Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.10.1978, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. OKTÓBER 1978 MORöJlv KArr/NO — 1 S=2. r«^__ ol' >S>-' GRANI göslari Þú talar alltal um að þetta verði allt mitt, en þú heíur aldrei neínt að ég þyrfti að vinna? Nei, ég held, Grani. að það sé ekki markaður íyrir heil- hringsruggustóla. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Hvað á hann og hvað á hann ekki? Hvar eru slagirnir og hvar eru þeir ekki? Þetta er hluti af þeim spurningum, sem við spyrj- um okkur sjálf í vörninni. Og svör við þeim gætu komið að liði við úrlausn varnarviðfangsefnis. Gjafari norður, allir á hættu og við lítum fyrst á spil norðurs og austurs. Norður S. K105 H. KDIO T. KDG3 L. ÁKIO Austur S. ÁDG96 H. Á96 T. 642 L. 52 Suður er sagnhafi i fjórum hjörtum en norður hóf sagnir á einu laufi sterku. Þú sagðir einn spaða á spil austurs, suður doblaði til að sýna 5—7 punkta og sagði seinna hjörtu, sem norður hækkaði. Vestur spilar út spaðasjöi og austur fær slaginn á gosa. Hvert yrði framhald þitt? Útspilið segir ekki mikið. Getur verið frá tvíspili en getur einnig verið hæsta spil af þrem. Dobl suðurs hjálpar við staðsetningu báspilanna, sem vantar. Hann á örugglega tígulásinn og ef hann á gosann í hjarta ásamt fjórum smáspilum er auðvelt að telja hjá honum tíu vinningsslagi. Það er ekkert betra að gera en spila spöðunum í von um að vestur eigi þar annaðhvort tvíspil, en þá er vörnin auðveld, eöa ef hann á þrjá spaða, að hann eigi hjartagos- ann að auki. Norður Vestur Austur Suður S. K105 S. 742 S. ÁDG96 ' S. 83 H. KDIO H. G3 H. Á96 H. 87542 T. KDG3 T. 975 T. 642 T. Á108 L. ÁKIO L. G8743 L. 52 L. D96 Slag nr. 2 tekur þú á spaðaás, nr. 3 fær borðið á kónginn, hjartakóng tekur þú með ás, spilar spaða í fjórða sinn en þá fórnar vestur hjartagosanum og nían þín verður fjórði slagur varnarinnar. COSPER ©PIB COPCNNKIN COSPER Hún getur ekki hætt að dansa vegna skattanna! Í 3 H ' 'ij . ! n l Hraðbréf til S.Í.S. Hér fer á eftir hraðbréf til forráðamanna Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga varðandi útflutning hrúta, sem greint hefur verið frá að standi til: „Þótt gjaldeyrishungur Islend- inga sé mikið er vafasamt að heimilt sé að grípa til hvaða ráða sem er til þess að seðja það. Ef SÍS vill ekki kalla yfir sig reiði almennings í þessu landi þá verða forráðamenn þess gefa fyrirskipun um það til útflutningsdéildar SIS að þegar í stað skuli hætt við að selja fimm hrúta til slátrunar við trúarathafnir austur í Iran. Það liggur fyrir í blaðafregnum samkvæmt upplýsingum tals- manns SÍS að slátrun sú sem hrútar þessir eiga yfir höfði sér sé framkvæmd með þeim hætti að algjörlega brjóti í bága við íslenzk lög og reglur hér að lútandi (um slátrun.) SÍS-menn verða menn að meiri á eftir, ef þeir stöðva þetta og láta ekki þurfa að koma til frekari íhlutunar annarra. Sverrir Þórðarson.“ Ath.i Svo enginn beri nú skarð- an hlut frá borði — peningalega — býð ég útflutningsdeild S.I.S. að senda mér reikning fyrir hrútun- um fimm. Ég mun með aðstoð annarra dýravina greiða þann reikning. Sami. Þá hefur Anton Erlendsson einnig haft samband við Velvak- anda vegna sama máls og greint er frá hér á undan og taldi marga vera agndofa yfir þessari sölu og að menn hörmuðu þetta. Sagði Anton að þetta þætti ekki geðsleg meðferð á skepnunum og ætti að reyna að forðást slíkt. • Góð viðbrögð „Ég vil færa þakkir til sjón- varpsins og Bjarna Felixsonar fyrir hve fljótt þeir sýndu okkur landsleikinn Austur-Þýska- land—Island. Því miður var lands- leikurinn lélegur, hálfgerður göngufótbolti, en eigi að síður er alltaf fengur að því að sjá í sjónvarpinu landsleiki sem ís- lenzka liðið leikur erlendis. Þá langar mig að spyrja hvort engir möguleikar séu á því að fá myndir af leikjum frá Belgíu með Ásgeiri Sigurvinssyni sýndar í sjónvarpinu. S.E.“ • Að gefnu tilefni „Ég leit yfir grein í Mbl. um tónlistarsöfn á Islandi og hún var áhugaverð jafnvel fyrir leikmann á þessu sviði, en mér varð á að brosa (til vinstri). Þannig var að fyrir nokkrum dögum fór glaðleg og hressileg kona þótt öldruð væri að raula kvæði. Þeir sem viðstadd- ir voru könnuðust við ljóð og lag og sumir kunnu það að því að þeir héldu. Þá var það sem annað kvæði og annað lag kom til sögunnar en efni kvæðanna er að vissu marki skylt, bæði erlend. Annað kvæðið mun hefjast svo: „Hver ríður svo síðla um svalnæt- urskeið", kvæðið í „Svanhvít" en líklega til fleiri þýðingar. Þar koma við sögu faðir á ferð með barn og álfakonungur. Kvæðið „Engan grunar álfa- kóngsins mæðu“ munu margir kannast við. Það kvæði fjallar að vissu marki um álfa eins og hið fyrra. Spurningarnar sem vöfðust fyrir voru þessar: Hver er höfund- JOL MAIGRETS Framhaldssaga eltir Georges Simenon. Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaói. 8 — En faðir hennar er á lífi? Ilvar er hann niðurkominn? Ilver er hann? — Það er bróðir mannsins míns. Faul Martin. Að tala um hvar hann sé niðurkominn er kannski ekki eins einfalt... Ilún handaði frá sér hend- inni og hreyfing hennar gaf ýmislegt til kynna. — IIvena*r sáuð þér hann síðast? ' — Líklcga er mánuður eða svo síðan. Kannski lengra. Það var í kringum Allrasálna- messu. Ilann var þá að ranka við. — Aísakið. Ilvað eigið þér við. Ilún sagði með niðurhæidum ofsa. - Ég sé enga ástæðu til annars en vera hreinskilin við yður, fyrst við erum farin að tala um einkamálin. Það var finnanlegt á öllu að hún var. verulega örg út í fröken Doncoeur, að hún skellti skuidinni á hana fyrir þá aðstöðu sem hún var nú í. — Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá mági mínum sfðan hann missti konu sína. — Ilvernig þá með leyfi að spyrja? — Hann drekkur. Hann gerði það reyndar áður líka, en þó ekki svo að umtalsvcrð vandræði hlytust af. Ilann stundaði sfna vinnu. Ilann var f ágætri vinnu í húsgangavinnu- stofu í Faubourg Saint Anfoine. En síðan slysið varð... — Sem tclpan varð fyrir? — Nei, ég á við slysið sem kostaði eiginkonu hans Iífið. Sunnudag nokkurn datt honum í hug að fá lánaða bifreið hjá kunningja sfnum og fara í ökuferð með konu og harn út í sveit. Colette var ósköp lítil þá. — Hvenær var það? — Þrjú ár síðan. Þau snæddu hádegisverð við Mantes la Jolie. Paul gat ekki stillt sig um að fá sér vín með matnum og það sté honum til höfuðs. Þegar þau óku aftur áleiðis til Parísar söng hann fullum hálsi og slysið átti sér stað í grennd við Bougivalbrúna. Kona hans lézt samstundis. Sjálfur slasað- ist hann mikið. höfuðkúpu- brotnaði og mér skilst það sé mesta undur að hann skyldi sleppa. Colette var hins vegar svo sa*l og heppin að hún fékk ekki svo mikið sem skrámu. En upp frá þessum degi hefur hann verið gerbreyttur maður. Við tókum tcpluna — ég býst við að við ættleiðum hana. Hann kemur og heilsar upp á hana rétt stöku sinnum. en bara Öðru hverju og þegar hann er sæmilcga á sig kominn. Svo fer hann alltaf á kaf f drykkjuna aftur. — Vitið þér hvar hann býr? Ilún yppti öxlum. — Alls staðar og hvergi. Við höfum gengið fram á hann þcgar hann var í hópi hetlara. Stundum selur hann hlöð á giitunum. Ég segi þetta hér þó að fröken Doncoeur heyri enda er öllum fbúum hússins kunn- ugt um þetta. — Þér haldið ekki að hann hafi fengið þá flugu í höfuðið að klæða sig í jólasvcinabúning til að koma dóttur sinni á óvart. — Það sagði ég einmitt við fröken Doncoeur. En hún var sannfærð um að við a-ttum að tala við yður. — Þvf að hann hefur cnga ástæðu til að fara að eiga við gólffjalirnar. sagði friikenin og riidd hennar var eilítið hvöss og auðheyrt að henni mislfkaði stórum tónninn hjá frú Martin. — Kannski hefur maðurinn yðar komið til Parísar fyrr en áætlað hafði verið og ... — Það er áreiðanlega ein- hvern veginn í þeim dúr. Satt að segja er ég ekki vitund óróleg. Ef það hefði ekki verið friiken Doncoeur. Enn kom það fram. Ilún hafði hersýnilcga gengið þessi skref frá heimili sfnu þung f huga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.