Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978 1 7 í einu af síðustu ljóðunum sem Steinn Steinarr orti, Formáli á jörðu kallast það, yrkir hann um orðið: Út í veröld heimskunnar út í veröld oíbeldisins. út í veröld dauðans sendi ég hugsun mína íklædda dularfullum óskiljanlegum orðum. Mér virðist eins og þetta ljóð hafi verið upphaf nýs tímabils í skáldskap Steins. Það sem m.a. er merkilegt við það eru tengslin við Tímann og vatnið. Það er líkt og skáldið sé að lýsa Tíman- um og vatninu þegar það talar um hugsun sína „íklædda dularfullum óskilj- anlegum orðum“. En Formáli á jörðu sem Steinn birti í Nýju Helgafelli ásamt tveimur öðrum á árunum 1956—57 er opin- skátt ljóð. I því eru engar duldar merkingar. Við skilj- um hvert skáldið er að fara þegar það lýsir sorg sinni, von og trú. Og ljóðið endar sem stefnuyfirlýsing: Svo að ljóðið megi lifa svo að andinn megi lifa, svo að guð megi lifa. Kristján Karlsson hefur skrifað: „Steinn orti sig í þá aðstöðu, að guðstrú virtist Jóhann Hjálmarsson: LJÓÐIÐ LIFIR Sjötíu ár frá fœðingu Steins sinni gengizt við nazismanum opin- berlega „hálfu öðru ári síðar þegar hann mótmælti því að friðarverð- laun Nóbels væru veitt þýzka rithöfundinum Ossietzky, sem Hitler hafði sent í fangabúðir. í báðum tilvikum er tónninn blandaður beizkju og hörku". Ustvedt varð að taka aftur fullyrð- ingu sína um að Ossietzky væri ekki nefndur á nafn, en hann áréttaði að árásir Hamsuns á hann hefði vakið gífurlega athygli og deilur í Noregi, og sú staðreynd að þær komu fyrir aftur og aftur hefði öðru fremur orðið til að vekja athygli almennings á þeirri staðreynd að Hamsun hefði verið nazisti. Með tilliti til þessa væri óafsakanlegt að Hansen hefði ekki ljáð máli Ossietzkys meira rúm í bókinni en raun bæri vitni. Þá hélt Ustvedt því fram að frásögnin um aftöku Quislings, hins norska „fuhrer" í stríðinu, sé ekki annað en hugarburðar Hansens sjálfs. Hansen hefur viðurkennt að það sé rangt með farið að Quisling hafi verið bundinn við staur þegar hann var skotinn. I öðru upplagi norsku útgáfunnar verða einnig leiðréttar rangar fullyrðingar um að lík Quislings hafi verið haft til sýnis fyrir almenning og að ýmsir hafi við það tækifæri potað í líkið. Um þetta segir Torkild Hansen að það sé vel til í dæminu að einstök atriði af þeim aragrúa upplýsinga, sem fram komi, séu ekki fullkomlega rétt, en hins vegar sé þess að gæta að hefði hann farið þá leið að sannreyna hvert smáatriði þá hefði honum aldrei unnizt tími til að ljúka verkinu. Daginn eftir þetta uppgjör Han- sens og Ustvedts var komið að hinum þekkta bókmenntagagnrýnanda, Björn Carling, að tjá sig um málið. „Innkallið bókina úr bókaverzlun- um“ sagði hann, og skýrði síðan mál sitt á þessa leið: „Ef Torkild Hansen ætlast til þess að vera tekinn alvarlega sem sagnfræðingur og vill að litið verði á verk hans sem undirstöðurit getur hann ekki látið sér nægja að leiðrétta rangfærslur jafnóðum og á þær er bent. Það eru Knut Hamsun — myndina tók Tore Ilamsun. sonur skáldsins, árið 1941. Tore heldur því fram aö faðir hans hafi verið alheill á geði þegar hann fór í geðsjúkra- hús eftir stríðið. og bendir í því sambandi á að hann hafi verið kominn vel á veg með að skrifa „Grónar giitur“ þegar hælisvistin hófst. en að henni lokinni hafi hann hins vegar verið svo miöur si'n að hann hafi ekki getað hafizt handa að nýju fyrr en seint og síðar meir. forsendurnar sjálfar, sem eru rang- ar. Hann verður að fara fram á að upplagið verði innkallað og skrifa síðan bókina algjörlega upp á nýtt“. Carling vísar til hneykslanlegrar umfjöllunar Hansens á réttarhöld- unum i Noregi þar sem hann ber þau saman við það sem átti sér stað í Frakklandi eftir stríðið. Hansen heldur því fram að Norðmenn hafi allt að því slegið heimsmet í fjölda dómsmála vegna landráða og enn- fremur gagnrýnir hann það sem hann telur vera fávísleg skrif Hansens um það hver hafi sökkt þýzka herskipinu Blucher. Brigt Jensen, forstjóri norska Gyldendals, sem gefur út bók Hansens í Noregi, hefur vísað þessari uppástungu Carlings á bug með þjósti miklum. í umræðuþætti norska sjónvarps- ins 5. október hitti Hansen svo fyrir einn af þeim mörgu, sem deilt hafa á verk hans, Hárald Ofstad prófessor. Ofstad lagði mjög að Hansen að svara þeirri beinskeyttu og einföldu spurningu hvort Hamsun hefði verið nazisti. Hansen fékkst ekki til að svara þessu annað hvort játandi eða neitandi, en hélt því í staðinn fram að svar við spurningunni hlyti að vera hægt að finna á þeim rúmu 800 síðum, sem í bókinni væru. — Þú ert skræfa, Hansen, var svarið frá Ofstad. Það sem vakti þó mesta reiði almennings og gerði það að verkum að símalínur sjónvarpsins og dag- blaða urðu rauðglóandi þegar reiðir sjónvarpsáhorfendur fóru að láta til sín heyra, var að stjórnandi þáttar- ins þótti níðast um of á Hansen og draga taum Ofstads. — Tveir á móti einum, var sagt. Þátturinn var tekinn upp í Danmörku, og þvi var haldið fram í norskum blöðum að Hansen hefði sett ýmis skilyrði fyrir því að koma fram í honum, meðal annars að hann þyrfti ekki að koma til Noregs og ennfremur að Yngvar Ustvedt yrði ekki meðal þátttakenda í umræðunum. Nýja bókin Enn héldu Hamsun-deilurnar áfram og daginn eftir að fyrrnefndur sjónvarpsþáttur var á dagskrá skýrði Aftenposten frá því að væntanleg væri ný bók um skáldið, og væri hún sennilega ekki síður bitastæð en bók Hansens. Sigrid Stray hæstaréttarlögmaður var um eina útgönguleiðin, og sú leið er opin, af því að afneitun hans er lifandi tilfinning en ekki tómlæti. Ef kvæði hans sanna nokkuð, er það gildi trúar fyrir manninn". Þessi orð Kristjáns virðist mér að unnt sé að samþykkja þótt torvelt sé að hugsa sér Stein Steinarr trúarskáld nema þá „með neikvæðu forteikni“ eins og Kristján bendir raunar á. Háspekileg tóm- hyggja Steins-sem Magnús Asgeirsson nefnir svo og efahyggja sem var honum í blóð borin setti svip á allt sem hann orti og ekki síst það sem hann sagði. Þess vegna gat hann fullyrt að hið hefðbundna ljóðform væri loksins dautt af því að honum var ljóst að ný heimsmynd krafðist nýs forms, nýrra aðferða í skáld- skap. Þótt við skiljum ekki Tím- ann og vatnið til fullnustu, getum ekki ráðið öll tákn ljóðsins, aðeins skynjað þau, er okkur ljóst að ljóðið er mikill skáldskapur, í senn algildur og einkalegur. Eitt af því sem augljóst er í ljóðinu er söknuður þess. Skáldið dreymir um konu sem stödd er í fjarska, fjarlægð og nálægð renna saman í eitt, minningin verður raunveruleg: Og fjarlægð þín sefur í faðmi mínum í fyrsta sinn I fyrstu bókum Steins eru ljóð sem eru líkt og vísbend- ingar um Tímann og vatnið. tveggja áratuga skeið lögfræðingur Hamsuns, en hún lézt í júní s.l. 85 ára að aldri. Skömmu fyrir andlátið lauk hún við handrit sitt að bókinni „Skjólstæðingur minn, Knut Ham- sun“. Bókin á að koma út í janúar á næsta ári, en frásögnin spannar árabiiið 1939 til 1951, eða frá því að Sigrid Stray tók að sér mál Hamsuns ogþar til hann lézt. Ýmislegt kemur þar fram sem áður hefur ekki verið á almannavit- orði, til dæmis eru birt 73 bréf rithöfundarins til lögfræðingsins. Auk þess eru birt bréf annarra hlutaðeigandi, til dæmis Marie Hamsun, barna þeirra og Hermans Wildenvey. Sigrid Stray flutti mörg mál fyrir Hamsun og var ekki aðeins verjandi hans í réttarhöldunum eftir stríðið. Bókin verður um 300 síður, og þar af fjallar um þriðjungur um atburði, sem áttu sér stað á árunum 1945—1952, þannig að ætla má að réttarhöldunum og bók hans, „Grón- ar götur“, séu þar gerð ýtarleg skil, Ótalið er framlag mannsins, sem annaðist geðrannsóknina á Hamsun áður en réttarhöldin hófust, til umræðna um bók Torkild Hansens. Það var Gabriel Langfeldt prófessor, sem stjórnaði geðrannsókninni, og Hansen gagnrýnir hann svo harðlega að Langfeldt hefur ekki talið fært að láta ósvarað því sem hann telur þar rangt og ósatt sagt. Langfeldt kveðst aldrei hafa rofið þagnarheit sitt í sambandi við rannsóknina, sízt hvað viðkemur þeim hluta hennar þar sem kynlíf Hamsuns var til umræðu. Því er þær upplýsingar að finna í bókinni að sonur Hamsuns, Tore, veitti sam- þykki sitt fyrir því. Langfeldt vísar því jafnframt á bug að hann hafi sýnt þessum þætti í lífi skáldsins hlutfallslega meiri áhuga í geðrann- sókninni en öðrum, en kveðst hafa spurt Marie Hamsun „hvernig þeim hefði samið í hjónabandinu“. Hafi frú Hamsun þá af frjálsum og fúsum vilja gefið langa og ýtarlega skýrslu þar um. Læknirinn hafnar þeirri fullyrðingu Hansens að Hamsun hafi verið heill á sönsum þegar hann kom Og Formáli á jörðu minnir einnig á Tímann og vatnið eins og fyrr segir. Ber þá að líta á Tímann og vatnið sem hátindinn í sKaldskap Steins? Það held ég að fari ekki á milli mála. Aftur á móti er margt í Tímanum og vatninu sem bendir til þess að skáldlegur þroski Steins hafi átt eftir að öðlast meiri dýpt, sumt hafi verið honum sjálfum líkt og ómeðvitað og hann hafi ekki gert sér ljóst hvert stefndi. Þess vegna tel ég að Formáli á jörðu hafi. verið það framhald skáld- skapar Steins sem var í samræmi við óvenjulegar gáfur hans. En hann var orðinn sjúkur maður og lést fyrir aldur fram 49 ára að aldri. „I Tímanum og vatninu er bent á leið sem farin verður um ófyrirsjáanlega framtíð í íslenskri ljóðlist" segir Matthías Johannessen í bók sinni Hugleiðingar og viðtöl, en lokakafli þeirrar bókar er helgaður persónulegum minningum um Stein. Margt hefur breyst síðan. Leið Steins Steinarrs í Tímanum og vatninu hefur að vísu verið farin og verður á- reiðanlega farin þótt árin líði. En ung skáld leita nýrra leiða eða réttara sagt finna nýjar leiðir. Skáldskapur ungu kynslóðarinnar á ís- landi er jafn ólíkur Tíman- um og vatninu og Tíminn og vatnið var ólíkur nítjándu aldar skáldskap eins og hann birtist í verkum Steingríms Thorsteinssonar og Matthí- asar Jochumssonar til dæm- is. í geðsjúkrahúsið, enda hafi niður- staða sérfræðinga hlotið að verða á þá lund að heilablóðfall í tvígang hefði óhjákvæmilega í för með sér varanlega skerðingu á sálrænu atgervi. I sambandi við þetta vekur Langfeldt sérstaka athygli á því að hér þýði „varanlegt" á sérfræðinga- máli „langvarandi". Langfeldt segir: — Lokaniðurstaða mín varðandi ummæli, sem Torkild Hansen lætur fjalla í bókinni „Réttarhöldin yfir Knut Hamsun" um persónu mína og geðrannsóknina getur ekki orðið á annan veg en þann að þau séu meiðandi, ósönn og illgjörn. Hansen hélt því fram í sjónvarpsviðtali hinn 4. október að hann væri listamaður og að bók hans væri heimildarit. Hið síðara sténzt engan veginn. „Heim- ildarit“ þýðir að lögð séu fram sönnunargögn um áreiðanleika gkjala, sem fjalla um hið tiltekna mál. Bók Hansens er morandi í ósannindum og atriðum, þar sem sannleikanum er hagrætt, og því er hún óravegu frá því að geta kallazt heimildarit. Torkild Hansen svarar þessu á þá lund, að leiðréttinga á grundvelli þess sem Langfeldt segir, sé ekki að vænta frá hans hendi. — Eg átti von á því að Langfeldt mundi svara þessu, en bjóst ekki við að tilfinn- ingasemi yrði svo áberandi. Enn er ekki búið að segja síðasta orðið í þessum tilfinningamálum í Noregi. Ohætt er þó að slá því föstu að bók Hansens hafi vakið gífurleg- an áhuga á öllum verkuni Hamsuns. Eftirspurn eftir „Grónum götum“ hefur aukizt gífurlega, bæði í bókasöfnum og bókaverzlunum, auk þess sem langir biðlistar eru í bókasöfnum af fólki, sem vill fá léða þessa umtöluðu bók Hansens. Rit- höfundurinn hefur sagt aö bókin um Hamsun gæti komið af stað borgara- styrjöld í Noregi. Þaö er víst ekki ekki fjarri sanni, enda er næstu tíu þúsund eintakanna af hinum „bók- menntalega hornsteini“, eins og verkið hefur verið kallað, beðið með mikilli óþreyju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.