Morgunblaðið - 15.10.1978, Síða 23

Morgunblaðið - 15.10.1978, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 23 frá grunni aö mæni í orðsins fyllstu merkingu. Sæti Sólveigar sem húsmóður í húsi því var vel skipað, kringum hana var allt fullt af lífi meðan heilsa entist. Hjarta- hlýja tengdamóður minnar, greiðasemi og skilningur á öllu mannlegu lífi voru aðdáunarverð. Vinarþeli hennar og trygglyndi við mig mun ég aldrei gleyma, hvað sem á gekk í lífinu, eins og gengur. Sólveig var kona stórlynd og stórhuga, en þó allt í senn blíðlynd og og sérstaklega viðræðugóð við alla er á hennar fund leituðu, enda húsið opið fyrir öllum. Oft var mannmargt að Skipasundi 13, „þá var setinn Svarfaðardalur", fólkið undi sér við orðsins list, spil og aðra skemmtan. Ég veit að margir komu á fund hennar sér til halds og trausts á lífsbrautinni er þurftu að létta á hjarta sínu eða leita huggunar. Ég hef eigi kynnst hreinlyndari konu ennþá, og gat þó undan orðum hennar sviðið en hún leit aldrei á sig sem yfirboðara ann- arra í samtali, sagði meiningu sína við hvern sem í hlut átti. Ef Sólveig hefði verið fædd seinna þá hefði hún sjálfsagt orðið kennari, svo mikið yndi hafði hún af börnum og reyndar kenndi hún börnum til stafs í mörg ár. Sólveig Vilhjálmsdóttir var aldamóta- kona, verður fulltrúi þeirrar kyn- slóðar, sem við minnumst nú með virðingu og þakklæti. Hún hafði mörg einkenni hennar og marga bestu kosti, hugsjónatryggð, stefnufestu, sannleiksást og heið- ríkju í hugsun. Hún vann öll störf sín í kyrrþey og bar eigi skoðanir sínar á torg alþjóðar. Nú við kistu hennar leita ótal minningar á hugann um ógleym- anlegar samverustundir okkar. Minningar er lifa best í kyrrþey og friðhelgi okkar á milii er hún veitti mér og fjölskyldunni. ..Víst ssitja fáir hauárið hrapa húsfreyju KÚðrar viður iáti en hverju venziavinir tapa. vottinn má sjá á þeirra gráti af diievu siikri á gröfum erar KÓðrar minningar rósin skær.“ B.Th. Ég kveð tengdamóður mína. Megi hún hvíla í friði. Tengdadóttir Þórveig. AUGLÝSIIMGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810 Orðsending til fyrrverandi starfsmanna Kaup- félags Rangæinga Þar sem viö núverandi starfsmenn Kaupfélags Rangæinga ætlum aö halda árshátíö okkar á Hvoli laugardaginn 21. október vildum viö endilega gefa ykkur kost á aö vera meö. Þeim sem áhuga hafa er bent á aö panta miöa í síma 99-5296 mánudags- og þriöjudagskvöld (16. og 17. október). Hittumst öll og höldum gamla góöa hópinn. Nefndirnar. Hafnarfjörður Spila og skemmtikvöld veröur í Góötemplarahúsinu n.k. laugardag 21. okt. (fyrsta vetrardag) kl. 20.30. Félagsvist (12. umferöir). Sýndar myndir úr sumarferö- inni. Sameiginleg kaffidrykkja og almennur söngur og dans. Aögöngumiöar kr. 1000,- (Kaffiveitingar innifaldar). Afhentir aö Austurgötu 10, eða óskast pantaðir sem fyrst, sími 50764. Félag óháðra borgara. Ryklaus heimili með nýju Philips ryksugunni! Gúmmíhöggvari (stuðari), sem varnar skemmdum ^ rekist ryksugan í. Þægilegt handfang. 850 W mótor Einstaklega þægilegt grip með innbyggðum sogstilli og mæli, sem sýnir þegar' ryksugupokinn er fullur. Stillanlegur sogkraftur. Nýja Philips ryksugan sameinar hvoru tveggja, fallegt útlit og alla kosti góörar ryksugu. 850 W mótor myndar sterkan sogkraft, þéttar slöngur og samskeyti sjá um aö allur sog- krafturinn nýtist. Nýjung frá Philips er stykkiö, er tengir barkann viö ryksuguna. Þaö snýst 360° og kemur í veg fyrir aö slangan snúi upp á sig eöa ryksugan velti viö átak. Þrátt fyrir mikiö afl hinnar nýju ryksugu kemur manni á óvart hve hljóölát hún er. Stór hjól gera ryksuguna einkar lipra í snúningum, auk þess sem hún er sérlega fyrir- feröalítil í geymslu. Skipting á rykpokum er mjög auöveld. Rofi Inndregin snura. Snuningstengi eru nýjung hjá Philips. Barkinn snýst hring eftir hring én þess að ryksugan hreyfist PHIUPS Meöal 6 fylgihluta er stór ryksuguhaus, sem hægt er að stilla eftir því hvort ryksuguö eru teppi eöa gólf. Philips býöur upp á 4 mismunandi geröir af ryksugum, sem henta bæöi fyrir heimili og vinnustaöi. PHILIPS heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 Blóma- og flóamarkaðu Stórglæsilegur markaður í Volvosalnum, Suðurlandsbraut 16, í dag kl. 14—17. Leikföng, nýjar kuldaúlpur, búsáhöld, blómaafleggjarar, hljómplötur, nýir síðir kjólar, snyrtivörur og fleira. Fátt eitt dýrara en 2.500 krónur Gerið góð kaup fyrir jólin. Eflum öryggi æskunnar JC-VIK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.