Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjórí Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson Upphafið og endirinn Iþann mund er Alþingi Islendinga kom saman til fyrstu funda nýs kjörtímabils — undir forystu nýrrar ríkisstjórnar — hófst í dagblöðum stjórnarflokkanna hávær söngur gagnkvæmra ásakana, jafnhliða því sem þessi blöð vísuðu ólíka vegi í helztu vanda- og viðfangsefnum líðandi stundar. I leiðara Tímans, málgagns forsætisráðherra, segir sl. miðvikudag: „Það eru satt að segja undarlegar umræður sem átt hafa sér stað í blöðunum nú síðustu dagana um fjárlagafrumvarpið. Það er engu líkara en einhverjir af forystumönnum Alþýðuflokks og Alþýðubandalags hafi næsta takmarkaðan áhuga á að bera ábyrgð á sínum eigin baráttumálum. Það er engu líkara en einhverjir þessara manna ætli nú að hlaupast undan merkjum og þykjast ekkert vita, hvaðan á þá stendur veðrið, þegar reikningurinn er gerður upp..." I leiðara Tímans í gær er enn hnykkt á viðvörunum: Þar segir: „Framtíð þeirrar stjórnar, sem nú fer með völd, veltur á því, að stuðningsflokkar hennar sýni raunsæi og takist á við vandann, eins og hann er, en reyni ekki að koma sér hjá því, með því að benda á eitthvað, sem hillir undir í framtíðinni... Það reynir á næstu vikurnar, hvort stjórnarflokkarnir verða færir um að leysa mál til nokkurrar frambúðar, eða hvort þeir hafa aðeins náð samkomulagi um ráðstafanir til áramóta." Alþýðublaðið, málgagn utanríkisráðherra segir m.a. sama dag, að „vísitölukerfinu verði að breyta, tekjuskatt verði að afnema af almennum launatekjum ..., draga verði úr framkvæmdum ríkisins og taka upp raunhæfa stefnu í peningamálum, þ.á m. raunvexti." Við þessa upptalningu verkefna hnýtir blaðið: „Sú alvarlega hætta steðjar hins vegar að, að Alþýðubandalagið fáist ekki til að hverfa frá trúarskoðunum sínum til raunveruleikans...“ Hér er látið að því liggja, að Alþýðubanda- lagið sé sá þröskuldur, sem kosningaloforð Alþýðuflokks um gjörbreytta efnahagsstefnu, afnám tekjuskatts, uppskurð vísitölukerfis og kjarasáttmála, hafi strandað á. Hér er enn fremur gerð augljós tilraun til að „feðra“ tekjuskattsaukann og skattpíningarákvæði bráðabirgðalaganna. Lúðvík Jósepsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir berum orðum, að ríkisstjórninni hafi láðst að hafa samráð við stuðningsflokka sína varðandi fjárlagafrumvarpið. Leiðari Þjóðviljans í fyrradag fjallar um meintan fáránleika þess uppskurðar á vísitölukerfinu, sem bæði Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur leggja réttilega áherzlu á. Leiðari Þjóðviljans í gær er samfella af skömmum um Benedikt Gröndal utanríkisráðherra vegna ákveðni hans um varnarsamstarf við vestrænar þjóðir. Sagt er að utanríkisráðherra „leyfi sér á óviðurkvæmilegan hátt að torvelda starf“ nefndar, sem gera eigi úttekt á öryggismálum, eins og það er orðað. Þann veg mætti áfram til tína gagnstæð orð og gjörólík viðhorf stjórnarflokkanna, sem nú hafa frestað framlagningu fjárlagafrumvarps, beinlínis vegna innbyrðis ósamkomulags. Hvern veg verður endir þess upphafs, sem svo gæfusnautt virðist? Eign handa öllum íi itt af dagblöðum borgarinnar birti nýverið viðtöl við skrifstofustjóra Húsnæðismálastofnunar og formann Leigjenda- samtaka, þar sem fjallað er um stöðu þeirra í þjóðfélaginu, er búa í leiguhúsnæði. Skrifstofustjóri Húsnæðismálastofnunar sagði „þýðingarlaust að setja lög um verðstöðvun á húsaleigu þegar eftirspurn sé svona mikil. Það sé hægur vandi að fara kring um slík lög“. Formaður Leigjendasamtakanna tekur mjög í sama streng, að erfitt sé að koma við „verðstöðvun“ á þessum vettvangi. Mergurinn málsins hlýtur að vera sá að gera sem flestum kleift að komast yfir eigið húsnæði, m.a. með heilbrigðu lánakerfi bæði hvað viðvíkur nýbyggingum og kaupum- á eldra húsnæði. I fyrsta lagi er það í samræmi við íslenzkan hugsunarhátt að hver og einn geti verið sjálfum sér nógur og öðrum óháður um íbúðarhúsnæði. í annan stað kemur víðtæk almenn einkaeign íbúðarhúsnæðis á meira jafnvægi í framboði og eftirspurn leiguhúsnæðis og verkar sem hemill á háa leigu til þeirra, sem kjósa að verja fjármunum sínum og fyrirhyggju í annan farveg en íbúðareign. Það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins að gera sem flesta þegna þjóðfélagsins efnalega sjálfstæða, búa þeim afkomuöryggi, jafnframt því sem félagslegt öryggi og frjálsræði einstaklinga til að ráða lífsmynstri sínu væri sem bezt tryggt. Sú stefnumörkun til að ráða lífsmynstri sínu væri sem bezt tryggt. Sú stefnumörkun, sem felst í orðunum: eign handa öllum, miðast ekki sízt við eigið húsnæði, heimili og fjölskylduvettvang. Fáar þjóðir hafa náð lengra í almennri einkaeign íbúðarhúsnæðis en við íslendingar, þó að enn megi betur gera. En það þarf að standa trúan vörð um þetta stefnumið. Þjóðin þarf að vera vel á verði, ef höggva á á eignarrétt einstaklinga í þjóðfélaginu, sem er hornsteinn einstaklingsfrelsisins og helzti hvati til verðmæta- sköpunar og velmegunar í þjóðfélaginu. Kiwanishreyfíngin gefur 12,5 m.kr. til endurhæf- ingarheimilis geds júkra KIWANISHREYFINGIN á ís- landi hefur nú afhent hluta þess fjár er safnaðist á svonefndum K-degi í október á sl. ári. en söfnunin nam alls um 15 milljón- um króna og var undir kjörorð- inu Gleymum ekki geðsjúkum. Var það í annað sinn sem K-datíur var haldinn. en hinn fyrri var einnÍK helgaður málefn- um geðsjúkra og var fé er þá safnaðist varið til tækjakaupa fyrir Bergiðjuna er starfar í nánum tengslum við Kleppsspít- alann. Umdæmisþing íslenzkra Kiwan- ismanna ákvað að fénu er safnað- ist að þessu sinni yrði ráðstafað á eftirfarandi hátt: 12,5 milljónum verði varið til byggingar endur- hæfingarheimilis f.vrir sjúklinga sem þarfnast aðlögunartíma að samfélaginu á ný og verður það byggt í Reykjavík eða nágrenni, en Geðverndarfélag íslands mun hafa frumkvæði að slíkri byggingu í samráði við stjórn íslenzkra Kiw- anisumdæmisins. Tveimur millj- ónum verður varið til tækjakaupa fyrir geðdeild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri, og fimm hundruð þúsund krónum verður varið til byggingar heimilis á ísafirði fyrir ýmiss konar sjúkl- inga er nú verða að dvelja fjarri heimabyggð. A fundi með fréttamönnum i gær greindu Kiwanismenn frá ofantöldum atriðum og kom fram á fundinum að ástæða þess að á K-degi í annað sinn skyldi enn varið fjármunum til geðsjúkra væri sú, að þegar Kiwanismenn kynntust þeim marg\'íslegu verk- efnum sem nauðsynlegt væri að vinna í þágu þessa fólks hefði verið talið rétt áð halda áfram á Frá vinstrÍ! Ólafur Jensson fyrr- um umdæmisstjóri. Asgeir Bjarnason gjaldkeri Geðverndar- félags íslands. Ilalldór Hansen formaður Geðverndarfélagsins. Eyjólíur Sigurðsson formaður Kdagsnefndar og Þorbjörn Karlsson núverandi umdæmis- stjóri. Ljósm. RAX. sömu braut, en K-dagur er ráð- gerður þriðja hvert ár framvegis. Kiwanismenn vildu koma á fram- færi til landsmanna þökkum fyrir góðar undirtektir í söfnuninni, sem fór fram annars vegar með þeim hætti að seldur var svonefnd- ur K-lykill og hins vegar með sérstakri söfnun meðal sjómanna með því að sendir voru söfnunar- listar í skip og báta. Halldór Hansen læknir, formað- ur Geðverndarfélags íslands, tók við gjafabréfi að upphæð 12,5 milljónir úr hendi Ólafs Jenssonar fyrrum umdæmisstjóra og sagði Halldór að vonast væri til að byggingarframkvæmdir við endur- hæfingarheimilið gætu hafizt fljótlega, en heimili þetta er ætlað til afnota fyrir einstaklinga af báðum kynjum og á öllum aldri til dvalar eftir meðferð á spítala og áður en hægt er að snúa til fyrri heimkynna. Tómas Helgason prófessor sagði að nokkur reynsla væri þegar komin af rekstri heimila sem þessara, en þau hefðu verið rekin í leiguhúsnæði, en það sem vantaði væri sérhannað húsnæði þar sem tekið væri nægilegt tillit til sérþarfa einstaklinganna. Hann sagði að æskileg stærð slíkra heimila væri fyrir 4—6 íbúa og bezt væri að þau væru staðsett í venjulegu íbúðarhverfi og taldi hann æskilegast að komið yrði upp fleiri og smærri slíkum heimilum, en fáum og stórum. Tómas sagði að hópur öryrkja, sem væri þögull og gæti ekki barizt fyrir sínum málefnum, sjálfur, yrði að njóta stuðnings félaga eins og Kiwanis- hreyfingarinnar og Geðverndarfé- lagsins til þess að koma málefnum sínum áfram í þjóðfélaginu og hefðu þessi félög sýnt af sér góðan stuðning við málefni geðsjúkra t.d. með söfnum Kiwánismanna 1974 þegar féð rann til Bergiðjunnar, sem áður er getið. Sem fyrr segir verður 2 milljón- um af söfnunarfénu varið til tækjakaupa fyrir geðdeild Fjórð- ungssjúkrahúss Akureyrar og verður ákveðið bráðlega hvers konar tæki verða keypt og það sem renna á til byggingar heimilisins á ísafirði, kr. 500 þúsund, verður einnig afhent við fyrsta tækifæri af Kiwanismönnum vestra, en þegar mun hafist handa um byggingu þessa heimilis og standa m.a. að því styrktarfélög vangef- inna á Vestfjörðum o.fl. Hart deilt um bók Torkild Hansens í N oregi Ný Hamsun-bók í janúar Morgunblaðið hefur aflað sér einkaréttar á birtingu kafla úr bók Torkild Hansens, „Réttarhöldin yfir Knut Hamsun“, sem nýlega kom út í Noregi, Danmörku og Svíþjóð og vakið hefur óskipta athygli. Verða kaflarnir birtir í laugardags- og sunnudagsblaði, en hér fer á eftir samantekt fréttaritara Morgunblaðsins í Osló Jan Erik Lauré, um deilur þær, sem risið hafa í Noregi eftir að bókin kom út. Umræður um verk Torkild Han- sens „Réttarhöldin yfir Knut Ham- sun“ feykjast þessa dagana eins og sannkallaður haustvindar yfir Nor- eg. Biöð hafa þegar ljáð þessu máli slíkt rúm, að væri allt saman talið, fréttir, greinar og athugasemdir, mætti eflaust mæla það í kílómetr- um. Bókin hefur einnig orðið til þess að áhugi á verkum Hamsuns hefur stóraukizt, og bækur hans hafa aidrei selzt eins grimmt og nú. Fyrsta upplagið af bók Hansens hvarf eins og dögg fyrir sólu og nýtt tíu þúsund eintaka upplag er í prentun. Þá bíða Norðmenn spenntir eftir nýrri bók um Hamsun síðan það vitnaðist að Sigrid Stray, lögfræðingur skáldsins um tveggja áratuga skeið, sem er nýlátin, hafði skilið eftir sig handrit að bók, sem kemur út í janúar næstkomandi, og ber titilinn „Skjólstæðingur minn, Knut Hamsun“. „Réttarhöldin yfir Knut Hamsun" hefur fengið stórkostlegar móttökur norskra bókmenntagagnrýnenda og margir þeirra telja að hér sé um að ræða bókmenntalegt meistaraverk. Ekki liðu þó margir dagar frá því að bókin kom út þar til ýmsir bók- mennta- og sagnfræðingar í Noregi tóku sig til og gagnrýndu Torkild Hansen fyrir það að ýmsar ypplýs- ingar varðandi staðreyndir væru rangar eða þá að ekki hefði verið gætt nægilegrar vandvirkni við umfjöllun þeirra. Margir hafa haldið því fram að Hansn hafi af ásettu ráði reynt að draga dul á stuðning Hamsuns við nazista, meðal annars með því að grípa í töluverðum mæli úr samhengi ummæla einstakra manna. Doktor Yngvar Ustvedt varð fyrstur til að láta í Ijósi andúð á.bók Hansens, og hélt hann því meðal annars fram að í bókinni væri ekki Torkild Hansen — sakaður um að hafa tekið oí mikið mark á þeim. sem vilja hlífa Quislingunum í Noregi. minnzt á framkomu Hamsuns gagn- vart þýzka rithöfundinum Carl von Ossietzky. Hansen vísaði þessu á bug í danska sjónvarpinu með því að lesa kafla úr bók sinni þar sem Ossietzky er nefndur. I bókinni er athygli vakin á því að Hamsun hafi öðru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.