Morgunblaðið - 15.10.1978, Síða 14

Morgunblaðið - 15.10.1978, Síða 14
MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 „Þegar við heyrum hann nefndan tjetum við ekki varist brosi elskunn- ar,“ ritaði Tom Kristensen eitt sinn. Hefur það verið betur sagt? Annað hefur verið sagt. Mörgum árum síðar skrifaði norski rithöfundurinn Sigurd Evensmo um þessa tíma: — Hamsun var hataður meira en flestir Norðmenn, og við vorum nú ekki beysnari þegar þetta var en að meistaraverkin hans hefðu lent á bókabrennu, ef slíkt hefði verið mögulegt... Annað hljóð í strokkinn. Líka frá Danmörku. Sagan um læknisvitjun- ina á Norholm hlýtur að hafa síazt út. Marie telur, að síminn kunni að hafa verið hleraður, að minnsta kosti hringdi danskur blaðamaður rétt á eftir og spurði „fremur ókurteislega" hvernig Knut Hamsun liði. — Eg vissi samstundis að það var ekki umhyggja fyrir Knut sem hljómaði í gegnum þessa rödd í símanum, svo ég anzaði þessu ekki, segir Marie. Þetta hefur verið Bonde Henrik- sen fra „Berlingske Tidende". Marie segist hafa lesið í blaði hans daginn eftir og síðan í öllum mögulegum blöðum, að Knut Hamsun væri niðurbrotinn maður. Hún skildi ekki hvers vegna þessi fregn var ekki borin til baka. Hamsun sat úti í garði eins og vant var, strætisvagnar og bifreiðar óku framhjá eftir þjóðveginum, hundruð sáu honum bregða fyrir á hverjum einasta degi, en það hvarflaði ekki að einum einasta þeirra að ómerkja þessa blaðafregn. Marie sagði við hann að sér þætti þetta skrýtið en Hamsun lét sér nægja að glotta. — Knut virtist ekki kippa sér upp við fréttina, en það gerðu börnin, sem ekki voru hjá okkur, segir hún. Hér getur Marie aðeins átt við Ceciliu í Kaupmannahöfn, þar sem Tore og Arild voru nú þannig í sveit settir að þeir fengu engin blöð með morgunkaffinu. Fréttin birtist í „Berlingske Tidende" 12. maí, daginn hefur reynt að fremja sjálfsmorð. Fullyrðing Marie Hamsun stenzt. Frásagnir blaðanna um sjálfsmorðs- tilraun Hamsuns eru tilhæfulausar. En kannski endurspeglast hér dálítil óskhyggja. Bara að hann geri það sjálfur. Svo við hin verðum laus við þetta. Þá getum við tekið undir það, sem stóð í „Aftenposten", að þetta hafi verið ömurleg endalok á stórbrotnum skáldaferli. „Ömurlegt" er orð sem getur komið hverjum einasta blaðamanni í gott skap og þegar það stendur við hliðina á ... „stórbrotnu" er komin þversögn, sem við getum öll skilið. Slík eftirmæli munu skrifa sig sjálf. En forsenda eftirmæla hlýtur að vera dauðsfall, og nú hafði borizt út að Hamsun væri ekki dauður, hann hafði sem sé ekki rétt sjáifum sér líknandi hönd. Þess vegna urðum við hin að koma til skjalanna. Það yrði ekki um annað að ræða en að sækja þennan mann, sjálft þjóðarstoltið í hálfa öld, taka hann höndum, draga hann fyrir rétt og koma honum ' líklegast fyrir kattarnef — sem landráðamanni. Vandamálið var okkur hugleikið þessa dagana, og 24. maí gerði Niels Christian Brogger það að umræðu- efni í tveggja dálka leiðara í „Morgenbladet" undir titlinum „Hvað með Knut Hamsun?" Niels Chr. Brogger var 31 árs, bókmennta- gagnrýnandi og leikhúsmaður, sem hafði skrifað nokkrar bækur, þar á meðal voru „Nýja siðfræðin“ sem út kom árið 1934, „Nútímamaðurinn" 1937 og glæpareyfarinn „Neðan- jarðarmorðið" 1942. Eftir að Noregur varð frjáls á ný hafði hann orðið sérstakur talsmaður þess að nasistar væru ekki mennskir. Þeir væru lítilmótlegri en nokkurt dýr og því bæri að „útrýma þeim eins og rottum", eins og hann skrifaði. Svo langt var þó ekki jafnað í þessu tilviki. Niels Chr. Brogger áleit ekki að Knut Hamsun væri rotta. Hann hefði að sönnu verið stílisti með afbrigðum, snillingur í meðferð ritaðs máls og bókmenntalegt dekur- barn allrar þjóðarinnar. En hitt hafði hverjum viti bornum manni verið Ijóst frá því að ferill hans hófst, að skýr hugsun væri honum fyrirmunuð, skrifaði Brogger. Eink- um var hann gersneyddur því að vera umbótasinnaður og frjálslynd- ur, auk þess sem honum var ómögulegt að hugsa rökrétt, en allt þetta virðist hafa verið einn og sami hluturinn í augum Braggers. Hann ályktar að af þessu stafi „hin mikla minnimáttarkennd“ Hamsuns, sem aftur hafi leitt af sér „takmarka- lausa hégómagirnd". Þjóðverjar dýrkuðu hann sem skáld, það kitlaði hégómagirnd hans, og þess vegna varð hann hallur undir Þjóðverja. Englendingar höfðu yfirleitt ekki Brogger á ámiðshöggið með því að segja að við værum hreinlega búin að gleyma því að hann væri dauður. Eftir voru eignirnar. Þeim höfðum við ekki gleymt. Stóreignirnar. Auðæfi hans. Eitthvað annað en geldar bækur. Hamsun-málið mundi líka gefa af sér. Það var gróðavæn- legt mál. Niels Chr. Bregger stakk engu undir stól. Það var engu líkara en grein hans væri liður í skipulagðri herferð, því að þetta sama kvöld átti ættingi hans, Kristian Frederik Bregger, 67 ára gamall hæstaréttar- lögmaður, ekki síður harðorða grein í Aftenposten, þar sem hann mót- mælti því að Hamsun héldist enn uppi að að sitja í makindum á sveitasetri sínu: Eigum við að líða það, að þessum föðurlandssvikara sé látið órefsað, og honum haldist uppi að hallmæla opinberlega hraustu hugsjóna- mönnunum okkar, sem eiga aðdáun alls heimsins? Hörð orð úr munni hæstaréttar- lögmanns. Það, sem um morguninn hafði verið ósk um eignaupptöku, var nú orðið að kröfu um refsiofsóknir. Þessar tvær greinar veittu ásamt öðru, sem lagt var til málanna í blöðum, yfirvöldunum efni til um- hugsunar, og tveimur dögum síðar, hinn 24. maí ók Onsrud, nýi lögreglustjórinn í Arendal, í Nor- holm, ásamt aðstoðarmanni sínum, Wilhelm Tvedt Gundersen, þeirra erinda að setja (Átthagablaðið) Hamsun og konu hans í stofufang- elsi. Atthagablaðið Agderposten hafði frá því að segja í sambandi við þennan atburð, að lögreglumennirnir hefðu ekki orðið varir yið skáldið sjálft, heldur hefðu þeir aðeins hitt að máli frú Hamsun sem hefði verið „all drýldin". Hvort tveggja getur komið heim og saman við frásögn Marie af þessum atburði. Það var hún, sem opnaði dyrnar og stóð þá andspænis lögregluþjónunum. Onsrud lögreglustjóri vildi ná tali af Hamsun. — Það stendur dálítið illa á. Getið þér ekki talað við mig í staðinn? — Gott og vel. þið eigið að vera í stofufangelsi, gerið svo vel að skýra manninum yðar frá þessu? Ráðs- maðurinn á að hafa eftirlit með ykkur. Það er alvara á ferðum. — Megum við ekki fara út fyrir girðinguna á kvöldin, eins og við erum vön, maðurinn minn og ég, til að kalla á endurnar af tjörninni? Annars gæti refurinn náð þeim ... Onsrud lögreglustjóri anzaði henni ekki. Hann skikkaði ráðs- manninn til að vera fulltrúi hins opinbera á NOrholm þar til annað yrði ákveðið. Ef Hamsun eða kona hans þyrftu af bráðnauðsynlegum ástæðum að koma skilaboðum áleiðis um síma eða ef þau ætluðu út fyrir hliðið þá yrði það að vera með hans verið höfðu í eigu hans frá þvi að Olympíuleikar voru haldnir í París. Hann skrifaði síðan lögreglustjóran- um að líklega væri bezt að þeir sæktu þær líka, og rétt á eftir kom maður frá lénsmanninum á Eiði og tók þær í sína vörzlu. Það mun hafa verið ungi maðurinn, sem Marie fylgdist með út um gluggan á aðalbyggingunni. En án gamans — Það vantaði ekki að málið væri nógu alvarlegt. Netið var farið að herpast utan um þessar tvær manneskjur á Norholm. Stofu- fangelsið var auðvitað aðeins ætlað sem bráðabirgðaráðstöfun, sem ekki var komizt hjá, vegna mikill þrengsla í fangelsum og fanga- geymslum þessa dagana. Hafi yfir- völdin gert sér vonir um að blöðin yrðu til þess að stuðla að nokkurs konar múgsefjun þá rættist það ekki. Arbeiderbladet sagði í tilefni fregnarinnar um stofufangelsi Hamsuns og konu hans: — Hamsun-fjölskyldan hefur í svo miklum mæli flækzt inn í þau landráð, sem quislingarnir gerðu sig seka um, að yfirvöld hefðu betur látið til skarar skríða gagnvart þeim öllum þegar í stað. Líka gamla manninum, hinum elliæra og hégómagjarna Knut Hamsun. Það var enginn, sem hefði farið að brenna bækurnar hans eða leika hann grátt á annan hátt. En það hefði átt að handtaka bæði hann og frú Hamsun strax og láta 7fara fram gagngera húsrannsókn á Norholm. Nú gætu mikilvæg sönnunargögn hafa farið til spillis. Allir ættu að vera jafnir fyrir lögunum, og því engin ástæða til þess að Hamsun og frú hefðu einhverja sérstöðu eða nytu forrétt- inda umfram aðra föðurlandssvik- ara. Þvert á móti — í krafti stöðu sinnar hlyti ábyrgð að vera meiri en ella. Afdráttarlaust frá öllum hliðum. Hægri og vinstri. Morgenbladet, Aftenposten og Arbeiderbladet voru sama sinnis. Handtaka Hamsuns og konu hans. En það varð sem litla blaðið, sem út kom í átthögum Hamsuns, Agderposten, sem bætti í bikarinn dropanum, sem gerði það að verkum, að hann flóði yfir barmana. 5. júní birtist forsíðufrétt undir fyrissögninni „Hamsun-fjöl- skyldan flækt í þjófnaðarmál NS“. Tildrögin voru þau þau að maður að nafni Grotnes hafði flúið undan Gestapo haustið 1943, og hafði komizt á smábát til Svíþjóðar. Nú var hann kominn heim og orðinn háttsettur í lögreglunni, en aðkoman heima hjá honum hafði verið sú, að þar var búið að stela öllu steini léttara. Nasisti í Grimstad, sem í daglegu tali var kallaður „Veltu-Ol- sen“, hafði gert innbúið og annað lausafé mannsins „upptækt" og selt segja frú Hamsun við sér. Hún gengur enn í Hitlers-vímunni og það hefur ekki runnið upp fyrir henni enn að NS er að eilífu búinn að vera. Hún sagði nú afar mæðulega: „Börnin mín fara að gifta sig og þau þurfa nauðsynlega á þessu að halda.“ I þeim töluðum orðum kom Grötnes á vettvang og gaf skýr og skorinorð fyrirmæli: „Safnið saman eigum mínum! Ég gef yður klukkutíma frest. Bíll frá Heimavarnarliðinu bíður fyrir utan.“ Þessari skipun var hlýtt umsvifaiaust. Umrædd fröken Hamsun mun hafa verið Ellinor. Hún var þekkt að því að vera nokkuð orðhvöt. Hins vegar getur ekki verið að Marie Hamsun hafi sagt. það sem hér er eftir henni haft. I fyrsta lagi var hún allt annað en hjárænuleg, þar að auki hefur hún áreiðanlega gert sér grein fyrir því að ekkert barna hennar ætlaði að fara að gifta sig, þvi að þrjú voru í hjónabandi þegar þetta var og fjórða barnið Ellinor, var í þann veginn að skilja. Tónfallið í frásögninni var óþægilegt, en það hefur sagan, sem lá til grundvallar, augljóslega verið lika. 11. júní komst sagan á síður Arbeiderbladets og daginn eftir hætti blaðið að skafa utan af hlutunum. Þá birtist forystu- grein undir fyrirsögninni „Nor- holmen". Nú var mánuður liðinn frá þv að Noregur hafði orðið frjáls á ný, og yfirvöldin höfðu, eins og blaðið hafði áður vakið athygli á, tekið á þessu máli af alltof mikilli undanlátsemi. Það hefði þegar í stað átt að láta til skarar skríða gegn Knut Hamsun og konu hans og það hefði átt að gera ærlega húsrannsókn á Norholm strax. Synirnir tveir höfðu verið handteknir — þakka skyldi— og nú var kominn tími til að gera ráð- stafanir vegna foreldranna — og þó fyrr hefði verið. — Enginn hefur áhuga á því að horfa upp á þennan elliæra og afkáralega Norholm-bónda í fangelsi, en það þarf að loka hann inni. Eftir það sem frú Marie Hamsun er búin að afreka ætti hún nú að sitja á sama bekk og aðrir sakborningar. Til dæmis var hún stöðugt í förum til Þýzkalands. Hvaða greiða var hún eiginlega að gera þýzku nasistunum? Greiða, sem maður hennar hefur ekki komizt hjá að, vita um. Það er ekkert smáræðis hneyksli, að tekið sé á svona fólki með silkihönzkum. Hvað sem öðru líður þá er Norholm ekki lengur rétti staðurinn fyrir þau. Það verður að vera öruggari staður. Orð eru til alls fyrst og nú nálgaðist fylling tímans. Þennan sama dag, 12. júní 1945, eftir hádegi, lagði lögreglan leið sína til Nerholm á ný, með handtökuskipun vegna Anne Marie Hamsun. Svarti bíllinn kom Knut Hamsun. Myndin er frá réttarhöldunum. áður en Cecilia átti afmæli. Fjöl- skyldan á Norholm hlýtur að hafa haft spurnir af því hvað stóð á forsiðu þessa danska blaðs mjög fljótlega, því að til er pappírsmiði, dagsettur daginn eftir, og hann hefur greinilega verið sendur til að friða Ceciliu. Af ótía við ritskóðun er hvorki minnzt á Hamsun né Ner- holm, og bréfið er ekki sent Ceciliu sjálfri, heldur til tengdamóður hennar sem bjó í nágrenni við hana, frú Soelberg, Halmtorvet 4. Það er kona Arilds, Brit Haffner-Jensen, sem sendir kveðjuna í sínu upphaf- lega nafni og sendir hana um hendur frú Soelberg: „Segðu C. að hér heima liði öllum vel. Ég er komin hingað með Esben“. Undirritað Brit. í ljósi síðari setningarinnar hefur Cecilia hlotið að gizka á hvað orðið var um Arild. Undir þessum stuttu skilaboð- um eru tvenn til viðbótar. Fyrst stendur með rithönd Marie Hamsun: „Kveðja, Mama! Þú átt afmæli í dag!“ Síðan skrifar Knut Hamsun með sinni sérkennilegu rithönd, ofurlítið skjálfhentur og eins og venjulega gerir hann málinu skil í stærri dráttum með fáeinum hnit- miðuðum orðum: — Kæra Cecilia, vona að þér líði eins vel og okkur! Frekari sönnunar er ekki þörf. Þessi orð geta ekki verið skrifuð af manni sem nokkrum dögum áður veitt því eftirtekt að hann væri til, og „það vakti brennandi hatur þessa makalaust sjálfumglaða manns". Hégómagirndin meitlaðist sífellt fastar og fastar inn í hugskot hans, þar til hann varð á endanum geldur, eins og Brogger taldi sögurnar um landshornaflakkarann Ágúst bera Ijósast vitni. En hvað var hægt að gera við svona geldan mann? Bregger var ekki í vandræðum með afdráttar- laust svar við þeirri spurningu. Hann hafði tillögu fram að færa. Það átti að gera stóreignir Hamsuns upptækar og leggja andvirði þeirra í sjóð, sem um þessar mundir var verið að stofna til styrktar föngum, sem sleppt hafði verið úr haldi. Auðæfi Hamsuns yrðu þar dágóð búbót. Útgáfufyrirtæki hans gæti sem bezt séð um að hann fengi árlega hæfilega upphæð, svo að hann þyrfti ekki að svelta í hel. Síðan væri bezt að hann félli í gleymskunnar dá og lyki þannig ævi sinni. Andlát Hamsuns nú eða síðar var ekkert og yrði ekkert, sem máli skipti, því að í rauninni var hann dauður fyrir mörgum árum, — dauðari ogdauðari með hverju árinu sem leið. Dauði Hamsuns mundi fyrnast, já var þegar fyrndur, því að hann var um garð genginn. Én fyrst það nægði ekki einu sinni, því að ennþá var þarna eitthvert lífsmark þá rak leyfi. Ráðsmaðurinn var Paul Gilje, ungur maður, sem Hamsun hafði ráðið til reynslu fyrr um vorið, þar sem honum hafði ekki tekizt að fá kunnáttumann til starfans. — Enginn hafði víst nokkurn tíma beðið hann um leyfi til eins eða neins, skrifaði Marie síðan beiskju- blandið. Sjálfur segir Hamsun, að stofu- fangelsið hafi átt aö gilda í 30 daga. Hann minnist á að þetta hafi verið án fyrirvara, og að Marie hafði orðið við þeirri kröfu að afhenda lögreglu- stjóranum skotvopn hans, en hafði þó gleymt tveimur rásbyssum, sem góssið öðrum NS-flokksmönnum. Grotnes náði „Veltu-01sen“ úr varð- haldi til að láta hann vísa sér á munina þar sem þeir voru niður- komnir á hinum ýmsu heimilum í Grimstad. Á einum stað voru eldhúsáhöldin og matarstellið, á öðrum stað sófasettið. Síðan stóð í Agderposten: — Næst var farið til Nerholm, þar sem Hamsun-fjölskyldan var búin að bæta dúkum og sængurlini ofan á ofhlæðið, sem fyrir var. Ein af frökenunum Hamsun sagði snúðugt: „Viö höfum svo sannarlega ekki notað það.“ En þá rankaði meira að I setustofunni á hressingarhælinu í litla stöðvarþorpinu á Jótlandi situr Ellinor. Hún er að drekka kaffi og gæða sér á rjómatertu um leið og hún talar um liðna tíð. Hún er löngu búin að jafna sig eftir tvær skurðað- gerðir, sem hún gekkst undir á sjötta áratugnum. Hún keðjureykir, en frásögnin er í senn skipuleg og fjörleg. Þetta er „fín dama“, á að gizka sextug, og með árunum er hún að verða lifandi eftirmynd móður sinnar. Hún hefur þetta skýra og rannsakandi augnatillit. Augun, sem ýmist verða hvöss eða endurspegla kátínu, eru með daufgrænni slikju. Hún lítur undan þegar hún ætlar að fara að segja frá handtöku móður- innar. Þrjátíu árum síðar minnist hún þessara atburða ekki án þess að komast í geðshræringu. — Það var svo yndislegt veður, segir Ellinor, ég man vel að ég lá í sólbaði uppi í brekku þegar Brit, konan hans Arilds, kom hlaupandi og hrópaði: „Ellinor, þú verður að koma strax. Mamma þín er að fara.“ Þær fylgdust að heim að húsinu. Brit minnist þess að Ellinor kannað- ist við unga lögregluþjóninn, sem stóð vörð á hlaðinu. Þau höfðu hitzt á balli um veturinn. — Þarna ert þú, sem ekki vildir dansa við mig í vetur! kallaði hann á eftir henni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.