Morgunblaðið - 15.10.1978, Síða 24

Morgunblaðið - 15.10.1978, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 lfinn nýi l>urs — Karl Sijíhvatsson. hljómhorðslrikari. komur í stað Rúnars VilhorKssonar. fajjottloikara. sem er að ljúka prófum við Tónlistarskólann um þossar mundir. 11LINIIIB ÞRAMMA Hinn íslenski Þursaflokkur hjggur á ferð um landið á næstunni Ein athyglisverðasta hljómsveit, sem fram hefur komið í íslensku skemmtanalífi síðustu ár er án efa hinn íslenski Þursaflokkur. Nú á tímum diskóteka ok dansmenninj;- ar hefur flokkurinn síðustu miss- eri haldið hátt á loft merki lifandi tónlistarflutninj;s og hlotið verð- skuldaða athygli með spili sínu og söng í þjóðlegum stíl. Nú fyrir helgina boðuðu Þursarnir til fundar og höfðu frá mörgu að sejga. Fyrir það fyrsta hafa þeir lokið vinnu við sína f.vrstu breiðskífu sem mun koma á markaðinn innan hálfs mánaðar og hefur hún að geyma þær tónsmíðar sem Þursarnir hafa haft til flutnings að undanförnu. Lögin eru flest úr bók síra Bjarna Þorsteinssonar, íslensk þjóðlög sem út kom fyrst á árinu 1906—1909. í annan stað hygjya þeir á 10 daga ferð um landið og munu heimsækja 12 staði. Ekki verður hljómleikaferð þessi tengd dansleikjahaldi eins og títt er með ferðir sem þessar, heldur munu þeir troða upp í skólum og þá einkum grunnskólum og svo félagsheimilum þar sem það á við. Er þetta af kostnaðarástæðum annars vegar, það er dýrt að leigja stór samkomuhús, og svo hins vegar á að láta reyna á hvort grundvöllur sé fyrir svona vetrar- ferð til hljómleikahalds. Niðurröð- un hljómleika er eftirfarandi: 18. okt. Laugarvatn kl. 20.30 19. okt. Skógaskóli kl. 20.30 20. okt. Höfn í Hornafirði 20.30 21. okt. Eiðar 20.30 22. okt. Húsavík kl. 20.30 23. okt. Akureyri kl. 20.30 24. okt. Akureyri kl. 20.30 25. okt. Sauðárkrókur kl. 20.30 26. okt. Stykkishólmur kl. 20.30 27. okt. Keflavík (fjölbr.sk.)kl. 15.30 28. okt. Bifröst kl. óráðið Kleppjárnsreykir óráðið Re.vkholt óraðið 1. nóv. ísafjörður kl. óráðið. Fyrirhugaðir eru og hljómleikar á Akranesi einhvern tíma í október en fyrstu dagana í nóvem- ber verða hljómleikar á Selfossi og síðan munu Þursarnir beina at- geirum sínum að Reykjavíkur- svæðinu með hljómleikahaldi í framhaldsskólum. Upp úr miðjum nóvember er svo í ráði að endur- vekja baliet Þjóðleikhússins sem settur var á svið á síðustu Listahátíð með þátttöku Þursanna og draumurinn er svo að enda þessi átök með því að heimsækja frændur vora í Skandinavíu eins og Egill Þursadrottinn orðaði það — en það mál er aðeins á athugunarstigi. Á þessu sést að Þursaflokkurinn á víða eftir að þramma á næstunni — þramm sem útheimtir líkam- lega og andlega áreynslu en á eflaust eftir að verða fjölmörgum áhorfendum kærkomin glæta í svartasta* skammdeginu. I’latan. Eins og áður sagði er platan væntanleg á markað innan 2ja vikna og hefur að geyma íslensk þjóðlög að mestu. Eftir fyrstu áheyrn. (leikið af segulbandi) er óhætt að fullyrða, að mikið er í hana spunnið bæði hvað varðar spil og söng. Utsetningar eru margar hverjar frábærar og tekst Þursunum mjög vel að tvinna saman rafmagnaðan hljóðfæraleik og einkenni yfirbragð þjóðlag- anna. Hraðabreytingar, sem eru algengar, eru og mjög vel útfærð- ar. Egill Ólafsson sér um sönginn og ferst honum það mjög vel úr hendi — vægast sagt. Rödd hans hefur fallega áferð sem fellur vel að lögunum. Lög plötunnar eru í raun dægur- tónlist síns tíma, þar sem þjóðlög- in eru lög sem gengið hafa mann fram af manni. I orðunum sem fylgja laginu „Grafskript" segir svo: „Þetta lag nam Bjarni Þor- steinsson af Guðmundi Davíðssyni en hann af Jórunni gömlu á Hraunum. Bjarni hefur þetta eptir Guðmundi en hann aptur frá Jórunni. Ingibjörg nokkur, niður- setukerling hjá Magnúsi Waage, föður Jórunnar, kenndi honum lagiö, þegar hann var ungur, en Jórunn lærði það af föður sínum.“ Dæmigert fyrir varðveislu þjóð- laga. Lag þetta er annars það eftirminnilegasta á plötunni eink- um fyrir myndræna og áhrifaríka útsetningu. Að svo stöddu er ekki ástæða til að fjalla frekar um plötuna. Látum það bíða betri tíma eða þangað til hún hefur verið gefin út. Eitt er víst að viðfangsefni Þursanna er vel til fundið og hér er vel unnin plata sem á eftir að vekja ath.vgli. Framtíðin. I deiglunni eru að sjálfsögðu fleiri skífur og ætla Þursarnir að sækja efni sitt á næstunni í ýmsa furðufugla svo sem Guðmund Bergþórsson, Sigurð dalaskáld, Æra-Tobba, Leirulækjar-Fúsa o.fl. — hálfgerða utangarðsmenn sem á sínum tima voru settir út af sakramentinu og sendir út í myrkrið sem skáid af rómantíkur- um sem þóttust hafa mun merki- legri boðskap að flytja en þessir hnoðrar. Kannski eigum y\b til hliðstæðu í nútímanum, þar sem popparar og aðrir flytjendur „óæðri“ tónlistar eru annars vegar og hins vegar þeir, sem flytja klassíska og aðra „alvöru" tónlist — Hver veit? Fundargestir fengu að heyra tvö lög, sýnishorn af þessum næstu verkefnum. Eftir þá áheyrn má ætla að þeir þurfi ekki að kvíða því að verða úthrópaðir — þvert á móti. Væntanlegir áhorfendur og/ eða áheyrendur geta og sömuleiðis farið að hlakka til strax í dag, ef Þursarnir halda áfram á þessari braut. T.H.Á. SLAGBRANDUR - Dexter Gordon í Háskólabíói á miðvikudag JAZZVAKNING hefur á undan- förnum árum staðið fyrir fjöl- mörgum jazz-kvöldum á ýmsum stöðum hér í Reykjavík og hafa þau einatt verið mjög vel heppn- uð og ágætlega sótt. en sem eðlilegt er hefur það verið dálitið upp og ofan. Það er líka Ijóst að erfitt er að halda uppi slikum kvöldum allt að þvi' vikulega. þar sem íslenskir jazzleikarar eru fremur fáir. En það er annar þáttur í starfi Jazzvakningar sem er e.t.v. enn erfiðari í fram- jazzritinu „Downbeat“ og Colum- hiapliituhringurinn gerði við hann „feitan“ samning. Síðan hefur þessi 55 ára jazzgarpur haldið fjölda tónleika um gervöll Handariki NorðurAmeríku við góðar undirtektir. Það skrýtnasta við þessa „end- ur-uppgötvun“ á Dexter Gordon er það að hann hefur ekki á nokkurn hátt brcytt um stíl eða tækni, hann cr ennþá einn frumkvöðla ,.bebop“-stefnunnar innan jazzins, en skýringarinnar Dexter Gordon að hlása fyrir frændur okkar í Montmartre sl. haust. (Ljósm. SIB). kvæmd. en félagið hcfur þó leyst af hendi af stakri prýði. Það eru þau stórvirki félagsins að fá hingað til lands þekkta erlenda jazz-hljómlistarmenn til hljóm- leikahalds. Hafa slíkir hljómleik- ar ávallt tekist mjög vel, þrátt fyrir dálítið misjafna aðsókn. í þessu sambandi má t.d. benda á hljómleika þeirra Niels Hcnning 0rsted Pedersen. Philip Cather- ine og Billy Ilart í Iláskólabíói í vor og hljómleika tríós Horace Parlan sl. vetur. Næstkomandi miðvikudag bæt- ist enn ein slík skrautfjöður í hatt Jazzvakningar, en þá heldur hinn gamalreyndi, týndi sonur jazzins, saxófónlcikarinn Dexter Gordon hljómleika í Háskólabíói ásamt kvartett sinum. Enduruppgötvaöur á sextugsaldri DEXTER GORDON hefur búið í Danmörku undanfarin 15 ár og verið tíður gestur á sviði jazz- klúbhsins Montmartre í Kaup- mannahöfn og þar var undirrit- aður svo lánsamur að heyra hann og sjá sl. haust. Það sama kvöld lék Stan Getz í Montmartre og fór ekki hjá því að hann skyggði nokkuð á „heimamanninn". en engu að síður var auðheyrilcgt að Dexter Gordon var mikill virtúós á hljóðfæri sitt, en áköf bjór neysla hans dró nokkuð úr tækninni. Þau merku tiðindi gerðust svo á síðasta ári að ameríkanar mundu allt í einu eftir honum „long tall Dexter" og hann var kosinn sá fa'rasti á sínu sviði í er e.t.v. að leita í orðum hans sjálfs um tónlist sína í nýlegu blaðaviðtali. en þar segir hann að hún sé „Dexterísk“. Hann hlýtur alla vega að hafa eitthvað meira fram að færa. en bara þetta venjulega „bebop“ og víst er að þegar ég hlýddi á leik hans í Montmartre í fyrrahaust, þótti mér sem þessi roskni maður væri að spila eitthvað nýstárlegt. enda þótt ég a*tti bágt með að gera mér grein fyrir því hvað það vktí, enda alger áhugamaður í faginu. Byrjaöi á klarínett DEXTER GORDON er fæddur í Los Angeles árið 1923. Ilann stundaði tónlistarnám á æskuár- um sínum og hóf að leika á klarínett, en sneri sér að alt-saxó- fón fimmtán ára að aldri. Hann hætti skólanámi sautján ára og fór að lcika á tenórsaxófón, hvað hann hefur gert allar götur síðan. Á fimmta áratugnum lék hann m.a. með Lieonel Ilampton, Lee Young, Louis Armstrong og Charlie Parkcr. Ilann er talinn hafa haft mikil áhrif á yngri saxófónleikara. eins og t.d. John Coltrane og Sonny Rollins. Þeir sem leika með Gordon á hljómlcikunum á miðvikudaginn eru þeir George Cables (píanó). Rufus lteid (bassi) og Eddie Gladden (trommur). en þeir hafa leikið með honum við flest tæki- færi nú að undanförnu. Fjallað verður um hljómleik- ana sjálfa síðar. hér í hlaðinu eða í Lesbók Mbl. —SIB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.