Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.10.1978, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1978 29 þar er engin lestraraðstaða og uppsláttarrit engin. — Nú vantar bæði útibú og aðalsafnbyggingu. sem hvort tveggja er á framkva'mdaskrá. Ilverju liggur mest á? — Já, fólk spyr stundum hvort æskilegt sé að safnstarfið byggist á góðu stóru aðalbókasafni eða á smásöfnum úti um bæinn. Mín skoðun er sú, að þörf sé fyrir gott og vel búið aðalbókasafn og nokkur útibú, eftir því sem heppilegt er talið. Ekki annað- hvort eða heldur hvort tveggja. Framkvæmdaáætlun ætti því frá mínu sjónarmiði að vera þannig, að komið yrði upp aðalsafninu í áföngum á vissu árabili og jafn- hliða útibúum. Þá gætum við á meðan vaxið og eflt okkar safn- starf, svo að við féllum vel inn í svo stórt safnhús, þegar það er fullbyggt. Fln það er enginn vafi á því, að stórt aðalbókasafn verður að vera á Reykjavíkursvæðinu. Ég vil þá vekja athyjíli á því, að nýja safnhúsinu er ætlaður staður við Kringlumýrarbrautina og liggur þannig í þjóðbraut og vel við fvrir nágranna okkar líka. • Gott aðalbóka- safn og útibú — Ykkur er lengi húið aft dreyma um nýja bókasafnsbygg- ingu? — Já, og draumurinn er að aðalsafnið verði meira en stórar og góðar útlánadeildir, sem að sjálf- sögðu verða þar. Við viljum að fólk hafi gaman af að koma og njóti þess að vera í safninu. Vildi gjarnan að húsnæðið yrði svo rúmt, að hægt yrði að taka frá eitt eintak af þeim bókum, sem margir sækjast eftir, svo að menn geti komið og lesið þær á staðnum. Og þá á ég við fyrir utan lestrarsal- inn. Þarna þarf að vera rúm fyrir alla þá starfsemi, sem í aðalsafni á heima, flokkun og skráningu, skrifstofu og starfsemi á borð við heimsendingarþjónustuna „bókin heim". I aðaisafni á líka heima talbókaþjónusta við Reykvíkinga. Einnig þarf að vera þar fyrirlestr- arsalur til bókmenntakvnninga o.fl. — Þú nefnir heimsendingar- þjónustuna og talbókasafnið? Þú komst heim frá Svíþjóð til að skipulegjja það á sínum tíma. var það ekki? — Jú, það er rétt. Ég kom heim 19. apríl 1974 til að koma þessari deild á stofn fyrir Eirík Hrein Finnbogason, borgarbókavörð. Þá var ég orðin bókasafnsfræðingur í Svíþjóð og hafði engan hug á að flytjast heim til íslands. Var búin að vera í vinnu og námi í Svíþjóð frá 1965. Ég var búin að vinna í sex ár og fá góða reynslu í ýmsum deildum í borgarbókasafninu í Stokkhólmi. Ég vann mikið í sérbókasafninu og hafði t.d. verið mikið á sjúkrahúsunum í Stokk- hólmi. Einnig var ég í bókasafni í tómstundarheimili fyrir fatlaða, þar sem fólk með alls konar fötlun kom. Ég hafði semsagt reynt að fá sem mesta alhliða reynslu. Ég þekkti því þjónustu á borð við þá, sem borgarbókasafnið hér hugðist koma á. En ég undi mér vel í Stokkhólmi og þykir vænt um Stokkhólmsbókasafnið og starfs- fólkið þar, og var því ekkert að hugsa um að breyta til. En þegar borgarbókavörður vildi fá bóka- safnsfræðing til að byggja upp heimsendingarþjónustu og tal-, bókasafn þá fannst mér opnast möguleikar fyrir mig að starfa heima. Þótti þetta ákaflega áhuga- vert, og hikaði ekki andartak. Bókabíll verður enn að duga til aö þjóna Breiðholtshverfi, en í vetur verður væntan- lega byrjað á bygg- ingu félagsmiðstöðv- ar, með nýju útibúi við Gerðuberg. Fannst allt í einu sjálfsagt að flytja heim og taka hér til starfa. • Bókaþjónusta við fatlaða, blinda og sjúka — Bókin heim er heimsending- arþjónusta á prentuðu efni, út- skýrir Elfa Björk. Og talbókasafn- ið og hljóðbækurnar er þjónusta við blinda og sjónskerta og aðra þá, sem ekki geta notað augun. Er ætluð því fólki einu. Ekki öðrum. — Talbókasafnið rekum við í samstarfi við Blindrafélagið og það þjónar öllu landinu. Þessi þjónusta er ákaflega vel þegin og þórfin óskapleg. Þessir rúmlega 400 titlar, seni við höfum af talbókum, eru því ófullnægjandi. Við reynum stöðugt að halda áfram að bæta við. Sjálfboðaliðar eru mjóg viljugir að lesa inn á bönri fyrir okkur. Þá fáum við upptökur hjá ríkisútvarpinu, sem við að sjálfsögðu setjum ekki á bónd nema með leyfi höfunda, lesara og þýðenda. Annað efni lesum við inn sjálf. Þessi deild er nú í Sólheimaútibúi og efninu dreift þaðan. X — Heimsendingarþjónustan er ekki einungis fyrir aldraða, heldur Elfa Björk áfram, heldur fyrir alla þá, sem sakir elli eða sjúkleika komast ekki í safnið en hafa sjón og þrá að lesa bækur. Þeir geta pantað hjá okkur bók, og bókin er send heim. Mest eru það fastir viðskiptavinir, sem þjónað er á þennan hátt, og er miðað við eina sendingu á mánuði. Þessi þjónusta er líka í Sólheimaútibúi, en öll heimsendingarþjónustan er í eðli sínu deild í aðalsafni og ætti að vera þar. Líka skiptaþjónustan, sem er í kjallaranum á Esjubergi, og eru sómu gerðar, svo og útlánin, sem fara fram í tómstundastarfi aldraðra í Norðurbrún 1 og Hallveigarstóðum. Þetta verður allt auðveldara, þegar nýja aðál- bókasafnið verður komið í gagnið. — En talbókasafnið? — Á þessum fjórum árum, síðan það byrjaði, hefur það eflst mjög og aukist. Við opnuðum flóðgátt. Borgarbókasafnið og biindrafélag- ið geta ekki lengur annað þörfinni. Brýnast er að mjög fljótlega taki sveitarfélög utan Reykjavíkur þátt í |)jónustunni við blinda og sjón- skerta. Menntamálaráðuneytið og Sambönd sveitarfélaga verða að láta málið til sín taka. En það er nú komið í nefnd og vonandi finnst á því lausn. Talið berst að fötluðum og möguleikum þeirra til að nýta sér söfriin. Elfa Björk segir, að því miður sé aðalsafnið við Þingholts- stræti í gömlu húsi með háum tröppum. En búið- sé að gera Sðlheimaútibúið aðgengilegt fyrir fatlaða, setja skábraut fyrir hjóla- stóla þar inn, breyta öðru snyrti- Unnið er að viðgerð- um á hinu virðulega gamla húsi, Esju- bergi, Þar sem aðal- safnið er tíl húsa. herberginu og frátekið sé bíla- stæði fvrir fatlaða alveg við dyrnar. Nýja útibúið í Breiðholti eigi líka að verða aðgengilegt fyrir fatlaða, svo og nýja aðalsafns- byggingin. Og verið er að huga að því hvort ekki sé hægt að gera Bústaðasafnið einnig aðgengilegt fyrir fatlaða. — Eru íslendingar eins mikil bókaþjóð ok af er látið? — Við þurfum ekki^ að kvarta undan því að fólk komi ekki og vilji fá lánaðar bækur. Á árinu 1977 voru lánuð út í borgarbóka- safninu yfir milljón bindi eða 12,3 bindi á hvern íbúa Reykjavíkur. Bókina getur hver lesandi haft í einn mánuð, en hægt er að fá hana í annað tímabil og jafnvel hið þriðja, sem er hámark, ef pöntun liggur ekki fyrir. Hann þarf aðeins að koma og fá framlengingu. I þessu sambandi langar mig til að koma því á framfæri að ætlast er til þess að lánþegar komi til móts við okkur, sem viljum þjóna þeim, með því að þeir skrifi ekki í bækurnar eða bletti þær og skili þeim á réttum tíma, svo við þurfum ekki að eyða dýrum vinnukrafti í að innheimta bækur. Bækur, sem eru í útláni, ganga úr sér og mikið þarf að gera við þær. Stundum hikum við kannski of lengi við að henda bók og höfum hana of lengi í gangi, ef við vitum að mikil eftirspurn er eftir henni. En við reynum að halria hókunum í góðu lagi. — Hvaða sjónarmið hafið þið við innkaup á bókum? — Borgarbókasafnið verður að kaupa allar sínar bækur, því þangað eru ekki skylduskil. Við erum okkur þess meðvitandi að við erum að kaupa bækur fyrir takmarkað fé, eins og fjárveiting segir til um hverju sinni og fyrir fé< skattborgara Reykjavíkur. Þá er um að gera að kaupa þannig inn, að það komi sem flestum að gagni. Markmiðið er að þurfa sem sjalrinast að segja: „Það er ekki til". Ekki er þó hugmynriin að kaupa eintómar afþreyingarbæk- ur, helriur af þeim það sem við teljum okkur komast sæmilega af með. Óhætt er að segja, að islenzkar bækur hafi forgang. Keyptar eru nær allar bækur, sem út koma á íslanrii. En ef og þegar fé er fyrir henrii, þá kaupum við líka erlenriar ba'kur. Við höfum bókavalsnefnri, sem í eru starfs- menn úr safninu, er koma saman vikulega. Við reynum að kaupa sem minnst aí bókum, sem sofa á hillunum, helriur bækur sem nýt- ast. Venjulega eru keypt nokkur eintök af íslenzkri bók, og ef í ljös kemur mikill áhugi á henni, þá bætum við eintökum við. — I þessu sambandi níá geta þess, bætir Elfa Björk við, að við erum komin í bein tengsli við alla sem í safnið koma, á þann hátt að eyðublöð liggja frammi, sem fólk getur útfyllt og gert tillógur um kau]) á einhverri bók. Þetta hefur þegar komið að góðu gagni. Val á íslenzkum bókum kemur nokkuð af sjálfu sér, en erfiðara er með erlendar bækur, sem við verðum að kaupa í nokkrum mæli eftir listum. En líka beint úr búðum. Okkur vantar starfslið til aö undirbúa kaupin á erlendu bók- unum, og ekki er hægt að komast yfir að lesa alla hókalista og gagnrýni. Ábendingar koma því að góðu gagni. • Þykir vænt um fólk — Sumiim finnst það lítið spennandi starf að „hanga" yfir hókum. eins og það er stundum orðað. Hvað segir þú um það? — Ég get ekki hugsað mér neitt starf skemmtilegra. Bókin og manneskjan eiga vel saman, svar- ar Elfa Björk að bragði. Ég þykist hafa af því reynslu að bækur geta tengt fólk saman og á þar við bæði lánþega og starfsmann. Á sjúkra- húsi geta til riæmis spunnist umræður um bók eða bækur, og bókaheimurinn spannar raunar allt. Mér þykir sjálfri gaman að taka á móti fólki, gera það sem hægt er fyrir það, og sjá það fara í burtu ánægt. Til þess þarf manni að þykja vænt um fólk og' það þykir mér. Þess vegna sakna ég þess svolítið að vera ekki lengur við afgreiðslustörf eins og ég var t,d, mikið í Stokkhólmi. Nú hefí ég bækurnar miklu styttri tíma í höndunum og umgengst þær ekki eins mikið. Eg hugsa um þær um það leyti sem þær eru keyptar, les eins margar og ég hefi tíma til og svo eru þær mér horfnar. Starf borgarbókavarðar er að sjálfsögðu mest framkvæmriastjórn, fjármál og stjórnun á starfsliði. Sem betur fer felur starfið í sér mikil samskipti við fólk, þótt á annan hátt sé en í útlánarieilri. Það er ekki minnst um vert að við öll, sem vinnum að bókasafninu, náum saman, sambanri okkar sé gott. Það hlýtur að skila sér í meiri ána'gju og betra starfi. E.Pá. Sýning stjórnunar- kvikmynda Stjórnunarfélag íslands mun standa fyrir sýningum á stjórnunarkvikmyndum í ráðstefnu- sal Hótel Loftleíða miðvikudaginn 18. október kl. 16.00. Sýndar veröa fjórar kvikmyndir sem gerðar eru af Peter Drucher, einum þekktasta fræðimanni í heimi um stjórnunarmál. Prófessor Þórir Einarsson mun fyrir sýningu kynna efni myndanna. Kvikmyndirnar eru fengnar til landsins fyrir milligöngu Menningar- stofnunar Bandaríkjanna, og frá kl. 3.30 munu liggja frammi í anddyri Ráðstefnusalarins ýmis fræðirit um stjórnun sem fá má að láni hjá þeirri stofnun. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á skrifstofu Stjórnunarfélagsins í síma 82930.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.