Morgunblaðið - 15.10.1978, Side 17

Morgunblaðið - 15.10.1978, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 Skósur af skipum. húsum og fjöllum. Ljósmyndir Mbl. Jens ÞAÐ HEFUR verið sfldar- stemmning í Höín í Horna- firði að undanförnu, enda búið að salta í slatta af tunnum. en búið er að landa um 30 þúsund tunn- um af sfld. Guðmundur Finnbogason hjá • Söltunarstöðinni sagði í samtali við Mbl. að þetta hefði gengið ágætlega hjá þeim, búið væri að salta um 10 þúsund tunnur úr þeim 14 þúsund sem þeim hafa borizt. Hjá Guðmundi vinna um 90 manns og er oft unnið fram á rauða nótt, eða til kl. 2 og 3. Síldarstemmnmg á Höfn í Homafirði Um 50 bátar eru nú á síldveið- um á svæðinu. Mesti dagsafli hefur verið 5000 tunnur en hann hrekkur einnig niður fyrir 2000 tunnur. Að jafnaði eru frystar um 500 tunnur á dag í frystihús- inu, en búið er að frysta um 6000 tunnur. Söltunarstöðin saltar 900—1400 tunnur á dag og Stemma 600—1000 en Stemma hefur tekið á móti liðlega 9000 tunnum af síld þegar þetta er skrifað í byrjun vikunnar. Þá var Æskan afla- hæst af bátaflotanum með 1560 tunnur, Bára SF með 1550 og Þórir SF með 1530. Landað í kössum. Frá frystingu síldar í frysti- húsinu. Guðmundur Finnbogason verk- stjóri hjá nokkrum stútfullum af siifri hafsins. fram á 18. og 19. öld, en þeir vildu ekki hrófla við alræði sínu né konunganna. Sainkvæmt þessu eru kommúnistaflokkar í raun og veru hægri flokkar og leiðtogar þeirra „hægri menn“, því að þeir sitja hægra megin í ræðustól þeirrar samtíðar, sem fjallar um ástand þjóðfélagsins, breytingar þess og framtíð. Aftur á móti mætti með sömu rökum halda því fram, að andófsmenn í kommúnistaríkjum, t.a.m. sovézkir andófsmenn, séu „vinstri sinnar", því að þeir hafa barizt hatrammlega gegn ríkjandi alræðisskipulagi kommúnismans og jafnvel lagt líf sitt í sölurnar fyrir hugsjón sína um breytt og betra þjóðfélag. Ef þeir fengju að taka til máls, sætu þeir vinstra megin við ræðustól ríkjandi þjóð- skipulags í kommúnistalöndunum, þ.e.a.s. þeir sem hafa ekki nú þegar verið reknir úr landi eða sviptir ríkisborgararétti eða send- ir í þrælabúðir. Þeir eru í sporum borgaranna á lénstímunum. Merkingarlaus orð Þannig ættu menn að fara varlega með orð, ekki sízt í pólitík, því að þau eru mörg í raun og veru merkingarlítil eða jafnvel merk- ingarlaus með öllu — eða þá að þau merkja hið gagnstæða við það, sem þeim var upphaflega ætlað. Landaráðamaður merkir eitt hjá Snorra, en annað og verra nú á dögum. Róttækur getur haft já- kvæða merkingu, t.a.m. framfara- sinnaður en það getur einnig — og ekki síður — þýtt: hryðjuverka- maður; jafnvel morðingi. Þegar menn ræða um stjórnmál, ættu þeir frekar að tala um alræðisstefnur eða alræðishyggju og frjálshyggju en t.a.m. hægri eða vinstri stefnu. Samkvæmt kenningu Alþýðu- flokksins íslenzka byggir hann bæði á frjálshyggju og alræðis- hyggju, því að hann hefur þjóðnýt- ingu ekki alfarið á stefnuskrá sinni, og enda þótt hann aðhyllist opinberan áætlunarbúskap að vissu leyti, hefur hann ekki lýst því vfir að einkaframtak geti ekki rúmazt innan þess stjórnmála- kerfis, sem hann aðhyllist. Alþýðubandalagið byggir aftur á móti á hygmyndafræði alræðis- hyggjunnar, sem hefur algjöra ríkisforsjá og þjóðnýtingu á stefnuskrá sinni og telur, að það sé heilagt hlutverk ríkisvaldsins að marka einstaklingnum bás í þjóð- félaginu og knýja hann til að framfylgja þörfum ríkisvalds, sem Alþýðubandalagið eins og sönnum marxistískum flokki sæmir trúir á eins og guðlega veru. Þannig mætti segja, að Alþýðu- flokkurinn sé bæði hægri og vinstri flokkur og Alþýðubanda- lagið sé hægri flokkur að því leyti, að það aöhyllist gamlar og úreltar kenningar marxista í kommún- istaríkjunum, en óskir þess um gjörbyltingu íslenzkrar þjóðfé- lagsskipunar séu aftur á móti vinstri stefna. Framsóknarflokkurinn er bæði hægri og vinstri flokkur sam- kvæmt fyrrgreindum skilgreining- um, en þó einkum félagshyggju- og samvinnuflokkur. Stefna hans hefur því miður leitt til fé- lags-kapítalisma, sem er náskyld- ur ríkiskapítalisma marxista og leiðir til fámennisstjórnar í skjóli auðhyggju. En flokkurinn segist þó bera hag einstaklinga af millistétt fyrir brjósti og amast nú minna en áður við einkaframtaki. En í boðskap hans er þó grunnt á alræðishyggju, sem á rætur í heildarhyggju Hegels. I stað þess að ríkið er guðleg vera í hugum marxista, þá er SIS í augum þröngsýnna framsóknarmanna hjáguðinn sem ástæða er til að blóta, a.m.k. á laun. Þjónusta við það og þarfir þess eru öðru takmarki æðra. Forsjá þess og kröfum eiga menn helzt að lúta. Þetta hefur þó hreytzt eitthvað til batnaðar, því að gamaldags fram- sóknarstefna er brosleg tíma- skekkja nú á dögum. Sjálfstæðisflokkurinn er að meginstefnu flokkur frjálshyggju- manna, sem setja einkaframtak og nauðs.vnlegt svigrúm einstaklings- ins í þjóðfélaginu á oddinn, enda þótt flokkurinn hafi hneigzt að félagshyggju og byggi t.a.m. á velferðarhugsjóninni að því levti, að hann hefur ekki viljað prédika óhefta frjálshyggju, sem gæti haft misrétti í för með sér vegna tilhneigingar markaðsþjóðfélags til ójafnra tekna. Flokkurinn hefur því fallizt á tilfærslu fjármagns til tekjujöfnunar. Sjálf- stæðisflokkurinn hefur, ekki síður en svokallaðir vinstri flokkar, haft forystu um ýmiss konar samhjálp og jafnrétti þegnanna, jafnframt því sem hann hefur gengið lengst í því íslenzkra flokka að veita einstaklingnum það svigrúm í þjóðfélaginu, sem honum er nauð- synlegt, svo að sköpunarþrá hans, hæfileikar og sérkenni fái að njóta sín. Þá hefur hann slegið skjald- borg um samtök einstaklings- hyggjumanna í stórfyrirtækjum eins og Eimskipafélagi Islands, Flugleiðum og Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna, á sama tíma og hann hefur beitt sér fyrir opinber- um rekstri eins og bæjarútgerð og ýmsum öðrum þjóðþrifafyrirtækj- um á vegum hins opinbera. Með þær röksemdir í huga, sem hér hafa verið bornar fram, er út í hött að fullyrða, að Sjálfstæðis- flokkurinn sé alfarið hægri flokk- ur, svo mjög sem hann hefur tekið þátt í breytingum á íslenzku þjóðfélagi á síðustu áratugum, og í raun og veru eiga ýmsir þættir hans rætur í vinstri stefnu borg- arastéttarinnar, sem vill, hugsjón sinni trú, bre.vtingar til batnaðar í samræmi við lýðræðislega þróun frelsis- og frjálshyggju, en ekki umbyltingu, sem leiðir til upp- lausnar og alræðis eins og áður fyrr. Sjálfstæðismenn mega ekki, frekar en fylgjendur annarra flokka, einblína á einhver úrelt hugtök eða orð, sem ekkert merkja og standa jafnvel sem tákn andhverfu sinnar. Það er ekkert sáluhjálparatriði að festa sig í einhver orð, gömul eða ný, og vera t.a.m. „hægri maður" án skilgrein- ingar — heldur er það mikils vert að skapa nýjar hugmyndir, sem vekja með mönnum löngun til að þróa og bæta þjóðfélagið, efla frelsi, jafnrétti og lýðræði — en þó umfram allt auka þroska einstakl- ingsins; efla stöðu hans í þjóðfé- lagi mannúðar og samhjálpar. Flokkurinn á sífelldlega að minna á, að ríkið er engin alvútur forsjón, eins og alræðishyggjumenn vilja vera láta. En gott þjóðfélag er ekki heldur einhver andleg forarvilpa, sem hvorki rennur úr né í og hafnar öllum nýjum hugmyndum, heldur þvert á móti þjóðfélag í mótun, sem kallar á ferskar hugmyndir, aðstreymi úr upp- sprettum mikilla hugsjóna. Lýð- ræðið á upptök í slíkum lindum, Frjálshyggjan hefur runnið í mörgum farvegum. Ilún hefur krafizt fórna eins og lýðræðið. Sókrates er ekki sá eini, sem fórnaði lífi sínu hennar vegna-. Nú á dögum eru margir, sem vilja heldur vera dauðir — en rauðir. En það er ekki hið sama og að deyja fyrir einhverja óviðjafnan- lega „hægri stefnu", sem enginn kann skil á og er e.t.v. einskis virði, þegar á allt er litið. Við skulum heldur tala um, að ástæða sé að leggja allt í sölurnar fyrir frjálshyggju — og berjast gegn alræði heildarhyggjunnar, hegel- isma, marxisma og nazisma með kjafti og klóm.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.