Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978 t Sonur okkar, JÓNAS HREINN HREINSSON, Sogavegi 74, lézt af slysförum 12. þ.m. Thordía H. Jónaason, Hrein Jónasson. t Móöir okkar, ELÍN SIGURÐARDÓTTIR, frá Bergstöðum, Vestmannaeyjum, andaöist 10. október aö Dvalarheimilinu Hraunbúöum, Vestmannaeyjum. Hjördía Guðmundsdóttir, Óskar Guðmundaaon, Tómas Guðmundsson. t KARL BIRGIR VIGBERGSSON, Skipholti 32, er látinn. Aðatandendur. t TEITUR BOGASON Brúarfossi, andaöist á Sjúkrahúsi Akraness 9. október. Jarösett veröur að Ökrum, laugardaginn 14. okt. kl. 14.00. Vandamenn t Maöurinn minn, faðir okkar og sonur, EINAR KÁRI SIGURDSSON, veröur jarösunginn frá Stóra-Núpskirkju laugardaginn 14. október kl. 2. Margrét Steinpórsdóttir og börn. Ellen Stefánsdóttir, Sigurður Einarsson. t Innilegar þakkir til allra, sem auösýndu okkur samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför JÖRUNDAR SIGURBJARNASONAR, Sörlaskjóli 84. Fyrir hönd aöstandenda, Geröur Gunnlaugsdóttir, Þorgrímur Kristmundsson. t Þökkum hjartanlega vinarhug og samúö við andlát og útför GUÐNA MAGNÚSSONAR, Hólmum. Rósa Andrésdóttir, Jón Guönason, Ragnhildur Guðmundsdóttir, Andrés Guðnason, Guðrún G. Guðmundsdóttir, Kristrún Guðnadóttir, Hörður Guðmundsson, Magnea G. Edvardsson, Bengt Edvardsson, Gerður Elimarsdóttir, Kristjén Ágústsson. t Okkar innilegustu þakkir til allra, sem sýndu okkur samúö og hluttekningu viö fráfall og jaröarför JÓNS SIGURÐSSONAR, Fremra-Hélsi, Kjós. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks á deild 2-B á Landakoti, fyrir frábæra umönnun., Ingibjörg Eyvindsdóttir, Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Þakkir Öilu því góöa fólki er sýndi okkur samúö og trygglyndi viö andlát og jarðarför SIGUROAR sonar okkar. færum viö kærar þakkir og biðjum Drottin launa í nútíö og framtíö. Selvogsgrunn 22, Reykjavík. Þórunn Sigurðardóttir, Jón Páitson. Minning: Una Guðmundsdóttir - Völva Suðurnesja - Fædd 18. nóvember 1894, Dáin 4. október 1978. Nú er hún Una vinkona farin heim komin til frænda og vina þangað sem hún flestum fremur mátti til þekkja. Hún Una kvaddi sinn jarðneska stað á sjúkra- húsinu í Keflavík miðvikudaginn 4. október s.l. og verður jarðsett frá Útskálakirkju í dag föstudag- inn 13. október. Hin langa ævi hennar Unu er nú liðin tíð sem verður vel í minnum höfð hjá öllum þeim fjölmörgu nær og fjær er nutu þeirrar sönnu ánægju að kynnast henni og hennar æviferli. Hún Una var engin meðal- manneskja þótt líkamsstærð hennar væri tæpast í meðallagi. Það sem inni fyrir bjó var svo miklu stærra, var sannarlega stór kona. Hún Una hafði í ríkum mæli fengið í vöggugjöf marga af þeim bestu kostum sem mönnum eru gefnir. Mjög góða greind, frábært rninni, dulræna hæfileika, dyggðuga lífshugsjón og hlýlegt hjartalag. Úr þesSum guðsgjöfum vann hún Una með heiðri og sæmd þann gilda þráð sem hún gerði að haidreipi þeirrar vináttu og þeirrar virðingar sem hún naut í svo ríkum mæli á sinni löngu lífsævi. Um fæðingu Unu Guðmunds- dóttur segir svo í prestþjónustu- bók Útskálasóknar: Fædd 18. nóv. 1894, skírð 2. desember s. á. Foreldrar Guðmundur Jónsson og Guðríður Þórðardóttir 41 árs gömul, bæði ógift þurrabúðarfólk í Skúlhúsum. Guðfeðgin Jón Ás- mundsson og ljósmóðirin Jórunn Guðmundsdóttir á Hellum og Bjarni Sveinsson þurrabúðar- maður í Skúlhúsum. Guðríður Þórðardóttir móðir Unu var fædd 2. maí 1853 að Syðri Hömrum í Kálfholtssókn í Rang- árvallasýslu. Foreldrar hennar voru Æsa Hafliðadóttir Sigurðs- sonar frá Meðhúsum í Hvolhreppi og Þórður sonur Þórðar Jónssonar bónda og meðhjálpara á Syðri Hömrum. Guðmundur Jónsson faðir Unu fæddur 6. júní 1854 í Narfabæ (Narfakoti) á Vatnsleysuströnd. F'oreldrar hans voru Jón Torfason og Guðrún Ásmundsdóttir er þar bjuggu á fimmta tug síðustu aldar. Guðrún var ættuð úr Miklabæjar- sókn í Skagafirði en Jón Torfason afi Unu var fæddur 8. september 1807 í Naustakoti á Vatnsleysu- strönd. Þar bjuggu foreldrar hans Torfi Jónsson fæddur í Naustakoti um 1770 og hans kona Halldóra Erlendsdóttir fædd á Snorrastöð- um í Laugardal 1772. Það er því víst að föðurættin hennar Unu á sínar rætur að rekja tvö til þrjúhundruð ár á Suður- nesjaslóðum. Guðmundur Jónsson faðir Unu kom eins árs gamall af Vatnsleysuströndinni út í Njarð- víkur að Lambhúsum í Innra hverfinu til hjónanna Stefáns Stefánssonar sem ættaður var frá Tungu á Hvalfjarðarströnd og Marínar Jónsdóttur sem fædd var í Landakoti á Vatnsleysuströnd. Marín ólst upp í Narfakoti í Njarðvíkum hjá hjónunum Sæmundi Klemenssyni bónda og Ingibjörgu Sæmundsdóttur. Hjá þeim hjónum í Lambhúsum Stefáni og Marínu ólst Guðmundur upp til 17. ára aldurs, en þá um vorið 1862 deyja þau Lambhúsahjónin bæði í sömu vikunni og var nú Guðmundur einn orðinn og yfirgaf hann þá byggðarlagið. Var um tíma á Vatnsleysuströnd og vogum, fer svo austur í Landssveit að Minni— Völlum og er þar í sveit í nokkur ár. Guðmundur kynnist þar stúlku er Ástríður hét frá Skarfanesi þar í sveit. Þau stofnuðu heimili og fóru að búa saman í húsmennsku og eignuðust eina dóttur er Marína hét. Þau slitu samvistum eftir skamma sambúð, fór Guðmundur þá suður í Leiru að Stórhólmi til hjórianna Sveins Helgasonar og Þóreyjar Guðmundsdóttur. Þar kynntist hann fyrrnefndri Guðríði Þórðardóttur móður Unu. Þau Guðmundur og Guðríður byrjuðu sinn búskap í Meiðarstaðarkoti í Garði, þar fæddist Æsa elsta barnið þeirra. Um það bil 1885 byggðu þau Guðmundur og Guðríður lítinn timburbæ skammt frá Meiðarstöðum, nefndu þau bæinn Skúlhús og í þeim bæ bjuggu þau bæði til æviloka. Þar fæddust börnin þeirra Stefán, Ófeigur, Þorsteinn, Guðjón og Una. Þau Guðmundur giftust ekki, var Guðríður einatt skráð bústýra hans. Guðmundur í Skúlhúsum varð sem fleiri þá að lifa nær eingöngu með sína fjölskyldu á því sem aflaðist úr sjónum. Börpin voru orðin mörg og sumarið 1894 var enn eitt á leiðinni það var hún Una sem fæddist í nóvember þá um haustið. Og einhvers staðar segir: Enginn veit sína ævina fyrr en öll er og nú var að koma dagur að kveldi í sambúð þeirra Guðríðar og Guðmundar. Guðríður dó tæp- um tveimur mánuðum eftir að Una fæddist. Nú stóð Guðmundur einn uppi með barnahópinn sinn en hann átti marga góða nágranna er réttu honum hjálparhönd og þótt sorgardagar væru í Skúlhúsum var ekki myrkur allt í kring og litla nýfædda telpan átti fljótlega því láni að fagna að komast í góðar móðurhendur. Þá bjuggu á Gauks- stöðum í Garði hjónin Jón Finns- son og Guðrún Hannesdóttir. Guðrún kom að Skúlhúsum til Guðmundar tók litlu telpuna fór með hana heim til sín. Gaf hún henni óspart móðurmjólk sína er hún hafði í ríkum mæli handa Unu og litlum syni er Guðrún átti sjálf. Röskum 80 árum síðar sagði Una svo frá: Það var mikið lán fyrir mig að komast til þeirra afbragðs- góðu hjóna Guðrúnar og Jóns á Gauksstöðum. Þar var ég eins og þeirra eigið barn og kallaði þau pabba og mömmu og hef alla tíð mikið góðar minningar um þau góðu hjón og börnin þeirra. I tvö ár var Guðmundur einn með börnin sín í Skúlhúsum og varð á þeim árum jafnframt að stunda sjóinn eins og mögulegt var til að vinna fyrir heimilinu. Hann ræktaði kartöflur og hafði stóran kartöflugarð við bæinn og var það mjög til bóta fyrir matarræði barnanna. Á þessum árum meðan Guðmundur var einn með börnin sín varð það að hpnum hlotnaðist peningastyrkur sem meðgjöf til barnanna. Voru það 15 krónu árstillag með fjórum börnum hans, þætti sú upphæð í smærra lagi nú til dags. Að þessum tveimur árum liðn- um fékk Guðmundur sér ráðskonu Sigurlaugu Sveinbjörnsdóttur ætt- aða frá Hjallanesi í Landssveit. Var Sigurlaug hin besta manneskja og gekk börnunum í móðurstað, en það var ekki lengi sem hennar sambúð og Guðmund- ar stóð. Það var þann 28. mars 1899 aö Nikulás Eiríksson tómt- húsmaður í Gerðum og formaður á Áttæringi réri til fiskjar í Garð- sjóinn. Á skipi hans voru 9 manns. Er þeir komu úr róðrinum og ætluðu að lenda í Gerðavörinni barst skipinu á í lendingu og drukknuðu 5 af skipsverjum, þar á meðal formaðurinn og Guðmundur Jónsson í Skúlhúsum. Þegar þetta skeði var Una á fimmta árinu. Nú var Sigurlaug orðin einsömul með börnin í Skúlhúsum, og var hún sem þeirra besta móðir alla tíð meðan þau voru að komast upp en lengst hjá henni voru Guðjón og Una, sem var með henni alla tíð þar til hún dó 1927. Um þessa ágætu fóstru sína sagði Una á gamalsaldri að hennar ævi yrði skráð með gullnu letri. Þótt Una hefði afar lítið af sínum eigin foreldrum að segja í þessum heimi hafði hún í sínum hugarheimi og í sinni dulrænu vitund góð kynni og náið samband við þau. Fortíðin var henni engu að síður ljóslifandi heimur þessa heims og annars, en sá heimur er Minning: Salbjörg Kristín Araaóttir Minning F. 10. ágúst 1900. D. 2. október 1978 I dag verður jarðsungin frá Dómkirkjunni frú Salbjörg Kristín Aradóttir, ræstingakona í Alþingishúsinu um 40 ára skeið. Foreldrar Kristínar Aradóttur, eins og flestir kölluðu hana, voru hjónin Kristín Guðmundsdóttir og Ari Stefánsson, bóndi á Þorbergs- stööum í Laxárdal, Dalasýslu, síðar Stóra-Langadal á Skógar- strönd. 19 ára gömul fór Kristín úr foreldrahúsum, til þess að vinna fyrir sér við þau störf, sem henni buðust hverju sinni. Hún eignaðist dóttur, er hún var 23 ára, með Kjartani Árnasy.ni. Árið 1930 giftist hún Andrési F. Lúðvíkssyni trésmíðameistara sem þá var ekkjumaður og átti tvær dætur Dýrleifu og Soffíu. Re.vndist það vera gott hjónaband, enda þótt þeim yrði ekki barns auðið. Hún varð að standa i stríðu með mann sinn fárveikan á heimili þeirra síðustu ár hans, en hann andaðist sumarið 1977. Undirritaður kynntist Kristínu er hann réðst sem forsetaritari til Sveins Björnssonar forseta 1945, en Kristín hafði hafið ræstinga- starf í Alþingishúsinu um 1935 og er skrifstofa ríkisstjóra, síðar forseta Islands, var stofnuð í sama húsi tók hún að sér ræstingastörf þar og vann þau störf allt fram til þessa, að forsetaskrifstofan var flutt í Stjórnarráðshúsið við Lækjartorg. Kristín var fádæma vandvirk dæmigerður fulltrúi gamla tímans, húsbóndaholl, vinnusöm og þrifin svo að af bar. Meðan Alþingi var að störfum, svaf hún í húsinu um nætur í herbergi uppi undir súð. Myndu sennilega ekki allir hafa kosið að dveljast þar á nóttunni, en Kristín átti'ekki til myrkfælni, enda þótt hún tryði mér fyrir því að hún hefði í nokkur skipti orðið fyrir notalegri yfirskilvitlegri reynslu í því merka húsi. Þá var velferð þingmanna á vissan hátt í höndum þriggja kvenna. Kristínar sem sá um allt hreinlæti og var eiginlega Móðir okkar SVANBORG MARÍA JÓNSDÓTTIR Skálholti 9, Ólafavfk, veröur jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 14. október kl. 14. Sigríöur H. Stefánsdóltir, Fríða Stefénadóttir Eyfjörð, Þorgilt Stefánaaon, Alexander Stefánaaon, Geatheiður Stefánadóttir, Erla Stefánadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.