Morgunblaðið - 15.10.1978, Side 7

Morgunblaðið - 15.10.1978, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 7 Fagra haust, þá fold eg kveö faömi vef mig þínum. Bleikra laufa láttu beö aö legstaö veröa mínum, — kvaö Steingrímur í feg- ursta óöi, sem haustinu hefur veriö kveðiö á ís- lenzkri tungu, hans haust varö fagurt en hver hefur lifaö fegurra haust en þaö, sem Guö hefur gefiö okk- ur aö þessu sinni, hin Ijúfu kveld, hina Ijósu daga, bjarmann á fjöllum og byggö, blikiö á sjónum. Var ekki haustdýröin nægilegt lofgjöröarefni til hans, sem allar góöar gjafir gefur? Ætti þaö aö gleymast, þegar haustið er aö kveöja? „Fagra haust“, — óviö- jafnanleg litadýrö þess er flestum auösæ, en feigö- arblærinn, sem hverju hausti fylgir, vekur mönn- um angurværð, söknuð, þegar sumariö kveður, líkt og góöur vinur sé úr garöi sunginn. Svo fölnar öll jarönesk fegurö sem fjól- an á mörkinni í dag. Hvert bliknaö lauf minnir á þaö, aö feigðin er förunautur hins jaröneska. Nú höfum viö haustskóginn fyrir augum, hrörnun sumar- náttúrunnar, og boöskaþ- ur haustsins er alvarlegur og einfaldur í senn og minnir þig á þín eigin örlög: Fleyiö, sem ber þig, er brothætt skel, sumar þíns jaröneska dags er skammvinnt eins og ævi- skeið laufblaösins, sem fyrir fáum dögum bar angan og ilm af æsku- sumri, en fýkur nú fölnað um foldina, bliknaö meö feigðarfölva. Minna þessir dagar þig á sára stund, þegar haustlaufið hrundi yfir banabeö hjartfólgins vinar. Þegar þaö er aö gerast fer sorgin stundum eins og hauststormur yfir hjartaö. Hvarvetna er þaö eðli lífs aö veita dauöanum viönám og í sérhverju haustlaufi er sú barátta háö. En gætum þó aö, sjáöu hvernig sumargróð- urinn tekur kveöju hausts- ins, er ekki unaðslega hljóölátur blær yfir honum, þegar feigöin kallar? Hvar er kyrrðin meiri, friöurinn dýpri en yfir kyrrlátu haustkveldi, eins og þau hafa flestöll veriö aö þessu sinni? „Eins og heilög Guös Rigning lá hauöur og sær“, kveöur sra Matthías, er ekki einmitt svo á kyrru, fögru kveldi aö hausti? Friöur vornæturinnar get- ur veriö mikill, en þó er hann þrunginn vaknandi lífi og lífsvilja. Yfir haust- nóttinni er annarskonar kyrrö. Þá er lífiö aö leggjast til svefns og dauöi blómanna er svo hljóölát- ur, aö engin andlátsstuna heyrist, ekkert andarþ þegar þau kveöja sitt unga, skammvinna sumar- líf. Þegar feigöin knýr hjá þeim dyra búast þau ekki svörtum sorgarklæöum, heldur skikkju úr skrúðlit- um þeim fegurstu, sem náttúran á. Þannig ganga þau til fundar viö feigðina. Hvaö veldur? Þú veizt aö þótt björkin í garöinum viö húsvegginn þinn hafi brugöiö lit og standi innan stundar meö blaðlausar greinar og bera stofna á hún fyrir sér aö klæöast nýju laufi, lifa nýtt sumar. Er þaö vordraumur, draumur um annaö vor, sem gefur haust inu þess hljóölátu fegurö. En hvaö er um okkur menn, sem eigum aö vita, aö þegar haustar aö og feigöin knýr hjá okkur dyra er fegurra sumar framundan? Hvernig vit- um viö þaö? Svarar ekki þeirri sþum uþþrisa hans, sem á hásumardegi varö aö lifa sitt ævihaust en ummyndaður til æöri dýröar kom aftur og sann- aöi harmi lostnum vinum sigur lífs yfir dauða? Og sönnunargögnin hafa öll- um kynslóðum verið gefin. Fyrir nokkurum árum andaöist í Bretlandi merkileg kona, sem virö- ingar og trausts haföi notiö allra, sem þekktu hana. Hún vaknaöi skyndi- lega um miöja nótt og sá móöur sína óvænt standa viö rúmiö. Móöirin var orðin gömul og hrum, en dóttirin sá hana þarna unga eins og í blóma lífs. Næsta morgun barst henni símfregn um aö móöir hennar heföi andazt um nóttina nokkuru áöur en dóttirin sá hina óvæntu sýn. Haustið haföi komiö, ellihrörnunin haföi lokið því hlutverki, sem lögmál- iö mikla bauö. Laufiö haföi fölnaö og falliö hvert af ööru, en á sömu stundu og síöasta haustlaufið hrundi haföi björkin íklæðzt nýju vorlaufi. Ekkert er aö óttast, engu er aö kvíöa meöan hrörnunin er aö vinna þaö verk, sem vísdómur Drott- ins hefir falið henni. Hér er ekki um aö ræöa vanmátt hins veika andsgænis voöavaldi, sem hann neyöist til aö beygja sig fyrir. Nei, hér á aö ráöa rósemi þeirrar sálar, sem veit aö hrörnunin er heil- agt lögmál og aö haustið ber í sér fyrirheit um bjartari tíö. Þaö er ekki aðeins endurskinið fegurð liöinna sumardaga, sem gefur haustinu óviöjafnan- lega litadýrð, heldur einnig draumur hinnar deyjandi náttúru um voriö, sem bíöur meö nýrri sólaruþþ- rás handan viö sólarfalliö hinsta. Síöar mun hausta í lífi okkar allra, fölvi setjast á brár og silfraö hrím á hár og brúnir. Þegar sá feigð- ardómur er fluttúr mér og þér, þá minnumst þess, aö hinum megin viö eina kyrrláta haustnótt bíöur vor, blessaö vor. Kveðjum því sumariö meö þakkargjörö til hans, sem fegurö þess gaf, og hlustum á þann boðskaþ, sem haustiö fagra flytur. nálar BUÐIN SKIPHOLTI 19 R. SÍMI 29800 (5 LÍNUR) 27 ÁR í FARARBRODDI Stjórnunarfélag Islands Verktakar CPM — Áætlanir Leiðbeinendur: Nú, fjórtánda árið í röð, mun Stjórnunarfélag íslands gangast fyrir námskeiði í CPM-áætlanagerð dag- ana 19., 20. og 21. október. Námskeiðiö er ætlað þeim sem skipuleggja eða hafa umsjón með verklegum framkvæmdum. Hlutverk CPM-áætlana sem stjórntækis er einkum að: — tryggja fljótvirka og ódýra leiö að marki — spara tíma, mannafla og fjármuni — gefa yfirsýn yfir verk, bæði sem heild og einstaka verkhluta. ' 'Allar nánari upplýsingar og skráning þátttakenda fer fram á skrifstofu Stjórnunarfélags Islands, Skipholti 37, sími 82930. Eaill Skúli Ingibergsson, varkfr. Tryggvi Sigurbjarnason varkfr. ALDIRNAR Lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum ,,Aldirnar“ eru tvímælalaust vinsælasta ritverk, sem út hefur komið á íslensku, jafn eftirsótt afkonum sem körlumog ungum semöldnum. Út eru komin alls 8 bindi: ÖLDIN SEM LEIÐ l-ll árin 1801-1900 ÖLDIN OKKAR l-lll árin 1901-1960 ÖLDIN SAUTJANDA árin 1601-1700 OLDIN ATJANDA l-ll árin 1701-1800 ,,Aldirnar“ - alls 8 bindi Kjörgripir hvers menningarheimilis Bræóraborgarstíg 16 Sími 12923-19156

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.