Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 236. tbl. 65. árg. ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Óvæntu kjöri pólsks páfa almennt fagnað Páíai?ardi. 16. október. Reuter. AP. KARDINÁLAR rómversk-kaþólsku kirkjunnar vöktu furðu hcimsins í kvöld með því að kjósa 58 ára gamlan Pólverja. Karol Wojtyla. eftirmann Jóhannesar Páls páfa I. Nýi páfinn tók sér nafnið Jóhann- es Páll II og er fyrsti páfi sem er ekki ítali síðan 1522 og fyrsti Pólverjinn sem hefur verið valinn. Jóhannes Páll II er glaðlegur, kringluleitur maður með silfur- grátt hár og hefur afdráttarlaust gagnrýnt trúleysi sem hann segir að sé fylgt í skólum kommúnista. Hann er talinn harður verjandi kirkjunnar í Póllandi. kaþólskasta landi Austur-Evrópu. Fréttinni um kosningu hans var tekiö með vantrú, furðu og síðan gleði í Póllandi og sérfræðingar í Vín sögðu að kosningin mundi stórauka áhrif kirkjunnar í Austur-Evrópu. Jóhannes Páll páfi II, sem verður einnig erkibiskup Rómar, vann hug og hjörtu rúmlega 200.000 manna sem söfnuðust á Péturstorgi með því að tala ágæta ítölsku. Hann sagði mannfjöldanum að hann kæmi frá fjarlægu landi, „fjarlægu en alltaf nálægu í samfé- lagi kristinnar trúar og hefðar". „Ég var hræddur við að taka við þessari tilnefningu, en ég hef gert það í anda hlýðni við drottinn vorn og trúar á Maríu guðsmóður," bætti hann við. Hann talaði um ítölsku sem „tungu ykkar og okkar“ og bætti við: „Ef ég geri skyssu skuluð þið leiðrétta mig.“ Mannfjöldinn kunni vel að meta látleysi hans og hæversku, hyllti hann hvað eftir annað og veifaði vasaklútum og fánum. Nýi páfinn er talinn hófsamur, framfarasinnaður kirkjuhöfðingi, opinn fyrir nýjum hugmyndum og einstaklega guðhræddur. Hann er talinn fylgjandi aukinni valddreif- ingu í stað miðstýringar frá Róm. Þess vegna var hann kjörinn páfi. Óvæntu kjöri páfa var almennt fagnað í kvöld, hvergi þó meir en í Póllandi þar sem fólk var furðu lostið og ánægt. En opinberlega er talið, að kosningin valdi áhyggjum vegna hinnar afdráttarlausu stefnu sem nýi páfinn hefur fylgt í samskiptum ríkis og kirkju í Pól- landi. Kosningin mun þó leiðá til auk- inna tengsla við Austur-Evrópu, í anda þeirrar stefnu sem Páll páfi VI mótaði. Erkibiskupinn í Marseilles, Roger Etchegaray, sagði í kvöld að kosning páfa úr kommúnistaríki væri einn merkasti atburður í sögu kaþólsku kirkjunnar. Spænski utanríkisráðherrann, Marcelino Oreja Aguirre, sagði að kosningin væri einn mikilvægasti atburður í sögu kaþólsku kirkjunnar á síðari tímum. Opinber talsmaður pólsku kirkj- unnar sagði að páfi mundi njóta stuðnings jafnt kirkjunnar og trú- aðra sem stjórnmálamanna, rithöf- unda og alls heimsins. Kirkjuklukkum verður hringt í Póllandi á morgun og þakkarmessur sungnar. Sjá náhar bls. 47 Nýkjörinn páfi, Jóhannes Páll II, kemur fram á svalir Péturskirkjunnar í Róm þar sem mannfjöldi hyllti hann. Góð framför á friðarfundi Washington. tfi. október. Reuter. AP. ÍSRAELSMENN og Egyptar færð- ust nær samkomulagi um friðar- samning í ftarlegum og óformleg- um viðræðum háttsettra embættis- manna í dag en þá greinir enn á að sögn bandarísks talsmanns. „Allir aðilar eru mjög ánægðir Þögn á Namibíu- fundi í Pretoriu Pretoria. 16. okt. AP. Reuter. CYRUS Vance, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, afhenti Pieter W. Botha. forsætisráðherra Suð- ur-Afríku. persónulegt bréf frá Jimmy Carter forseta þegar fimm vestrænir utanríkisráðherrar áttu fyrstu viðræður sínar við lciðtoga Suður-Afríku um framtíð Namibíu (SuðvesturAfríku) í Pretoriu í dag. Bréfið er talið hafa að geyma áskorun frá Carter þess efnis, að Suður-Afríkumenn láti af andstöðu sinni við að Sameinuðu þjóðirnar leiði Suðvestur-Afríku til sjálfstæð- is. Vance, David Owen frá Bretlandi, Hans-Dietrich Genscher frá Vest- ur-Þýzkalandi, Olivier Stirn frá Frakklandi og Donald Jamieson frá Kanada ræddu tvívegis við Botha og yfirmann suður-afrískra landvarna, Magnus Malan hershöfðingja. Þeir ræddu einnig við Marthinius Steyn, landstjóra Suðvestur-Afríku, og gengu á fund John Vorsters forseta. Talsmaður utanríkisráðherrans kvað þá hafa ákveðið að veita engar upplýsingar um viðræðurnar meðan þær stæðu yfir og ætla þar með að hafa sama hátt og á fundi Israels- manna og Egypta í Camp David. Til umræðu er sú einhliða ákvörð- un Suður-Afríkumanna að efna til kosninga í Suðvestur-Afríku í desember og hafna þar með í raun og veru áætlun SÞ um kosningar undir alþjóðlegu eftirliti í apríl. Þótt margt sé hliðstætt með þessum fundi og fundinum í Camp David eru horfur á, árangri ekki taldar miklar í Pretoriu. Samkvæmt frönskum heimildum ákvað franski utanríkisráðherrann, Louis de Guiringaud, ekki að 'mæta þar sem hann taldi litlar líkur á samkomulagi og hann sendi aðstoðarráðherra í sinn stað. með gang viðræðnanna. Það hefur tekizt að fá eins miklu áorkað og við mátti búast,“ sagði talsmaður ráðstefnunnar, George Sherman. Hann sagði að bilið hefði minnkað um helgina þótt enn ríkti ágreining- ur. Hann bætti þvi við, að vinnu væri lokið við nokkur ákvæði samningsins en veitti ekki frekari upplýsingar. Alfred Atherton, formaður banda- rísku sáttanefndarinnar, hefur verið á nær stöðugum fundum með sendi- nefndum Egypta og ísraelsmanna. Israelsmenn og Egyptar hafa einnig átt marga óundirbúna fundi. Jafnframt hefur Jimmy Carter forseti hafizt handa um nýja tilraun til þess að fá Hussein Jórdaníukon- ung til þess að taka þátt í viðræðum Egypta og ísraelsmanna. Smifh boðið til viðræðna Washington. 16. októbor Reuter — AP. BANDARÍSK stjórnvöld sögðu í dag að þau hefðu boðið Ian Smith og þremur ráðherrum hlökkumanna í bráðabirgða- stjórninni í Rhódesíu til fund- ar með bandarískum og brezk- um embættismönnum til að ræða möguleika á ráðstefnu allra deiluaðila með það fyrir augum að leysa Rhódesíumálið. Karpov kvartar undan Korchnoi Ra^uio. 16. október. Reuter. IIEIMSMEISTARINN Anatoly Karpov sakaði í kvöld áskor- andann Viktor Korchnoi um að hafa í frammi vísvitandi ögran- ir og sáifræðilegan þrýsting. Heimsmeistarinn afhenti sjö manna dómnefnd heimsmeist- araeinvígisins opinber mót- madi við umdeildri jóga- og hugleiðslustarfsemi mót- herja síns með tveimur kenn- um indverska sértrúarflokks- ins Ananda Marga. Aðgerðir Karpovs niinna á háttalag Korchnois fyrir nokkr- um vikum þegar hann hafði aðeins fengið tvo vinninga á móti fimm vinningum heims- meistarans og sakaði dr. Vladi- mir Zoukhar, sálfræðing úr sövézku sendinefndinni, um að reyna að beita dáleiðsluaðferð- um til að trufla taflið. Mótmæli Karpovs eru undir- rituð af aðalaðstoðarmanni hans, stórmeistaranum Yuri Balashov, og þar er hvatt til sérstaks fundar dómnefndar- innar en ekki lagt til hvaða ráðstafanir skuli gera áður en 32. skákin, sem frestað var, verður tefld á morgun. Sú skák getur ráðið úrslitum þar sem báðir stórmeistararnir eru með fimm vinninga. Jógakennararnir, Bandaríkja- mennirnir Michael Dwyer og ungfrú Victoria Sheppard, hafa áfrýjað 17 ára fangelsisdómi fyrir meinta hnífstunguárás á indverskan embættismann í Manila fyrr í þessum mánuði, en hafa verið látin laus gegn tryggingu. Korchnoi dvaldist í einangrun í fjallavillu sinni í dag og átti aðra hugleiðslustund með kennimönnunum sem hafa kennt honum að slaka á. í gærkvöldi stóð Korchnoi á haus fyrir blaðamönnum til að sýna þeim aðferðirnar sem hann notar. I mótmælum Karpovs segir að með . samneyti sínu við jóga- kennarana sýni hann Filippsey- ingum lítilsvirðingu, að þessi framkoma sé vísvitandi ögrun og að tiigangurinn sé sálfræði- legur þrýstingur á andstæðing- inn, dómara og aðra embættis- menn. Sjá bls. 29. Á ráðstefnu allra aðila munu meðal annarra mæta leiðtogar skæruliða blökkumanna sem hafa bækistöðvar sínar utan Rhódesíu. Bandaríska utanríkisráðu- neytið sagði, að fundurinn með Smith yrði haldinn í Washing- ton í þessari viku. Frá því var ekki skýrt hverjir fulltrúar Breta og Bandaríkjamanna yrðu á ráðstefnunni. Þangað til seint í síðustu viku neituðu Smith og samráðherrar hans að ræða við leiðtoga Föðurlandafylkingar skæruliða. Bandaríska utanríkisráðuneytið segir að Smith hafi þegið boðið í aðalatriðum. Hann er nú á ferð um Bandaríkin til að afla stjórn sinni stuðnings. Hætt við seladráp KdinhorK. 16. nktúber. Rcuter. BREZKA stjórnin hætti í dag við fyrirhugað seladráp við Orkneyjar vegna baráttu umhvetfisverndar- manna. Bruce Millan Skotlandsráðherra sagði að flokkur norskra selaveiði- manna yrði kallaður burtu vegna almennrar andstöðu sem seladráp- in hefðu mætt. Norðmennirnir voru fengnir til að drepa um 5.000 seli og kópa til þess að vernda fiskstofna um- hverfis Orkneyjar. En stuðningsmenn Greenpeace, alþjóðasamtaka náttúruverndar- manna, hugðust stilla sér upp milli selanna og selaveiðimannanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.