Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 MIKIÐ fárviðri geysaöi í Reykjavík og við Faxaflóann dagana % kringum mánaöamótin febrúar — marz 19U1. Reyndar var allur þessi vetur mjög erfiður, veður voru válynd og sá hildarleikur, sem seinni heimsstyrjöldin var, var þd % algleymingi. Margir áttu um sárt að binda og lítil frétt um að brezkur hermaður hefði drukknað við Reykjavíkurhöfn fór framhjd mörgum. Að baki þeirrar sögu, þegar enski korpórallinn William Harry Rodgers fór í sjóinn og drukknaði í miklu fárviðri er hann reyndi að koma tesopa til kollega sinna, sem stóðu vörð í sandpokabyrgi í vitanum á Ingólfsgarði, er önnur stœrri. Þá var aðeins mjór gangur út í vitann, en ekki breiður vegur eins og nú er. Hetjuleg tilraun var gerð til að bjarga þessum enska hermanni, en litlu munaði að sú tilraun endaði með því að íslenzkur maður léti þarna einnig líf sitt. Honum tókst þó á ótrúlgan hátt að bjarga sér, en sagan um afrek hans týndist d sinum tíma í ritskoðun herndmstímans og stærri fréttum héðan og utan úr heimi. Maður þessi heitir Jón Sigurðsson og er nú orðinn 6h dra, sem aftur segir okkur að hann hafi verið 27 ára er þesi atburður gerðist. Yfirmenn þess 18 dra pilts, sem þarna drukknaði, létufréttina um hreystilega tilraun Jóns ganga áfram til Bretlands. í York frétti fjölskylda piltsins um að Islendingurinn hefði verið heiðraður af brezkum yfirvöldum. Jón hafði þó ekki viljað neitt umstang er hannfékk orðuna, hann vildi gera það án þess að eftir vœri tekið. Orða þessi er þó mjög sérstök og er Jón sennilega eini íslendingur- inn, sem fengið hefur þessa orðu. „Ég horfði í aup Lítil saga úr seinni heimsstyrjöldinni varð allt í einu stór og ljóslifandi 37 árum síðar Morgunstund við Reykjavíkurhöfn 28. febrúar 1941 rifjuð upp 37 ár eru liðin síðan þessi atburður átti sér stað. I síðastlið- inni viku hefur Jón þó þurft að rifja þennan atburð upp oftar en einu sinni. Tvær systur hins látna Englendings hafa lengi verið á leiðinni til íslands til að þakka íslendingnum fyrir tilraun hans til bjargar bróður Þeirra. Þær höfðu loks uppi á manninum með hjálp Morgunblaðsins, sem í sum- ar birti frétt, þar sem slysið var rifjað upp og Jón þessi Sígurðsson eða ættingjar hans voru beðnir að hafa samband við brezka sendiráð- ið. Systurnar komu til landsins 6. október síðastliðinn og héldu af landi brott í fyrradag. Þær segjast hafa lifað stærstu stundir lífsins hér á landi á þessari einu viku, hverri einustu mínútu í þræia- vinnu til að komast í þessa ferð hafi verið vel varið. Þær hafa skoðað Reykjavík, slysstaðinn, leiði bróður síns og ferðast um með Jóni og Guðnýju konu hans. Morgunblaðið átti þess kost að hitta þetta fólk að máli á heimili Jóns á Ljósvallagötunni í vikunni. Þar fengum við að heyra þessa sögu úr stríðinu, sögu, sem þetta fólk hefur hugsað svo mikið um síðan föstudagsmorguninn 28. febrúar 1941. Við biðjum Jón að segja okkur frá þessum morgni niður við Reykjavíkurhöfn: — Ég vann á þessum árum sem járnsmiður hjá Vélsmiðjunni Keili á Nýlendugötunni, segir Jón í upphafi samtals okkar. — Við vorum nokkrir sendir til að gera við bilun um borð í togara, en vegna veðursins komst togarinn ekki inn í höfnina og er við komum niður á bryggju um 9-leytið þennan morgun til að athuga hvað togaranum liði var hann enn úti á legunni. Við gátum því ekki annað en tekið lífinu með ró og beðið eftir því að veðrið gengi niður. — Brezkir hermenn voru á vakt í vitanum á eystri bryggjuhausn- um. Þeim þurfti að færa te um þetta leyti og ungur hermaður fékk það verkefni. Við fylgdumst með honum þar sem hann fikraði sig út eftir garðinum í átt að hausnum. Ogurleg ólög riðu yfir garðinn og í einu slíku sópaðist þessi piltur út yfir garðinn og í sjóinn. — Við sáum hann velkjast í sjónum og fylgdumst með honum þegar honum skaut upp alltaf annað slagið. í sjálfum krikanum mynduðum við keðju margir sam- an, héldurnst hönd í hönd brezkir hermenn og Islendingar. Þegar ég, sem stóð fremstur, hafði náð taki á piltinum, fann ég allt í einu að sá sem næstur mér var hafði sleppt taki sínu. Ég leit við og þá voru allir horfnir. Ég stóð þarna í borðinu með hönd á piltinum, við vorum bara tveir einir. — Ég skildi strax af hverju þetta var. Utsogið var svo mikið að sjórinn hlóðst upp í skafl fyrir utan og þó þarna væri ekki mikill tími til að hugsa, þá sá ég að okkar eina von var að stinga okkur undir skaflinn. Annars myndum við rotast í grjótinu. — Þetta gerðum við, en þá missti ég takið á Englendingnum. Hann var lifandi þá. Ég hafði horft í augu hans og séð að hann var lifandi og með meðvitund. Hann var þó orðinn mjög dofinn af kuldanum og gat lítið hjálpað til. Rokið hafði verið gífurlegt um nóttina. Ég man ekki eftir öðru eins norðaustan- eða norðanbáli í Reykjavík og er ég þó borinn og barnfæddur Reykvíkingur, fæddur og uppalinn við Laugaveginn. Um morguninn hafði veðrið nokkuð gengið niður, en ætli rokið hafi ekki verið 8—10 vindstig og frostið jafn margar gráður. Reykvíkingum varð ekki svefnsamt um nóttina Jón er rólegur þegar hann segir okkur frá þessari lífsreynslu sinni. Hann lifir þennan föstudagsmorg- un greinilega upp aftur í hugan- um, atburðarásin stendur honum Ijóslifandi fyrir sjónum. Nóttina á undan hafði mörgum Reykvíking- um og íbúum annarra byggðarlaga við Faxaflóa, en þar var veðurofs- inn mestur, ekki orðið svefnsamt. Skip og bátar lentu í miklum erfiðleikum, báts- og mannskaðar urðu í fárviðrinu, tvö erlend skip slitnuðu upp af ytri höfninni í Reykjavík og rak upp í Rauðarár- víkina. Tjónið var gífurlegt, bæði á sjó og landi. Á fimmtudagskvöldið um klukk- an 22 slitnaði portúgalska skipið Ourem upp af ytri höfninni. Skipið flutti áfengi og sement til landsins og rak skipið upp fyrir neðan Sjávarborg. Fljótlega tókst vösk- um björgunarmönnum með Jón Oddgeir Jónsson í broddi fylkingar að skjóta línu um borð í skipið. Öllum á óvart dró áhöfnin, sem taldi 19 manns, aðeins skotlínuna til sín um borð, en ekki sjálfa björgunarlínuna. Reyní var að fá Portúgalina til þess með ýmsum ráðum m.a. með því að senda þeim ljósmerki. Allt kom fyrir ekki og er veðrið ágerðist og sjór hækkaði í skipinu kom áhöfn skipsins sér fyrir í brú skipsins og undir morgun var hún eini hluti skips- ins, sem ekki var á kafi í sjó. Þá höfðu Portúgalirnir fengið félagsskap, því um nóttina hafði danska skipið Sonja Mersk einnig slitnað up og rekið upp í fjöru. Eftir skamma stund á strand- staðnum höfðu skipin færzt nær hvort öðru þannig að þau nam saman. Danirnir voru ekki taldir í bráðri hættu og þeim tókst fljótlega að bjarga, en þeir höfðu áður reynt að fá Portúgalina til að taka við björgunarlínu. Þeim tókst 1/éth ^in "'he lXike of nellington'e RegiJBient, ICKUTO) FOHCK. 15th M-roh 1941. Depr Sir, I wroto tt> you on 8th M-roh oonveylng to ycra tlie Bymp^hy of myself pnd '11 r-nks of thn Vtt<lion on the de.-th of your son. I h/»ve now been instructed by M< Jor Gener-1 H.O.Curtis, C.B.( D.S.0,,m1 Cormifnding Icel^nd Porce *nd Brigi dier G.j>inmie l',C» Cnmmrnding 147 Infwitry Brigí-r to convey their de.jp symp^thy to you on your Sfd loss. I «ra sure you would like to [3KWi of the following extr«cts from the ¦emarkfl of the -bove oor/¥iínders, endorsed on the prooeedinga cf the Court of Enriulry| Brig.-'dier G-.Lwnmie K.C., ConiTi'-nder 147 Inf .Vte. "líe therefore m^de * grll^nt effort to t?ke the poet some hot te^ •¦nÆ in doing ao íost hia lif by mispdventure. I r<.coiiiiend th t the coursgeous eots dlaplxyed by N0.46I5O67 .'te.L.C.Willi'inson, 1/6 D.W»H.# «íd Jon fiÍEurdssen, cn Icelwider, be given of'fici--] recognition." ,A 1 \ Kajor Ceneral il.O.Curtis C.P..^ S.8.O., I*;.0.f C^ner 1 Officer Comm'-niinp. the I-orcea- \ V. Icfflqnd. ^. ¦'iycpl Rod^ers g*.llpntly lo it his life when trying to trke naeded fo6M to f poat belepgured b; the fuíl gííe,' ': i »cted in tlie beat trtditione of The Duke f of tfellington's Kegijnent: ?e did ^Ibo Ptc íilli-nson, <iA\o ¦¦ ttempted to seve hiai regfrdless of most obviov.a drnger to hinseLf, Jon riigiu-UBSon sha/fed both gnllentry ' d presence of nind rnd offici'l reco^nition is Lei-U.; 'Wjrded, Yours sincerely, Lient. Colonel, Conr.'nóinn 1/Cth ln, THe Dulíe of .Vellin.^ton's Becinent. :.:r >I-rry Rodgers, o?,, Rose stre'-t, lií xby Ro*d, YORK. BRÉF það sem ritað var foreldr- um enska hermannsins Harry Williams Rodgers hálfum mánuði eftir lát piltsins. Þar er aðstandendum hans enn á ný vottuð samúð vegna dauða hins 18 ára gamla sonar þeirra. í bréfjnu er einnig grcint frá því að íslendingurinn Jón Sigurðs- son og enski hermaðurinn L.C. Williamson hafi verið heiðraðir af hrczku ríkisstjórninni. Orða sú sem Jón Sigurðsson fékk ber nafnið „Royal Humane Society Medal for Bravery". Á bakhlið orðunnar er nafn Jóns og dagsetningin 28. febrúar 1941. Að sögn Brians Holt. sendiherra Breta á íslandi. er orða þessi aðeins veitt fyrir björgun eða björgunartilraunir úr eldi, nám- um eða sjávarháska. Brian Holt er örugglega fróð- ari um brezkur orður en nokkur annar maður á íslandi og hann á mikið safn af brezkum orðum úr ýinsuni áttum frá ýmsum áttum. Þegar hann frétti að Jón hefði fengið viðurkenningu frá brezku rfkisstjórninni taldi hann fyrst f stað að um skjal væri að ræða. Þegar hann síðan sá orðu Jóns átti hann varla orð til að lýsa undrun sinni. Eftir að haía flett upp í bókum sfnum fann hann nafn orðunnar og um hana var sagt að hún væri cinstök og mjög eftirsótt. Að sögn Brians Holt er ekki vitað um nema 19 íslendinga, sem hlotið hafa brezkar orður og Jón er sá eini, sem hlotið hefur þessa tegund. Þess má geta að a.m.k. 4 starfsmenn Landhelgis- gæzlunnar hafa hlotið brezkar orður fyrir björgunarstörf. Á myndinni til hliðar er Jón með orðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.