Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978 11 Valdimar Steingrímsson. Múlaveginn að hluta. hefur gefist mjög vel eins og ég sagði áðan. Jarðýturnar eru góðar en þær eru svo svifa- seinar og skilja alltaf eftir sig snjóruðninga. Snjóalögin geta verið mjög mikil og eru verst í mestri hæð, þar sem snjóskriður koma í giljunum. Það er aðalhættan í vetrarumferð- inni á veginum, þ.e. snjóflóðin, hættan ofan frá, því fólki er ekki svo hætt við að fara fram af að öðrum kosti. Síðast liðin vetur var vegur- inn nokkuð mikið opinn. Við megum opna hann einu sinni í viku, en tíðarfar var.afskap- lega erfitt, það gafst lítið sem gert var. Hér hafa verið uppi hug- myndir um svokallaðar veg- svalir yfir veginn til varnar snjóflóðum og þá er aðallega talað um einn ákveðinn stað við Bríkargil — en af fram- kvæmdum hefur ekki orðið, enda kostnaðarsamt. Nei, árekstrar eru ekki algengir í Múlanum. Hins vegar er óhætt að segja að ekið sé greitt þarna um. Það er þó aðeins á örfáum stöðum sem hægt er að segja að ekki bakgrunninum grema sé hægt að mætast, vegna hornanna sem skaga út." _ Áttu sjálfur einhverjar „reynslusögur" úr Múlanum? „Ég hef séð bíl félaga míns fara fram af, tóman. Og grafið út félaga minn úr snjóflóði þar sem hann var fastur. Sjálfur hef ég misst bíl í Múlanum." Ég bað hann um að segja frá því. „Allt í einu hafði safnast mökkur í kringum mig og ég gerði mér ekki grein fyrir því að um snjóflóð væri að ræða, en allt í einu hvarf hann eins og tjald frá augunum. Þá stökk ég út og velti mér kollhnís frá því ég óttaðist að verða undir bílnum. Bíllinn hélt áfram niður í sjó, en ég slapp lítið slasaður. Það bjarg- aði mér líka að ég var afskaplega vel búinn. Hvar þetta gerðist? Ég var þarna kominn vel hálfa leiðina á toppinn Ólafsfjarðarmegin." Hafið þið fengið sérstaka ráðgjöf um viðhaldið? „Nei, það má segja að við höfum þreifáð okkur áfram á eigin hyggjuviti," sagði hann brosandi í lokin. ÁJR. Ólafur Jóhannesson verið við tilvitnunum í fjöl- margar nýjar heimildir og á annað hundrað dóma hæsta- réttar, sem lúta að stjórnskip- unarlögum, og kveðnir hafa verið upp frá frumútgáfu bókarinnar. Þorgeir Örlygsson MOTORS 9fl DARTS \0 A IAUSTURSTRÆTI Gunnar G. Schram lögfræðingur hefur samið lagaskrá, dómaskrá og atriðis- orðaskrá. Skrá er prentuð í bókinni yfir um 70 heimildarit. Prentsmiðjan Steinholt hf. prentaði. Bókin er 496 blaðsíð- ur í allstóru broti. Jö, þú getur trúaö þínum eigin augum. Því í dag færðu ekki aðeins að heyra í Motors og Darts í hinni nýju glæsilegu hljómplötuverslun okkar í Austurstræti 22, heldur færöu einnig aö sjá þessar frábæru hljómsveitir flytja nokkur sín bestu og þekktustu lög, því viö ætlum að spila þau á videoi sem sett hefur veriö upp. Alls veröa þrjár sýningar kl. 3, kl. 4 og'kl. 5. Verður komiö fyrir 1 sjónvarpstæki í glugga verslunarinnar og ööru inni í versluninni sjálfri, tónlistin veröur leidd í gegnum hátalarakerfi, og heyrist og sést því bæöi utan dyra sem innan. Og í tilefni dagsins ætlum viö aö gefa rúmlega 10% afslátt af plötum Motors og Darts í dag, þ.e.a.s. í staöinn fyrir aö borga kr. 6.700 - fyrir hverja plötu getur þú eignast plötur meö Motors og/eöa Darts fyrir aöeins kr. 6.000.-. Misstu ekki aff pessu einstæða tækífæri, þú gætir séö efftir pví seinna meir. Þar ffyrir utan eru verslanir okkar ffuilar aff nýjum, gömlum og góðum plötum, hvort sem Þú kíkir inn í verslun okkar í Austurstræti, viö Laugaveg eða í Glæsibæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.