Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 10
4$r 10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAUUR 13. OKTÓBER 1978 Frönsku húsgögnin í káetustíl í fjölbreyttu úrvali Fataskápar, skrifborö, svefnbekkir, einstaklings- rúm, hillueiningar, náttborö, kollar og kistlar. Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1 A, sími 86112. Mussur, peysur, jakkar. str. 34—42. FRÁ OASIS á ungu dömuna str: 34—42. FBÁ STEFFENS á börn og unglinga. Oasis tekur við þar sem Steffens hættir. „Það hafa verið uppi hugmyndir um veg- svalir yfir Múlaveginn” „Að sjálfsögðu hafa orðið óhöpp í Múlanum eins og annars staðar, bílar hafa oltið en alvarleg slys hafa ekki orðið,“ sagði Valdimar Stein- grímsson verkstjóri um vega- framkvæmdir á svæðinu frá Ólafsfirði að Dalvík í samtali við blm. í síðustu viku. Ég hitti á hann við vinnu við Olafs- fjarðarveg eystri, sem á að verða aðalvegurinn í gegnum Ólafsfjörð í framtíðinni. Ég spurði reyndar fyrst um þær fraihkvæmdir áður en ég sneri umræðunni að viðhaldi Múla- vegar sem mörgum vegfarend- um þykir lítt til koma. Nýi vegurinn um fjörðinn liggur á hægri hönd þegar ekið er niður Múlann. „Sá gamli hinum megiii er óuppbyggður, en þessi mun leysa hann af hótmi. Þessar framkvæmdir voru hafnar um 10. júlí s.l. og byrjað við Burstabrekkuá. Þó má segja að nokkuð hafi verið unnið við veginn áður, eða fyrir tveimur árum við kaflann fyrir ofan bæinn. Þá er eftir að smíða brú hér framfrá og byggja veginn upp alla leiðina yfir heiðina. Nú er verið að reyna að koma honum í rétta hæð og þá eru kantar og annað slíkt eftir.“ Þú hefur yfirumsjón með Múlaveginum? „Já, ég tók við því starfi vorið 1976, hins vegar vann ég við veginn síðustu tvö árin sem unnið var við hann og hef verið alla tíð síðan.“ Hverjir eru örðugleikarnir Spjallað við Valdimar Steingrímsson verkstjóra á Ólafsfirði yfir sumarið varðandi viðhald- ið? „Það er grjóthrunið. Sér- staklega í rigningatíð. Það má segja að það sé ekkert ef ekki rignir nema þá af völdum sauðfjár, sem kemur grjóti af stað. Og yfir veturinn er það auðvitað snjórinn.“ Hafið þið sæmilegan tækja- kost við viðhald vegarins? „Já, við höfum nokkuð góð tæki af öllum stærðum og gerðum. Ýtur eru mikið notað- ar og í fyrravetur var byrjað að nota „payloadertæki" sem reyndist afskaplega vel. Það hefur reyndar verið notað fyrr, en reyndist sérstaklega vel í vetur. — Snjóblásarar hafa verið reyndir, en hafa gefist misjafnlega vel. Það fer eftir því hvernig snjórinn er og gefst best ef hann er nýfallinn. Það hefur reynst bezt að fara strax af stað við hreinsun ef mögulegt er og beita hinum ólíku tækjum saman. Það er algengt að komið sé á móti okkur á tækjum frá vegagerðinni á Akureyri. Ýturnar eru lengi í förum, hraðinn er svipaður og á vegheflum, en „payloader" Stjórnskipun íslands í end- urbættri útgáfu Bókaforlagið IÐUNN hefur sent frá sér aðra útgáfu bókarinnar Stjórnskipun Islands eftir Ólaf Jóhannes- son, forsætisráðherra. Rit þetta kom fyrst út árið 1960 og fjallar um öll höfuðatriði íslensks stjórnskipunarréttar. Það greinist í sjö þætti, og er þar meðal annars rakin stjórn- skipunarsaga íslands, fjallr’ um ríkisfang og vfirráðasvæði Islands, greint frá höfuðein- kennum íslenskrar stjórnskip- unar, handhöfurn ríkisvaldsins og greiningu þess, auk þess sem mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar eru gerð ítarleg skil. Gunnar G. Schram prófessor hefur séð um- endurútgáfuna og endursamið nokkra kafla, meðal annars kaflana um landhelgi og landgrunn, ráð- herraábyrgð og landsdóm, skil- yrði kosningaréttar, fjárlög og greiningu framkvæmdavalds- ins og skipulag þess. Þá hefur hann samræmt allan textann þeim margvíslegu lagabreyt- ingum, sem gerðar hafa verið frá frumútgáfu. Aukið hefur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.