Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 15. OKTOBER 1978 pforgtsnMnfóft Utgefandi Framkvæmdastjóri . Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2200.00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Lúðvík Jósepsson gaf at- hyglisverða yfirlýsingu í viðtali við Morgunblaðið sl. þriðjudag. Hann sagði: „Það er alveg augljóst, að ríkis- stjórninni láðist að leita eftir samkomulagi við sína stuðn- ingsflokka um megin- stefnuna í fjárlagafrumvarp- inu. Þegar Morgunblaðið bar þessa kvörtun Lúðvíks Jósepssonar undir Ólaf Jóhannesson forsætisráð- herra sagði hann: „Ég tel nú. að það sé hinna einstöku ráðherra að hafa samband við sína stuðningsflokka." Þetta er auðvitað alveg rétt hjá Ólafi Jóhannessyni og þá verður jafnframt ljóst, að gagnrýni Lúðvíks er beint að ráðherrum Alþýðubanda- lagsins í núverandi ríkis- stjórn. Þeim hefur greinilega orðið á í messunni, þegar fjárlagafrumvarpið hefur verið til meðferðar í ríkis- stjórninni og samþykkt eitt- hvað, sem Lúðvík var ekki ánægður með. Viðbrögð formanns Al- þýðubandalagsins voru þau að hirta ráðherra flokks síns opinberlega. Þegar þingflokki Alþýðubandalagsins varð leg vinnubrögð eru þau, að ráðherrar viðkomandi flokks kynni sjónarmið síns flokks á fundum ríkisstjórnarinnar. í þessu tilviki er bersýnilegt, að ráðherrum Alþýðubanda- lagsins hefur ekki verið treyst til þess að fjalla frekar um málið á ráðherrafundum og þess vegna er formanni flokksins og helzta sérfræð- ingi hans í ríkisfjármálum falið að koma óánægju þing- flokksins á framfæri við forsætisráðherrann. Síðan hnykkir Lúðvík á með því að hirta ráðherra flokks síns opinberlega og það á síðum Morgunblaðsins! Meiri getur auðmýking þeirra tæpast orðið. Meðferð ríkisstjórnarinnar á fjárlagafrumvarpinu er skrípaleikur. Tómas Árnason Morgunblaðið, að ekkert fjár- lagafrumvarp hefði verið samþykkt af Alþýðuflokkn- um. Fulltrúar þingflokka Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags gengu síðan á fund þriggja ráðherra til þess að mótmæla vinnubrögðum við fjárlagafrumvarpið. Síðan tóku þingflokkarnir ráðin af ríkisstjórninni við gerð fjár- lagafrumvarpsins. Ástæðan fyrir þessum vanda ríkis- stjórnarinnar við gerð fjár- lagafrumvarpsins er einfald- lega sú, að þær stórfelldu niðurgreiðslur, sem ríkis- stjórnin tók ákvörðun um í septemberbyrjun ásamt öðr- um aðgerðum kosta ríkissjóð slíka fjármuni á næsta ári, að það bil verður ekki brúað með auðveldum hætti. Þess vegna hefur ríkisstjórnin hugleitt Ijóst, að ráðherrar flokksins fjármálaráðherra lýsti því margvíslega tekjuöflun, m.a. Lúðvík hirtir ráðherra Alþýðubandalagsins höfðu a.m.k. komizt mjög nálægt því að samþykkja fjárlagafrumvarp, sem Tóm- as Árnason hafði kynnt í ríkisstjórninni var ákveðið að senda Lúðvík Jósepsson og Geir Gunnarsson á fund Ólafs Jóhannessonar og tveggja annarra ráðherra. Þetta eru að sjálfsögðu mjög óvenjuleg .vinnubrögð. Eðli- yfir í blaðaviðtali, að fjár- lagafrumvarpið hefði verið samþykkt í ríkisstjórninni. Hagsýslustjóri, sem hefur yfirumsjón með undirbúningi frumvarpsins, lýsti því yfir í blaðaviðtali, að frumvarpið væri að fara í prentun. I kjölfar þessara yfirlýsinga sagði formaður þingflokks Alþýðuflokksins í viðtali við þá að stórhækka sjúkra- tryggingagjald, sem er brúttóskattur eins og menn vita. Magnús Magnússon félagsmálaráðherra hélt því fram í blaðaviðtali, að frétt Morgunblaðsins um það væri úr lausu lofti gripin. Sú yfirlýsing ráðherrans er röng og sýnir það eitt, að hann veit ekki hvað er að gerast í ríkisstjórn, sem hann situr í. Hitt er svo annað mál, hvaða tekjuöflunarleið ríkisstjórnin velur að lokum. Samhliða erfiðleikum ríkisstjórnarinnar við að leysa þann tekjuöflunar- vanda, sem hún hefur sjálf búið til og er enn erfiðari úrlausnar vegna þess að við liggur eftir síðustu skatta- álögur, að skattgreiðendur geri uppreisn, hefur skrípa- leikurinn í kringum fjárlaga- frumvarpið leitt í ljós það valdatafl, sem stendur yfir í Alþýðubandalaginu og bygg- ist á því, að Lúðvík Jósepsson er bersýnilega að taka í hnakkadrambið á ráðherrum flokks síns og gera þeim Ijóst, að þótt þeir sitji við fundar- borð ríkisstjórnarinnar og í ráðuneytunum, ráði hann ferðinni í hinum veigameiri málum. Það er því ljóst, að ráðherrar í núverandi ríkis- stjórn eru fleiri en níu. Það eru afleit vinnubrögð að leggja fjárlagafrumvarp ekki fram í byrjun þings. Það hefði auðveldlega verið hægt vegna þeirrar miklu undir- búningsvinnu, sem innt hafði verið af höndum í tíð fyrrver- andi fjármálaráðherra. En svo mikil er óreiðan í stjórnarráðinu, rúmum mán- uði eftir að núverandi ríkis- stjórn tók við völdum, að ekki er einu sinni hægt að fylgja þeirri venju að leggja fjár- lagafrumvarp fram í byrjun þingsins. Það er vísbending um það, sem á eftir fylgir. Rey kj aví kurbr éf Laugardagur 14. október. Frjálshyggja og alræðishyggja Ástæða er til að vekja athygli á merku riti Ólafs Björnssonar prófessors, Frjálshyggja og alræð- ishyggja, 8«B Almenna hókafélag- ið gaf út ekki alls fyrir löngu. Olafur Björnsson var, meðan hann sat í þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins, einn þeirra þingmanna, sem hafði hvað mesta yfirsýn yfir þjóðfélags- og efnahagsmál og um hann sagði Bjarni Benediktsson, að hann hefði verið einn nýtasti þingmaður flokksins. Eins og aikunna er, fylgir sá böggull skammrifi, að í prófkjörum verða mikilha;fir stjórnmálamenn stundum að láta í minni pokann fvrir þeim, sem er iagið að koma sér i mjúkinn hjá kjósendum með yfirhorðsmennsku og alls kyns popplátum, sem eiga greiða leið að sjónhverfingasjúkum samtíma. Olafur Björnsson varð fvrir barð- inu á þessu, því að hann náði ekki endurkosningu, þegar hann tók þátt í prófkjöri á sínum tíma, og féll út af þingi. Hann var ekki einu sinni í neinni ,,hreinsunardeild(!)". En í raun og veru má segja, að hann hafi ekki síður unnið þarft verk eftir að hann fór af þingi en meðan hann sat þar. Hann hefur svo sannarlega ekki setið auðum höndum síðan hann hætti þing- störfum. (Hvar eru pólitísk heim- spekiskrif popparanna á þingi?) Kennsla Olafs við háskólann og ritstörf bera rikulegan ávöxt og þá ekki sízt sú bók, sem hér hefur verið minnst á, Frjálshyggja of{ alræðishyfifíja. Hún hefur orðið mórgum íhugunarefni, enda á háu plani í hugsun og skrifuð án áhrifa frá hrognamáli sem rætur á í s.n. stofnanaíslenzku og enginn skilur, ekki einu sinni hámenntaðir höf- undarnir sjálfir. Bók Olafs er á góðu, alþýðlegu máli án erlends rembings eins og „á ársgrundvelli" og magníslenzku, sbr.: mikið magn veiddist af síld (í stað: mikið veiddist af síld), mikið magn af æðarfugli o.s.frv. Frjálshyggja og alræðishyggja á vafalaust eftir að hafa mikil áhrif á skoðanamyndun hér á Iandi og hugmyndir manna um húmanist- íska stjórn þjóðfélags- og efna- hagsmála í landinu. Ólafur Björnsson er boðberi þeirrar kenningar, að einstaklingurinn eigi að hafa nægilegt svigrúm í þjóðfélaginu til að láta gott af sér leiða, en hann megi ekki verða að bráð einhverjum kenningum eða kreddum, sem eru ýmist notaðar eða misnotaðar af tækifærissinn- uðum stjórnmálamönnum, t.a.m. marxistum, sem hafa margreynt að reyra, ekki aðeins einstaklinga heldur heilar þjóðir í fjötra, þó að það hafi varla verið markmið Karls Marx með skrifum sínum og boðskap. En samt er ekki hægt að ganga framhjá því, að fyrirmæli hans um það, hvernig áhangendur kenninga hans eigi að ná tökum á þjóðfélaginu, hafa fætt af sér þau gulög, sem við nú sjáum blasa við hvarvetna í kommúnistalöndun- um. Það er ástæða að hvetja fólk til að lesa bók Ólafs Björnssonar og kynna sér rækilega efni hennar. Ástæða er einnig til að minna á eftirfarandi tilvitnun í grein eftir hann og staldra við þessi orð hans: „En því er hér minnzt á kjaramál- in í tengslum við félaga Napoleón, að til er að vísu ein leið enn, ef leið skyldi k.alla, sem á pappírnum gæti fengið það dæmi til að ganga upp að skerða ekki vísitólubætur án þess að dregið sé úr fjárfest- ingu eða skuldasófnun erlendis aukin, a.m.k. ekki fyrst í stað, hún væri sú að taka upp innflutninfís- höft að nýju og kalla einhverja „söngvara þjóðvísunnar" til starfa að nýju. Auðvitað myndi þetta hafa í för með sér meiri skerðingu lífskjara launþeganna en nokkur vísitöluskerðing, sem til umræðu hefur verið. En sú skerðing yrði ekki mæld í tölum, því að nú væri vísitalan ekki lengur neinn mæli- kvarði á kaupmátt launa. Þessari aðferð mætti líkja við það að ætla sér að lækna hitasótt með því að brjóta hitamælinn. Hinn frjálsi markaður er raunar fjöregfí kjarabaráttu launþeganna í þeirri mynd, sem hún er rekin í þeim löndum, sem á markaðsbú- skap byggja. Þegar tekin eru upp höft eða skömmtun, eru með því slegin úr hendi launþeganna öll þau vopn, er samtök þeirra hafa yfir að ráða til að auka kaupmátt launa sinna. Þeir kunna að vísu að geta knúið fram hærra kaup. En nú er það ekki lengur kaupið, sem ræður lífskjörunum, heldur hitt, hvað stjórnvöldunum þóknast að skammta fólkinu. Austan járn- tjalds eru frjáls launþegasamtök, þ.e. óháð ríkisvaldinu, sem kunn- ugt er bönnuð. En jafnvel þótt þau væru leyfð, þá gætu þau litlu áorkað til þess að tryffgja fólki sínu neinar raunhæfar kjarabætur. Telji stjórnvöld, að ekki sé grundvöllur fyrir því, að kjörin séu bætt, mæta þau kauphækkunum með strang- ari skömmtun, svo að kjórin standa í stað. Það þarf þó ekki að fara austur fvrir járntjald til þess að finna dæmi um það, sem hér hefur verið sagt. Hvað gerðist hér á landi sumarið 1947? Þá um vorið var Hagsbrún í mánaðarverkfaili og tókst að knýja fram talsverða kauphækkun. F]n þá um sumarið var tekin uþp ströng vöruskömmt- un, sem gerði að engu hinar áunnu kjarabætur og miklu meira en það. Einhvér kann nú að segja sem svo, að hafta- og skömmtunarráð- stafanir komi að því leyti betur við en t.d. vísitöluskerðingar, að fyrrnefndar ráðstafanir gangi jafnt yfir alla. Þetta er þó á algerum misskilningi byggt. Vegna ólíkra þarfa einstakling- anna ganga einmitt engar kjara- skerðingarráðstafanir eins ójafnt yfir og skömmtun og höft. Jafnvel þó um almenna nauðsynjavöru sé að ræða eins og t.d. kaffi, þá mun rosknu fólki það í minni frá stríðsárunum, hvernig kaffi- skömmtunin bitnaði þá á því fólki, þar sem aðeins var fullorðið í heimili, þar sem barnafjölskyldur höfðu gnógt kaffis. Ef um sér- hæfðar vörur er að ræða, kemur ójöfnuðurinn þó enn skýrar fram. A haftaárunum mun innflutning- ur hljóðfæra yfirleitt hafa verið bannaður (einhver undantekning mun þó hafa verið leyfð að því er snertir kirkjuorgel). Fyrir þá ómúsíkölsku var þetta nánast „kjarabót", þar sem þeir losnuðu þá við óþægilegan hávaða. En hins vegar var hér um tilfinnanlega skerðíngu lífsánægju — og þá um leið — lífskjara söngelska fólksins að ræða. Ætti þetta ekki að þurfa nánari skýringa við." Þannig komst Olafur Björnsson að orði í ágætri grein, sem hann skrifaði í Morgunblaðið í tilefni af útkomu bókar hans, Frjálshyggja og alræðishyggja. Hægri og vinstri Sumt fólk tönnlast sífellt á því, að þaö sé hægri sinnað eða vinstri sinnað, enda þótt þessi pólitísku vígorð til hægri eða vinstri hafi glatað merkingu sinni að mestu eins og flest önnur orð, sem þátttakendum í stjórnmála- sirkusnum hefur verið trúað fyrir. Það var athyglisvert, að annar ritstjóri Þjóðviljans lýsti því yfir eftir kosningasigur Alþýðuflokks- ins í síðustu alþingiskosningum, að menn gætu ekki sagt, að Alþýðuflokkurinn væri vinstri flokkur og þar með væri ekki unnt að halda því fram, að kosningaúr- slitin væru „vinstri sveifla" í íslenzkum stjórnmálum. Nú er lítill vafi á því, að ýmsir Alþýðu- flokksmenn halda því fram, að þeir séu vinstri menn. En þrasið um hægri og vinstri í íslenzkum stjórnmálum er ekki síður en annars staðar orðið að merkingar- Iausri þvælu. Enginn veit lengur sitt rjúkandi ráð í þessum efnum og fæstir vita í raun og veru, hvort þeir eru hægri eða vinstri menn(!) Á það hefur verið bent, að fulltrúar aðalsins í stjórnarbylt- ingunni miklu 1789 hafi setið hægra megin við ræðustól þings- ins, en fulltrúar borgaranna, þeirra sem gerðu frönsku bylting- una og hugðust gjörbreyta þjóð- skipulaginu, sátu vinstra megin við ræðustólinn. Af þeim sökum hafi fulltrúar aðals, þ.e. þeirra sem engu vildu breyta, verið hægri menn, og samkvæmt sömu reglu ætti borgarastéttin að kenna sig við vinstri stefnu. Þetta hefur svo verið með þeim hætti, að þeir, sem vilja bylta þjóðskipulaginu, eru kallaðir vinstri menn, en hinir kenndir við hægri stefnu. Þannig er hin „vinstrisinnaða" borgara- stétt stjórnarbyltingarinnar miklu orðin e.k. löggiltur fulltrúi „hægri stefnu" í stjórnmálum(!) F'asistar og nazistar voru og hafa allt fram á þennan dag verið kallaðir „öfgaöflin lengst til hægri", enda þótt þeir hafi gert atlögu að ríkjandi þjóðskipulagi og hrifsað til sín völdin meö þeim hætti, sem alræðissinnum er tamast, þ.e. með valdaráni eða byltingu eins og marxistar. Þeir hafa síðan gjörbreytt borgaralegu lýðræðisþjóðskipulagi, þar sem þeir hafa komizt til valda, og ættu því samkvæmt skilgreiningunni frá stjórnarbyltingunni 1789 að vara kallaðir „vinstri menn". Kommúnistaflokkar A-Evrópu og víðar kenna sig við vinstri stefnur og leiðtogar þeirra kalla sig „vinstri menn", eins og kunn- ugt er. Þetta eru þó flokkar, sem berjast með kjafti og klóm fyrir ríkjandi alræðisskipulagi komm- únismans og vilja engar breyting- ar. Leiðtogar þeirra standa í sporum lénsherra á miðöldum og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.