Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978 5 <&*•*$ 'S***$*wmZA Komið f ramhald Kortasögu ís- lands frá lokum 16. aldar til 1848 HARALDUR Sigurðsson, bóka- vörður. heíur sent frá sér Korta- sögu íslands, framhald af fyrsta bindinu, sem út kom 1971, og nær þessi bók frá lokum 16. aldar til 1848. Er þessi fallega og vandaða bók um helmingi þykkari en sú fyrri, í sama stóra brotinu, 30x41, og í henni birtar 165 myndir af landakortum. þar af 19 litmynd- ir. Það er Bókaútgáfa Menn- ingarsjóðs og bjóðvinafélagsins, sem staðið hefur að útgáfu Kortabókanna. Boðaði útgáfan í gær til blaðamannafundar af því tilefni, þar sem formaðurinn Kristján Benediktsson og fram- kvæmdastjórinn Hrólfur Hall- dórsson skýrðu frá útgáfunni að viðstöddum höfundi bókarinnar, hönnuði hennar, Guðjóni Eggertssyni, og framkvæmda- stjóra prentsmiðjunnar Odda, Baldri Eyþórssyni, sem sagði að þetta væri eitt erfiðasta verkefni sem prentsmiðjan hefði tekist á hendur. Enda litprentun vönduð og band að mestu handunnið. Fyrri Kortasagan náði frá fyrstu kortum, sem fundist hafa með íslandi á. frá því um 1000 og til loka 16 aldar. Þessi síðari bók hefst með Guðbrandskortinu 1590 og nær aftur fyrir kort Björns Gunnlaugssonar um 1868 sem eru mörg birt í henni. Kemur í þessum kortabókum skilmerki- lega í' Ijós hversu menn fá smám saman skaplegar hugmyndir um lögun og legu landsins, er undir- staða fæst fyrir raunhæfari kort og gleggri hugmyndir koma til sögunnar. Haraldur Sigurðsson skýrði m.a. aðstöðu Björns Gunnlaugssonar, sem var erfið, enda dugðu styrkir skammt. Björn notaði strandkort- in, sem Danir höfðu gert, og mældi síðan land upp frá ströndinni, og ferðaðist um landið til mælinga á árunum 1831—43. Ekki kom hann þó alls staðar og varð að láta sér nægja upplýsingar annarra um sum svæðin. Eru kort hans því ekki nákvæm. Haraldur kvaðst hafa byrjað að leggja drög að söfnun á landá- kortunum um 1953, en tók ekki að skrifa kortasöguna fyrr en 1956. Hann leitaði víða fanga, en ekki mikið til af gömlum kortum á Islandi. Dvaldi hann nokkurn tíma og vann í British Museum, { Biblioteque National í París, í Hollandi, Svíþjóð og í Kaup- mannahöfn, þar sem mest er til af gömlum landakortum af þessum slóðum í Konunglega bókasafninu, Geodedisk Institut og Sjókorta- safninu. Víðar leitaði hann fanga m.a. í páfagarði. Haraldur sagði, að enn fyrndust gömul landakort, sem ekki væri vitað um, en varla væri hugsanlegt að nýjar gerðir kæmu í ljós úr þessu. Framan af hefði kort verið af tveimur gerðum. Önnur gerðin unnin af sjómönnum sem sýndi Frisland og hin af menntamönn- Ákveðið verð á föl- aldakjöti SEXMANNANEFNDIN hefur ákveðið verð á trippa- og folalda- kjöti svo og hrossakjöti. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Sigþórssonar deildar- stjóra í landbúnaðarráðuneytinu var verð á folalda- og trippakjöti ákveðið 540 krónur til bænda kílóið en smásöluverð er 744 krónur. Verð á hrossakjöti var ákveðið 432 krónur til bænda og smásöluverð 595 krónur. Hér er um að ræða nokkra hækkun frá því í fyrra en hún er minni en vegna niðurfellingar 20% sölu- skatts af kjöti. um, sem höfðu fyrirlitningu á þeirra verkum, alveg eins og skurðlækningar og lyflækningar voru til forna tvær aðskildar greinar, sem síðan runnu saman. Þannig urðu Frisland og Island eitt land. Voru kortin alltaf að þróast og breytast fram á okkar daga, enda þægilegra að mæla úr gervihnöttum en ríða norður á Hornstrandir til mælinga, eins og Haraldur orðaði það. Kortasaga íslands II, sem nú er að koma út, er ákaflega vönduð að allri gerð. Kostar hún 60 þúsund krónur eða 72 þúsund með sölu- skatti. Hún er gefin út í 2000 eintökum, eins og fyrri bókin, sem seldist upp á 3 árum. En stór hluti upplagsins fer í söfn og stofnanir. Nú hafa fundist og verið bundnar Haraldur Sigurðsson með Korta- siigu sína. Höfundur kortasögunnar. Haraldur Sigurðsson. Hrólfur Ilalldórsson. framkvæmdastjóri Menningarsjóðs, Baldur Eyþórsson. framkvæmdastjóri í Odda, og Kristján Benediktsson, formaður Menningarsjóðs, skoða nýju Kortasöguna. inn nokkrar bækur af fyrra bindinu og því hægt að fá þær báðar, en ekki fyrri bókina eina. Ekki kvaðst Haraldur Sigurðs- son, sem nýlega hefur látið af bókavarðarstarfinu og setst í helgan stein, hafa hug á að gefa þriðju bókina. En aðspurður kvaðst hann ánægður með útgáf- una á Kortasögu Islands. Mikiö af nýjum vörum tekið upp í dag ©i TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20 Laugaveg 66 Austurstræti 22 Glæsibæ Simi 28155.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.