Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 10
LelKllst MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. eftir ERLEND JÓNSSON LcikfélaK Akurcyrari ÞESS VEGNA SKILJUM VIÐ. Ilöf., Guómundur Kamhan. Þýö., Karl Isfcld. Lcikmynd, Jún Þórisson. Lcikstjórn og húninKar, Ilaukur J. Gurtnars- son. Leikfélatí Akureyrar setur markið hátt. Það hefur KÓðum starfskröftum á að skipa ou leitast við að vanda verkefnaval of; flutninií. Það hefur ráðið sér leikhússtjóra, Odd Björnsson rithöfund. Oddur er ekki aðeins í tölu listfen|;ustu leikrita- höfunda. Hann er einniu reynd- ur leikhúsmaður ojí þanniu kunnu|;ur innri sem ytri verk- efnaröð í leiklistinni, starfaði meðal annars við Þjóðleikhúsið hér. I ei|;in verkum hefur Oddur hallast að framúrstefnu. Fyrsta verkefni LeikfélaRS Akureyrar undir hans stjórn bendir þó ekki til að hann muni sveijrja það undir nýjunnastefnur, öðru fremur. Þess venna skiljum við er raunsæisverk af því ta(?i sem sumir hafa í niðrunarsk.vni en að minni hynnju nokkuð vafa- samlega kallað næujukassa- stykki, það er að sefya: ieikhús- líesturinn fær á tilfinninuuna að ein hliðin sé tekin úr raunveru- lefíu heimili oií hann fái síðan — óséður — að hnýsast í einkalíf persónanna. En þetta verk Kamhans er meira en raunsæis- verk eða KæKjukassastykki eða hvað við eifíum að kalla það. Þetta er líka ádeiluverk þar sem höfundurinn setur »problemer under debat« svo stuðst sé við orð Brandesar. Þess venna skiljum við! » Víjíjíó þykir vænt um aðra konu. Mér þykir vænt um Vi|ít;ó. Þess vefjna skiljum við.« Þaðan er heitir dregið. Hjónaskilnaður hefur alltaf verið efni í hviksöfju ot; er það enn. Hvílikur hurðarskellur þegar Nora gekk út Ofí lokaði á eftir sér! Kamban var að sönnu hálfri öld yngri en Ibsen. Eigi að síður má minnast þess að hann ólst upp í samfélafíi þar sem hjónaskilnaðir voru nánast óþekktir ojí starfaði síðan í ánnars konar samfélafíi þar sem fólki var vægast sagt ráðið frá að skilja sæi það nokkra aðra leið út úr sínum persónulegu ógöngum. Almennt mun ungt fólk í Skandinavíu hafa litið svo á þegar fyrri heimsstyrjöldin var að baki og Kamban skrifaði verk sín að hjónaskilnaður gæti verið ill nauðsyn — en þó alltaf ill. Kamban var afar frjálslynd- ur borgari. Og miðað við tíðar- andann á þeim árum cr hann skrifaði þetta leikrit gekk hann tiltölulega lengra en t.d. rauðsokkurnar nú á dögum er þær vilja afnema hjónabandið. Að mæla með hjónaskilnaði jafnskjótt sem ástin væri slokknuð, líkt og Kamban gerði í raun og veru, töldu ráðsettir borgarar ganga guðlasti næst. Þess vegna skiljum við er ádeiluverk. Kamban deilir á eldri kynslóðina sem tekur laumuspii í ástum fram yfir frjálsar ástir fyrir opnum tjöld- um. Hins vegar finnst mér ekki eiga við að kalla þetta »gaman- leik« eins og stendur á titilblaði þeirrar útgáfu verksins sem ég hef undir höndum. Gamansemi var ekki eðli Kambans sem rithöfundar. Þvert á móti voru verk hans borin uppi af alvar- legum boðskap, í því fólst styrkur þeirra. Kamban var ekki kjarnyrtur höfundur. Honum var ekki lagið að láta hnyttnar athugasemdir fljúga milli persónanna eins og t.d. Shaw sem fékkst við ámóta vandamál út frá svipuðu sjónar- horni. Kamban tók sér fyrir Frá vinstri, frú Dagmar (Björg Baldvinsdóttir), prófessor Axel Thonnsen (Þráinn Karlsson). frú Stefanfa, kona hans (Sigurveig Jónsdóttir) og Eggert Thorlacius (Marinó Þorsteinsson). Kamban á Akureyri hendur, fyrstur íslenskra höfunda, að lýsa lífi efnastétt- anna í stórborgum Vesturlanda. Þær höfðu tamið sér settlegt og ópersónulegt snið og höguðu orðum sínum gjarnan eftir settum kurteisisreglum. Allt eins og þetta fólk klæddist fínum fötum þótti því við hæfi að klæða tilfinningar sínar í fagurlega sniðinn búning þyrfti það að láta þær í ljós. Mikið þurfti að ganga á til að það kastaði þeim búningi og.sýndi í sér frummanninn. Þegar svona gamalt verk er tekið til sýningar býður það upp á ótal möguleika, allt frá því að endurvekja það sem næst sinni upprunalegustu mynd til þess að umturna því til ríkjandi dægurtísku. Leikfélag Akureyrar hefur í stórum drátt- UI11 valið fyrri kostinn. Það heldur í heiðri meginboðskap verksins og leitast jafnan við að skapa í kringum það andblæ síns tíma, þriðja og fjórða áratugarins, meðal annars með viðeigandi »grand hótel músík« lcikinni í hléum. Leikmynd er við hæfi og leikstjórn traust og trúverðug. Að vísu langaði raann stundum í meira fjör og meiri hreyfing og líflegri notkun á sviðsrýminu. En þess ber þá að geta að leikstiðll sá, sem verk af þessu tagi voru upphaflega samin fyrir, var nokkuð stífur — stórkaupmaður á þriðja og fjórða tugnum var orðinn ansi miður sín þegar hann hélt ekki lengur virðuleik sínum og tók að æða fram og aftur. Marinó Þorsteinsson leikur Eggert Thorlacius stórkaup- mann og leggur í hlutverkið viðeigandi heldrimannsbrag og þá yfirborðslegu reisn sem frá höfundarins hendi er ætlað að einkenna persónu hans. I fyrst- unni þótti mér framsögn Marinós fullbókleg, of lík því að hann væri að lesa rulluna í stað þess að tala hana en það fór af þegar hiti færðist í atriðin; þá varð tal hans eðlilegt. Þórhalla Þorsteinsdóttir leikur frú Sylvíu Thorlacius, »meið ættarinnar«. Þórhalla er reynd og traust leikkona og var hið litla hlutverk henni leikur einn. Hins vegar tel ég að með nákvæmari förðun hefði mátt marka betur háan aldur hennar þar sem áhorfendum er örugg- lega ætlað að greina bilið milli hennar og miðkynslóðarinnar í leikritinu. Björg Baldvinsdóttir gerði Dagmar stórkaupmanns- frú góð skil. Hlutverkið er ekki átakaverk en felur í sér ýmiss konar fínleg látbrögð sem Björg kom prýðilega á framfæri. Þráinn Karlsson og Sigurveig Jónsdóttir leika miðaldra hjón, frú Stefaníu og Axel Thomsen dr. med., hjón sem liggur við að skilja en lafa saman af því að »mín kynslóð lagði stolt sitt í það að halda öllu í horfi á yfirborðinu,« eins og frúin orðar það. Áherslumunur er á hlut- verkum þeirra, hlutverk doktorsins býður ekki upp á veruleg tilþrif en hlutverk frú Stefaníu krefst kraftmikils skapgerðarleiks. Og nærvera Sigurveigar Jónsdóttur á sviðinu fer ekki fram hjá neinum. Leikur Sigurveigar er sterkur. Of sterkur kannski? Ég held varla. Ég held höfundur vilji með hamagangi þessarar vonsviknu eiginkonu sýna fram á að það, sem þrúgað hefur verið, brýst upp á yfirborðið með því meiri krafti því lengur sem það hefur verið bælt. Svo eru það ungu hjónin þrenn, börn og tengdabörn stórkaupmannshjónanna. Gest- ur E. Jónasson í hlutverki Karls og Nanna I. Jónsdóttir í gervi Gerðu eiginkonu hans ollu mér nokkurri ráðgátu. Gestur leggur megináherslu á alvöru Karls og hátíðleik en minni á heims- mennsku hans — eða þurfti maður ekki að sýna af sér talsvert kavalerasnið á þriðja og fjórða tugnum til að eignast sí og æ nýjar vinkonur? Gerða þótti mér á hinn bóginn óeðli- lega ungæðisleg, stelpuleg. Bald- vin, leikinn af Aðalsteini Berg- dal, og Lovísa, leikin af Þóreyju Lovísa (Þórey Aðalsteinsdóttir) og Baldvin (Aðalstcinn Bcrgdal). Aðalsteinsdóttur, áttu betur saman. Bæði skiluðu trúverðug- lega vandasömum hlutverkum. En einkum þótti mér þó sam- leikur þeirra takast vel. Hlut- verk Baldvins, galgopans í leik- ritinu, er kannski vejkasti hlekkur þess og á því mest undir túlkun leikarans á sviðinu. Aðalsteinn náði því sem hægt er að ná út úr því. Sé heildar- þráðurinn í verkinu helsti slitróttur frá höfundar hendi áttu þau, Aðalsteinn og Þórey, stærstan þáttinn í að gera þessa uppfærslu samfellda og mis- fellulausa — ásamt auðvitað Marinó Þorsteinssyni sem mest hvíldi á. Þriðju ungu hjónin, dr. Viggó Mohr læknir, leikinn af Theó- dóri Júlíussyni, og Sigþrúður, leikin af Svanhildi Jóhannes- dóttur, komu meira eins og sitt úr hvorri áttinni. Theódór var að mínum dómi gerður einum of hlédrægur. Svanhildur er örugg- lega efnileg leikkona. Sviðs- framkoma hennar var við hæfi. Raddbeitingu og framburði var hins vegar ábótavant, þyrfti að lagast; verða skýrari. Radd- styrkur verður að miðast við fjarlægð til áheyrenda hvort sem leikara líkar betur eða ver. Vonandi á Svanhildur eftir hvort tveggja; að kippa því í lag en halda jafnframt sínum af- slappaða leikstíl og sínu óþving- aða látæði á sviðinu. Kristjana Jónsdóttir fór vel með hlutverk fröken Önnu Nielsen þjónustustúlku. Hljóm- aöi norðlenskan hennar skýrt fyrir eyrum þess sem tveim tímum áður steig upp í flugvél á Reykjavíkurflugvelli og fann sig þarna kominn í annað land, næstum að segja. Raunar kom Kristjana fram tíefld því leik- stjórinn hefur sameinað handa henni tvö smáhluverk og gert að einu. Sem heild er þessi sýning Akureyringum til sóma og ber loflegt vitni öllum sem að henni unnu. Leikhúsgestir skemmtu sér vel og klöppuðu listafólkinu verðugt lof í lófa. Leikfélag Akureyrar er nú vaxið upp úr því að vera staðbundið áhugamannafélag en mælist orðið við sama kvarða og höfuðstaðarleikhúsin eða með öðrum orðum á landsmæli- kvarða. Og nú er svo komið að verulega er eftir starfi þess tekið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.