Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 21 Texti: Ágúst I. Jónsson Myndir: Emilía Björnsdóttir það þó ekki frekar en íslenzku björgunarmönnunum. Þaö var ekki fyrr en nokkuð var liðið á morgun, og starfsmenn Áfengisverzlunarinnar ásamt fleirum týndu saman romrn-, koníaks- og vermouthtunnur í fjörunni, að áhöfn portúgalska skipsins var bjargað. Fimm hraustir íslendingar fóru þá í björgunarstólnum, sen notaður hafði verið til að bjarga Dönunum, út í danska skipið. Hlutverk þessara hraustu sjálfboðaliða var að koma kóðlum á milli skipanna og í brúna á portúgalska skipinu og fikra sig yfir í það til að bjarga hinni þjókuðu áhöfn. Miklir örðug- leikar voru á að koma máttlitlum skipbrotsmönnum yfir í danska skipið, en það tókst og fjórum Pórtúgalanna tókst að komast á milli skipanna af sjálfsdáðum. Þaðan gekk síðan allvel að bjarga mönnunum í land, þrekuðum mjög. Þegar ég skrallaði yfir grjótiö á þessari feiknaferð Þessi útúrdúr á e.t.v. ekki erindi inn í viðtalið við Jón Sigurðsson, en hann sýnir þó glögglega hversu veðurhamurinn var mikill og gerir afrek hans enn meira. En gefum Jóni Sigurðssvni orðið á nýjan leik. — Ég missti takið á Englend- ingnum í skaflinum. Hann var orðinn þungur og dofinn og einkennisbúningurinn dró hann niður. Hann var í þungri kápu, með hjálm og í stígvélum. Ég reyndi að synda út úr grjótinu, það var eina leiðin. Ég reyndi oft að ná landi, en útsogið var svo mikið að það hreif mig alltaf með sér. Ég stakk mér þá undir skaflinn, sneri mér síðan við í sjónum og lét hann bera mig að landi. Eg varði höfuðið með handleggjunum þegar ég skrallaði yfir grjótið á þessari feiknaferð. I sjöttu tilrauninni til að ná landi tókst mér að ná með fótunum utan um stein í flæðar- málinu, en áður hafði ég aðeins náð handfestu. Takið með fótunum bjargaði mér, ég hékk fastur svo útsogið náði mér ekki. Jón var þá kominn að hleðslunni fyrir neðan Landssmiðjuna og hafði verið í sjónum í um hálfa klukkustund. Hann hafði velkst fram og aftur þessa leið, farið yfir Kolbeinshaus og kastast fram og til baka í grjótinu úr Krikanum í átt að Landssmiðjunni. Ég var víst orðinn mjög aumur — Ég hafði ekki gleypt neinn sjó, og aldrei misst meðvitund en var orðinn þrekaður og allur marinn og blár, en óbrotinn eftir veltinginn, heldur Jón áfram. — Mennirnir sem með mér höfðu verið fylgdust með mér allan tímann og voru nú komnir með tó. Þeir drógu mig upp úr flæðarmál- inu, en ég yar þá kominn á þurrt. Það var íslendingur, sem kom niður til mín. Ég veit ekki nafn hans, en ég held að hann hafi starfað hjá Olíuverslun íslands. — Þeir settu mig aftan á einhvern trukk og ætluðu að keyra mig upp á Landspítala, en Eng- lendingarnir rötuðu ekki. Á endan- um fóru þeir með mig í einhvern sjúkrakamp vestan við Tjörnina. Ég var víst orðinn mjög aumur, en það skipti ekki máli, því þegar fréttist að ég væri óbreyttur Islendingur, ætluðu þeir að reka okkur út. Það var ekki fyrr en háttsettur Englendingur úrskýrði málavóxtu að þeir tóku við mér þarna. Ég fékk góða aðhlynningu þarna, en fór heim í eftirmiðdag- inn allur marinn og blár. Heima lá ég síðan í viku áður en ég fór að vinna á ný. Hann var 27 ára þegar hann lenti í þessum svaðilförum, nú er Jón Sigurðsson ásamt ensku systrunum Eileen Graham (t.v.) og Lilian Addinall og Brian Holt sendiherra Breta á íslandi, en með hjálp sendiherrans og Morgunblaðsins tókst systrunum að hafa uppi á Jóni, sem hætti lífi sínu 28. febrúar 1941 við að reyna að bjarga bróður þeirra frá drukknun við Reykjavíkurhöfn. hann 64 ára. Enn er hann þó kraftalegur, hávaxinn og beinn í baki. Hann lærði sund 6 ára gamall og hefur alltaf synt tals-. vert, en þó aldrei æft íþróttina hjá íþróttafélagi. Einu afskipti hans af íþróttafélögum voru með Fót- boltafélaginu Fram sem krakki, eins og hann segir sjálfur frá. Fékk Þarna pening einhvern Afrek Jóns vakti athygli á sínum tíma og ekki voru margar vikur liðnar þegar Bretar vildu heiðra þennan unga, vaska íslend- ing með því að veita honum orðu. Orðuna átti að afhenda Jóni í Dómkirkjunni í Reykjavík og síðan var fyrirhuguð móttaka í brezka sendiráðinu. Það vildi Jón ekki. — Mér fannst þetta ekki takast nógu vel til að ástæða væri til slíkra hátíðahalda, segir hann. — Ég labbaði niður í Stjórnar- ráð og fékk þarna pening einhvern, segir Jón. — Nei, ég man ekki hvenær það var. — Ég gleymi þessu atviki aldrei, en hef reynt að hugsa ekki um það. Á sínum tíma vildu blaðamenn fá að heyra söguna um hvernig þetta atvikaðist, en þeir heimsóttu mig það fljótt eftir þetta, að ég var ekki maður til að segja þeim frá. Ég átti satt að segja ekki von á að þessi saga yrði nokkurn tímann rifjuð upp og veit ekki hvort mér er nokkur akkur í því, segir-Jón. Hver var Þessi J. Sigurðsson? Uti í Englandi fékk fjölskylda enska piltsins, William Harry Rodgers, að frétta um sviplegt fráfall hans í fárviðri í Reykjavík. Hún frétti einnig um hetjulega björgunartilraun Englendings og íslenzka mannsins Jóns Sigurðs- sonar. Þær systurnar Lilian og Eileen gleymdu ekki þessu ís- lenzka nafni og í meira en 20 ár hafa þær hugsað um heimsókn til mannsins, sem hætt hafði lífi sínu til að bjarga bróður þeirra við skyldustörf. William Harry var næstelztur í hópi fimm systkina og í byrjun stríðsins var hann undir handar- jaðri föður síns, sem einnig var í hernum, þó hann hefði slasast í fyrri heimstyrjöldinni. Það var þó ekki lengi, sem feðgarnir voru saman í þessum hildarleik. William var sendur til íslands, en faðirinn slasaðist á ný, þannig að þeir feðgar sáust ekki oftar. Fjölskylda Williams var venju- legt almúgafólk í York í Englandi og hugur systranna Lilian og Eiieen hvarflaði oft til J. Sigurðs- son á íslandi. Hver var hann? Hafði hann slasast alvarlega í þessari djörfu tilraun sinni til að bjarga bróður þeirra? Var hann lifandi? Þær voru alltaf á leiðinni til Islands, en brauðstritið og óvissan kom í veg fyrir að af ferðalaginu norður til íslands yrði. Fyrir nokkrum árum fréttu þær að knattspyrnuliðið York væri á leið til íslands, knattspyrnuliðið í þeirra eigin borg. Þær báðu forystumenn félagsins að hjálpa sér og að lokinni íslandsferð knattspyrnuliðsins fengu þær myndir af leiði bróðurins. ísland kallaði á þær, það var ekki lengur umflúið að takast þessa ferð á hendur og hafði önnur systranna þó aldrei farið út fyrir England. í sumar skrifaði yrigri systirin, Lilian Addinall, Brian Holt, sendi- herra Breta hér á landi, bréf, þar sem þær báðu um upplýsingar „um mann að nafni Jón Sigurðsson, sem mér er tjáð að hafi verið sæmdur orðu fyrir afreksverk og hetjudáð í tilraun sinni til að bjarga frá drukknun William Harry Rodgers, korpóral úr svo- nefndri herdeild Wellingtons her- toga í Reykjavík 28. febrúar 1941". I Morgunblaðinu 30. júni í sumar er hluti þessa bréfs birtur og Jón Sigurðsson eða ættingjar Mafiur dröknar I Reykjavlkur- tiðín Sljs og árekstrar af iðldum hvassviðris- ins 1 bænum ' T"l ^6 slys ^^ tfl ^er ' höfn- L-*^ inni í gærmorgun, að storm- f urinn svipti breskum hermanni út Laf hafnargarðinum við eystri ' haf narhausinn. Fjell maðurinn í |sjóinn og druknaði. |; Nokkrir menn konm þarna að. left' maðurinn í'jell í s.jóirm. bæði íslendingar og Bretar. Reyndu þeir að bjarga herinanninum. Einn íslendinganna. Jón Sigurðs- iSOn iárnsiniðiir. Laugaveg 40 B, tók út af garðinum í Vindhviðu. Honum tókst að lialda sjer uppi á sundi þar til bomim barst h.iálp. Bresku hermennh-niv. seni þarna voru, fóru með .Tón í bíl suður í Stíádentagarð. þar sein hann f.iekk h'ina bestu aohlynningu og náði hann s.ier brátt eftir volkið ÞANNIG sagði Morgunblaðið frá þessu atviki og virðist þar ýmis- legt málum bland- ið. Stríðið var í algleymingi og rit- skoðun á fréttum í f jölmiðlum. í frétt- inni segir að Jón Sigurðsson hafi fallið fram á garð- inum í vindhviðu, en hafi tekist að halda sér á sundi þar til honum barst hjálp. Þá seg- ir að Jón hafi verið fluttur upp í Stúdentagarð þar sem hánn hafi fljótlega náð sér eftir volkið enda hafi hann fengið hina beztu að- hlynningu. hans eru beðnir að hafa samband við Brian Holt í brezka sendiráð- inu. I bréfinu segjast þær systur koma til íslands 6. október og þær vilji sýna Jóni Sigurðssyni eða ættingjum hans þakklæti sitt, enda þótt það væri nokkuð síðbúið. Eitthvað sem maður les bara um í bókum Brian Holt fékk tvær upphring- ingar vegna þessa máls. Fyrst var honum sagt að Jón þessi Sigurðs- son væri dáinn. Síðar sama dag var aftur hringt og var þar að verki kunningi Jóns. Er Brian Holt spurði hvort maðurinn væri ekki látinn, var honum svarað að það væru þá ekki nema nokkrar klukkustundir síðan. Sjálfur sá Jón ekki þessa frétt í Morgunblað- inu. Sendiherrann skrifaði systrunum bréf og sagði þeim að haft hefði verið uppi á manninum. — Síðan fengum við fjögurra línu bréf frá Jóni Sigurðssyni þar sem hann sagði til sín, segja þær systur Lilian Addinall og Eileen Graham. — I 20 ár hófðum við verið á leiðinni og loksins komum við hingað föstudaginn fyrir viku til nokkurra daga dvalar. Við höfum verið hér í alltof stuttan tíma, þetta er stórkostlegt land og hér býr stórkostlegt fólk. Þessi tími hefur verið eins og ævintýri, þetta er eitthvað sem maður les bara um í bókum, segja þær. — Jón Sigurðsson og Guðný kona hans hafa takið stórkostlega á móti okkur. Við höfum séð mikið á þessum stutta tíma, en u.mfram allt höfum við séð manninn sem næstum því hafði fórnað líffsínu til að bjarga bróður okkar, þessa hógværu hetju í okkar augum. Við höfum séð leiði Williams Harrys og við höfum séð staðinn þar sem hann drukknaði. — Ég hafði aldrei farið út fyrir England og alla tíð búið í York, en nú þegar langar mig að koma aftur til Islands segir Eileen Graham, eldri systirin. — Þegar ég hugsa um öll þau gólf, sem ég hef skúrað og skrúbbað til að komast þessa ferð, finnst mér allt stritið smávægi- legt, segir Lilian Addinall. - • - Þann 12. nóvember minnast Bretar óþekkta hermannsins. Þá ætla systurnar Lilian og Eileen að leggja blómsveig á leiði föður þeirra í York. Á sama tíma ætla þeir Brian Holt og Jón Sigurðsson að leggja blómsveig á leiði William Harry Rodgers í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.