Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 232. tbl. 65. árg. 13. OKTÓBER1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Samkomulagi verður hraðað Washington, 12. október. Reuter. VIÐRÆÐUR ísraels <>K Esyptalands um friðarsamninK hófust í dag «g ísraelski utanríkisráðherrann Moshe Dayan ok egypzki landvarnaráð- herrann Kamel Hassan Ali hershöfðingi sögðu báðir, að þeir mundu reyna að komast að samkomulaKÍ um drög að samningi eins fljótt og þeir gætu. Viðra“ður þeirra hófust eftir stutta athöfn í Hvíta húsinu þar sem Carter forseti skoraði á Jórdaníumenn og aðra Araba að taka þátt í friðartilraununum. Utanríkisráðherra ísraels Moshe Dayan og landvarnaráðherra Egyptalands Kamel Hassan Ali hershöfðingi, heilsast við setningu friðarviðræðnanna í Washington og Carter forseti klappar. Bandaríski talsmaðurinn George Sherman sagði að andrúmsloftið í Blair House þar sem ísraelsku og ogypzku fulltrúarnir búa væri að allra dómi „gott og jákvætt, alúð- legt og vinsamlegt". Þannig var iíka andrúmsloftið við athöfnina í Hvíta húsinu þar sem Carter forseti sagði við fulltrúana: „Þjóðir heims treysta á ykkur.“ Samningsaðilar urðu ásáttir um dagskrá viðræðnanna og svo virðist Minníhlutastjóm mynduð í Svípjóð Frá fréttaritara Morgunblaðsins í Stokkhólmi. Önnu Bjarnadóttur. í gærkvöldi. EINNAR viku stjórnarkreppa Svía Icystist í kvöld með því að Henry Allard. forseti þingsins, fól Ola Ullstcn að mynda minnihlutastjórn þjóðarflokksins eins. Sósíaldemókratar ræddust við í allan dag en komust ioks að þeirri niðurstöðu að veita stjórn Ullstens hlutleysi. Á morgun mun þingið greiða atkvæði um útnefningu Ullstens sem forsætisráðherra, en slík atkvæðagreiðsla er skyld sam- kvæmt stjórnarskrárbreytingunni Sarkis sendir herinn Beirút. 12. október. AP. Reuter. ELIAS Sarkis, forseti Líbanons, kom í dag úr ferðalagi til sex Arabaríkja og hófst strax handa um að hrinda í framkvæmd öryggis- áætlun scm á að draga úr átökum Sýrlendinga og kristinna manna. í samræmi við áætlunina sóttu 500 líbanskir hermenn inn í tvö úthverfi kristinna manna sem eru umkringd sýrlenzkum hermönnum arabíska friðargæzluliðsins og skriðdrekum þeirra. Þar eiga þeir að taka við öryggisgæzlu og tilgangurinn er sá að draga úr möguleikum á átökum við Sýrlendinga. Sarkis sagði við komuna að hann væri vongóður um að martröð fjögurra ára ófriðar í Líbanon væri senn á enda. En mikil spenna var enn í Beirút í dag á fimmta degi ótryggs vopnahlés vegna skothríðar frá leyniskyttum. Hafez Al-Assad, forseti Sýrlands, sagði eftir viðræður hans og Sarkis að það væri skylda allra Araba að hjálpa Líbönum en tók fram að kristnir menn yrðu að fylkja sér um Sarkis. Hægriforinginn Camille Chamoun varaði við nýju borgarastríði þar sem sveitir úr Frelsisfylkingu Pale- stínu hefðu verið sendar til Beirút. frá 1974. Sósíaldemókratar og Miðflokkurinn munu sitja hjá við þá atkvæðagreiðslu. en Hægri flokkurinn og flokkur vinstri manna og kommúnista munu greiða atkvæði gegn útnefning- unni. Afstaða flokkannna tveggja veitir stjórn Þjóðarflokksins þann meiri- hluta sem reynt hefur verið að ná síðastliðna viku. Þjóðarflokkurinn er minnsti borgaralegi flokkurinn með aðeins 39 fulltrúa á þingi af 349 eða rúm 7%. Palme sagði eftir fund sósíaldemó- krata að hann vildi ekki bera ábyrgð á þvi að haldið yrði áfram að grafa undan stjórnmálaforystunni í land- inu, að sögn AP. Hann kvaðst líta á stjórn Ullstens sem „bráðabirgðastjórn eingöngu" og sagði að hún mundi aðeins sitja fram að næstu þingkosningum sem eiga að fara fram 18 september á næsta ári. Hann kvaðst gera ráð fyrir sigri sósíaldemókrata í kosningunum, en 44 ára stjórn þeirra lauk 1976. í stjórnmálakarpi því sem staðið hefur síðan stjórn Thorbjörn Fálld- ins féll hefur Ullsten lagzt gegn stjórnarsamvinnu með fyrrverandi samstarfsflokkum Þjóðarflokksins. Þannig komust sósíaldemókratar í lykilaðstöðu og Palme notaði sér stöðuna í valdataflinu til að auka klofning borgaraflokkanna. Ullsten sagði eftir tilnefninguna að meginmarkmiðið yrði að móta stefnu í orkumálum sem nyti stuðn- ings meirihluta þingsins. Hann er 47 ára og hefur verið leiðtogi Þjóðar- flokksins í hálft ár. Hann var aðstoðarforsætisráðherra í stjórn Fálldins og fór með aðstoð við erlend ríki. sem viðræðunum ljúki fyrr en að tveimur eða þremur vikum liðnum eins og spáð hefur verið. Cyrus Vance flýtti fundi sem hann ætlaði að halda með israelsku sendinefnd- inni og síðan ætlaði hann að tala við þá egypzku. Sherman talsmaður sagði að Bandaríkjamenn mundu taka þátt í öllum stigum viðræðnanna og veita samningsaðilum eins skjóta aðstoð og þeir gætu til að komast að samkomulagi. Forsetinn hafði áður sagt að aðstoð Bandaríkjamanna væri fá- anleg og „þið getið treyst á persónulega hlutdeild rnína". Bæði forsetinn og Ali hershöfð- ingi hvöttu aðra Araba til að taka þátt í tilraunum til að koma á samkomulagi um víðtækan friðar- samning í Miðausturlöndum. „Á ný bjóðum við Jórdaníumönn- um, íbúum vesturbakka Jórdanár og Gaza og öðrum sem eru fúsir að grípa þetta tækifæri til að koma til liðs við okkur í leit okkar að friði,“ sagði forsetinn. „Hinn valkosturinn er að láta reka á reiðanum, sjálfhelda, fjand- skapur og ef til vill stríð," bætti hann við. Fiskvinnslufólki sagt upp 1 Noregi Frá fréttaritara Mbl. í Ósló í gær. RÚMLEGA 1000 starfsmönnum fiskvinnslufyrirtækja í Norð- ur-Noregi hefur verið sagt upp vinnu vegna skorts á hráefni. Lftil veiði hcfur verið hjá togurunum og fiskibátaflotinn er að miklu leyti bundinn við bryggju. Fjöldi þeirra sem hefur verið sagt upp er um það bil fjórðungur allra starfsmanna fiskiðnaðarins í Norð- ur-Noregi og hætta er á að talan hækki. Harðast úti hafa líklega orðið Vesterálen og Lófót, en verulega hefur verið dregið úr afköstum hinna stóru fiskvinnslustöðva Findus í Hammerfest og Fi-No-Tro í Honningsvág. Aflabresturinn kemur fram í miklum halla á rekstri togaraflotans og mörg útgerðarfyrirtæki hafa tekið þann kostinn að láta bátana liggja við bryggju í von um að úr rætist. En við þetta versnar afkoma sjávarútvegsins. „Innrás” í Uganda Nairobi. 12. október. Reuter. ÚTVARPII) í Uganda sagði í dag að hcrdeild frá Tanzaníu hefði gert innrás í landið í nótt og að hardagar geisuðu í land- inu. Útvarpið sagði að Tanzaníu- menn sæktu í átt til bæjanna Mbarara og Lyantonde vestan við Viktoríuvatn og að barizt væri 20 km innan landamæra Uganda. bví var haldið fram að Tanzaníumenn hcfðu valdið manntjóni og eignatjóni með vélbyssum. gagnskriðdreka- vopnum og stórskotaliði. I Dar-es-Salaam vísaði tals- maður Tanzaníustjórnar frétt- inni á bug og sagði að hún væri „vitleysa“. Jafnframt biðu 150 Banda- ríkjamenn sem eru búsettir í Uganda frétta af refsiaðgerðum sem Amin forseti hefur hótað að grípa til gegn banni Carters Bandaríkjaforseta við viðskiptum við Uganda. Amin sagði í gær að hann mundi bráðlega taka róttæka og alvarlega ákvörðun um Banda- ríkjamenúina í kjölfar ákvörðun- ar Carters. I Washington sögðu bandarísk- ir embættismenn að þeir fylgdust náið með ástandinu í Uganda. Samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum hefur verið haft samband við sendiráð Uganda í Washing- ton og vestur-þýzka sendiráðið í Kampala sem gætir hagsmuna Bandaríkjanna í Uganda. Flestir Bandaríkjamenn í Ug- anda eru trúboðar. Carter forseti ákvað að stöðva viðskiptin vegna mannréttindabrota í Uganda. Smith fylg jandi ráðstef nu allra Washington, 12. október AP — Reuter IAN SMITII forsætisráðherra Rhó- desíu. sagði í dag að hann setti engin fyrirfram skilyrði fyrir N óbelsverðlaun f yrir aðf erðir gegn krabba Stokkhólmi, 12. október. AP. Reuter. TVEIR bandarískir prófessorar og einn svissneskur fcngu í dag Nóbelsverðlaunin í læknisfræði fyrir uppgötvanir á nýjum efnahvötum og nýjar aðferðir til að beita þeim. Bandarfsku prófessorarnir Daniel Nathans og Ilamilton O. Smith eru báðir frá John Hopkins-há- skóla í Baltimore, Maryland. en svissneski prófessor- inn, Werncr Aber, er frá Basel. Karolinska-stofnunin í Stokkhólmi sem veitti þeim verðlaunin sagði að uppgötvanir þeirra veittu nýja innsýn í möguleika á því að koma í veg fyrir og lækna krabbamein, vansköpun og erfðasjúkdóma. Peter Reichard, prófessor við stofnunina, sagði að valið hefði verið auðvelt á þessu sviði þar sem verðlaunahafarnir sköruðu framúr á sínu sviði. Smith og Nathans voru hins vegar furðu lostnir og sögðu þegar samstarfsmenn þeirra samfögnuðu þeim að þeir hefðu aldrei búizt við því að fá verðlaunin. Reichard sagði að í krabbameinsrannsóknum væri hægt með aðferðum verðlaunahafanna að bera kennsl á gen í veirusellu sem ylli því að æxli myndaðist. Á sviði svokallaðra erfðafræðilegra skurðaðgerða gera uppgötvanir þeirra á nýjum efnahvötum að verkum að beita má þeim eins og skurðhnífum sem skera í gegn kjarnsýruna, undirstöðu alls lífs. þátttöku í ráðstefnu allra aðila Rhódesíu-deilunnar. En Smith sagði einnig að hann gæti ekki fallizt á skilyrði sem hann sagði að Bandaríkin settu fyrir slíkri ráðstefnu. Hann sagði fréttamönnum að loknum fundi með fulltrúum utan- ríkismálanefndar öldungadeildar- innar að hann vonaði að frjálsar kosningar gætu fljótlega farið fram og hann hefði alls ekkert á móti alþjóðlegu eftirliti. Fulltrúar í nefndinni höfðu eftir Smith að Cyrus Vance utanríkisráð- herra hefði verið ilia að sér um afstöðu hans og ekki skilið að hann væri fús til þátttöku i ráðstefnu allra aðila ef engin fyrirfram skilyrði væru sett. Fimm daga heimsókn Smiths er að ljúka og áhugi Bandaríkjamanna á heimsókninni hefur minnkað óðum. Blöðin í Washingtonsegja jkkert um það sem fram fór þegar Smith og séra Ndabaningi Sithole komu fram í blaðamannaklúbbnum í gærkvöldi en birta viðtöl við hvítan stjórnar- andstæðing frá Rhódesíu, Allan Savory.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.