Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.10.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. OKTÓBER 1978. 19 Pétur Sigurðsson: Mörg hundruð menn í full- trúaráði óvirkir í starfi ..PERSÓNULEGA var mér auðvelt að mynda mér skoðun á þessum úrslitum, því ég hafði í langan tíma varað við því að svona myndi fara enda voru líkindi þess beinlínis ærandi þótt hlustir flestra hafi verið lokaðar. Reyndar gerði ég það í upphafi stjórnarferils Geirs Hallgrímssonar, en þá vorum við tveir þingmenn sem greidd- um atkvæði gegn þeirri stjórn- armyndun," sagði Pétur Sig- urðsson í ræðu er hann flutti á ráðstefnu Verkalýðsráðs Sjálf- stæðisflokksins er haldin var á Hellu um helgina, en þar fjallaði Pétur um Sjálfstæðis- flokkinn og launþegasamtök- in. Pétur Sigurðsson sagðist hafa greitt atkvæði gegn stjórnarmynduninni vegna þeirrar skoðunar sinnar, að þessir tveir flokkar myndu ekki geta ráðið við verðbólg- una vegna þess að sameiginleg- ir hagsmunir of margra stórra aðila í báðum flokkum væru í húfi ef heilshugar yrði snúizt gegn verðbólguvandanum. Sagði Pétur, að eftir að hann tók sæti í nefnd, er falið var að vinna að könnun á úrslitum kosninganna, hafi hann orðið betur var við að skoðanir fjölmargra trúnaðarmanna ílokksins hefðu farið saman við skoðanir sínar, og þrátt fyrir að fulltrúar úr Verka- lýðsráði hefðu verið kallaðir til funda hefði lítið verið farið eftir þeirra skoðunum. Pétur gerði að umtalsefni flutning ýmissa fyrirtækja frá Reykjavík og sagði m.a.. „Persónulega þekki ég þetta vandamál og við i Sjómannafé- lagi Reykjavíkur höfum haft nokkur afskipti af og átt þátt í ábendingum og samþykkt til- lagna til stjórnenda Reykjavík- urhafnar vegna aðstöðu hinna smærri útgerðarfyrirtækja verslunarskipa sem þangaö leita enn. En því miður er fyrirsjáanlegt ef ekki verður að gert, að mörg þessara útgerðar- fyrirtækja munu flytjast til nágrannasveitarfélaganna á næstunni. Má vera að nokkur skýring á þessu sé sú, að Reykjavíkurhöfn hefur ekki fengið sömu fyrirgreiðslu og aðrar hafnir landsins, en ná- grannasveitarfélögin fá fullt framlag úr hafnarbótasjóði til sinna hafnarframkvæmda og geta í krafti þess stuðnings boðið þessum útgerðarfyrir- tækjum betri aðstöðu en Reykjavíkurborg sem verður að standa undir öllum sínum hafn- arframkvæmdum af skatttekj- um sinna borgara einna. En fleira kemur til. Má t.d. og hefði átt að telja í fyrsta lagi fulltrúaráð okkar í Reykjavík. Ég tel að það hafi alvarlega brugðist í sínu starfi sérstak- lega í borgarstjórnarkosningun- um. Þó er rétt að fram komi, að það tókst að ná upp miklu betra starfi hjá því í alþingiskosning- unum, sérstaklega tvær síðustu Pétur bigurðsson varaformaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokks- ins. vikurnar fyrir kosningar, svo góðu að komið var í veg fyrir enn stærra kosningatap. Þótt vel hafi verið unnið í mörgum hverfafélögum í Reykjavík hafa þau ekki enn náð því marki sem að var stefnt með stofnun þeirra. I fulltrúa- ráðirfu sjálfu, leyfi ég mér að fullyrða að mörg hundruð menn eru algjörlega óvirkir í starfi. Virðist seta margra þeirra í fulltrúaráðinu beinast frekar að því að vinna að kjöri ákveðinna aðila í stjórnir og trúnaðarstöð- ur innan fulltrúaráðsins, í félögum og stofnunum flokksins en að vinna flokknum og sjálf- stæðisstefnunni gagn út á við.“ Síðar í ræðu sinni gerði Pétur að umtalsefni kjaramálin eins og þau stóðu eftir júnísamning- ai:a svokölluðu. Séð hafi verið að nýrra aðgerða í efnahags- málum hefði verið þörf um og eftir áramótin og sagði síðan: „En febrúarlögin og aðdrag- andi þeirra eru ykkur minnis- stæð, ennfremur síendurtekin varnaðarorð stjórnar verkalýðs- ráðs, afstaða okkar Guðmundar H. Garðarssonar og Sigurlaugar Bjarnadóttur í þingflokki og á þingi. Aðgerða var þörf, ekki bárum við á móti því. En stórlega minnkaður kaupmáttur með valdboði, þegar ríkisvaldið hafði í raun staðfest fyrir sitt leyti júnísamningana með und- irskrift októbersamninganna og þannig gefið í skyn að samning- arnir hefðu verið raunhæfir, skilningsskortur á raunveru- legri tekjuþörf láglaunafólks og þar með verðbólguþunga heimilanna, áframhaldandi gullrassapólitík hinnar opin- beru eyðslu, auðsæ skattsvik alltof margra þjóðfélagsþegna. of mikill tekjumunur, þetta ásamt vanhæfni ríkisstjórnar- innar til að byrja að höggva í knérunn verðbólguhvatanna á heimavígstöðvum, áður en að launafólki var gengið, átti hinn stóra þátt í fylgistapi okkar þegar til kosninga kom.“ Ráðstefna Verkalýðsráðs: Hlutfallskosningar í launþegasamtökum — Starfsmenn í stjórn stærri fyrirtækja Á RÁÐSTEFNU Verkalýðs- ráðs Sjálfstæðisflokksins var samþykkt ályktun um Sjálf- stæðisflokkinn og launþega- samtökin þar sem skorað er á miðstjórn flokksins að taka mun meira „tillit til skoðana verkalýðsráðs við stefnumót- un í kjara- og atvinnumálum hvort heldur flokkurinn er í stjórn eða stjórnarandstöðu." Það er skoðun ráðstefnunnar að atburðarás síðasta vetrar á sviði stjórnmála hefði getað orðið önnur ef hlustað hefði verið á ráð forystumanna í verkalýðsráði. Þá er í ályktuninni fagnað þeirri ákvörðun borgar- stjórnarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að gera að baráttu- máli að starfsmönnum Reykjavíkur verði tryggður aukinn lýðræðislegur réttur og bendir ráðstefnan á sam- þykktir sínar um aukið at- vinnulýðræði í fyrirtækjum og gerir þá kröfu til mið- stjórnar og þingflokks Sjálf- stæðisflokksins að hefja undirbúning að löggjöf um hlutdeild starfsmanna og meðábyrgð í stjórn allra stærri fyrirtækja. Þá er í ályktun þessari stjórn verkalýðsráðs falið að hefja undirbúning að gerð lagafrumvarps um hlutfalls- kosningar við stjórnar- og fulltrúakjör í launþegasam- tökunum. „Stóraukið vald samtaka þessa og beiting þess á sviði efnahags- og atvinnumála þjóðarinnar gerir þá kröfu til Alþingis að það setji slík lög. Slík löggjöf mun draga úr hættu á því að valdi samtakanna sé misbeitt í pólitískum tilgangi og tryggja eftirlit og gagnrýni lýðræðislega kjörins minni- hluta,“ segir í ályktuninni. Alyktun Verkalýðsráðs: Meðalfjölskyldan geti liíað af dagvinnutekjum „RAÐSTEFNAN bendir á að sú verðbólga sem ríkt hefur sé mesti ógnvaldur íslenzks efnahags-, atvinnu- og menn- ingarlífs og tefli afkomu og atvinnuöryggi alls almenn- ings í mikla hættu. Verðbólga og verðlagsþróun undanfarin ár hefur deyft verðskyn og skekkt verðmætamat alls almennings, en það hlýtur að hafa mjög alvarleg uppeldis- leg áhrif,“ segir í ályktun ráðstefnu Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins um kjaramál. í ályktuninni er lögð áherzla á að stjórnvöld miði ráðstafanir sínar í efnahags- málum við langtímasjónar- mið, en ekki sé sífellt gripið til bráðabirgðaráðstafana án þess að hafa heildarsýn yfir alla þætti þjóðmálanna. Var- að er við að leysa vandann með því að þyngja skattbyrði, talið er nauðsynlegt að endurskoða vísitölukerfið en ekki verði samt gripið til fljótfærnislegra ráðstafana. Að endingu er vakin athygli launþegasamtakanna á „þeirri alvarlegu þróun sem orðið hefur í kjaramálum, að dagvinnutaxtar hinna al- mennu verkalýðsfélaga gera hvergi nærri að standa undir brýnustu lífsnauðsynjum meðalfjölskyldu en það hefur leitt til þess að launþegar hafa í síauknum mæli orðið að byggja lífsafkomu sína á yfirvinnutekjum“ og er lögð áherzla á að verkalýðshreyf- ingin beiti samtakamætti sínum til að semja um að dagvinnutekjur verði þannig að meðalfjölskylda geti lifað af þeim einum. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson kom til Re.vkjavík- ur í fjær, en skipið hefur undanfarna dajía verið við síldarleit ok rannsóknir fyrir Suðurlandi. Upphafletít verk- efni þessa leiðantíurs voru þá steinbíts- og rækjurannsóknir fyrir vestan, en eftir nokkra da^a í því verkefni var skipið sent síldarflotanum til aðstoð- ar. Meðfyltíjandi mynd Óskar Sæmundssonar sýnir Gunnar Jónsson, l'iskifræðintí ojí leið- anttursstjóra í ferðinni ot; Guðmund Bjarnason 1. stýri- mann á Árna Friðrikssyni að störfum í leiðant;rinum. Loðnulöndun á Akranesi Akranesi, ltí. október. Á SÍÐASTA sólarhrint; var landað hér 2.300 lestum af loðnu í fiskimjölsverksmiðjuna úr eftirtöldum fimm skipum: Vífill GK var með 610 lestir, Óskar Halldórsson RE 407 lestir, Freyja RE 330, Pétur Jónsson RE 370 ok Eldborf; GK 560 lestir. Tot;arinn Haraldur Böðvars- son kom hér í mort;un með 120 lestir, mestmegnis karfa. Héðan rær nú einn bátur með línu of; hefur afli verið tregur enn sem komið er. Júlíus. Lýst eftir ökumanni og vitnum I GÆRMORGUN um klukkan 10.30 var ekið á bifreiðina í-280, sem er Mazda 121 L fólksbif- reið, árgerð 1978, þar sem bifreiðin stóð á Rauðarárstíj; á móts við húsið númer 22—24. Gömul vörubifreið stóð fyrir framan bifreiðina þegar öku- maðurinn yfirgaf hana og þegar hann kom aftur ör- skömmu síðar, var vörubifreið- in farin. Er mjög sennilegt að ökumaður vörubílsins hafi bakkað á fólksbifreiðina og skemmt hana að framan. Öku- maður og yitni eru beðin að gefa sig fram. Mazda-bifreiðin er rauð að lit með hvítan víniltopp. FIB vill löggjöf um bílaíþróttir Landsþing Félags íslenzkra bifreiðaeigenda sem haldið var um helgina samþykkti ályktun þar sem skorað var á dóms- málaráðherra að hraða löggjöf um bifreiðaíþróttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.