Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTOBER 1978 3 Dr, Halldór Guðjónsson um skýrslu verðbólgunefndar: Mjög mikið af hagfræðilegum villum í skýrsluimi DR. Ilalldór Guðjónsson. stærð- fræðinKur, hcfur gagnrýnt harðlcga skýrsluna „Vcrð- ból>;uvandinn“, scm cr álit svokallaðrar vcrðbólguncfnd- ar. sem ríkisstjórn Gcirs Hallgrímssonar skipaði 21. októbcr 1976 til að kanna horfur í verðlagsmálum og gcra tillögur til þcss að draga úr verðbólgu. Kemst dr. Ilalldór að því að í skýrslunni scu mjög margar alvarlegar villur og í grcin. sem hann ritar í tímaritið Frjálsa vcrzl- un. scm nýkomið cr út. tekur hann sérstaklcga til meðfcrðar þrjár villnanna. Halldór segir, að villurnar gefi fullt tilefni til að efast um, að sá hugmyndarammi, sem ræður upplýsingasöfnuninni í skýrslunni, taki nokkurt mið af Dr. Halldór Guðjónsson þeim fræðum, sem líklegust eru til árangurs í viðureign við verkefni nefndarinnar. Hand- hægt geti verið að hafa þær upplýsingar, sem nefndin hafi safnað, allar á einum stað, en þegar horft sé til villnanna, segir Halldór að grunur læðist að manni um það hvort upplýs- ingarnar séu marktækar, hversu nákvæmar og réttar sem þær annars kunni að vera. Dr. Halldór Guðjónsson rekur síðan þrjár villur í skýrslunni. Fyrsta tekur hann fyrir, þar sem fjallað er um gjaldeyris- reikninga í einkaeign. I skýrsl- unni segir að hætta sé á að fé renni af þessum reikningum, þegar hætta sé talin á gengis- breytingu. Þetta segir Halldór vera fjarstæðu, þar sem sérhver gjaldeyriseigandi hljóti að halda sem fastast í gjaldeyri sinn við slíkar aðstæður. Raunar mætti ætla að menn reyndu að koma sem mestu fé inn á slíka gjaldeyrisreikninga, þegar hætta er á gengisfellingu. Önnur villan, sem dr. Halldór nefnir, varðar bindiskyldu og ávöxtun fjár erlendis. Hann segir þær þrjár leiðir, sem taldar séu í skýrslunni til þess að ávaxta fé erlendis, rang- nefndar og skýrir síðan mál sitt með stærðfræðilegum formúl- um. Undir lok greinarinnar segir Halldór, að rétt sé að vekja athygli á því að einu rökin, sem færð séu í skýrslunni fyrir beitingu bindiskyldusjóðs til ávöxtunar fjármuna erlendis, séu hliðastæður í Japan, Vest- ur-Þýzkalandi og Sviss. Halldór segir að hér sé þó ekki um hliðstæðu að ræða, þar sem þessar þjóðir eigi allar trausta gjaldmiðla, sem annarra þjóða menn og fyrirtæki vilji gjarnan hafa á hendi. Þessar þrjár þjóðir geti því leyft seðlabönk- um einum að kaupa erlent fé við innlendu fé án þess að eiga það á hættu að hið innlenda fé skili sér allt inn í þjóðarbúið aftur og raski bindiskyldunni og pen- ingamargfaldaranum, sem af henni hlýzt. Meginmunurinn sé einnig að þessar þjóðir séu alls ekki í skuld við útlönd eins og Islendingar. Þar lýkur grein Halldórs í Frjálsri verzlun, en boðuð er önnur í næsta blaði. Samkvæmt upplýsingum Halldórs fjallar hún um þriðju villuna, sem hann tekur til meðferðar og varðar vaxtamál og segir hann þar, að góð peningamálastjórn krefjist þess alls ekki að vextir séu háir í góðu árferði, þegar framboð af peningum er mikið. Þá eigi og hljóti vextir að vera lágir til þess að draga úr framboðinu. Fjallar Halldór nánar um þetta í hinni síðari grein og segir m.a. að þær þrjár hagfræðilegu villur, sem hann hafi rakið, séu dæmigerðar fyrir fræðilegan grunn skýrslunnar allrar. I niðurlagsorðum seinni greinarinnar segir dr. Halldór Guðjónsson, að þótt megintilg- angurinn hafi verið að skoða skýrsluna aðeins frá sjónar- horni hagfræðinnar, verðí skýrslan enn verri sé litið á hana frá sjónarhorni stjórn- mála. Um tillögúr í skýrslunni segir hann m.a., að þær miði að stjórnarháttum, sem séu allt öðru vísi en þeir stjórnarhættir sem við búum við í orði, stjórnarháttum, sem ástæða sé til að ætla að þorra Islendinga sé þvert um geð og sem rneira að segja sé hægt að færa rök fyrir að séu með öllu óskynsamlegir. Að lokum skal þess getið, að verðbólgunefndin, sem gerði skýrsluna, sem dr. Halldór Guðjónsson gagnrýnir svo mjög, var þannig skipuð: Jón Sigurðs- son, hagrannsóknastjóri, for- maður, Asmundur Stefánsson, hagfræðingur, tilnefndur af ASI, Guðmundur G. Þórarins- son, verkfræðingur, Gunnar Guðbjartsson bóndi, tilnefndur af Stéttarsambandi bænda, Gylfi Þ. Gíslason, alþingismað- ur, tilnefndur af þingflokki Alþýðuflokksins, Halldór As- grímsson, alþingismaður til- nefndur af þingflokki Fram- sóknarflokksins, Jóhannes Nor- dal, seðlabankastjóri, Jón H. Bergs, forstjóri, tilnefndur af VSI, Jónas H. Haralz, banka- stjóri, Karvel Pálmason, alþing- ismaður, tilnefndur af þing- flokki SFV, Kristján Thorlacius deildarstjóri, tilnefndur af BSRB, Lúðvík Jósepsson alþing- ismaður, tilnefndur af þing- flokki Alþýðubandalagsins og Olafur G. Einarsson alþingis- maður, tilnefndur af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Síldarverð ákveðið VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegsins hefur ákveðið eftirfarandi lágmarks- verð á síld til söltunar og frystingar frá 11. október til 31. desember 1978. A) Síld, 33 cm og stærri, hvert kg .................................. kr. 97.00 B) Síld, 30 cm aö 33 cm, hvert kg .................................. kr. 70.00 C) Síld, 27 cm að 30 cm, hvert kg .................................. kr. 55.00 D) Síld, undir 27 cm, hvert kg ..................................... kr. 37.00 Stærðarflokkunin framkvæmist af Framleiðslueftirliti sjávarafurða. Verðið er miðað við síldina upp til hópa komna á flutningstæki við hlið veiðiskips. Síldin skal vegin íslaus. • Frumsniö tölvureiknuö. • 100% amerísk bómull — Þvegin • Stæröir: 27, — 28, — 29, — gallabuxurnar Snorrabraut 56 sími 13505.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.