Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 13 BÚÐIN ^ Ný verslun að Laugavegi 168 \ HANDÍD Sérverslun með nytsamar og Þroskandi tómstundavörur. HUR -upar og nalar At (,I.VSIN(,A- SIMINN KR: 22480 Tæki, áhöld og efni til leirvöru gerðar. T.d. ýmiss konar leir, glerungar og brennsluofnar. HANDÍD Tómstundavörur fyrir heimili og skóla \ Laugavegi 168, sími 29595. n}r f J- L - nrr L .1 : 1 r i 1 1 n~pi T 13 'V ; "1 Vefstóiar, stórir og smáir. Garn og fylgihlutir. Afmæliskveðja: Rögnvaldur Sigur- jónsson — Sextugur Föndurvörur fyrir börn. Reyr og tágar til körfugeróar. Mér varð það fljótt ljóst, er éjz, fyrir 45 árum síðan kom sem kennari að Tónlistarskólanum í Reykjavík og fékk ungan svein, Röfjnvald Sinurjónsson, fyrir nem- anda, að í honum bjó óvenjulega efnilegur pianisti. Hann hafði „Busoni-hönd“, sterka, velmótaða of; þó liðuga, hann var jafnt hrif-, sem hreyfinæmur, bráðhandlag- inn og eldfljótur að læra það, sm ég setti honum fyrir. Óður eftir að kynnast sem flestu nýju. Þessi næmleiki fyrir hljómborði flygilsins lá honum í blóðinu, enda var hann óragur við að fipla nóturnar til fylgis við sig. Ég fylgdi engri sérstakri „métóðu" við kennsluna, reyndi aðeins að leið- beina honum þar, sem ég taldi þess þörf, en gaf honum að öðru leyti lausan tauminn í trausti þess, að eðlisávísun hans sjálfs væri vísust til að rata um villustigu hljóð- færisins. Ég hugsaði eins og Elsner gamli, kennari Chopins, sem skrifaði nemanda sínum þegar hann ætlaði að fara í skóla til Kalkbrenners í París, að „einungis sjálfur og af sjálfum sér kæmist listamaðurinn til þess þroska, sem honum væri af náttúrunni búinn." Ég gerðist vinur Rögnvalds og eldri bróðir í listinni og miðlaði honum í þeim anda af þeirri takmörkuðu reynslu, sem ég sjálf- ur hafði hlotiö. Það fór líka svo, að þessi bráðefnilegi nemandi minn óx fljótt að burðum eftir því sem sjóndeildarhringur hans víkkaöi. Hann fann blóðið renna til skyld- unnar. Allt benti til vænlegs þroska og glæsilegrar framtíðar hans sem píanóleikara. Hann hafði áræði, þor, og kunni ekki að hræðast, en það er höfuðkostur hetjunnar, hvort heldur er á vígvellinum ellegar á konsertpalli. Rögnvaldur hélt út í heiminn og fylgdi honum engin af þessum skottum eða mórum, sem löngum hafa flækst með íslenzkum náms- Garðagróðurhús, tilbúin til uppsetningar með gleri. Einnig ýmsir aukahlutir. mönnum erlendis og orðið þeim að meini. Honum sóttist námið vel, fyrst í París, síðan í New York og lauk hann því þar giftusamlega. Þjóðtrúin segir að ekkert óhreint geti komizt framan að óhræddum manni og sannaðist það á Rögn- valdi. Ég minnist þess enn, er við, eftir heinikomu hans frá Ameríku, gengum saman í Hljómskálagarð- inum lengi dags og hann sagði mér frá áformum sínurn og draumum um framtíðina. Hann var þá með tónverkin „í höndunum", sem hann lék nokkrum dögum síðar á tónleikum í Gamla Bíói og sigraði áheyrendur með. Það var um vor 1945. Mér er minnisstæðust h-moll sónatan eftir Liszt, sem Rögnvald- ur lék með þvílíkum tilþrifum að ölium þótti sem þá hefði ísland eignast sinn fyrsta píanóvirtúós. Allt lék honum í höndum. Mér fannst Markús vinur minn, Kristjánsson, náfrændi Rögnvalds þarna lifandi kominn, endurborinn í nýrri mynd, tvíefldur. Það var mikill sigur fyrir Rögnvald. Hvort það var honum í hag að hann settist að hér heima í stað þess að fara þá á braut með víkingum tónlistarinnar, umferðavirtúósun- um og leggja undir sig önnur lönd, skal ég láta ósagt. Hitt er víst, að okkur heimamönnum var að því mikill hagur að hann ílengdist í sínu föðurlandi. Hann varð, eftir sem áður, víðförull, og hefir slegið hörpu sína í mörgum löndum vestan hafs og austan við góðan orðstír. En um það er óþarft að fjölyrða og munu menn brátt geta kynnst listaferli Rögnvalds af hans eigin munni í minningabók þeirri, sem hann hefir látið rita eftir sér og bíður nú síns útkomu- dags. „Spaugað og spilað" á hún að heita og er sú nafngift mjög í anda Rögnvalds, sem jafnan hefir kunn- að að koma fyrir sig orði á lifandi, spaugsaman hátt og spila svo af steinum gneisti. Ég ætla ekki að hafa orð mín fleiri en óska honum gæfu og gengis á ókömnum árum um leið og ég þakka honum tryggð hans við mig, samfylgd og vináttu um áratuga skeið. Ég þakka honum enn, — einn af mörgum, — hið mikla framlag hans til íslenzkrar hljóðfæralistar og forystu á því sviði. Bið hann svo lengi lifa. Arni Kristjánsson SKIPHOLTI 19 R. SÍMI 29800 (5 LÍNUR) 27 ÁR í FARARBRODDI ertu med? Marga hefur lengi ^angað til að geta spilað svolítið á gítar á góðri stund sér og öðrum til ánægju en einhvern veginn ekki komið því i verk að læra Ef þú ert meðal þeirra, pá er tækifæri þitt runnið upp. Ný kennslustækni hefur litið dagsins Ijós á íslandi. Þú getur látið drauminn rætast og verið farinn að spila svolítið. meira að segja eftir nótum, eftir skamman tíma - bara með bráðskemmtilegu heimanámi. Svarið er námskeiðið Leikur að læra á gitar, frá Gítarskóla Ólafs Gauks - 2 kassettur og vönduð, litprentuð 52 síðna bók. Þú lest kafla í bókinni, athugar skýringarmyndir, en þegar kemur að þessu merki: Einnig tekið við pöntunum í síma 85752 hlusta setur þú kassettutækið af stað, og færð leiðbeiningar kennara og yfir 20 lög, sem hver einasti íslendingur þekkir, til að leika með. Aðferð, sem getur ekki brugðizt. Allt kennsluefnið er sérunnið fyrir íslenzka nemendur. Þekktir hljómlistarmenn ieika með þér lögin á kassettunum, og þér tekst fljótlega að leika með. Textar eru prentaðir við hvert lag í bókinni. Á 2 KASSETTUM OG BÓK Nýja GÍTARNÁMSKEIÐINU fylgja tvær langar kassettur meö leiðbein- ingum kennara, yfir 20 lögum sem allir þekkja til aö leika meö og alls kyns léttum æfingum til aö auövelda , námiö samhliöa bókinni. Bókin, sem fylgir GÍTARNÁM- SKEIÐINU er 52 síður, öll litprentuö á vandaöan pappir, meö einföldum skyringum og fjölda mynda. Bókin og kassetturnar eru i sérhönnuðum plastumbúöum. Glæsileg og vönduö gjöf, ef svo ber undir. Fullkomið GÍTAR námskeið fyrir kr. 17.000 -ótrúlegt! PONTUNARSEÐILL | Gjöriö svo vel að senda mér undirrit. í póstkröfu gítarnámskeiðið Leikur að læra á gítar, tvær kassettur og bók, verð kr. 17.000 auk | sendingarkostnaðar. j NAFN I Utanáskrlft: Gítarskóli Ólafs Gauks, pósthólý 806, 121 Reykjavfk. Oll almenn rafmagns- og handverkfæri. Hefílbekkir og smáhlutir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.