Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 MIKIÐ fárviöri geysaöi i Reykjavík og viö Faxaflóann dagana i kringum mánaöamótin febrúar — marz 191+1- Reyndar var allur þessi vetur mjög erfiöur, veöur voru válynd og sá hildarleikur, sem seinni heimsstyrjöldin var, var þá i algleymingi. Margir áttu um sárt aÖ binda og lítil frétt um aö brezkur hermaöur heföi drukknaö viÖ Reykjavikurhöfn fór framhjá mörgum. AÖ baki þeirrar sögu, þegar enski korpórallinn William Harry Rodgers fór i sjóinn og drukknaöi i miklu fárviöri er hann reyndi aö koma tesopa til kollega sinna, sem stóöu vörö i sandpokabyrgi í vitanum á Ingólfsgaröi, er önnur staerri. Þá var aöeins mjór gangur út i vitann, en ekki breiöur vegur eins og nú er. Hetjuleg tilraun var gerö til aö bjarga þessum enska hermanni, en litlu munaöi aö sú tilraun endaöi meö þvi aö islenzkur maöur léti þarna einnig lif sitt. Honum tókst þó á ótrúlgan hátt aö bjarga sér, en sagan um afrek hans týndist á sinum tíma í ritskoöun hernámstimans og stærri fréttum héöan og utan úr heimi. MaÖur þessi heitir Jón Sigurðsson og er nú oröinn 61+ ára, sem aftur segir okkur aö hann hafi veriö 27 ára er þesi atburöur geröist. Yfirmenn þess 18 ára pilts, sem þarna drukknaöi, létu fréttina um hreystilega tilraun Jóns ganga áfram til Bretlands. í York frétti fjölskylda piltsins um aö íslendingurinn hefÖi veriö heiöraöur af brezkum yfirvöldum. Jón haföi þó ekki viljaö neitt umstang er hannfékk oröuna, hann vildi gera þaö án þess aö eftir væri tekiö. OrÖa þessi er þó mjög sérstök og er Jón sennilega eini íslendingur- inn, sem fengiö hefur þessa oröu. Lítil saga úr seinni heimsstyrjöldinni varð allt í einu stór og ljóslifandi 37 árum síðar Morgunstund við Reykjavíkurhöfn 28. febrúar 1941 rifjuð upp 37 ár eru Iiðin síðan þessi atburður átti sér stað. I síðastlið- inni viku hefur Jón þó þurft að rifja þennan atburð upp oftar en einu sinni. Tvær systur hins látna Enplendings hafa lengi verið á leiðinni til íslands til að þakka Islendinfinum fyrir tilraun hans til bjargar bróður Þeirra. Þær höfðu loks uppi á manninum með hjálp Morgunblaðsins, sem í sum- ar birti frétt, þar sem slysið var rifjað upp og Jón þessi Sigurðsson eða ættingjar hans voru beðnir að hafa samband við brezka sendiráð- ið. Systurnar komu til landsins 6. október síðastliðinn og héldu af landi brott í fyrradag. Þær segjast hafa lifað stærstu stundir lífsins hér á landi á þessari einu viku, hverri einustu mínútu í þræla- vinnu til að komast í þessa ferð hafi verið vel varið. Þær hafa skoðað Re.vkjavík, slysstaðinn, leiði bróður síns og ferðast um með Jóni og Guðnýju konu hans. Morgunblaðið átti þess kost að hitta þetta fólk að máli á heimili Jóns á Ljósvallagötunni í vikunni. Þar fengum við að heyra þessa sögu úr stríðinu, sögu, sem þetta fólk hefur hugsað svo mikið um síðan föstudagsmorguninn 28. febrúar 1941. Við biðjum Jón að segja okkur frá þessum morgni niður við Reykjavíkurhöfn: — Eg vann á þessum árum sem járnsmiður hjá Vélsmiðjunni Keili á Nýlendugötunni, segir Jón í upphafi samtals okkar. — Við vorum nokkrir sendir til að gera við bilun um borð í togara, en vegna veðursins komst togarinn ekki inn í höfnina og er við komum niður á bryggju um 9-leytið þennan morgun til að athuga hvað togaranum liði var hann enn úti á legunni. Við gátum því ekki annað en tekið lífinu með ró og beðið eftir því að veðrið gengi niður. — Brezkir hermenn voru á vakt í vitanum á eystri bryggjuhausn- urn. Þeim þurfti að færa te um þetta leyti og ungur hermaður fékk það verkefni. Við fylgdumst með honum þar sem hann fikraði sig út eftir garðinum í átt að hausnum. Ogurleg ólög riðu yfir garðinn og í einu slíku sópaðist þessi piltur út yfir garðinn og í sjóinn. — Við sáum hann velkjast í sjónum og f.vlgdumst með honum þegar honum skaut upp alltaf annað siagið. I sjálfum krikanum mynduðum við keðju margir sam- an, héldumst hönd í hönd brezkir hermenn og Islendingar. Þegar ég, sem stóð fremstur, hafði náð taki á piltinum, fann ég allt í einu að sá sem næstur mér var hafði sleppt taki sínu. Eg leit við og þá voru allir horfnir. Ég stóð þarna í borðinu með hönd á piltinum, við vorum bara tveir einir. — Ég skildi strax af hverju þetta var. Utsogið var svo mikið að sjórinn hlóðst upp í skafl fyrir utan og þó þarna væri ekki mikill tími til að hugsa, þá sá ég að okkar eina von var að stinga okkur undir skaflinn. Annars myndum við rotast í grjótinu. — Þetta gerðum við, en þá missti ég takið á Englendingnum. Hann var lifandi þá. Ég hafði horft í augu hans og séð að hann var lifandi og með meðvitund. Hann var þó orðinn mjög dofinn af kuldanum og gat lítið hjálpað til. Rokið hafði verið gífurlegt um nóttina. Ég man ekki eftir öðru eins norðaustan- eða norðanbáli í Reykjavík og er ég þó borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fæddur og uppalinn við Laugaveginn. Um morguninn hafði veðrið nokkuð gengið niður, en ætli rokið hafi ekki verið 8—10 vindstig og frostið jafn margar gráður. Reykvíkingum varð ekki svefnsamt um nóttina Jón er rólegur þegar hann segir okkur frá þessari lífsreynslu sinni. Hann lifir þennan föstudagsmorg- un greinilega upp aftur í hugan- um, atburðarásin stendur honum ljóslifandi fyrir sjónum. Nóttina á undan hafði mörgum Reykvíking- um og íbúum annarra byggðarlaga við Faxaflóa, en þar var veðurofs- inn mestur, ekki orðið svefnsamt. Skip og bátar lentu í miklum erfiðleikum, báts- og mannskaðar urðu í fárviðrinu, tvö erlend skip slitnuðu upp af ytri höfninni í Reykjavík og rak upp í Rauðarár- víkina. Tjónið var gífurlegt, bæði á sjó og landi. A fimmtudagskvöldið um klukk- an 22 slitnaði portúgalska skipið Ourem upp af ytri höfninni. Skipið flutti áfengi og sement til landsins og rak skipið upp fyrir neðan Sjávarborg, Fljótlega tókst vösk- um björgunarmönnum með Jón Oddgeir Jónsson í broddi fylkingar aö skjóta línu um borð í skipið. Öllum á óvart dró áhöfnin, sem taldi 19 manns, aðeins skotlínuna tii sín um borð, en ekki sjálfa björgunarlínuna. Reynf var að fá Portúgalina til þess með ýmsum ráðum m.a. með því að senda þeim Ijósmerki. Allt kom fyrir ekki og er veðrið ágerðist og sjór hækkaði í skipinu kom áhöfn skipsins sér fyrir í brú skipsins og undir morgun var hún eini hluti skips- ins, sem ekki var á kafi í sjó. Þá höfðu Portúgalirnir fengið félagsskap, því um nóttina hafði danska skipið Sonja Mersk einnig slitnað up og rekið upp í fjöru. Eftir skamma stund á strand- staðnum höfðu skipin færzt nær hvort öðru þannig að þau nam saman. Danirnir voru ekki taldir í bráðri hættu og þeim tókst fljótlega að bjarga, en þeir höfðu áður reynt að fá Portúgalina til að taka við björgunarlínu. Þeim tókst BRÉF það sem ritað var foreldr- um enska hermannsins Harry Williams Rodgers hálf»m mánuði eftir lát piltsins. Þar er aðstandondum hans enn á ný vottuð samúð vegna dauða hins 18 ára gamla sonar þeirra. í bréfinu er einnig greint frá því að íslendingurinn Jón Sigurðs- son og enski hermaðurinn L.C. Williamson hafi verið heiðraðir af hrezku ríkisstjórninni. Orða sú sem Jón Sigurðsson fékk ber nafnið „Royal Humane Society Medal for Bravery“. Á bakhlið orðunnar er nafn Jóns og dagsetningin 28. febrúar 1941. Að sögn Brians Ilolt, sendiherra Breta á íslandi. er orða þessi aðeins veitt fyrir björgun eða björgunartilraunir úr eldi, nám- um eða sjávarháska. Brian Holt er örugglega fróð- ari um brezkur orður en nokkur annar maður á íslandi og hann á mikið safn af brezkum orðum úr ýmsum áttum frá ýmsum áttum. Þegar hann frétti að Jón hefði fengið viðurkenningu frá brezku ríkisstjórninni taldi hann fyrst f stað að um skjal vaeri að ræða. Þegar hann sfðan sá orðu Jóns átti hann varla orð til að lýsa undrun sinni. Eftir að hafa flett upp í bókum sfnum fann hann nafn orðunnar og um hana var sagt að hún væri einstök og mjög cftirsótt. Að sögn Brians Holt er ekki vitað um nema 19 íslcndinga, sem hlotið hafa brezkar orður og Jón er sá eini. sem hlotið hefur þessa tegund. Þess má geta að a.m.k. 4 starfsmenn Landhelgis- gæzlunnar hafa hlotið brczkar orður fyrir björgunarstörf. Á myndinni til hliðar er Jón með orðuna. De»r Sir, I wrote you on 8th W-rch ronveyine to ycra tlie sympcnthy of myaelf f-nd •-11 r<rtk8 of thfl brtt'lion on the de< th of your son. I hpve ncmr been instructed by M»Jor Gener<l H.O.Curtis, C.B.f D.S.O. Cornnrnding Icelond Porce »nd flrigídier G.Lr/rtmie M.C. Connrnding 147 Inf/»ntry Brign to convey their deep syrcprthy to you on your s^d loss. I sure you would like to 3\ov/ of the following extr«cts from the of the 'bove corrwnnders, endorsed on the nrooeedinga cf the Court of Enquiryl Brig.-dier G.Lftfmtie M.C.. Coimander 14/ Inf "jíe therefore m?ide » grllant effort to tflce the post some hot ter in doing ao loat his lif by miapdventure. I rcco/mend th t the courageous nots diaplnyed by N0.4615O67 rte.L.C.Willii-meon, 1/6 D.W.H., %jfa <Ton SÍEurdason, rn Icelander, be given offici? ] recognition." ,A D.o.O., H.0,f Cener 1 OíYicer Commmdlng the Poroea^ \ Icelnnd. 's1 Mwjor Genersl ii.O.Curtis C "l/Cpl Rodpers gwllmtly lo it his life when trying to ttke needed fodyl to w poat belesgured by the full g»le. U 1 wcted in tiie beat trtditions of The Duke f of Wellington’a Regimentj ?s did «lao Pto /illi^mson, vjIio ttempted to stve him regf-rdleaa of moat obviov.o dmger to himscif. Jon fligimlaso.1 ahowed both gwllsntry ! ICKLAND PORCB. 15th M-rch 1941.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.