Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTOBER 1978 Siglufjörður: Bæjarstjórnin vill viðræður við SR um mengun og löndun Hljómplötuvcrzlun Karnabæjar bauð á föstudag viðskiptavinum og vegfarendur í Austurstræti að horfa 1 sjónvarpstækjum tvær hljómsveitir flytja nokkur laga sinna. Myndin sýnir nokkra vegfarendur við glugga verzlunarinnar. Siglufirði, 13. október. BÆJARSTJÓRN Siglu- f jarðar samþykkti á íundi sínum 12. október með 9 atkvæðum að óska eftir viðræðum við stjórnendur Sfldarverksmiðja ríkisins um leiðir til að koma í veg fyrir mengun í sjó og lofti frá verksmiðju SR í Siglufirði. Samþykktin er svohljóð- andi: Bæjarstjórn Siglu- Flugleidir ganga ekki til samstarfs við Vængi AÐ UNDANFORNU hafa staðið yfir viðræður milli forráðamanna Vængja h.f. og Flugleiða um möguleika á sameiginlegum rekstri áætlunarflugs þessara tveggja félaga á innanlandsleið- um. Samþykkti stjórn Flugleiða á fundi sínum nú í vikunni að þessunt viðræðum skyldi lokið um sameiginlegan rekstur eða kaup á félaginu. I frétt frá Flugleiðum segir m.a. Varðarfundur um fjöl- miðla og stjórnmál LANDSMÁLAFÉALGIÐ Vörður heldur fund um Stjórnmál og f jölmiðla. í Valhölj klukkan 20.30 á þriðjudagskvöld. í upphafi fundar ins verður kjörin 3 manna kjörnefnd vegna uppstillingar til næstu stjórnar Varðar. Fundarstjóri verður Birgir ísleifur Gunnarsson borgarfulltrúi og fram- söguerindi flytja alþingismennirnir Eyjólfur Konráð Jónsson og Gunnar Thoroddsen. Að loknum framsöguer- indum taka Eyjólfur og Gunnar þátt í pallborðsumræðum ásamt ritstjór- unum Einari Karli Haraldssyni, Jónasi Kristjánssyni og Markúsi Erni Antonssyni. að þessar viðræður hafi leitt til þess að við réttar aðstæður geti verið hagkvæmt að starfrækja áætlunar- flug þessara tveggja félaga sam- eiginlega, en síðan segir í frétt Flugleiða: „Hinsvegar blasir við sú stað- reynd að bæði innanlandsflug Flugleiða og Vængja er rekið með verulegum halla, er að mestu stafar af rangri stefnu í verðlagsmálum, og því til staðfestingar má benda á, að frá árinu 1971 til dagsins í dag hafa far- og farmgjöld í innan- landsflugi hækkað um 463% en á sama tíma hefur vísitala vöru- og þjónustu hækkað um 717% og fargjöld með sérleyfisbifreiðum um 679%. Það er því augljóst að áætlunarflug innanlands á íslandi hefur ekki eðlilegan viðskiptalegan verðlagsgrundvöll eins og málum er háttað í dag." fjarðar óskar eftir fundi méð stjórn SR. Á fundinum verði ræddar leiðir til að minnka og koma í veg fyrir mengun bæði sjávar og lofts frá verksmiðju SR í Siglu- firði. Einnig vill bæjarstjórnin ræða löndunaraðstöðu hjá SR, sem bæjarstjórn telur ófullkomna eins og er og einnig þau vinnubrögð að ekki skuli nú tekið á móti loðnu nema til 2ja sólar- hringa í senn en það telur bæjarstjórnin bæði bæjar- félaginu og loðnuflotanum mjög óhagkvæmt. Bæjarstjóra var falið að óska eftir fundinum sem fyrst og ákveða fyrirkomu- lag viðræðna í samvinnu við framkvæmdastjóra eða stjórn Síldarverksmiðja ríkisins. Fréttaritari. Bústaðasókn BRÆÐRAFÉLAG Bústaða- kirkju heldur fund í safnað- arheimilinu annað kvöld, mánudagskvöld, klukkan 8.30. Samkomur í DAG klukkan 14 og 15 verða samkomur í Austur- stræti 12 á vegum Kirkju Krists af síðari daga heilög- um (Mormóna). Vilhjálmur Lúð- víksson fram- kvæmdastjóri rannsóknaráðs Menntamálaráðherra hefur sett dr. Vilhjálm Lúðvíksson framkvæmda- stjóra rannsóknaráðs ríkis- ins um sinn í stað Stein- gríms Hermannssonar sem lét af starfinu er hann varð ráðherra í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. ^60 hr »«*** n 'ÓV, - j. Helgarferðir til London fimmtudaga kl. 17.30 Brottför 12., Verð frá kr. Innif. flugf gisting og 5 dagar 26. okt. 9., 23. nóv. 83.000. ar, flugvallarskattur, enskur morgunveröur. __........J Okkar vinsælu helgarferðir til Glasgow Brottfarardagar: Okt. 13., 20. Nóv. 3., 10., 17. Des. 1. Verö frá kr. 74.800. I Kanaríeyjar 1978 — 1979 Brottfarardagar: Okt. 28. Nóv. 17. Des. 1., 8., 15., 22., 30. Jan. 5., 12., 19., 26. Febr. 2., 9., 16., 23. Marz 2., 9., 16., 23., 30. Apríl 6., 13., 20., 27. Maí 4., 11. Feröaskrifstofan Útsýn hefur eins og áöur ódýrar vikuferöir til London áriö um kring. Brottför alla laugardaga. Austurstræti 17 2. hæd, Símar 26611 og 20100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.