Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 13 Mikki mús í stuðlum og höfuðstöfum Þórarinn Eldjárni DISNEYRÍMUR. Myndir eítir Sigrúnu Eldjárn. Iðunn 1978. Með Disneyrímum gerir Þórarinn Eldjárn tilraun til að endurvekja rímnaformið sem sofið hefur þyrnirósar- svefni þrátt fyrir ýmsa viðleitni. Þórarinn sannaði með Kvæðum (1974) að honum er létt um að yrkja, hann er bæði hagur á mál og hnyttinn líkingasmiður. Margir sem fást við að yrkja í gömlum stíl gæta þess ekki að laga hugmyndir sínar eftir nýjum tíma, því umhverfi sem þeir eru þrátt fyrir allt hluti af. Það hendir ekki Þórarin Eldjárn. Yrkis- efni hans gæti ekki verið nýtískulegra: heimur Walts Disneys og þau áhrif sem teiknimyndastjörnur hans hafa haft á neytendur. I Walt Disney sér Þórarinn ímynd kapítalismans. Disney sækist einkum eftir auði og frægð hann svífst einskis í því brölti sínu að breyta heiminum í Disneyveröld. Samstarfsmenn sína beitir hann brögðum, suma merg- sýgur hann, aðra matar hann með seðlum. Mörg dæmi eru nefnd um vonsku Disneys og fláttskap. Rímunni er í heild stefnt gegn „neysludraumsmiðj- unni“ sem færist nær og nær: „Dauða hönd á dal og strönd / disneyvélin leggur". Það er óvenjulegt um ljóðabók að heimildarrita sé getið. Aftast í bókinni er langur listi helstu rita sem stuðst hefur verið við. Þar Standa á sama blaði Brag- fræði og háttatal eftir Svein- björn Beinteinsson og How to Read Donald Duck. Imperialist Ideology in the Disney Comic eftir Dorfman og Armand. Að bragfræði og bókmenntasögu slepptri virðast hér einkum á ferðinni marxísk rit. Ég er ekki vel að mér í bókum þessara fræðimanna sem lagt hafa metnað sinn í að kljást við Andrés Önd og Mikka mús, en eftir túlkun Þórarins Eldjárns að dæma er hér mikil alvara á ferðum og er ekki fjarri að hún reynist brosleg á stundum. „Enn skal manna MS Rím, / áfram hanna þennan söng“, stendur í Þriðju rímu. Eins og önnur smíð nú á tímum er ríma Þórarins Eldjárns hönnuð. Hann hefur margt að segja um Þórarinn Eldjárn formið sjálft, til dæmis „fremja rím“ og talað er um að úr túpu renni „rímulím". Þórarinn hefur dálítið sér- stakan húmor, maður skelli- hlær ekki að því sem hann segir, heldur brosir inni í sér. Ég las Disneyrímur mér til skemmtunar. Ríman er víða vel kveðin og þróttur í framsetningu skáldsins. í heild sinni er hún ákaflega Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON vel unnin. Aftur á móti mætti spyrja hvort skáldið hefur erindi sem erfiði. Nær boðskapur rímunnar til fólks? Til hvaða lesanda höfðar formið? Ég held til dæmis að efni rímunnar eigi ekki við þá kynslóð sem vönust er rímum, fólk sem nú er orðið aldrað. Og bágt á ég með að hugsa mér ungt fólk lesa rímu, allra síst kveða hana. Þetta eru að vísu útúrdúrar, en um- hugsunarefni samt. Að lokum þetta: Epískt kvæði þarf ekki að vera hefðbundið í formi, sögu má segja í frjálslegu ljóðformi. Myndir Sigrúnar Eldjárn eru sambland af Disneystíl og hennar eigin. Þær hafa það sér til ágætis að vera dæmigerðar bókarskreyting- ar. Best gerð þykir mér teikningin á bls. 43 sem styðst við vísuna um það þegar „kreppan kreppir þjóð, / kátur hreppir Disney meir“. Ljóðabók efttr Jónas Friðrik LJÓÐABÓKIN „Flóðhestar í glugga“ er fyrsta ljóðasafnið, sem út kemur eftir Jónas Friðrik, en hann er fyrir löngu orðinn kunnur fyrir textasmíðar sínar við lög innlendra listamanna og ættu ljóð hans því ekki að vera mönnum að öllu leyti ókunn. Þau hafa hins vegar fá birst á prenti fyrr ogd þessari ljóðabók birtist líka allt önnur hlið á skáldinu Jónasi. Jónas er rúmlega þrítugur og ættaður frá Raufarhöfn. Hann starfaði um tíma í Reykjavík, en fluttist síðan til heimabyggðar sinnar. (Fréttatilkynning.) Aðalfundur FEF 19. okt. á Esju AÐALFUNDUR Fólags ein- stæðra foreldra verður haldinn á Ilótel Esju fimmtudagskvöldið 19. okt. og hefst hann kl. 21.00. Jóhanna Kristjónsdóttir form. FEF flytur skýrslu fráfarandi stjórnar. lagðir verða fram endurskoðaðir reikningar og kos- in ný stjórn. Að loknum aðal- fundarstörfum mun Kjartan Ragnarsson leikari skemmta með spili og söng. Jólakort FEF verða að líkindum tilbúin til afhendingar á fundin- um. Tvær nýjar gerðir verða á boðstólum, báðar með barna- teikningum, og þrjár eldri gerðir endurútgefnar vegna þess hve mikið hefur verið um þær beðið. TOYOTAEI IGENDURj / Hjá okkur € ÁyH|/||j af „original ArlTlllll Kynniö ykk verzliö anm SSBSBr Vorum aö t m M varahluta í árgeröirTo Þjónustu þekkið þi sr alltaf fullt hús “ Toyota-varahlutum. ur úrval og verö áöur en þiö ars staðar. aka inn stórar sendingar flestar geröir og yota. na ið hjá okkur TnVÍIT A ■ VARAH LUTAUMBOÐIÐ t lUIUIH ÁRMÚLA 23,SÍMI 31226

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.