega mik- il, svo að hún væri nú komin um alla sveitina nema á tvo bæi. Sömuleiðis mætti heita að veikin hefði fundizt á hverjum bæ á Norðfirði. Frá Borgarfirði eystri hefði síðan veikin borizt með fé er flutt var suður á Breiðdal, og þar teldu heimamenn að veikin væri komin á 7—8 bæi á tiltölulega stuttum tíma. Þá hefði fé úr Fáskrúðsfirði verið haft í fóðri í Norðfirði, og þannig hefði riðuveikin borizt á einn bæ í Fáskrúðsfirði og síðan í vor komið upp á nágrannabæ þar. Þetta kvað Sigurður í stórum dráttum vera riðusvæði hér á landi, og mætti af þessu sjá að útbreiðslan væri örust á Aust- fjörðunum en einnig nokkuð ör í Kelduhverfinu. Sigurður kvaðst að endingu vilja vara fjáreigendur við veik- inni og ráðleggja þeim að forðast eins og heitan eld fjárkaup og flutning á fé til lífs og dvalar innan riðusvæðanna og frá þeim. Á þegnskap manna og samstöðu ylti hvort tilraun til útrýmingar bæri árangur. Að lokum var Sigurður spurður að því hvort sjúkdómur þessi gæti borizt í menn. Hann sagði rétt að gæta fyllstu varúðar í umgengni við riðusjúkar kindur. Hliðstæður sjúkdómur riðu væri til í mannfólki en hann væri mjög fágætur og hans yrði einnig vart í löndum þar sem riða í sauðfé væri óþekkt fyrir- brigði. Símastreng- ur slitnaði Garði, 11. okt. í G.KR slitnaði símastrengur með þeim afleiðingum að hluti þorps- ins varð símasambandslaus. Var veriö að vinna að hitaveitufram- kva-mdum skammt frá elliheimil- inu Garðvangi þegar óhappið varð. Liigregluhifreið hefir verið staðsett við Garðvang til iiryggis fyrir þorpshúa ef slys eða iinnur óhiipp ba'ri að hiindum. Fréttaritari. Opnar sýningu á Reykjalundi LÁRUS Ágústsson vistmaður á Reykjalundi hefur opnað mynd- sýningu í setustofu Reykjaiundar. Þar sýnir hann vatnslitamvndir og lágmyndir, alls 40 verk. Sýningin var opnuð á föstudaginn og hún mun standa frarn að næstu helgi. Sýningin er opin alla daga frá kiukkan 10 til 12 og 14 til 18. Lárus er auglýsingateiknari að mennt en hefur sjálfmenntað sig í málara- list. Leiðrétting: / Albirgðirnar á heimsmarkaði í FRÉTT um hækkun álverðs í hlaðinu í gær í viðtali yið Ragnar Halldórsson forstjóra ísal varð sú meinlega villa að tonnafjöldi álhirgða í heiminum í dag var margfaldaður nokkuð ríflega svo um ga ti verið að ra'ða alit að 100 ára birgðir. en hið rétta er að um það hil 500 Oús. tonn af áii eru nú til á hcimsmarkaði á móti um 2 milljónum tonna s.l. ár á sama tíma. Þá má bæta því við fréttina að ísal greiðir raforkuverð til raf- magnsveitnanna í dollurum og miðast greiðslan við gengi hans. Norræn ferða- málaráðstefna í Kaupmannahöfn SAMSTARFSNEFND opinberra ferðamálaráða á Norðurlöndun- um fimm. NTTK. gengst í haust fyrir fyrstu norrænu ferðamála- ráðstefnunni. sem haldin er með stuðningi ferðamálanefndar ráð- herranefndar Norðurlandaráðs. Ráðstefnan verður haldin 17. október nk. í Bella Center í Kaupmannahöfn og stendur í einn dag, en að henni lokinni verður haldin tveggja daga sölukynning fyrir hagsmunaaðila ferðamála. Meðal ræðumanna á þinginu verður Gylfi Þ. Gíslason, fyrrver- andi ráðherra. Nýtt verð á rækju YFIRNEFND verðlagsráðs sjávarútvegsins ákvað á fundi sínum sl. þriðjudag nýtt verð á rækju sem gildir frá 1. okt,—31. des. Rækja. óskclflett í vinnsluhæfu ástandii a) 160 stk. og færri í kg, hvert kg..................... kr. 278.00 b) 161 til 180 stk. f kg, hvert kg ..................... kr. 238.00 c) 181 til 200 stk. í kg, hvert kg...................... kr. 218.00 d) 201 til 220 stk. í kg, hvert kg ......................kr. 195.00 e) 221 til 240 stk. í kg, hvert kg............................. kr. 177.00 f) 241 til 260 stk. í kg, hvert kg ..................... kr: 158.00 g) 261 til 280 stk. í kg, hvert kg..................... kr. 143.00 h) 281 til 310 stk. í kg, hvert kg ..................... kr. 127.00 Verðflekkun byggist á talningu framleiðslueftirlits sjávarafurða eða trúnaðarmanns, sem tilnefndur er sameiginlega af kaupanda og seljanda. Verðið er miðað við að seljandi skili rækju á flutningstæki við hlið veiðiskips. Magnús Kjartansson um vaxtastefnu Alþýðubandalags: Stjórnin stefnir í þver- öfuga átt að markmiðinu MAGNÚS Kjartansson. fy rrum ráðherra og alþingismaður Al- þýðuhandalagsins. ritar í Þjóðvilj- ann grein. sem birt er í fyrradag, þar sem hann svarar ritstjórnar- grein blaðsins frá 6. október og fer þar heldur háðulegum orðum um skoðanir blaðsins í vaxtamálum. Um ritstjórnargreinina segir Magnús m.a. innan svigai „For- ystugreinin er ekki merkt neinum höfundi eins og tíðkast hefur í Þjóðviljanum til skamms tíma! á ef til vill að líta á þa>r ritsmíðar sem einhverja yfirskilvitlega stefnu- miirkum. líkt og bannbullur frá páfanum í Róm?" Magnús Kjartansson ræðir um höfund leiðarans og kallar hann jafnan í greininni „trúarleiðtoga Þjóðviljans“. Hann segir: „Megintil- gangur greinarinnar er að halda því fram, að neikvæðir vextir séu „hávextir", og hlýtur þá greinarhöf- undur einnig að vera þeirrar skoðunar, að neikvæðar vísitölu- bætur á lágmarkslaun leiði til „hálauna“; væri ekki ráð að þvílíkur öfugmælasmiður kynnti sér frum- hugsunina í afstæðiskenningu Ein- steins.“ Um vaxtastefnuna segir síðan Magnús Kjartansson: „í baráttunni við verðbólguna er það grundvallar- atriði, að menn átti sig á þeirri staðre.vnd, að hún er gróðamyndun- araðferðin á íslandi. Ef teknir væru upp raunvextir í stað neikvæðra vaxta, hyrfi þetta megineinkenni verðbólgunnar, hún myndi hjaðna á skömmum tíma og ofurháir vextir samkvæmt prósentureikningi breytast í lága vexti, því að vextir eru afleiðing verðbólgu, ekki orsök ... Hitt skiptir meginmáli að menn átti sig á markmiðinu, stefni að því vitandi vits, en haldi ekki í þveröfuga átt eins og mér virðist gert með sumum athöfnum núver- andi ríkisstjórnar og hjálpræðis- herssöngvum í forustugreinum Þjóðviljans," segir í lok greinar Magnúsar Kjartanssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.