Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. AMNESTY Intcrnational var stofnað árið 1961 til að lcysa úr fangeLsum cinstaklintja. scm þangað voru komnir vegna kynþáttar síns, trúarbragða eða pcrsónulctírar sannfa“rinKar ok samvizku. Þetta var tjáð með orðum Peter Benensons, stofnanda samtakanna> „Að flytja „Kleymdu fanKana“ úr dýflissunum“. Síðan þetta Kerðist. í 17 ár. hefur Amnesty International orðið alheimshrcyfinK með rúmleKa 200 þúsund félaKsmönnum sístarfandi til frelsunar „samvizkufönKum“ ok jafnframt til að fra“ða fólk um víða veröld um ábyrKð stjórnvalda á vanheÍKun á Krundvallaratriðum mannréttinda. sérstaklcKa Kjörræðisfullu K®zluvarðhaldi, misþyrminKum, óréttlátri málsmcðferð ok dauðarefsinKu. Á síðustu árum hefur Amnesty International skjalfest slík inannréttindabrot í meira en 110 löndum <>k sannað yfir 5000 tilfelli sérstakra samvizkufanKa. Samt scm áður eru þessi fimm þúsund aðeins brotabrot þess fjölda einstaklinga. sem almennt haía verið settir saklausir í fanKelsi. Með því hefur verið brotin MannréttindayfirlýsinK Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, sem veitir hverjum einstaklinKÍ rétt til trúarskoðana ok sannfæringar án ótta við ofsóknir. MarKÍr þessara fanga eru í afskekktum fangelsum án minnstu snertingar við umheiminn. Aðrir tilheyra undirokuðum þjóðabrotum cða litlum sveitasamfélögum og vita ekki einu sinni sjálfir um réttindi sín eða mögulegan stuðning alþjóðasamtaka. Margir hafa horfið eftir handtöku. Fjölskyldur þeirra vita ekki, hvort þeir eru lífs eða liðnir. Oft er líka þaggað niður í ættingjum eða vinum með ógnunum eða þeir hafa engin ráð fjárhagslega til að leita hjálpar. Vika samvizkufangans 1978 (16.—22. okt.) er helguð því að kynna neyðarástand karla og kvenna, sem í dýflissum dvelja fyrir trúarskoðanir og trúarbrögð, kynþátt eða litarhátt, „gleymd" bæði stjórnvöldum sínum og umheimi öllum. Amnesty International: Fangelsanir, manndráp og mann- hvörf meðal smábænda í Nicaragua Fjöldamorð og mannhvörf meðai smábænda, að undangengn- um handtökum, hefur lengi verið eitt aigengasta einkenni mann- réttindabrota í Nicaragua, en eftir átökin í landinu í síðasta mánuði hefur ástandið versnað um allan helming. Vegna hins víðtæka stuðnings, sem vitað e, að skæru- liðasamtök Sandinista njóta í baráttunni gegn einræðisherran- um Somoza, sérstaklega meðal unga fólksins, hefur þjóðvarðliðið í Nicaragua að undanförnu sótt heim fjölda fjölskyldna um landið allt og haft á brott með sér hundruð ungra manna, annað- hvort í fangelsi, eða, sem er jafnvel tíðara, á afskekkta staði, þar sem þeir eru skotnir — og líkum þeirra síðan varpað að dyrum fjölskyldna þeirra. Þessum aðferðum hefur þjóð- varðliðið í Nicaragua raunar lengi beitt, þó í minni mæli hafi verið og aðallega í dreifbýlustu sveitum landsins. Fólk úr öllum stéttum hefur á liðnum árum „horfið" sem fangar þjóðvarðliðsins eða það hefur verið skotuð umsvifalaust. í lok janúarmánaðar 1977 fundust t.d. 44 lík kvenna karla og barna í afskekktri sveit í Varilla í Matagalpahéraði eftir árás þjóð- varðliðsins. í sama mánuði komu fram bréf frá sex kaþólskum biskupum, þar sem kvartað var yfir misþyrmingum á smábænd- um, „campesinos", fátæku sveita- fólki, og „auðmýkjandi og ómann- úðlegri meðferð, allt frá pynting- um og nauðgunum til fjölda- morða“, eins og þar sagði. „Hinir horfnu," sem aldrei er viðurkennt að hafi verið í fangelsi, hljóta í mörgum tilfellum að hafa dáið eftir handtökur. Afskekktustu héruðin í Zelaya og austur af Matagalpa í veglaus- um austurhluta Nicaragua, hafa verið aðalsvæði ofsóknanna gegn sveitafólki, allt frá því er afskipti hins opinbera hófst 1975 til að klekkja á skæruliðasamtökum þjóðfrelsismanna, hintrm svo- nefndu Sandinistum. Sveitafólkið hefur fengið að kenna á ofstopa þjóðvarðliðsins, hvort sem fórnar- lömb þess studdu skæruliða eða ekki. Þjóðvarðliðið var opinberlega sagt vera að bæla niður uppreisn og undir því yfirskini olli það eyðileggingu verðmæta, og raskaði ró og friðsamlegu lífi íbúanna, jafnframt því sem félagslegum samtökum þeirra var sundrað. Jarðyrkjufélög, byggð á trúar- legum grundvelli fengu ekki að halda fundi og samkomuhúsum þeirra var lokað eða þau brennd til kaldra kola; sögð „hæli skæruliða". Tuttugu og sex rómversk kaþólskar kirkjur, félagsmiðstöðv- ar sveitafólksins, voru gerðar að bækistöðvum varðliða og lögreglu. Aðsetur skólastjórna voru tekin til „stjórnarafnota" handa þjóðvarð- liðinu. Fremstir í flokki meðal hinna föllnu og týndu eru svonefndir „fulltrúar orðsins", leikprédikarar í þjónustu kaþólsku kirkjunnar sem sannanlega gegna forystu- hlutverki í menningarlífi sveita- fólksins. Handtökur úr þeirra hópi, mannhvörf og morð voru reiðar- slag fyrir kjarna félagslífs í mörgum þorpum. Stjórnvöld Nicaragua hafa sent mörg og mismunandi svör — sum harla þversagnakennd — við fyrirspurnum frá Amnesty International um handtökur og hvörf 350 manna í landinu, — en listi með nöfnum þessa fólks hafði verið settur upp í fjölmörgum kaþólskum k:rkjum í landinu eða lesinn upp við messur og enn- fremur birtur í stjórnarandstöðu- blaðinu „La Prensa" nokkru áður en ritstjóri þess, Joichin Chomorro — einn helzti og mikilsvirtasti málsvari smábændanna og helzta von stjórnarandstöðunnar í land- inu, var myrtur. Málsvarar stjórrl- arinnar hafa fullyrt, að hinir horfnu hafi aldrei verið til, að nöfn þeirra hafi verið „uppdiktuð" eða að þeir hafi verið skæruliðar, sem drepnir hafi verið í átökum við sveitir stjórnarinnar og grafnir á laun. , . Þeir, sem reynt hafa að grafast fyrir um þetta fólk fyrir Amnesty International — og skrifað embættismönnum og stjórnvöldum í Nicaragua í því skyni — hafa fengið að svari langar yfirlýsingar og til- kynningar frá „Upplýsingaþjón- ustu Nicaraguastjórnar", sem aðsetur hefur í Washington D.C. í einu svarbréfanna sagði, að ógerningur væri að rekja feril hinna horfnu smáænda, þar sem engar manntalsskýrslur væru gerðar í Nicaragua og ekkert nafnskírteinakerfi til að styðjast við. Samt er vitað, að tiltölulega góðar manntalsskýrslur eru til yfir íbúa Zelaya og Matagalpa hjá stjórnarstofnun, sem nefnist „Framfarastofnun bænda“ (INVERO), en hún hefur einmitt valið þessi héruð til að innleiða tölvukerfi við öflun og skráningu upplýsinga um íbúana. Er tölvu- kerfi þetta sagt til þess ætlað að auðvelda stjórnvöldum fram- kvæmd umbótaáætlunar á þessum slóðum, en það hefur verið gagn- rýnt á þeirri forsendu, að með því séu stjórnvöld að koma sér upp sem rækilegustu njósnakerfi, sem sé liður í baráttunni gegn skæru- liðum. Hversu sem því kann að vera háttað hefur aldrei verið minnzt á þetta tölvukerfi í svörum opinberra aðila við fyrirspurnum Amnesty International um þá, sem horfið hafa sporlaust á þessum slóðum í Nicaragua. En það er ekki aðeins í Norð- austurhéruðum Nicaragua, sem menn hafa horfið. I febrúar í ár hélt þjóðvarðliðið uppi tveggja vikna umsátri um Indjánasvæðið í nágrenni Masaya í miðhluta landsins. Að minnsta kosti tuttugu og tveir menn létu lífið — en bæði fulltrúum Rauða krossins, læknum og prestum var meinað að komast inn á svæðið. Eftir að umsátrinu létti til- kynnti Mannréttindanefnd Nicaragua, sem er nefnd leik- manna, að 35 Indíánar, sem handteknir hefðu verið meðan á því stóð, virtust gersamlega horfn- ir og engar upplýsingar fengjust um örlög þeirra eða hvar þeir væru niður komnir. Af þeim, sem týnzt hafa í Nicaragua á undanförnum árum hafa mjög fáir komið fram. Þó finnast þess einstöku dæmi. Solomon Perez Lopez var barna- kennari í sveitaskóla, fimmtíu og fimm ára að aldri, og jafnframt ritari í leikmannasamtökunum „Kaþólskar aðgerðir" og svonefnd- ur „fulltrúi orðsins". Hann var handtekinn ásamt fjölskyldu sinni í febrúar 1976 í þorpinu Sofana í Zelaya. í fjölskyldunni voru tveir synir hans, Mariano, 25 ára, Cruz 30 ára, tvær tengdadætur, Felizia, 25 ára, Cecilia, 20 ára; dóttir hans María, 15 ára, og fjögur barna- börn. Þau voru flutt burt í þyrlu, sem beið í grennd og var flogið með þau til stöðva þjóðvarðliða í bænum Rio Blanco. Litlu síðar var Solomon Lopez og flestir aðrir úr fjölskyldunni fluttir frá Rio Blanco — enginn veit hvert og þau hurfu öll. Cecilia, yngri tengda- dóttirin og börn hennar voru flutt til höfuðborgarinnar, Manágua, og þaðan í nýja fangelsið í Tipitapa, og þar voru þau í nærri tvö ár. Hún var barnshafandi, þegar hún var handtekin, og fæddi sitt fjórða barn í fangelsinu. Hinn 10. janúar í ár var hún látin laus án nokkura útskýringa og yfirvöld neita því, að hún hafi nokkurn tíma verið handtekin. Frá yfirvöldum kaþólsku kirkjunnar hafa þær upplýsingar fengizt, að tengdafað- ir hennar, Solomon Lopez og eiginmaður hennar, Mariano, séu látnir, lík þeirra höfðu fundizt í fjöldagröf í námunda við kirkju safnaðar Solomons og talið er Tíklegt, að aðrir úr fjölskyldunni hafi verið grafnir þar einnig, þó ekki sé það vitað með vissu. Þau hafa alla vega ekki komið fram. En þetta tilfelli Cecilie og barna hennar er meðal hinna fáu undan- tekninga. Flestir hinna „týndu" hafa enn ekki fundist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.